Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						flfofgmilftfiMfe
-H
vrosnpn/AiviNNUijr
MORGUNBLAÐIÐ,   FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988
Þjónusta
Pizzastöðum fjölgar
m
Vinsældir pizzunnar hafa vaxið gífurlega
; SVO virðist vera sem pizzufar-
aldur geisi nú hérlendis. Veit-
ingastöðum sem hafa yfir piz-
zuofnum að ráða eru nú að orðn-
ir nærri tuttugu í Reykjavík, og
fjölgar enn. Þeir veitingahúsa-
eigendur sem hafa haft pizzu á
boðstólum undanfarin ár hafa
blendnar tilfinningar í garð piz-
zubylgjunnar.
Fyrir 15 árum síðan vissu fáir
íslendingar hvað pizza var. Fljót-
lega eftir það var farið að selja
frosnar pizzur í kjörbúdum, og
Halti haninn fór að hafa pizzur á
matseðli sínum. Það var svo í júlí
árið   1979   sem  veitingastaðurinn
s Hornið opnaði, og var þar kominn
fyrsti staðurinn sem bauð upp á
pizzur að fyrirmynd svokallaðra
„jjizzeria" sem þekkjast erlendis.
Arið 1980 opnaði Pizzahúsið á
Grensásvegi, fyrsti skyndibitastað-
urinn sem sérhæfði sig í pizzum.
Fyrri hluta níunda áratugarins var
svo rólegt á pizzumarkaðnum hér-
lendis, en það sama verður ekki
sagt um þann markað í Banda-
ríkjunum, þar sem pizzan var að
ná mikilli almenningshylli. Á þess-
um tíma opnaði þó veitngastaðurinn
El Sombrero við Laugaveg, og
Sælkerinn við Austurstræti. Árið
1986 opnaði svo ungur maður, El-
ías Snorrason, lítinn pizzastað við
Bragagötu, Eldsmiðjuna.
Eftir þetta hafa pizzustaðirnir
opnað hver af öðrum, og von er á
að a.m.k. þrír opni nú í haust. Þar
á meðal er staður undir nafni
bandarísku pizzahúsakeðjunnar
Pizza Hut, sem teygir anga sína
um allan heim og margir íslending-
ar þekkja af ferðum sínum erlendis.
„Það þarf að vinna f yrir
hlutunum"
Það er Steindór Ólafsson, fyrrum
, hótelstjóri á Hótel Esju, sem á og
ætlar að rekaþennan nýja stað. „Ég
get alls ekki sagt að ég kvíði fyrir
því að koma inn á markaðinn,"
sagði hann. „Fólk hér er farið að
þekkja pizzur, og veit muninn á
góðu og vondu, svo að ég ætti ekki
að þurfa að óttast það að koma inn
á markaðinn með vöru sem er 100%
að gæðum, hefur margra ára
. reynslu að baki á öðrum mörkuðum,
og af mörgum talin sú besta í heim-
inum," sagði hann ennfremur.
Steindór sagði, að vitanlega væri
ekki hægt að ganga að neinu tæki-
færi sem gefnu í viðskiptum. „Það
þarf að vinna fyrir hlutunum, og
það er nákvæmlega það sem við
fjölskyldan ætlum að gera," sagði
Steindór að lokum. Staður hans
kemur til með að taka 100. manns
í sæti, og ætlunin er að opna í ágúst.
En hvernig skyldi þeim veitinga-
mönnum sem hafa rekið pizzastaði
í einhvern tíma lítast á þessa þró-
un, eru þeir uggandi yfír henni, eða
telja þeir hana kannski vera piz-
zugreininni í landinu í heild til fram-
dráttar? Morgunblaðið hitti Elías
Snorrason eiganda Eldsmiðjunnar
að máli. „Mér líst ekki vel á það
sem ég sé gerast á markaðnum hér
í dag, það minnir nig um of á upp-
ganginn og hrunið á myndbanda-
leigumarkaðnum fyrir nokkrum
árum. Ég er hins vegar bjartsýnn
á Eldsmiðjuna sem slíka, því hún
hefur skapað sér visst orðspor, sem
týnist ekki svo glatt," sagði hann.
