Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Opinn fundur á vegum fiilltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna: Skiptar skoðanir á heilsugæslustöð norðan Glerár Oánægja með nýgerðar breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Akureyriar ÍBÚAR Glerárhverfis virðast óán- ægðir með þær breytingar sem nýlega voru gerðar á leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar. A þetta var bent á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri á mánudagskvöldið. Lýstu menn efasemdum á því að breytingam- ar væra til bóta. Talsvert var einnig rætt um heilsugæslumál, og hvort koma bæri upp heilsu- gæslustöð í Glerárhverfi. Til fundarins var boðað undir yfir- skriftinni „Mismunar bæjarstjóra Æ bæjarbúum eftir búsetu? Era hverfasamtök nauðsynleg?" Hugmyndir hafa komið upp um sérframboð íbúa í Glerárhverfi við næstu bæjarstjómarkosningar á Akureyri, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, vegna óánægju með þjónustu í hverfinu. í framhaldi af þessum hugmyndum boðaði full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna til þessa fundar. Sveinn Brynjólfsson, íbúi í Síðu- hverfi og annar framsögumanna, s sagðist telja að í hverfið vantaði apótek, heilsugæslustöð og pósthús, eins og hann sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Þá taldi hann staðsetningu sundlaugar sem nú er í byggingu við Glerárskóla henta illa íbúum Síðuhverfís, svo og staðsetning íþróttahúss. Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfull- trúi, sagðist ekki hafa komið auga á rök fyrir því að upp yrði sett heilsu- gæslustöð í Síðuhverfi. Bæjarfulltrú- inn Bjöm Jósef Amviðarson dró hins vegar í efa nauðsyn þess að heilsu- gæslustöð væri staðsett í miðbæ. Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir, ræddi þróun heilsugæslustöðvar á Akureyri. Hann sagði að í upphafí, um 1971, hefði verið tekin ákvörðun að byggja FSA upp sem aðal vara- sjúkrahús landsins og hefði það tek- ið mikla flármuni og m.a. tafið fyrir uppbyggingu heilsugæslustöðvar- innar. Hann skýrði frá því að það hefði verið almennt sjónarmið er heilsugæslustöðin á Akureyri var sett upp, 1983-84, að staðsetja hana í miðbænum. Ólafur taldi ekki útilok- að að stofnsetja útibú frá heilsu- gæslustöðinni en hann taldi að enn um sinn væri rétt að bíða og fylgj- ast með þróun þessara mála, Hafn- firðingar væru nú t.d. að setja upp slíkt útibú. Ólafur skýrði einnig frá því hvaða afleiðingar það gæti haft að setja upp útibú frá heilsugæslu- stöð — menn vildu oft ekki skipta um heimilislækni, en slíkt gæti orðið nauðsynlegt ef læknirinn flytti ekki út í hverfíð. Tómas Ingi Olrich lagði áherslu á að þjónustu yrði ekki dreift um of og fleiri tóku í sama streng. Tómas sagði að leggja ætti mikla áherslu á „lifandi" miðbæ og taldi hag- kvæmari kost að bæta almenningss- amgöngur verulega frá því sem nú er en að dreifa þjónustunni. Hljóðbylgjan: Dagskrá nú alfarið send út frá Akureyri DAGSKRÁ útvarpsstöðvarinnar Hljóðbylgjunnar er nú að öllu leyti send út frá Akureyri, en hún nær nú til um 80% þjóðarinnar að sögn Pálma Guðmundssonar útvarpsstjóra. Stöðin fékk afnot af hljóðveri i Armúlaskóla í Reykjavík fi*á 1. desember síðast- liðnum er hún hóf að senda út um Suðurland, en frá 6. janúar hefur verið útvarpað frá einum