Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14    B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRIL 1988
Baffin-eyja:
I Pond Inlet á Baffin-eyju í 40 stiga frosti.
Hreindýraskinn spýtt á vegg
Síðustu óbyggðir
norðursins
BAFFIN-EYJA og -FLÓI eru
kennd við William Baffin (1584-1622),
breskan landkönnuð sem kom í
þennan heimshluta í leit að norð-
vestur-sigiingaieið til Austurlanda.
Á Baffin-eyju er líklega að finna það
sem kailað er Helluland í íslenskum
miðaldarritum.
Stærsta byggðin á eyjunni. Iqaluit
(Frobisher), er á sömu breiddargráöu'
og Grindavík hér á landi og sömu
sögu er að segja af Pangnirtung og
Húsavik. Veðurfar í þessum heims-
hluta erhinsvegartöluvert ólíkt því
á íslandi.
TEXTI: DAVID LEITCH
BAFFIN-EYJA
(KANADA)
Broughton
Island
Badloping
Island
Lake Harboup
500 km
Resolution tsland
Morgunblaðið/ GÓt
Það var augljóst fljótlega eftir flugtak í Ottawa að
við vorum á leið til nyrstu óbyggða þegar tveir menn
hinum megin í vélinni pöntuðu sér steik og egg í
morgunverð og skoluðu niður með bourbon-viskíi.
Ferð okkar var heitið u.þ.
b. 2.000 km norður til
Frobisher, sem var gefið
n&ja nafnið Iqaluit í jan-
úar sl. í samræmi við þá
stefnu sem hefur tekið í notkun
orðið „inuiti" f stað „eskimói" (sem
er talið niðurlægjandi. Iqaluit, sem
þýðir „margir fiskar", er dyrnar að
eystra heimskautasvæði Kanada og
aðal byggðar Baffinslands. Þegar
við lækkuðum flugið og flugum lágt
eftir Frobisher-flóa birtist landslag-
ið jafn undarlega eyðilegt og
framandi og fystu nærmyndir af
yfirborði tunglsins á sjöunda ára-
tugnum.
Við höfðum fyrir löngu farið
framhjá nyrstu skógarmörkunum
sem voru falin undir skýjaþykkninu.
Nú mátti sjá hvíta toppaa á smá
ísjökum, snækrýndar hæðir sem
augljóslega bráðnuðu aldrei, jafnvel
ekki í agúst og berir steinarnir á
ströndinni báru engan gróður. Þetta
er ekki hlýlegt landslag en við það
er þó eitthvað hrifandi og ógnvekj-
andi.
Það er ekki hægt að setja fram
fagurfræðilegar fullyrðingar um
Iqaluit. Húsin eru verksmiðjufram-
leidd og virðast reist til bráða-
birgða. Samt sem áður bar
staðurinn nokkur einkenni inuita.
Athyglisverðastur     er     hæfileiki
þeirra til aðlögunar við erfið lífsskil-
yrði.
Okkurgul flugstöðin, sem lokið
var árið 1985, er í svipuðum stíl
og Pompidou Center í París og er
furðanlega afkastamikil aðkomu-
leið til Baffin-eyjar og austurhluta
heimskautasvæðisins.
Þetta er aðsetur fyrir starfsmenn
ríkisins og héraðsins, jafnframt því
að vera samgöngumiðstöð. íbúum
fer fjölgandi — eru nú þeir 3.500,
en voru 100 samkvæmt manntali
1981.
Þ6 er þarna að finna þrjú hótel,
fimm veitingahús, banka, lækna-
miðstöð, útvarpsstöð og lyfjaversl-
un, sem er rekin af Egypta að nafni
Nader Barsoum. Hann kemst í
vandræði annað slagið fyrir um-
deildar yfirlýsingar í bæjarblaðinu
Nunatsiaq News, sem er gefið út
bæði á ensku og mállýzku eystra
heimskautasvæðisins, inuktitut.
Að flugstöðinni undanskilinni eru
tvær aðrar byggingar sérlega at-
hyglisverðar, Baffins-fangelsið og
St. Jude's-dómkirkjan sem er byggð
f nokkurs konar nútímalegum snjó-
húsastíl. Dómkirkjan er óumdeilan-
lega eina kirkjan, sem hefur að
geyma silfur, sem gefið var af Eng-
landsdrottningu og altarið er
samansett úr samstæðum selskinn-
um og náhvalstönnum.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28