Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1989, Blaðsíða 2
2- FRÉTTIR/INNLENT !T/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 APRÍL 1989 1.000 tonn af ferskfiski flntt til söltunar á Spáni Skaðar útflutning á saltfíski, segir SÍF HEILDVERZLUN Jóns Ásbjömssonar hefur selt til Spánar um 1.000 tonn af ferskum fiski, flöttum og flökuðum, fyrstu tvo mánuði árs- ins. í fyrra seldi fyrirtækið 350 tonn af ferskfiski til Spánar. Fiskur- inn var I fyrstu fluttur með flug-vél til Amsterdam og þaðan með bílum til Spánar, en er nú fluttur með skipum, sem Jón Ásbjöras- son, framkvæmdastjóri, segir að sé ódýrara. Kaupandi fisksins salt- ar hann sjálfur. Dagbjartur Einarsson, stjórnar- formaður Sambands íslenzkra fiskframleiðenda, segir að SÍF sé á móti þessum útflutningi Jóns, og þorri saltfiskútflytjenda líti á hann sem hreina skemmdarstarfsemi. „Við höfum reynt að fá stjómvöld £il að koma í veg fyrir þennan útflutning. Hann er í beinni samkeppni við salt- fískútflutning okkar og því eru gífur- legir hagsmunir í húfí. Fiskurinn er saltaður á Spáni en seldur sem Hér er um málaflokk að ræða, sem snertir m.a. heilsuvernd og hollustuhætti, svo og heilbrigðiseftir- lit á vegum heilbrigðisnefnda sveitar- félaganna,“ segir í ályktun ráðsins. „Ráðið telur að umhverflsmál séu svo nátengd heilbrigði manna, að við ákvörðun um hvemig yflrstjóm og framkvæmd þessara mála verði bezt háttað, sé naúðsynlegt að gefa sér lengri tíma heldur en er til þingloka til að gaumgæfa hvaða málaflokkar íslenskur fiskur,“ sagði Dagbjartur. Hann sagði að fiskurinn væri orð- inn lélegur þegar hann kæmi til Spánar og skaðaði það góða orð sem íslenskur saltfískur hefði getið sér. Allt að 14 dagar liðu frá því að físk- urinn væri flakaður eða flattur og þar til hann væri kominn á leiðar- enda á Spáni. „Það er fyrst og fremst einn aðili á Spáni, sem hefur keypt þennan fisk. Honum sinnaðist við SÍF og hann hætti að skipta við og stofnanir skuli lúta fyrirhugaðri yfírstjórn." Áfram segir í ályktuninni: „Gert er ráð fyrir í framlögðu frumvarpi að framkvæmd eftirlits verði fyrst og fremst í höndum umhverfisráðu- neytis og löggæzluaðila. Þessu vill ráðið mótmæla, þar sem það telúr, að eftirlitið sé virkast heima í hér- aði, þ.e. í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga eins og nú er.“ okkur vegna þess að við breyttum sölufyrirkomulagi okkar,“ sagði Dagbjartur. Jón Ásbjörnsson sagði hins vegar að ferski fískurinn væri fluttur héðan í frystigámum við einnar gráðu frost, en fískurinn frysi hins vegar ekki fyrr en við 1,7 gráðu frost. í mesta lagi tæki það 10 daga að koma fískin- um til Spánar og verðlækkun vegna gæðaaffalla á honum væri innan við 1% Grímur Þór Valdimarsson, for- stjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins, sagði að þegar fiskur væri fluttur héðan með skipum og bílum til Spánar og saltaður þar, væri hrá- efnið geymt lengur en þegar fískur- inn er saltaður hérlendis. Því mætti ætla að hann gæfi af sér verri afurð í fyrra tilfellinu. „Hins vegar þyrfti að kanna með tilraunum hvort þessi gæðamunur er verulegur," sagði Grímur Þór Valdimarsson. Jón Ásbjömsson sagði að á Spáni væri 1,5% tollur á ferskum íslenskum físki. „Á Spáni er minni tollur á ferskum físki en söltuðum og þar fæst hlutfallslega hærra verð fyrir ferskan físk en saltaðan," sagði hann. Jón sagði að íslendingar seldu fyrsta flokks línu- og færafísk til Spánar og skilaverð til framleiðenda fyrir fersk flök, sem við seldum þang- að, væri 30-45 krónum hærra en fyrir kíló af frystum fiökum, sem seld væru til Bretlands. Hann sagði að samtals hefðu 25 áðilar framleitt fyrir hann flök og flattan físk og þeir hefðu einnig selt saltfísk til Spánar í gegnum SÍF. „Spánveijar borða um eina milljón tonna af sjávarafurðum á ári en kaupa helminginn af þeim frá öðrum löndum, þar af innan við 2% frá ís- landi. Ferskfiskútflutningur okkar til Spánar getur þyí ekki haft nein áhrif á heildarsölu SÍF þangað," sagði Jón I Ásbjömsson. Heilbrigðisráð Reykj avíkurborgar: Umhverfismálafriim- varp þarf lengri tíma Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir stuðningi við tillögur, sem gera ráð fyrir einni yfirsijóm umhverfismála. í álykt- un ráðsins er hins vegar mælt með því, að lengri tími verði tekinn en til þingloka til þess að afgreiða það, hvaða mál skuli heyra und- ir umhverfismálaráðuneyti, sem lagt hefiir verið til að verði stofiiað. Morgunblaðið/Sverrir t félagsskap séra Friðriks Fjöldi barna og ungmenna safhaðist saman við styttu séra Friðriks Friðrikssonar í Lækjargötu upp úr hádegi í gær til að minnast 90 ára afmælis KFUM og KFUK. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kornakr- ar plægðir undir Eyja- flöllum Selfossi. BÆNDUR undir EyjaQöllum og í Landeyjum eru byijaðir að plægja komakra sína og reikna með að hefja sáningu í næstu viku. Jörð er þar klakalaus og það þurr að plæging er mögu- leg. * Iár er reiknað með að sáð verði um 80 tonnum af byggi í Vest- ur- og Austur-Landeyjum, í Eyja- fjallahreppunum og í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslu. Áhugi 1 bænda fyrir byggrækt til heima- j framleiðslu á fóðri fer vaxandi og j gert er ráð fyrir að markaður fyr- ir bygg til sáningar verði 100 tonn á næsta ári. j Fiskmassa breytt í krabba Surimi-neyzla vestan hafe tuttugufaldast á nokkrum árum SURIMI er heiti á matvælum, sem eru í mikilli tízku í Banda- ríkjunum um þessar mundir, og eiga sér níu alda sögu í Japan. Nafnið gæti gefið til kynna ákaflega framandi krásir, en svo er ekki í raun. Að stofni til er surimi eitthvert einfaldasta form matvæla sem til er; margþveginn og hreinsaður fiskmassi, sem með ýmsum tilfæringum er breytt í alls konar sjávarafurðir. Surimi dulbýst, oft ólöglega, sem krabbi, rækja, humar og hörpu- diskur á salatbörum og í verzlunum um gjörvöll Bandaríkin. Bandaríkjamenn neyta á þessu ári um 60.000 tonna af surimi, í mörgum tilfellum án þess að vita hvað þeir eru að borða. Þetta er um 20 sinnum meira en árið 1980. Surimi er ættað frá Japan. Rekja má verkun þess aftur um 9 aldir. Japanir framleiða á aðra milljón tonna af surimi- afurðum og er það nánast allt úr Alaska-ufsa. Það hefúr nú orðið snar þáttur í mataræði Ameríku- manna. Þar sem verð á ýmsum sjávarafurðum hefur farið hækk- andi, hefur surimi komið til sem ódýrari kostur fyrir veitingahús og fískbúðir. Nýr krabbi kostar til dæmis 1.500 til 2.000 krónur kílóið, en eftirlíkingar úr surimi 500 til 600 