Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Laugarnesbærinn skömmu áður en hann var rifinn. Sögulegt samhengi í Laugamesinu - rofnaði þegar síðasti Laugarnesbærinn fór á haugana Nú stendur hóllinn auður eftir. eftir Þorgrím Gestsson Hann er orðinn kollóttur bæj- arhóllinn í Laugarnesi. Þar stóð bær í þúsund ár, en nú er siðasta bæjarhúsið horfið. Það hvarf í fyrra. Gula bárujárnsklædda timburhúsið, sem hafði sett svip sinn á Laugarneshverfið það sem af var öldinni. Líklega taka fáir eftir hólnum lengur, þegar þeir aka breiðgötu þá, sem heitir Sætún þar sem hún liggur í sveig firamhjá þessu forna bæjarstæði í Reykjavíkur- borg miðri, en Kleppsvegur eftir að hún mætir Laugarnesvegi litlu austar. Og þeir eru eflaust enn færri, sem leiða hugann að þvi, að einmitt á mótum þessara þriggja gatna aka þeir kannski yfir legstað Hallgerðar Hös- kuldsdóttur, sem nefnd var lang- brók. Hún er sögð hafa búið i Laugarnesi fyrir um þúsund árum, tvisvar frekar en einu sinni á æviskeiði sínu. Hið fyrra sinn eftir að Glúmur bóndi henn- ar Óleifsson var veginn, en hið síðara eftir víg síðasta eigin- manns hennar, Gunnars Há- mundarsonar frá Hliðarenda. Á þessum bæjarhól byggðu Laugamesbændur bæjarhús sín og útihús, hver fram af öðrum og sátu bú sín af mikilli rausn lengstum; öldum saman náði veldi þeirra líka yfir Engey á Kollafirði, og um hríð Viðey líka. Þeir heyjuðu á beðaslétt- unni vestan við Laugamesbæinn, sem enn sést móta fyrir og fróðir menn segja, að sé nær óbreytt frá söguöld, og beittu búsmala sínum í Laugardal, Kringlumýri, Blesu- gróf og Fossvogi. Og frameftir öld- um héldu Laugamesbændur kirkju, sem var helguð Maríu guðsmóður, Pétri postula og dýrlingunum Nik- ulási, Úrbani og Margrétu. Kirkju- garðurinn er enn á sínum stað, sunnan í bæjarhólnum, og þar þykj- ast menn sjá móta fyrir tóttum síðustu kirkjunnar, sem þar stóð, og var lögð niður árið 1794, þegar Laugamessókn var lögð undir Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Dag einn í janúar árið 1987 var þessi saga skyndilega rofin. Stór- virkar vinnuvélar voru fluttar upp á hólinn, og í einu vetfangi var Laugamesbærinn lagður í rúst, brakið af honum sett á vörubíla og flutt á haugana. Dauðadómur Tuttugasta desember árið 1985 undirritaði embættismaður hjá Reykjavíkurborg dauðadóm Laug- arnesbæjarins. Bréfið er þannig: „Óskað er heimildar til þess að rífa gamla Laugamesbæinn ásamt þeim mannvirkjum, sem við hann standa. Húsið er ónýtt og óprýði af því, en þarna skal verða grænt svæði skv. staðfestu aðalskipulagi. Er ætlunin að slétta yfir húsgrunn- inn, en eigi byggja hús i stað þeös sem rifið verður.“ Stutt og laggott eins og sam- viskusams embættismanns er von og vísa. Engu orði ofaukið, en nógu mörg samt til að binda enda á nærri þúsund ára óslitna sögu mannabyggðar á þessum græna hól. Umhverfismálaráð Reykjavíkur heimilaði í janúar 1986 fyrir sitt leyti, að Laugamesbærinn yrði rif- inn, á þeirri forsendu að borgar- minjavörður teldi hann ekki hafa „byggingarsögulegt" gildi. „Vegur það þungt á metaskálunum", segir um álit borgarminjavarðar í bréfí ráðsins þar sem tilkynnt er, að það fallist á að bærinn sé rifin. Mikið rétt. Borgarminjavörður segir í umsögn sinni um Laugames- bæinn, að húsið hafi ekki mikið byggingarsögulegt gildi, og hún mælir því ekki mót, að fljótt á litið sé það illa farið. En síðan segir hún: „En þýðing hússins liggur fyrst og fremst í því að vera síðasta bæjarhúsið á aldagömlu bæjarstæði. Ekki er ólíklegt, að grunnur hússins sé enn eldri en sjálfit húsið, þó ekki sé það stað- fest. Benda má á fjölmörg dæmi þess að hús hafa verið dæmd úr leik vegna slæms útlits en hafa seinna verið gerð upp og sómt sér vel.