Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 B 11 HVAÐ ER AÐO GERAST! TÓNLEIKAR Tónmenntaskóli Reykjavíkur er nú að Ijúka 35. starfsárl sínu. í skólanum voru um 500 nemendur og kennarar um 40 talslns. Sfðustu vortónlelkar skólans verða haldn- Ir í Qamla bfól laugardaglnn 7. maf kl. 14.00. Á þessum tónleikum koma elnkum fram eldrl nemendur skólans. Á efnlsskránnl verður elnlelkur og samlelkur á hln ýmsu hljóðfærl. Aðgangur er ókeypls og öllum helmlll. Gallerí Allrahanda Akureyri Gallerí Allrahanda ertil húsa að Brekku- götu 5 á Akureyri. Þar er opið á föstudög- um eftir hádegi og á laugardögum fyrir hádegi. Galleriið er á efri hæð og eru þar til sýnis og sölu leirmunir, grafík, textíl-verk, silfurmunir, myndvefnaðurog fleira. Ferðalög Upplýsingamiðstöð — Ferðakynning Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Um helg- ina verður kynning á ferðum um island, Færeyjar og Grænland. Opið verður laug ardag kl. 10-18og sunnudagkl. 13-18. Síminn er 623045. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda-. hópsins Hana NO í Kópavogi verður laug- ardaginn 7. maí. Lagt veröur af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmiö göngunnar er samvera, súrefni og hreyf- ing. Nýlagaö molakaffi. Allir eru velkomn- Útivist Útivist verður með fugla- og náttúruskoð- unarferð um Suöurnes laugardaginn 7. maíkl. 10.30. FariðverðuraðGarðskaga- vita og gengið þaðan að Sandgerði og Fuglavík. Hugaðverðurað umferöarfugl- um t.d. tildru, rauðbrysting og sanderlu og mörgum öðrum fuglategundum. Þátt- takendurfrá lista með nöfnum fuglateg- unda og er ætlunin að telja hvað margir sjást. Viðkoma veröur á Bessastaðanesi þar sem smá má margæs og í Náttúru- fræöistofu Kópavogs. Leiðbeinandi er Árni Waage. Árleg Reykjavfkurganga Úti- vistarveröa á sunnudaginn. Brottför er frá Grófartorgi kl. 13 (bílastæðinu milli Vesturgötu 2 og 4). Hægt er að slást í hópinn við bensínsölu BS( kl. 13.45, við Nauthólsvík kl. 14.15 og (Skógræktar- stöðinni Fossvogi kl. 15.15. Rútuferðir verða frá Elliðaárstöð kl. 17.30 að lokinni göngu. Þátttökugjald erekkert. Gengið veröurmeðframTjörninni, um Hljómská- lagaröinn, öskjuhlíð, Fossvog og Foss- vogsdal í Elliðaárdal. Aning verður í Skóg ræktarstöðinni með söng og harmóniku- leik. Einnig verðurá sunnudaginn 4. ferð í „Fjallahringnum". Gengið veröur á Akra- fjall (643 m.y.s.). Brottförerfrá Grófar- bryggju kl. 10'með Akraborginni og kom- ið heim kl. 18.30. Þátttakendum er bent á að mæta tímanlega fyrir brottför. Ferðafélag íslands Ferðafélag Islands gengst fyrir helgarferð til Þórsmerkurföstudaginn kl. 20.00. Á laugardag verður gengið yfir Eyjafjallajök- ul frá Þórsmörk og komið niður hjá Selja- vallalaug. Gist verður tvær nætur f Skag- fjörösskála/Langadal. Laugardaginn 7. maí verður farin hin árlega fuglaskoðun- arferð Feröafélagsins á Suðurnes. Fyrst verður skyggnst eftir fuglum á Álftanesi síðanverðurfariðum Hafnarfjörð, Garð- skaga, Sandgerði út á Hafnaberg og um Grindavík í bakaleiðtil Reykjavikur. íupp- hafi ferðar er hverjum og einum afhent Ijosrituð skrá yfir þá fugla sem sést hafa í þessum ferðum frá árinu 1970 og þátt- takendur geta þannig borið saman hvaða fuglar hafa sést frá ári til árs. Brottför í þessa fer er kl. 10 árdegis á laugardag. Sunnudaginn 8. maí verða tvær dags- feröir. Sú fyrri kl. 09 en þá veröur gengiö á Skarðsheiði og kl. 13 veröur gengið á Eyrarfjall. Ekið inn Miðdal og gengiö á fjallið að austan. Miövikudaginn 11. mai veröursiöasta myndakvöld vetrarins ( Risinu að Hverfisgötu 105. Viðeyjarferdir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út i Viöey og um helgar eru ferðir allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viöey er opin og veitingarfást í Viðeyjarnausti. Bátsferöin kostar 200 krónur. Félagslíf MÍR Hópur sovéskra ferðamanna dvelst hér á landi í vikutima á vegum Félagsins Sovétrikin-ísland