stað, úr hljóðverinu á Akureyri. Að sögn Pálma Guðmundssonar skipar talað mál nú meiri sess í dag- skrá stöðvarinnar en áður, og benti hann þar sérstaklega á tvo þætti; annars vegar þátt Ómars Pétursson- ’ ar, fyrrum útvarpsstjóra, milli kl. 7 og 9 á morgnana og hins vegar þátt Þráins Brjánssonar kl. 17 til 19 á daginn. Þar er að finna viðtöl og ýmsan fróðleik, en mest var um tónlistarþætti í dagskrá stöðvarinnar áður. Pálmi segir stöðina reyna að höfða meira til eldra fólks nú en áður var, fólks á aldrinum tuttugu ára til fímmtugs „og við reynum að sinna fólki vel alls staðar þar sem stöðin heyrist, sunnanlands sem hér fyrir norðan," sagði hann. Pálmi kvaðst ánægður með við- ; tökumar sem stöðin hefði fengið syðra, margir hefðu hringt þaðan eftir að stöðin hóf sendingar þar og verið ánægðir með efni hennar. Starfsmenn útvarpsstöðvarinnar eru 12 og sent er út frá kl. 7 að morgni til kl. 1 að nóttu virka daga og lengur inn í nóttina um helgar. Stöðin nær, eins og áður sagði, til ■ um 80% þjóðarinnar. „Við náum til álíka margra og Bylgjan og Stjam- an. Þeir hafa Vestmannaeyjar fram yfir okkur, en við heyrumst á stórum hluta Norðurlands í staðinn, m.a. Mývatnssveit og Húsavík — auk þess sem sendingar okkar heyrast langt út á sjó. Við höfum fengið hringingar frá sjómönnum langt ut- an við Grímsey, einn hringdi til dæmis þar sem hann var staddur 15 mílum sunnan við Kolbeinsey og náði sendingu okkar,“ sagði Pálmi Guðmundsson. Miðstjórn AN: Málshöfðun Flugleiða er átalin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem sam- þykkt var á fúndi miðstjómar AJþýðusambands Norðurlands: „Miðstjóm Alþýðusambands Norðurlands átelur harðlega máls- höfðun Flugleiða hf. gegn Verslunar- mannafélagi Suðumesja. Málaferli þessi eru bein árás á verkalýðshreyfinguna í heild og verk- fallsréttinn. Miðstjóm AN bendir á að verka- lýðshreyfingin er einn stærsti við- skiptaaðili Flugleiða hf. hér innan- lands og skorar á verkalýðshreyfing- una að endurskoða þau samskipti." Morgunblaðið/Jón Jónasson Nemendur úr 8. bekk að líma upp myndir frá Japan, Litlulaugaskóli í Reykjadal: Nemendur tengjast erlendum skólum með bresku tölvuneti Magnús Arason, Guðný Jóna Valgeirsdóttir og Jóhanna Joch- umsdóttir vinna á tölvuna. Dalvík. Tölvukennsla hefur verið undanfarin ár á námskrá Litlulaugaskóla í Reykjadal, sem er grunnskóli. Hefur öll- um nemendum hans verið kennt á tölvur en skólinn er búinn tölvum af gerðinni BBC. Nú í vetur tengdist skólinn tölvuneti í London og hafa nemendur átt samskipti við nemendur frá ýmsum þjóðl- öndum í gegnum það. Um þessar mundir eru þeir að ganga frá kynningu á skóla sínum og umhverfi hans sem send verður til 7 erlendra skóla í jafiunörgum löndum en þeir tengjast allir sama tölvuneti. í Litlulaugaskóla eru 45 nem- endur á aldrinum 6-14 ára. Skól- inn hefur yfir að ráða 2 tölvum af gerðinni BBC en Framhalds- skólinn á Laugum er með sams konar tölvur nettengdar og er ráðgert að Litlulaugaskóli tengist inn á það kerfí innan tíðar. í fræðsluumdæminu eru fleiri skól- ar með sams konar tölvubúnað og hafa tekist góð samskipti þeirra á milli. Á Laugum hefur verið unnið brautryðjendastarf á þessu sviði í fræðsluumdæminu og hafa kennaranámskeið verið haidin þar og þannig hefur starf- inu verið miðlað til annarra skóla. Tölvufræðsla hefur verið við Litlulaugaskóla, allt frá árinu 1984, en þá gaf Lionsklúbburinn Náttfari skólanum aðra tölvuna. Aðaláhersla hefur verið lögð á að kenna nemendum notkun ri- tvinnslu og þá hafa tölvumar verið notaðar við kennslu í stærð- fræði og ensku, þá hefur nem- endum verið kennd undirstöðuat- riði forritunarmálsins Lógó. Að sögn Jóns Jónassonar skólastjóra er tölvufræðslan hluti af skóla- starfinu en ekki kennd sem sér- stök námsgrein. Búnaðurinn er þannig notaður sem hjálpartæki við kennslu hefðbundinna náms- greina. í haust fékk skólinn aðgang að breska tölvunetinu TTNS. Aðilar að því eru skólar og stofn- anir víða um heim sem tengjast uppeldis- og kennslumálum. Einn annar íslenskur skóli er aðili að þessu neti en það er Gagnfræða- skólinn í Ólafsfírði. Kveikjan að þessari aðild var að Jón kynntist þessu tölvuneti er hann var við nám í Skotlandi sl. vetur. Sagði hann að tölvan væri upplagt tæki til að víkka sjóndeildarhring nem- enda og í gegnum slík samskipti skapaðist tækifæri til fjölbreytt- ari vinnubragða í skólanum. Fljótlega eftir að aðild var fengin að tölvunetinu fékk skól- inn bréf í gegnum tölvunetið frá 8-9 ára nemendum í skóla í Wales og hefur 3.-4. bekkur skrifast á við þau síðan með að- stoð kennara sinna. Nemendur 7.-8. bekkjar eru í sambandi við jafnaldra sína í skólum í Eng- Iandi, Svíþjóð, Austurríki, Japan, Kanada og Bandaríkjunum. Þessir skólar auk Litlulaugaskóla mynda keðju. Samskipti þessara skóla fara þannig fram að á 14 vikna fresti sendir hver skóli öll- um hinna tölvubréf í gegn um tölvunetið. Þetta þýðir það að hver skóli fær sent bréf á hálfs- mánaðar fresti. Efni þessara bréfa er af ýmsu tagi s.s. upplýs- ingar um skólann, nánasta um- hverfí, land og þjóð, vinsældalist- ann og annað er tengist áhuga- sviði unglinganna. Um jól skipt- ust skólamir á bréfum þar sem greint var frá siðum og venjum er tengjast jólahaldi í hvetju landi. Um þessar mundir eru nem- endur Litlulaugaskóla að vinna að því að senda frá sér sína aðra sendingu. Nemendur vinna í litl- um hópum eða einir að því að semja þann texta sem þeir ætla að láta frá sér fara. Textinn er í fyrstu saminn á íslensku en síðar snúa þau honum yfir á ensku og njóta við það leiðsagnar kennara sinna. Skólanum hafa borist mörg bréf í gegnum þetta tölvunet og til gamans má geta eins frá Nýja-Sjálandi þar sem beðið er um ýmsar upplýsingar er snerta landbúnað og íþróttir. Nemendur fá það verkefni að afla upplýs- inga um þessi mál og svara bréf- inu. Að sögn Jóns Jónassonar eru samskipti sem þessi tilvalin til að skapa fijórra skólastarf. Aug- ljóst er hve gott er að nota þau í enskunámi en nemendum hefur fleygt fram í ensku á þessum stutta tíma. Þau hafa fengið að kynnast þeirri tæknibyltingu sem tölvur eru og hversu öflug tæki þetta eru til hvers konar sam- skipta og skipta þá fjarlægðir milli manna engu máli. Nemend- um opnast viðari sýn og gefst þeim tækifæri til að skyggnast inn í reynsluheim jafnaldra sinna erlendis og bera saman siði og venjur. Nemendur verða virkari í skólastarfínu og læra að skoða umhverfi sitt og meta út frá öðr- um forsendum en þau áður gerðu vegna þess að þau eru að kynna heimabyggð sína og sjá því aug- ljósan tilgang með því sem þau eru að gera. Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.