“ Ekki er annað af þessum orðum borgarminjavarðar að skilja en hún hafí verið því fylgjandi, að húsið yrði látið standa. Enda leggur hún til, að því verði frestað að rífa hús- ið, og ástand þess kannað. Borgar- minjavörður vísar í bréfí sínu til bréfs þjóðminjavarðar, sem skrifaði byggingarfulltrúa Reykjavíkur í janúar 1986: „Mér hefur borist til eyrna, að innan tíðar muni verða sótt til Byggingamefndar Reykjavikur um leyfi til að rífa gamla húsið i Laugarnesi. Vegna þessa vildi ég leyfa mér að beina þeirri ósk til Byggingarnefndar, og þar með borgaryfirvalda, að hús þetta verði ekki rifið heldur sett í stand og nýtt áfram til íbúð- ar eða annarra þeirra hluta, sem Laugarnesi eru samboðnir.“ Þjóðminjavörður rökstyður þetta með því að benda á, að í Laugar- nesi sé eitt elsta lögbýli innan borg- armarka Reykjavíkur og Laugar- neshúsið víst eina bæjarhúsið sem standi á slíku lögbýli. Nú stendur ekkert bæjarhús á lögbýli innan borgarmarka Reykjavíkur lengur. Hornkerling Sjöunda desember síðastliðinn rann út frestur til að gera athuga- semdir við tillögur að deiliskipu- lagi, sem svo er kallað, að Laugar- nestanganum. Þar er sjálfur bæjar- hóllinn sagður „undir borgarvemd", sem mun þýða, að ekki sé ætlunin að snerta við honum. Það er hins „Ætlunin með þessu greinarkorni er að minna á, að við eigum enn lítinn blett í höfiið- borginni, sem minnir á sögu hennar, og sögu okkar allra. Stæði þar miðaldakastali dytti víst fáum annað í hug en sýna slíkum forn- minjum fiillan sóma.“ vegar ekki það sama og „friðun", sem er endanleg trygging fyrir því að ekki verði hróflað við neinu, og er ákveðin að tilhlutan þjóðminja- varðar. Að vísu er hluti bæjarhóls- ins friðaður, sjálfur kirkjugarður- inn. Matthías Þórðarson fyrrum þjóðminjavörður gaf út skjal árið 1907 þar sem „kirkjugarðurinn sunnan við húsið“ er lýstur „skrá- settar og friðaðar fornmenjar". Þrátt fyrir „borgarvemd" og frið- un er gert ráð fyrir því í þessari tillögu að deiliskipulagi, að gata ein mikil og breið verði í framtíðinni lögð frá Kleppsvegi, framhjá bæjar- hólnum í Laugamesi og niður á fyrirhugaða uppfyllingu í tengslum við Sundahöfn. Svo nærri virðist gatan eiga að vera þessu foma bæjarstæði, að hann lendi aðkreppt- ur i hominu milli tveggja breiðgatna með drynjandi þungaumferð. Á einni nafntogaðri og fornri bók er haft eftir fyrrum húsfreyju á þess- um bæ: „Engi hornkerling vil ek vera“. Feysknar fortíðarminjar Það hefur lengi verið mikill plag- siður á íslandi að fara illa með gömul hús. í útlöndum hafa menn löngum reist rammbyggileg hús úr gijóti, sem standa öld eftir öld og bera vitni menningu forfeðranna. Þegar forfeður okkar vildu hafa mikið við reistu þeir hús úr timbri en ekki af torfí og gijóti, en örfá hús reistu þeir þó af steini. Þau timburhúsanna, sem merkust voru og ekki brunnu, hafa afkomendur þeirra rifíð flest, talið þau einberar fúaspýtur og til einskis nýt. Að ekki sé talað um þau hús sem vom reist fyrir forgöngu danskra yfir- valda og eftir dönskum fyrirmynd- um. Þau hafa iöngum ekki verið talin partur af sögu íslendinga og engin ástæða til að varðveita þau. Nokkrum slíkum húsum hefur þó tekist að bjarga. í landi Laugarness hafa mörg hús verið reist í aldanna rás, flest viðlíka forgengileg og gerist og gengur með hús á Islandi, enda eru þar nú engin hús eldri en frá því um síðari heimsstyijöld. Fyrr á öld- um voru hjáleigur Laugarness þijár: Barnhóll, Suðurkot (áður nefnt Sjávarhólar) og Norðurkot. 