og fyrir milligöngu M(R, Menningartengsla Islands og Ráðstjóm- arrikjanna. í hópnum eru m.a. tveir hljóö- færaleikarar, V. Jakovlév sem leikur á domru (þjóölegt strengjahljóðfæri sem líkist mandólln) og pianóleikarinn S. Den- isova. Einnig eru með í för tveir fjöllista- menn, akróbatarnir A. Kostjúkov og A. Ratnikov. Þessir skemmtikrafar koma fram á nokkrum stöðum meðan hópurinn dvelst hér, m.a. í Hótel Stykkishólmi laug- ardagskvöldið 7. mai og á M(R-skemmt- un og fagnaði í Leikhúskjallaranum mánudagskvöldiö 9. maí kl. 20.30. Að- gangur að skemmtunum þessum er öll- um heimill. ÍTALÍA - Árshátíð (TALÍA, italsk-islenska félagið, verður með árshátíð sína föstudaginn 6. maí að Hótel Lind við Rauðarárstíg. Skemmtiatriði, maturog dans til kl. 02.00. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í síma 16829 og hjá stjórnar- . mönnumfélagsins. Fyríriestur Asker Lorentsen rektor heldurfyrirlestur á vegum (slenska Heilunarfélagsins í Kristalssal Hótel Loftleiða föstudaginn 6. maí. Fyrirlesturinn nefnist „Áhrif æðri máttarí byrjun vatnsberaaldar". Asker hefur skrifað bækur um andleg málefni. Hann er skólastjóri Heilunarskólans í Danmörku. Tónlist Tónleikar Tónmenntaskóli Reykjavíkurer nú að Ijúka 35. starfsári sínu. Síðustu vortón- leikar skólans verða haldnir í Gamla bfói ((slensku óperunni) laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Á þessum tónleikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. Á efnisskránni verður einleikur og samleik- urá hinýmsu hljóðfæri. Aðgangurer ókeypis og öllum heimill. íslensk náttúra Lifför Opnuð hefurverið kynning í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar (slands. Kynnt verða för eftir lífverur (lífför) í fornum set- lögum og hvað má út úr þeim lesa. Sýnis- horn verða sem fólk getur skoðað og handfjatlað með kortum yfir helstu fund- arstaði líffara og með skýringartextum. Líffarakynningin stendur til 12. maí. Komið hefur verið upp sérstöku litmiða- kerfi i sýningarsalnum til að auðvelda fólki að flokka staöfugla og farfugla eftir því hvernig dvalartíma þeirra er háttað hér á landi. Með leiðbeiningarblað i hönd- unum verður þetta einskonar ratleikur. Þeir fuglar sem verpa á Tjarnarsvæöinu eru sérstaklega merktir í sýningarsalnum Gestir fá einnig upplýsingablað sem þeir geta tekið með sér niður að Tjörn og merkt við þær fuglategundir sem þar er að sjá. Hreyfing Keila I Keilusalnum í Öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarö og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund í Reykjavik eru útisundlaugar i Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og viö Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartíma þeirra má sjá í dag- bókinni. MYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson BOÐIÐ UPPÍDANS DRAMA Can You Feel Me Dancing ★ ★ Leikstjóri Michael Miller. Handrit J. Miyoko Hensley og Steven Hensley. Framleiðandi Robert Greenwald. Aðalleik- endur Justin Bateman; Jason Bateman, Roger Wilson, Max Gail, Frances Lee McCain. Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986. Háskólabíó 1988.100 mín. Karin, (Justine Bateman), er blind frá fæðingu og þegar mynd- in hefst er hún orðin nítján ára gömul. Hún býr í Kalifomíu en hefur sótt um háskóla í New York. Þá er ástin komin einnig í spilið í fyrsta sinn. Vandmeðfarið efni en furðuvel hefur tekist að sigla framhjá væmni, þó mörgum þyki sjálfsagt efni sem þetta alltaf væmið. En Can You Feel Me Dancing er hreint ekki svo slæm úttekt á er blind stúlka vill fara að standa á eigin fótum og bijótast undan stjóm velmeinandi foreldra sem í rauninni ofvemda hana. Ástaræv- intýrið er ansi sykrað en endar þó, til allrar guðsblessunar, ekki í neinu yfirmáta hjartnæmi. Mynd fyrir þá ofur-rómantísku. ORLANDO 2 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrírþíg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.