Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐEE), LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 að það er nátengt atburðum sem gerðust á þessum slóðum. Borgames var allt öðruvísi þá. Þar voru ekki svona mörg hús. Við krakkamir höíðum klettana, sem nú er búið að byggja, alveg út af fyrir okkur og gras út um allt. Það má kannski spyija hvaða tengsl blá og rauð teppi hafa við náttúmna. Ég get ekki skýrt það. Enda finnst mér ekkert þurfa að skýra alla hluti. Þessi tengsl við nátt- úrana, sem maður hefur notið sem bam, era alltaf í manni. Mér finnst því Reykjavíkurböm í dag fara mjög mikils á mis. Þau eiga svo litla mögu- leika á að kynnast og tengjast nátt- úranni.“ Af hveiju er það nauðsynlegt? „Ætli það sé ekki vegna þess að stressið allt í kringum okkur er á skjön við framþörf mannsins. Ég held að okkur sé það eiginlegt að finna einhvem samhljóm og jafnvægi við náttúrana. Hún er svo einföld í margbreytileika sínum.“ Hvar kemur sköpunarþátturinn inn í þessi tengsl? „Ég hef þá trú að við höfum öll okkar línur. Ég hef mjög fáar. Ég reyni oft að bijótast út úr þessu og gera eitthvað flóknara. En ég hef bara ekki fleiri línur. Hvemig sem hægt er að útskýra það. Það sem ég er að gera núna er að reyna að bijóta upp formið í vefnum." Eru form og línur ekki samofin? „Jú, jú. Hvert og eitt verk er ein heild og þó ég sé að breyta um efni, er ég að raða saman formum. Ég held ég sé ekki komin af kubbastig- inu. Það hefur alltaf verið svo ríkt í mér að raða saman; gera seríur." Ég hef ekki áður farið út í það að raða öðram efnum með bandinu og veit ekki hvort þetta er rétt.“ Er eitthvað rétt og rangt i myndlist? „Nei, kannski ekki. En það er til gott og vont. Svo er það líka af- stætt. En ég hef þörf fyrir breyting- ar. Ég vil halda áfram að vefa, en ég verð að vinna mig út úr vefnum svo ég verði ekki hundleið." Guðrún hefur ekki farið þá hefð- bundnu leið að ljúka námi hér heima og forframa sig í veflistinni erlendis að því loknu, heldur hóf hún sitt myndlistamám á versktæði hjá vef- listarkonunni Kim Naver í Kaup- mannahöfn. Það nám stundaði hún frá 1972 til 1975. „En maður tekur líka kúrsa í litameðferð, kompósisjón, teikningu og vatnslitun. Það er þann- ig í Danmörku að maður getur lært vefnað á verkstæði hjá listamönnum. Svo era skólar sem heita „Stoff- trykker og væveri," sem þessir vefar- ar standa að og þar fær maður þessa almennu myndlistarmenntun," segir hún. „Ég valdi þessa leið af því að þeg- ar ég var í Kaupmannahöfti, en þang- að hafði ég farið af því maðurinn minn var í námi þar, var textíldeildin í „Skole for bragskunst" mjög léleg." Hafðirðu alltaf hugsað þér að fara í myndvefiiað? „Nei. Ég var lengi mjög óráðin í því hvað ég vildi gera. Mig langaði í myndlist og prófaði ýmis námskeið i batik og keramik. Ég kem ekki frá fjölskyldu sem er í vangaveltum um myndlist og hafði því ekki bakgrann- inn. Svo fór ég á námskeið í vefnaði og vissi að þetta var það sem ég ætlaði að gera." Guðrún hefur áður haldið tvær einkasýningar, árið 1981 í Gallerí Langbrók og 1986 í Gallerí Hall- gerði. Hún hefur tekið þátt í fjölda mörgum samsýningum, á öllum Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og í Japan. Hún sýndi fyrst í Kaup- mannahöfn, í sýningarsal á strik- inu,„miniatúrverk,“ árið 1975. „Þar næst sýndi ég, ásamt nokkram íslenskum myndlistarkonum búsett- um í Kaupmannahöfn, í Jónshúsi sama ár. _________________________B 3 Ég var í Kaupmannahöfn í eitt ár eftir að ég lauk námi og var þar með vinnustofu. Svo hljóp ég stund- um út og skúraði á morgnana, til að hafa aukapening. En það er svo gott við Kaupmannahöfn að maður þarf ekkert að hafa svo mikla pen- inga. Það er svo ódýrt að lifa þar. Það var ljúft líf.“ Af hveiju komstu þá heim? „Okkur langaði að vera lengur, en maðurinn minn var í arkitektúr og það var alveg vonlaust fyrir hann að fá vinnu. Svo þurfti eldri strákur- inn okkar að byija í skóla. Hann var orðinn dálítið danskur. Við komum því heim, voram í Reykjavík í þijú ár og fluttum þá til Egilsstaða. Enn aftur fylgdi ég manninum mínum. Hann tók við Skipulagsstofu Austflarða. Ég er alltaf að fylgja honum. Ég er svo góð kona. Ne...ei, rejmdar fer ég bara ef ég vil fara. Eftir tveggja ára dvöl á Egilsstöðum var ég búin að fá nóg, því ég vann alltaf hjá Álafossi og þurfti stöðugt að vera að skreppa til Reykjavíkur í sambandi við það. Við fluttum aftur til Reykjavíkur og höf- um verið hér í sjö ár. Nú væri ég aftur alveg til í að breyta til. Gera eitthvað nýtt.“ Hafa þær væntingar sem þú gerðir, þegar þú hófst námið, brugðist? „Nei, það held ég ekki. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það er mjög erfitt að vinna að textfl. Hvert verk er mjög seinlegt og það tekur tvö ár að vinna að svona sýn- ingu. Maður þarf að vera mjög hand- fljótur og úthaldssamur. Svo era þetta miklar pælingar. Mörgum finnst n\jög flott að hafa marga liti og fullt af detaljum. En mér er það ekki eiginlegt. Þetta er eins og þegar maður ætlar að skrifa skáldsögu; það þýðir ekkert að ætla sér að nota stfl annars rithöfundar. Hver og einn verður að hafa sinn stfl.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir á hinum, ef smekkvísi á að ráða ferð- inni. Það er því næstum tilviljun háð hvemig efnisskráin lítur út á endan- um; hvert verk sem bætist við ákvarðar valið á hinu næsta. Pyrir tónleikana á ísafirði var mér efst í huga að heiðra minningu Ragn- ars H. Ragnars, þess mikla tónlistar- frömuðar og flutti ég þar tónverk Atla Heimis Sveinssonar, Óð steins- ins. Það er samið við myndir Ágústs Jónssonar frá Akureyri, sem margir kannast áreiðanlega við, en þessar myndir tók Ágúst með því að sneiða niður litfagra íslenska steina, lýsa í gegnum þá og taka síðan mynd. Úr þessu varð ótrúlegt litaspil og mynd- imar vora gefnar út á bók þar sem Kristján frá Djúpalæk orti ljóð við hveija mynd. Atli Heimir samdi síðan tónlist við allt saman og við flutning- inn á verki hans er myndum Ágústs varpað á vegg, ljóð Kristjáns lesin og tónlist Atla Heimis leikin. Upp- lestur á ísafirði annaðist Rúnar Guð- brandsson leikari með prýði. Ég framflutti þetta verk á Ákureyri á afmæli tónlistarfélagsins þar fyrir nokkrum áram og hef síðan flutt það víða um landið og einnig erlendis, í London, Helsinki og Norðurlanda- húsinu í Færeyjum við mjög góðar • undirtektir." Jónas heldur tónleika á Selfossi í dag klukkan 15 og í Gerðubergi í Breiðholti annað kvöld klukkan 20.30. Efnisskrá þessara tónleika er eilítið frábragðin þeirri sem áheyr- endur á ísafirði fengu að njóta, en svipuð þeirri er hann flutti í Bolung- arvík, Flateyri og Stykkishólmi. Þessi efnisskrá er um margt forvitnileg og ég bað Jónas að segja örlítið frá verkunum sem hann mun flytja í dag og á morgun. „Kveikjan að þessari efnisskrá var sú að í sumar var ég beðinn að koma og spila á afmæli Siglufjarðarkaup- staðar í ágúst síðastliðnum. Ég er því að notfæra mér efnisskrána frá þeim tónleikum að hluta. Á Siglu- firði bjó Bjarni Þorsteinsson, sem vann það óeigingjama björgunar- starf að safna íslenskum þjóðlögum og bjarga þeim þannig frá glötun." Jónas segist sjálfur hafa notfært sér perlur úr safni Bjama því nú f haust kom út bókin Með léttum leik; safn alkunnra söng- og þjóðlaga útsett fyrir byijendur í píanóleik. „Hljóð- færaleikur er nú nógu abstrakt í sjálfu sér þó ekki sé verið að gera bömum erfiðara fyrir eingöngu með efni sem þau þekkja ekki. En þetta er nú útúrdúr. Þegar ég undirbjó tónleikana fyrir Siglfirðingana fannst mér tilvalið að fá eitthvert yngri tónskáldanna til að semja fyrir mig verk af þessu til- efni. Snorri Sigfús Birgisson samdi þá fyrir mig verkið . . . á ári jarðar- drekans . . . sem ég framflutti síðan á Siglufirði. Næsta verk á efnis- skránni hjá mér er þannig tilkomið að í byijun september varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vígja nýjan flygil sem Reykjavíkurborg festi kaup á fyrir Menningarmiðstöðina hér í Gerðubergi. Við það tilefni framflutti ég partítu í 10 pörtum eftir Gunnar Reyni Sveinsson sem hann nefnir Við reisum nýja Reykjavík. Verkið var samið í tilefni af 10 ára afmæli Nýja tónlistarskól- ans og mér fannst fara vel