Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MGRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22, APRIL 1989
19* r
Morgunblaðið/Einar Faiur
Tíu ára bekkur Fáskrúðsfjarðarskóla með líkanið af skólanum
og skólalóðinni eins og þau vildu hafa hana. Allur bekkurinn
lagði saman krafta sína, og tók verkefhið níu daga. Á myndina
vantar eina bekkjarsysturina, sem var veik og komst ekki til
Reykjavíkur.                                     ' •
Byggingarlist og umhverfí:
Tíu ára bekkur
á Fáskrúðsfírði
fékk 1. verðlaun
TÍU ára bekkur í Fáskrúðsfjarðarskóla fékk fyrstu verðlaun
fyrir verkefni um byggingarlist og umhverfi, sem skólaþróunar-
deild tnenntamálaráðuneytisins stóð fyrir að tilstuðlan Arki-
tektafélags íslands. Verkefnið var unnið í tilefhi af 50 ára af-
mæli Arkitektafélagsins, og var megintilgangur þess að fá nem-
endur til þess að skynja, skilja, gagnrýna og bæta eigið um-
hverfi. Flest gerðu börnin tillögur um endurbætur á skólalóðun-
um og skýrðu þær með teiknángum og líkönum.
Tíu ára krakkar úr sjö skólum  að fljúga til Reykjavíkur fyrr en
Kaupfélag Héraðsbúa:
voru saman komnir á Kjarvalsstöð-
um á sumardaginn fyrsta til þess
að taka við viðurkenningum fyrir
úrlausnir á verkefninu. Þrír skólar
hlutu verðlaun fyrir athyglisverðar
tillögur. Tíu ára bekkur í Selás-
skóla í Reykjavík fékk önnur verð-
laun en þriðju verðlaun fékk Hóla-
brekkuskóli. I umsögn dómnefndar
segir að öll verkefnin sjö hafi verið
mjög athyglisverð, hvert á sinn
hátt, og erfitt að gera upp á milli
þeirra. Öll börnin, sem tóku þátt í
verkefninu, fengu viðurkenningar-
skjal frá Arkitektafélaginu, en
fyrstu verðlaun voru seljutré, sem
krakkarnir á Fáskrúðsfirði ætla að
gróðursetja á skólalóðinni hjá sér.
Það munaði minnstu að Fá-
skrúðsfirðingarnir kæmust ekki í
bæinn til þess að veita verðlaunun-
um viðtöku, því að ekki var hægt
um hádegisbil á fimmtudag. Hópn-
um var svo ekið beint af flugvellin-
um og á Kjarvalsstaði.
Krökkunum kom saman um að
það hefði verið mjög gaman að
vinna að þessu verkefni. „Ég vona
að það verði tekið eitthvað mark á
því, sem við viljum láta gera við
skólalóðina," sagði Kristmundur
Sverrir Gestsson frá Fáskrúðsfirði.
„Það verða vonandi gerðir fleiri
rusladallar og það verður þá hægt
að henda ruslinu í þá, en ekki út
um alla lóð." Eva María Sigurðar-
dóttir sagðist mikið hafa lært, og
hún héldi að krakkarnir'skildu
kannski betur hvað mennirnir, sem
skipuleggðu götur og lóðir, hefðu,
við að glíma. Flestum í hópnum
fannst vel koma til greina að verða
arkitektar - „það getur komið fyrir
eins og hvað annað," sagði einn.
Kjarvalsstaðir
15 félagar Listmál-
arafélagsins sýna
FIMMTÁN félagar í Listmálarafélaginu sýna verk sín á Kjarvalsstöð-
um og er Einar Baldvinsson listmálari heiðursgestur sýningarinnar.
Sýnendur eru: Ágúst F. Petersen, Benedikt Gunnarsson, Björn Birn-
ir, Bragi Ásgeirsson, Elías B. Halldórsson, Einar Hákonarson, Einar
Þorláksson, Einar Baldvinsson, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sig-
urðsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Pétur
Már Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson.
Listmálarafélagið  var  stofnað  verður opin fram til mánaðamóta og
1982 og hefur síðan haldið regluleg-   líklegast verður 1. maí síðasti sýning-
ar sýningar. Félagar eru liðlega 20   ardagúrinn.
talsíns. Sýningin á Kjarvalsstöðum
Jörundur Ragnarsson var
ráðinn kaupfélagsstjóri
Egilsstödum,
A  áttatíu  ára  starfsafmæli
Kaupfélags Héraðsbúa lætur Þor-
steinn Sveinsson af starfi eftir
rúmlega tveggja áratuga farsælt
starf. Jörundur Ragnarsson kaup-
félagsstjóri  á Vopnafirði  hefur
verið ráðinn í hans stað. 6 umsækj-
endur voru um stöðu kaupfélags-
stjórans, þeir voru: Einar Bald-
vinsson framkvæmdastjóri, Reyð-
arfírðí, Hrafhkell Tryggvason við-
skiptafræðingur, Reykjavík, Jör-
undur  Ragnarsson  kaupfélags-
sljóri, Vopnafirði, Kristján Hauks-
son tæknifræðingur, Hafnarfirði,
og Sveinn Guðmundsson sveitar-
stjóri á Vopnafirði. Einn umsækj-
andi óskaði nafnleyndar.
Stjórn kaupfélagsins ákvað að
ganga til samninga við Jörund Ragn-
arsson en Kaupfélag Héraðsbúa er
eitt af stærstu kaupfélögum'Táhds-
ins, það rekur umfangsmikinn versl-
unarrekstur á Egilsstöðum, Borgar-
firði, Seyðisfirði og Reyðarfirði og
nýlega yfirtók það verslunarrekstur
Pöntunarfélags Eskifjarðar, eftir að
það varð gjaldþrota á síðasta ári.
Einnig rekur Kaupfélag Héraðs-
búa útgerð og fiskverkun á Reyðar-
firði og frystihús í Borgarfirði. Fyrir-
tækið hefur rekið 3 sláturhús, á
Egilsstöðum,  Reyðarfirði og Foss-
völlum, ásamt mjólkurbúi á Egils-
stöðum. Einnig er á þess vegum rek-
in brauðgerð á Egilsstöðum ásamt
veitingasölu og gistihúsi á Reyðar-
firði.
- Björn
Vestmannaeyjar:
Sprengja á bryggjimni
Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fór til Vestmanna-
eyja í vikunni og eyddi þar sprengju, sem í fyrstu var talin virk
djúpsprengja. Sprengjuna hafði bátur komið með úr róðri og
skilið eftir á bryggjunni.
Lögreglan í Vestmannaeyjum lét
Landhelgisgæsluna vita af sprengj-
unni aðfaranótt miðvikudagsins.
Þá höfðu hafnarverðir gengið fram
á hana á bryggjunni. Fyrst var
talið að um ^virka djúpsprengju
væri að ræða, en slíkar sprengjur
þola lítið högg. í ljós kom að um
var að ræða hleðslutunnu, það er
sprengjuhleðslu, úr bresku segul-
tundurdufli frá tíma síðari heims-
styrjaldarinnar. Hleðslan var
sprengd og var svo kraftmikil að
hún tætti í sundur klettanibbu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44