011 eru bæjarhús þessara hjáleigna löngu horfin, en vitað er með nokk- urri vissu hvar þau stóðu. Ekki langt frá þeim stað sem Norðurkot stóð, skammt þar frá sem safn Sig- uijóns Ólafssonar myndhöggvara er nú, var á fyrrihluta síðustu aldar reist það hús sem líklega verður að telja merkast þeirra húsa sem þá höfðu risið í landi Laugamess. Eins og til þess húss var stofnað hefði það átt að vera uppistandandi enn þann dag í dag, jafnvel hörð- ustu andstæðingar gamalla, sér í lagi gamalla danskra húsa á íslenskri grund, hefðu varla lagt í að rífa það. En örlögin gripu í taum- ana á annan hátt. Laugames var gert að biskups- setri skömmu eftir að séra Steingrímur Jónsson dómkirkju- prestur í Reykjavík tók við biskups- dómi, árið 1825. Jörðina hafði hann fengið með konu sinni, Valgerði Jónsdóttur, sem hafði aftur fengið hana í arf eftir Jón biskup Vigfús- son, langafa fyrri eiginmanns síns, Hannesar Finnssonar Skálholts- biskups. Séra Jón hafði fengið Laugames í arf eftir Elínu Hákon- ardóttur frænku sína, sem einnig átti Engey. Steingrímur biskup kríaði út styrk frá konungi til að reisa sér embættisbústað í Laugar- nesi og fékk fjóra danska múrara til að reisa hann; tvílyft múrhús, hlaðið úr íslensku gijóti, ekki ósvip- að ný endurreistri Viðeyjarstofíi, af myndum að dæma. Enda var hús þetta jafnan nefnt Laugarnesstofa. Danakóngur keypti jörðina nokkr- um ámm seinna, og þarna átti Steingrímur bústað alla sína bisk- upstíð. Helgi Thordarsen, sem tók við embætti biskups að Steingrími látnum, sat þar til ársins 1856, en flutti þá aðsetur sitt til Reykjavíkur og keypti hús það við Lækjargötu fjögur, sem var flutt brotið og bramlað upp á Árbæjarsafn í haust, þar sem það verður sett í sitt upp- runalega horf. Þau urðu síðan örlög Laugarnes- stofu, að eftir að Helgi biskup flutti þaðan fékkst enginn til að hafast þar við, enda segir sagan, að húsið hafí alla tíð verið hriplekt og kalt, þótt rammgert væri og af íslensku gijóti gjört. Menn kenna því um að svona fór, að ekkert eftirlit hafí verið haft með verki múrarasvein- anna dönsku, og þar á ofan hafi þeir samkvæmt verksamningi við biskup fengið ótæpilega af öli og brennivíni meðan á verkinu stóð. Laugamesstofa kemur næst við sögu árið 1871, þegar þangað voru fluttir franskir sjómenn, sem höfðu sýkst af stórubólu. Nokkrir þeirra dóu og em síðustu mennirnir sem jarðsettir em í Laugarneskirkju- garði. Enda mátti ekki við honum hrófla næst hundrað árin af heil- brigðisástæðum. Stofan stóð að öðm leyti ónotuð frá því Helgi bisk- up flutti þaðan, þar til næsta mann- virki var reist á tanganum: Laugar- nesspítali, sem Oddfellow-reglan danska hafði forgöngu um að koma upp fyrir holdsveika. Holdsveikra- spítalinn var reistur árið 1897, og það sem þá var eftir af gmnnstein- um Laugarnésstofu notað í gmnn hans. Líklega hefur stofan verið orðin æði hrörleg þá, eftir að hafa staðið í hirðuleysi og vanrækslu í þijá áratugi, og var lengst af auð og ónotuð. Einn þessara gmnn- steina rataði reyndar að lokum í Þjóðleikhúsið; Tove, fyrri kona Sig- uijóns Ólafssonar, líka myndhöggv- ari, gerði úr honum fagra konu- mynd, sem sjá má í anddyri leik- hússins, og er það eina sem eftir er af biskupsstofunni gömlu, bisk- upssetri landsins I 30 ár. Það vom síðan örlög Holdsveikraspítalans, að hann brann ofan af bandaríska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.