Elías opnaði útibú frá Eldsmiðjunni
í Kringlunni í fyrra, og hefur nú
nýverið opnað heimsendingarþjón-
ustu hinum megin við Bragagötuna.
„Ákvörðunin um stækkunina var
tekin í fyrra, ef ég stæði frammi
fyrir henni nú mundi ég hugsa mig
um tvisvar," sagði hann. „Eg hafði
fylgst með því sem var að gerast í
Bandaríkjunum þegar ég opnaði
Eldsmiðjuna, og var viss um að
þróunin gengi sama yeg hér, og
þegar ég opnaði staðinn sprengdi
salan fljótlega allar mínar fjár-
hagsáætlanir," sagði Elías að lok-
um.
„Sáttur við að halda mínu"
Ólafur Þór Jónsson eigandi Piz-
zahússins er sammála Elíasi um að
framtíðarhorfur á pizzumarkaðnum
séu ekki bjartar. „Það er þó ekki
samkeppnin sem ég óttast mest,
hún gæti orðið til góðs," sagði Ólaf-
ur. „Það eru aðrar ytri aðstæður
sem eru breyttar, og koma til með
að erfiða okkur leikinn. Þar á ég
t.d. við breytt fyrirkomulag á sölu-
skatti, sem reynst hefur veitinga-
mönniim óþægur ljár í þúfu, til
dæmis stakk Tómas Tómasson upp
á þeirri leið að veitingamenn tækju
söluskattinn og ríkið afganginn af
ágóðanum, og svo sannarlega væru
það góð skipti. En varðandi nýju
staðina, þá býst ég við tímabund-
inni minnkun á aðsókn hjá mér, það
er eðlilegt að fólk vilji prófa eitt-
hvað nýtt til að fá samanburð. Það
verður svo bara að koma í ljós hvort
ég held mínu á markaðnum. Ef svo
verður, þá er ég mjög sáttur við
það," sagði hann ennfremur. Olafur
sagði að forsenda þess að halda úti
jafn víðtækum rekstri og hann ger-
ir nú, sé að hafa traust og sam-
viskusamt starfsfólk, en Pizzahúsið
er nú á tveimur stöðum í bænum,
auk þess sem Olafur framleiðir piz-
zur sem seldar eru í kjörbúðum.
„Hitt er annað mál að minnkandi
afkoma veldur alltaf áhyggjum í
þessari grein sem öðrum," sagði
Ólafur að lokurn.
Það var að heyra á öðrum aðilum
sem til þekkja í veitingarekstri hér-
lendis, að þessi fjölgun pizzastaða
væri líklega enn eitt dæmið um
hvernig íslendingum hættir um of
til að hópast í þær greinar sem vel
árar fyrir í það og það skiptið, og
ekki væri ljóst hvaða afleiðingar
þessi fjölgun hefði fyrir greinina í
heild. En það getur víst tíminn einn
leitt í ljós...
SIEI
Hvar er hægt að fá pizzu?
Eftirtaldir veitingastaðir hafa sett
upp eða eru u.þ.b. að setja upp pizzu-
ofn.
Biggabar,
Duus Hús,
El Sombrero,
Eldsmiðjan,
Eldsmiðjan,
Hornið,
Hrafninn,
ítalía,
Madonna,
Marinós pizza,
Nes-pizza,
Pizzaeldofninn,
Pizza Hut,
Pizza húsið,
Pizza húsið,
Selbitinn,
Sælkerinn,
Uppinn,
Videomeistarinn,
Tryggvagötu 18
Fischersundi
Laugavegi 73
Bragagötu 38a
Kringlunni
Hafnarstræti 15
Skipholti 37
LaUgavegi 11
Rauðarárst. 27-29
Njálsgötu 26
Austurströnd 8
Gerðubergi 1
Hótel Esju
Grensásvegi 10
Öldugötu 29
Eiðistorgi
Austurstræti 22
Akureyri
Seljabraut 54
Ath! Ekki er víst að þessi listi sé tæm-
andi yfír þá veitingastaði sem bjóða piz-
w
FARALDUR
og fjölgar enn.   .
