Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
Erindi um íslenskar
næringarefnatöflur
AÐ loknum aðalfundi Mann-
eldisfélags Islands, sem haldinn
verður í Odda í kvöld, 11. febr-
úar, mun Olafur Reykdal mat-
vælafræðingnr flytja erindi um
Dan Turéll
flytur
fyrirlestur
íslenskar næringarefnatöflur.
Uppi eru hugmyndir um að setja
inn í slíkar töflur upplýsingar
um aukaefni og jafnvel aðskota-
efni í matvælum.
Olafur vinnur nú að því að taka
saman niðurstöður rannsókna á
efnainnihaldi íslenskra matvæla,
sem notaðar verða við útgáfu
íslenskra næringarefnataflna.
Hann starfar á Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins og á sæti í Mann-
eldisráði Islands. Danskur sérfræð-
ingur er væntanlegur til landsins
síðar á þessu ári og mun einnig
vinna að gerð næringarefnatafln-
DANSKI rithöfundurinn Dan
Turéll flytur opinberan fyrirlest-
ur í boði heimspekideildar Há-
skóla íslands föstudaginn 12.
febrúar.
Fyrirlesturinn nefnist „Dan Tur-
élis egne krimier" og verður fluttur
á dönsku.
Dan Turéll kemur hingað til lands
til að vera viðstaddur frumsýningu
kvikmyndar sem gerð var eftir sögu
hans „Mord í morke".
Fyrirlesturinn verður í stofu 101
í Odda og hefst kl. 17.15. Öllum
er heimill aðgangur.
A dagskrá aðalfundar Manneld-
isfélags Islands er greinargerð
formanns um félagsstarf á síðasta
ári, en í henni verður m.a. fjallað
um athugasemdir félagsins við ný-
lega álagningu söluskatts og ann-
arra gjalda a ' matvæliauk annara
aðalfundarstarfa.
Fundurinn hefst klukkan 20.30
í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi
Háskólans. Kaffí í boði Manneldis-
félagsins verður framreitt frá
klukkan 20.00 í kaffistofunni.
11111
11111
Morgunblaðið/BAR
Guðjón Pálsson formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda og Friðrik Sophusson iðnaðar-
ráðherra við opnun sýningarinnar Húsgögn og hönnun ’88 á Kjarvalsstöðum.
Kjarvalsstaðir:
Sýning á nýjungum í hönnun og
framleiðslu íslenskra húsgagna
SÝNINGIN Húsgögn og hönnun
’88 á Kjarvalsstöðum, þar sem
11111111111
IDEAL COLOR 3426 OSCAfí
Verö
kr. 52.225.-
Tilboðsverö
kr. 39.960.-
AFMÆUSTILBOÐ 1
22” ITT SJÚNVARPSTÆKI MED FJARSTÝRINGU
VANDAÐ VESTUR-ÞÝSKT GÆDATÆKI
TILBOÐIÐ STENDUR TIL 1. MARS ’86 OPIÐ LAUGARDAGA TIL KL. 16.00
GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI
(B)M 20 AHA
SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800
ÖRUGG
ÞJÓNUSTA
sýndar eru nýjungar í hönnun
og framleiðslu íslenskra hús-
gagna, var opnuð formlega sl.
föstudag af Friðriki Sophussyni
iðnaðarráðherra. Þá voru einnig
veitt verðlaun og viðurkenningar
í samkeppni um hönnun hús-
gagna sem Félag húsgagna- og
innréttingaframleiðenda stóð
fyrir. Frumgerðir í samkeppn-
inni eru á meðal annarra hús-
gagna á sýningunni sem stendur
til 14. febrúar nk.
Fyrstu verðlaun í samkeppninni,
250 þúsund krónur, hlaut Þorsteinn
Geirharðsson, arkitekt, fyrir póst-
kassa. Fjórir keppendur hlutu 50
þúsund króna viðurkenningu hver,
Eyjólfur E. Bragason fyrir stól,
Gunnlaugur H. Friðbjarnarson fyrir
borð, Ingimar Þór Gunnarsson fyrir
stól og Pétur B. Lúthersson fyrir
stól. Dómnefndina skipuðu Valdi-
mar Harðarson, arkitekt, Eyjólfur
Axelsson, framkvæmdastjóri og
Gunnar H. Guðmundsson hús-
gagnaarkitekt.
Vefurinn
sífelldi
Ný ljóðabók eftir
Helga Sæmundsson
ÚT ER komin ljóðabókin Vefur-
inn sífelldi eftir Helga Sæmunds-
son, ritstjóra. Þetta er níunda
bók Helga, en næsta bók á undan
þessari kom út árið 1981.
Helgi Sæmundsson segir að bók
þessi sé framhald af því, sem hann
hafí verið að gera til þessa og hafí
bókin verið lengi í smíðum, enda
unnin í tómstundum. „Ég er að
reyna að halda þessu við,“ sagði
hann í samtali við Morgunblaðið.
Fyrsta ljóðabók Helga kom út
árið 1940 og heitir Sól yfír sundum.
Síðan hafa komið út eftir hann
nokkrar ljóðabækur, palladómar og
íslenzkt skáldatal í samvinnu við
Hannes Pétursson.
Helgi Sæmundsson
Vefurinn sífelldi er rúmar 100
síður að stærð, innbundin og gefín
út af Skákprenti í Reykjavík. Bók-
fell hf batt bókina inn.
FÆR I BAN DA-
MÓTORAR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER