Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.    . .'¦¦*¦ -.:-.;,:¦..«  <:%   ¦^..¦^y.- <iti4.
6    C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
4
GaL/RAsTaFir
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur myndir Ragnar Axelsson
HEIMURINN ER oft hörmung ein og því skóp
guð nokkra menn sem hugsa abstrakt til að
mýkja skap okkar og sanna eigin
sköpunarmátt. Einn þeirra, sem reynir
hiklaust að færa sólina úr stað í listaverkum
sínum, liggur nú á Borgarspítalanum þar sem
honum ber að hvílast. En eitthvað hefur Jón
Gunnar Árnason myndhöggvari heyrt illa í
skapara sínum því hann setti upp vinnustof u
á stof nuninni og mundi ekki alveg eftir
veikindum sínum nema þegar þau vitjuðu
hans óvæg.
Og sennilega hefur hann alveg gengið f ram
af hinum almáttuga þegar hann fékk sér
gulan garðstól og góðan bar í vinnustofuna
og bauð gestum sínum huggulega upp á
veitingar meðan þeir virtu fyrir sér líkan af
listaverki sem glóir þegar vinkona Jóns,
sólin, sendir því bros.
Þetta eru galdrastafír,"
segir Jón Gunnar þegar
ég horfí á listaverkið sem
síðar á eftir að margfalda
stærð sína og standa við
aðalinngang Borgarspít-
alans. „Er spítali ekki
galdrastofnun?" bætir
hann við og hendir af sér sloppnum
sem hann hafði gengið í inn eftir
göngunum frá sjúkrastofu sinni.
Stendur svo í hvítri skyrtu, grænum
hermannabuxum og ökklaháum
reimuðum skóm, opnar barinn sinn
og segir: „Má bjóða þér viský elsk-
an mín?
Ég lagði það á mig að hætta að
drekka eins og mér þykir það gam-
an, en var svo ekkert að þessu því
brennivín hefur engin áhrif á fram-
gang sjúkdómsins."
— Jón Gunnar, mér var sagt að
það væri dekrað við þig hérna af
því þú værir svo mikill karakter?
Eru konurnar voða góðar við þig?
„Já mjög góðar. I þessi tvö ár
sem ég hef gengið hér út og inn
hef ég aðeins kynnst frábæru fólki.
En hér er aldrei gert upp á milli
manna. En það eru margir sem sjá
ekki hversu yndislegt fólk þetta er,
en ég^er með fullum sönsum og sé
það. Ég helli til dæmis sjálfur upp
á könnuna hérna, og þá býð ég
þeim oft í kaffi til mín hérna inni
á vinnustofu. Ég er orðinn eins og
ein af mublunum hérna," segir hann
og brosir.
„En ég er skapmaður og læt
ekki einhverja lækna tala við mig
í þriðju persónu, og'ef mér líkar
ekki við blóðsugurnar sem taka úr
mér blóðið, þá rek ég þær bara út.
Ég sagði nú svona við konuna í
eldhúsinu: Er ég ósköp frekur elsk-
an mín? Og þá sagði hún: Jón minn,
það er tvennt ólíkt að vera frekur
eða ákveðinn."
Sólin
Dulúð umlykur galdrastafina
hans Jóns Gunnars.
í miðjum hringlaga brunni stend-
ur hár þríforkur með nokkrum
minni í kringum sig, og í stéttina
kringum brunninn er greypt munst-
ur sem samskonar fígúrur standa
upp úr. „Munstrið er græðandi
galdratákn", segir Jón sem hefur
stúderað þetta að sögn. Hann geng-
ur í kringum líkanið og bendir mér
einnig á myndir á veggjunum sem
hann hefur tekið af líkaninu í eðli-
legu umhverfi.
„Þríforkur er sóltákn hvar sem
er í heiminum og sóltákn er í öllum
galdri.
Ég elska sólina. Hún er guð,
hugsunin og lífgjafi allra og alls."