Pizzastöðum hefur fjölgað mjög undanfarið,
Fyrirtæki
Faxafrost reisir skipa-
afgreiðslu íHafnarfirði
NYTT fyrirtæki, Faxafrost hf.
er nú að reisa hús fyrir skipaaf-
greiðslu við Suðurgarð í Haf nar-
firði. Það eru ekki færri en 7
skipafélög, sem að þessu fyrir-
tæki standa. Þau eru Ok hf.,
Jöklar hf., Skagstrendingur hf.,
Hrönnin hf., ísafirði, Breinholt
a/s í Esbjerg, Hekla hf. og Nes-
skip hf. Faxafrost mun halda
uppi almennri vöruafgreiðslu.
Þar verður því afgreiðsla fyrir
ótollaðar innfluttar vörur. Einn-
ig verða þar afgreiddar vörur til
útflutnings.
—  Hús þetta verður 2100 fer-
metrar og af því fara 1000 fermetr-
ar í kæli- og frystirými, sagði Björn
Haraldsson, . stjórnarformaður
Faxafrosts í viðtali við viðskipta-
blaðið. — Hafizt var handa um
byggingu hússins í janúar sl., en
fyrirhugað er að taka það í notkun
eftir tvo mánuði. Þar verður almenn
vöruafgreiðsla, sem verður opin
hverjum sem er. í húsinu verður
frystigeymsla og kæligeymsla
ásamt þurrgeymslu.
—  Það var Skipafélagið Ok hf.,
sem fékk úthlutað þessari lóð, sagði
Björn ennfremur, en hann er fram-
kvæmdastjóri þess. — Við flytjum
stykkjavöru til landsins, en ferskan
og frosinn fisk frá landinu. Fyrir
skipafélag, sem er aðeins með eitt
skip í förum milli landa, var í of
mikið ráðizt að standa eitt sér und-
ir svo miklu geymsluhúsnæði, svo
að það var tekin sú ákvörðun að
fá fleiri aðila til þátttöku og gera
það að almennri skipaafgreiðslu.
Morgunblaðið/Þorkell
SKIPAAFGREIÐSLA — í þessu nýja húsi við Suðurgarð
í Hafnarfirði verður skipaafgreiðsla Faxafrosts hf. Áformað er að taka
húsið í notkun eftir tvo mánuði.
Við hjá Oki hf. höfðum aðstöðu
uppi á svonefndu Holti í Hafnar-
firði, en okkur þótti það bæði fyrir-
hafnarsamt og kostnaðarsamt að
aka vörum úr skipi þangað. Við
höfðum gert út skip okkar, ísberg,
í sex ár og það höfðu aukizt það
mikið flutningar með því, að það
var orðið ótækt að flytja vörurnar
burt svo langt frá skipi. Við erum
hins vegar ekki að auka við skipa-
flota okkar, heldur einungis að
bæta aðstöðu okkar miðað við þann
rekstur, sem við þegar höfum.
Það hefur engin skipaafgreiðsla
verið fyrir hendi fyrir ótollaðar vör-
ur, hvorki í Reykjavík né Hafnar-
firði, sem er opin fyrir hvern sem
er. Aðeins Eimskip og Sambandið
hafa haft yfir slíkum skipaafgreiðsl-
um að ráða.
Fyrir frystitogara, sem hugsan-
lega vildu landa í Hafnarfirði, þá
verður þarna ákjósanleg aðstaða til
að landa fiskinum beint úr skipi inn
í frystigeymslu á bryggjunni nokkra
metra frá skipinu. Það þarf þá ekki
að selflytja fiskinn í misjöfnum veð-
rum eða flokka hann á bryggjunnL
.Með tilliti til útflutnings verður
þarna mjög góð aðstaða til þess að
safna saman frosnum fiski, áður
en hann er fluttur út.
Á undanförnum árum hafa oft
skapazt erfiðleikar við að koma
frystivöru í geymslu sökum skorts
á þar til gerðu húsrými. Úr þessu
erum við að reyna að bæta með því
að skapa þarna aðstöðu til að flokka
vörur til útflutnings og búa um þær.
".•iiinniJÍiavBJid 30
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12