Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Vatnslistamynd frá Vatnajökli, ein þeirra sem nú er sýnd & Kjarvalsstöðum.
VILDI FINNA
NÝJAN
RAUN VERULEIKA
<
— segir þýski myndlistarmaðurinn Gunther Uecker
Um þessar mundir eru til sýnis á Kjar-
valsstöðum vatnslitamyndir eftir
þýska listamanninn Gunther Uecker
sem hann málaði fyrir nokkrum árum
þegar hann kom til íslands og fór í
ferð á Vatnajökul. Þetta eru allt litlar
vatnslitamyndir — ekki útlistun á jökl-
inum heldur tilraun listamannsins til
að túlka og koma til skila þeim áhrifum
sem hann varð fyrir í þessari ferð.
Sjálfur kom hann hingað á dögun-
um til þess að vera við opnun sýning-
arinnar þ. 14. maí síðastliðinn, ásamt
eiginkonu sinni, Ijósmyndaranum sem
var með honum í Vatnajökulsferðinni
og safnstjóra gallerís í Munchen þar
sem þessar litlu vatnslitamyndir hafa
einnig verið til sýnis.
Gilnther Uecker
Istuttu spjalli við listamanninn
segir hann, að það hafí fyrst og
fremst verið fyrir áeggjan vinar
síns Dieter Rot, sem búsettur
var hér um árabil, að hann fór
þessa íslandsferð, en þeir Dieter Rot
hafa unnið mikið saman á árum áður.
Hann segir jafnframt að þessi ferð
á Vatnajökul hafi haft djúp áhrif á
sig — þangað hafi verið haldið upp
frá Egilsstöðum, ekið inn á hálendið,
yfir svarta auðn með jökulinn fram-
undan — yfir miklar torfærur, yfir
óbrúaðar ár — og þarna hafi ríkt
mikill kuldi. En yfir öllu þessi sér-
kennilega íslenska birta sem eigi sér
enga hliðstæðu. Þessu umhverfi hljóti
menn blátt áfram að verða ofurseldir.
„Mér fannst ég vera við dyr undir-
heima — hér hlytu að ríkja margir
guðir og þeir urðu mér raunveruleg-
ir“, segir hann.
„Skilningarvitin fóru úr skorðum
og ljósbrigðin gerðu það að verkum
að fjarlægðarskyn ruglaðist — mér
fannst þetta á einhvem hátt sambæri-
legt við ferðir Ódysseifs og lýsingar
hans á þeim".
Þessar myndir sem nú eru á Kjar-
valsstöðum og ljóð sem fylgja hverri
mynd, eru tilraun hans til að tjá f
mynd og máli áhrifin af þessari eftir-
minnilegu ferð. Myndimar ætlar hann
að nota síðar til nánari útfærslu, að
hans sögn.
Hann sagðist líka ætla að hvetja
myndlistarmenn hvaðanæva að til að
koma til fslands og upplifa þessa sér-
kennilegu náttúru. Landið væri líka
vel staðsett — miðja vegu milli Banda-
ríkjanna og Evrópu. Hér væri því til-
valið að koma upp nokkurs konar list-
miðstöð fyrir báða þessa menningar-
heima — bjóða listamönnum að dvelja
hér og glima við umhverfið og áhrifin