á því að frumflytja það við þetta tækifæri. Þama var ég semsagt komin með tvö ný íslensk verk. Hið næsta sem mér datt í hug að bæta á efnis- skrána var verk eftir Þorkel Sigur- bjömsson sem ég framflutti á tón- leikum á Kjarvalsstöðum 1985. Verk þetta nefnist Chaconnette og af því hvað það er stutt fannst mér tilvalið að bæta við öðra verki eftir Þorkel er neftiist Tónleikaferðir sem hann gaf mér þegar ég var að byija fyrir mörgum áram. Og af því ég er að spila svona mikið af nýjum verkum fannst mér tilvaiið að taka með eitt- hvað alþekkt; fyrir valinu urðu verk eftir Chopin og Tunglskinssónatan eftir Beethoven. Þannig varð efnis- skráin til að að þessu sinni; næst verður kannski ekkert alþekkt verk á efnisskránni." Tónleikar Jónasar á Selfossi hefjast klukkan 15 í dag en í Gerðubergi annað kvöld klukkan 20.30. Vendum nú kvæði okkar eilítið í kross og forvitnumst um væntan- lega ljóðatónleika í Gerðubergi. Þar munu koma fram á femum tónleik- um fjórir einsöngvarar ásamt með- leikara sínum Jónasi Ingimundar- syni. Tvo þessara söngvara er nær óþarft að kynna; þau Sigríði Ellu Magnúsdóttur og Kristin Sig- mundsson. Þau standa í fremstu röð okkar bestu söngvara og skipa þar traustan sess. Hin tvö era ungir og vaxandi söngvarar er hafa þegar getið sér gott orð. Rannveig Braga- dóttir - Postl mun syngja á tónleik- um þann 21. nóvember en síðan verður gert hlé fram yfir jólin og þráðurinn tekinn upp að nýju þann 9. janúar er Gunnar Guðbjömsson syngur ljóðaflokka eftir Beethoven og Schumann ásamt íslenskum, sænskum og frönskum lögum. Á síðustu tónleikunum þann 6. mars, mun svo Kristinn Sigmundsson syngja lagaflokka eftir Vaughan Williams, Mahler, svo og ballöður ýmissa höfunda svo sem Sibelius, Löwes og Schuberts. „Ég hef leikið mjög mikið í gegn- um árin með einsöngvuram. Ég byijaði að starfa með Sigríði Ellu Magnúsdóttur í Vinarborg þegar við voram þar samtímis við nám. Samstarf okkar Kristins Sigmunds- sonar hefur einnig staðið lengi og verið í raun kapítuli útaf fyrir sig,“ segir Jónas. Hér má skjóta því inn að hinn frægi finnski söngvari Jorma Hynninen er kom hér á Lista- hátíð og Jónas spilaði með á söng- tónleikum Listahátíðar á Akureyri, hefur nú boðið þeim Jónasi og Kristni til Finnlands næsta sumar að taka þar þátt í alþjóðlegri ljóða- söngshátíð. „Það var mjög ánægju- legt að fá þetta boð - við Kristinn höfum ferðast víða saman; til Bandaríkjanna, Kanada, Englands, Færeyja og margsinnis farið út á land til tónleikahalds. Auk þessarar Finnlandsferðar er ýmislegt á döf- inni sém ekki er reyndar tímabært að skýra frá á þessu stigi. En ljóðatónleikamir í Gerðubergi era þannig tilkomnir að hugmyndin óx eiginlega orð af orði á milli okk- ar Elísabetar B. Þórisdóttur for- stöðumanns Menningarmiðstöðvar- innar í Gerðubergi; okkur fannst að gaman væri að gera tilraun með ljóðatónleikahald hér í Gerðubergi. Þetta varð til þess að ég hafði sam- band við þau Sigríði Ellu og Kristin og smám saman þróaðist þetta upp í samvinnuverkeftii mitt og þessara fjögurra söngvara sem hér munu koma fram.“ Ég spyr Jónas hvað það sé við ljóðasöng sem geri hann svo sér- stakan; tónlistarmenn verða iðulega meyrir og angurværir þegar á ljóða- söng er minnst í þeirra eyra. „Það er mjög viðkvæmur hlutur að syngja ljóð; ljóðasöngur er eins konar tveggja manna tal og hæfir vel í litla salnum hér í Gerðubergi. Mér finnst oft hjákátlegt þegar ljóð era flutt í mjög stóram hljómleika- sölum. Ljóðin sem sungin verða era af ýmsu tagi, bæði íslensk og er- lend. Ég má til með að nefna það að Reynir Axelsson prófessor í stærðfræði við Háskóla íslands ætlar að þýða alla textana, en Reyn- ir er mikill aðdáandi ljóðasöngs." Fyrstu ljóðatónleikamir verða þann 24. október og þar mun Sigríður Ella Magnúsdóttir mezzo- sópran, syngja lög eftir Frans Schu- bert, Richard Strauss, G. Rossini svo og íslensk lög. Er ekki að efa að unnendur góðs ljóðasöngs munu grípa þetta tækifæri fegins hendi. H. Sig. Jónas Ingimundarson píanóleikari við nýja flygilinn í Gerðubergi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.