— Hefðirðu viljað búa annars
staðar þar sem sólin er meiri?
Hann segir stutt: „Nei. Það er
hvergi sterkari sól en hér þegar
bjart er."
Jón Gunnar hefur verið viðloð-
andi sjúkrahúsið síðustu tvö árin
og er í stöðugri meðferð vegna blóð-
krabba. Eftir að hann veiktist var
honum falið að gera tillögu að úti-
verki við aðalinngang spítalans. Inn
við endann á ófullgerðri álmu á sjö-
undu hæð hefur hann vinnustofu
sína, og á öllum veggjum álmunnar
er hluti af verkinu, eins og Jón seg-
ir, skissur og myndir frá ýmsum
sjónarhornum.
Við stöndum við gluggann og
horfum niður á planið þar sem
skúlptúrarnir koma til með að
standa í framtíðinni. „Þetta pláss
hefur verið afskipt í mörg ár," seg-
ir Jón Gunnar. „En næsta skrefið
er að teikna allt verkið upp í rétta
stærð, og síðan tekur við tveggja
mánaða framkvæmd við smíðina.
Það verður spegilslípað stál í verk-
inu þannig að endurkast sólarinnar
myndast allt í kringum það og send-
ir geisla inn um glugga sjúkrahúss-
ins.
Hvaðan kemur þessi geisli? mun
fólk spyrja undrandi og skima upp
í skýjaðan himin.
En peningavaldið á eftir að gefa
grænt ljós á þetta," bætir hann við
og sest í garðstólinn sinn.
Egóið
Þegar menn eru veikir hafa þeir
yfírieitt ekki rænu á miklu öðru,
en það er annað uppi á teningnum
hjá Jóni Gunnari, sem vinnur eins
berserkur þegar hann er hress, þótt
hann segist nú helst vilja vera laus
við að vera þarna. „Ég hef farið
illa með skrokkinn á mér, listin
hefur alltaf haft forgang, verið
númer eitt. En það eru ekki allir
sem hafa áhuga á éinhverju. Vinna
bara, horfa á sjónvarpið og vaska
upp."
Svo hækkar hann röddina: „En
ég hef ekkert veríð að streða til að
skilja einhvern andskotann eftir
mig sem mölur og ryð fær eytt."
En Jón Gunnar Árnason mun nú
samt skilja ýmislegt eftir sig fyrir
utan dæturnar þrjár, sem hann seg-
ir hafa verið stoðir sínar og stytt-
ur, því stórfengleg umhverfislista-
verk hans prýða marga staði og
söfn borgarinnar.
Og einn okkar fremsti listamaður
er fyrrverandi meistari í vélvirkjun,
sem hann segir hafa komið sér að
ótrúlegum notum gegnum tíðina,
og stofnaði hann á sínum tíma fyrir-
tæki sem tók að sér ýmis verk,
m.a. að smíða gráturnar í Bessa-
staðakirkju.
En sú vinna gerði hann ekki
hamingjusaman.
„Ég varð að gera það upp við
mig hvort ég ætlaði að hugsa um
egóið eða lifa eftir þeim lögmálum
sem tröllríða íslendingum, safna,
græða, eignast meira, lifa heil-
brigðu löglegu lífí, búa til kjarna-
fjölskyldu. Eg kastaði öllu frá mér
og fór að vinna fyrir sjálfan mig
og umhverfíð."
Hann fór til Lundúna til að nema
list sína, og kenndi síðar við lista-
skólann þar, svo og Listaakademí-
una í Kaupmannahöfn.
— Fékkstu  ekkert samviskubit
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32
C 33
C 33
C 34
C 34
C 35
C 35
C 36
C 36
C 37
C 37
C 38
C 38
C 39
C 39
C 40
C 40
C 41
C 41
C 42
C 42
C 43
C 43
C 44
C 44
C 45
C 45
C 46
C 46
C 47
C 47
C 48
C 48