Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 23
MÖRGUNBLAÐIÐ' LÁUGÁRDÁGÚR í'ð.' ÁPRÍL Í989
23
hmm ||i ‘m '
f \\vBMm jf' Mm l/ilr I íá$$' ’ M
Tvær konur.
Kjarvalstaðir:
Einar Hákonarson sýnir
EINAR Hákonarson, myndlistar-
maður, opnar í dag sýningu á
emeléruðum myndverkum í aust-
ursal Kjarvalsstaða. Verkin vann
Einar í Svíþjóð í vetur.
Aðferðin, sem Einar notar, hefur
orðið mjög vinsæl í Evrópu til
skreytinga utan á hús, sem og inn-
an, vegna þess hve veðurþolin hún
er og gengur út á það að unnið er
á málmplötur, sem grunnaðar eru
með fínmöluðu gleri, blönduðu með
vatni. Platan er síðan hituð í sér-
stökum ofni í 860 gráður. Mismun-
andi efnasambönd mynda litina og
er aðallega um að ræða ýmis oxí-
ðefni. Sýning Einars stendur til 8.
maí.
Sjá ennfremur viðtal við lista-
manninn í B-blaði.
*
Isafiörður;
Kapella sjúkra-
hússms vígð
Prýdd steindu gleri eftir Sigríði Ásgeirs-
dóttur sem nú sýnir í Norræna húsinu
ísafirði.
NÝLEGA var vígð kapella í nýja fjórðungssj úkrahúsinu á ísafirði.
Arkitekt hússins, Jes Einar Þorsteinsson, teiknaði innréttingar og
flesta gripi í kapelluna en hann og listráðunautur byggingarinnar,
Jón Sigurpálsson, fólu ungri glerlistakonu, Sigríði Asgeirsdóttur,
að vinna steinda glugga í kapelluna. Sigríður opnar í dag, laugar-
dag, klukkan 15 sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu í
Reykjavík.
Að sögn Jóns Sigurpáls-
sonar var sú stefna mörkuð
við listskreytingu hússins
að leita eingöngu til ungra
íslenskra listamanna sem
getið hefðu sér gott orð og
jafnframt að hafa nokkra
breidd í verkefnavali. Að
athuguðu máli höfðu þeir
samband við Sigríði og
báðu hana um tillögu að
glerskreytingu í glugga
kapellunnar. Þeim leist vel
á tillögurnar og nú hefur
gluggunum verið komið
fyrir. Gluggamir hafa vak-
ið athygli og þykja bæði
óvenjulegir og fallegir.
Jafnhliða uppsetningunni á
steindu gluggunum hefur
verkum eftir Hrein Frið-
finnsson verið komið fyrir
á fyrstu hæð sjúkrahússins
en þar hefur einnig verið
komið fyrir glerlistaverki V
eftir Ingunni Benedikts-
dóttur en sú mynd er gjöf
frá Vetsfjarðadeild Hjúk-
runarfélags íslands.
Úlfar
r.'.V.' ■'>: ,. ' >.v;
MorRunblaðið/Úlfar
Einn steindu glugganna eftir Sigríði
Ásgeirsdóttur í sjúkrahússkapellunni
Athugasemd:
Framkvæmdirnar við
kirkjugarðinn í Viðey
NOKKUR umræða hefur farið
fram í flölmiðlum á undanförnum
vikum um opinbert mál, sem ríkis-
saksóknari hefur höfðað gegn
blaðamanni, vegna skrifa hans um
séra Þóri Stephensen, staðar-
haldara í Viðey.
Tilefni ákærunnar var það að
blaðamaðurinn ritaði grein um
framkvæmdir, sem stóðu yfir við
kirkjugarðinn í Viðey og réðst
með svívirðingum og skömmum
að séra Þóri, sem blaðamaður
taldi að stæði fyrir framkvæmd-
unum.
Séra Þórir tók við starfi staðar-
haldara 1. maí 1988 eða' löngu
eftir að framkvæmdin var ákveð-
in. Starfssvið staðarhaldara er að
veita upplýsingar um Viðey, sögu
hennar og minjar. Framkvæmdir
við endurbyggingu Viðeyjarstofu,
Viðeyjarkirkju og umhverfis var
á vegum sérstakrar Viðeyjar-
nefndar og hefur séra Þórir þar
ekki nærri komið.
Þar eð ýmsir sem hafa tjáð sig
um mál þetta virðast enn vera
þeirrar skoðunar að framkvæmdir
hafi verið ákveðnar af séra Þóri
er þessari leiðréttingu aftur komið
á framfæri.
Hjörleifur B. Kvaran,
formaður Viðeyjarnefiidar.
Leiðrétting
MISHERMT var í blaðinu í gær að
eigendaskipti hafi orðið að fyrir-
tækinu Sólningu hér í bænum.
Vinnustofan í Skeifunni 11 hefur
verið leigð þeim félögum Ómari
Jóhannssyni og Bjama Magnús-
syni. Þetta leiðréttist hér með.
SMIÐJUVEGI38
Frábært verð á Craftsmankynningu í dag frá kl. 10-16
Eitt glæsilegasta úrval landsins af verkfæraskápum, kistum
og öllum verkfærum með lífstíðarábyrgð frá Sears og Roebuck.
SÉRSTAKT TILBOÐ:
Verkfæraskápur með 77 lyklum og topplykla-
setti á aðeins kr. 11.900,-
Einstakt tækifæri fyrir fagmenn og leikmenn að láta verk-
færadrauminn rætast. Bandarísk hágæðavara á hagstæðu
verði.
Smiðjuvegi 38, símar 670288 og 67055S.