krónur. Vinnsla á surimi er tiltölulega einföld. Fiskhold, algengast af Alaska-ufsa, er marið, kælt og þvegið þar til það verður að þykk- um massa. Massinn er síðan bætt- ur með vatnsbindiefnum og sykri og mótaður í blokkir og frystur. Til að líkja eftir krabba og humri til dæmis er gervibragðefnum, stundum með örlitlu af raunveru- legum skelfiski, bætt við surimi- massann, sem síðan er settur í viðeigandi mót og litaður eftir kúnstarinnar reglum til að líkja sem bezt eftir fyrirmyndinni. Fyr- ir þá, sem til ■ þekkja, er reynd- ar auðvelt að greina á milli — eftirlíkingar og fyrirmyndar. Su- rimi er oftazt með salt-sætu bragði og þéttleiki þess er öðru vfsi en til dæmis krabba og humars. Menn eru misjafnlega hrifnir af fyrirbærinu og forystumenn neytendasamtaka hafa bent á að surimi sé ekki eins næringarríkt og venjulegar sjávarafurðir. Rannsóknir gefa til kynna að minni fíta og kólesteról sé í surimi en mörgum fisktegundum. Að auki er minna af próteini í því og mun meira af sykri og salti. Venjulegt surimi, um 100 grömm, inniheldur 735 milligrömm af natríum, um það bil fjórum sinn- um meira en er í hörpudiski og níu sinnum meira en í lúðu. Enn- fremur fellur út við þvottinn mik- ið af vítamínum og steinefnum svo og fita eins og omega-3 fitu- sýran, sem talin er geta varið fóik fyrir hjartasjúkdómum. eftir Hjört Gtslason Framleiðendur gera sér vissulega ljósar þessar staðreyndir, en segja að surimi sé verksmiðjuframleidd- ur þægindamatur og sé ekkert síðri en margur annar matur. Það innihaldi til dæmis meira prótein en egg og jógúrt. Samkvæmt lögum vestan hafs verður að merkja pakkað surimi sem eftirlíkingu, nema næringar- gildi þess hafi verið aukið til jafn- vægis við krabba, hörpudisk eða ■■■■I aðrar sjávaraf- urðir. Þessar reglur eru sagð- ar sniðgengnar í miklum mæli, en sambærilegar reglur um veit- ingahús gilda aðeins í Maine, þar sem raunveruleikinn er enn rnikils metinn. Færeyingar eru lengst komnir af Norðurlöndunum í vinnslu á surimi og krabbalíki úr því. Su- rimi-vinnslan hefur bæði verið um borð í verksmiðjuskipum og á landi, en ekki gengið samkvæmt áætlun. Eitt stærsta verksmiðju- skip Vestur-Evrópu, Olav í Garð- astovu, áður Reynsatindur, hefur stundað veiðar á kolmunna, sem notaður er í surimi, en dæmið gekk ekki upp, bæði vegna þess að ekki fékkst nægilega hátt verð fyrir afurðina og vegna þess að fjármagnskostnaður bugaði út- gerðina. Norðmenn hafa farið sér hægt í þessari vinnslu, en hafa þó sett upp tilraunavinnslu, til að geta metið hvort vinnsla að ein- hveiju marki borgi sig. Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins stóð, í samvinnu við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, fyrir tilrauna- vinnslu á surimi í Hraðfrystihúsi Hellissands fyrir nokkrum árum. Útkoman var ekki viðunandi af ýmsum sökum. Nýting í surimi-vinnslu er ákaf- lega slæm miðað við aðra vinnslu, eða aðeins 20 til 25% miðað við físk upp úr sjó. Markaðsverð á afurðinni er nálægt 180 til 200 krónum eftir gæðum og þar sem nýting hráefnisins er slæm, verður hráefnisverð að vera mjög lágt til að vinnslan borgi sig. Fjögur til fimm kíló af físki upp úr sjó þarf því til að vinna eitt kíló af surimi svo helztu nytjategundir okkar koma ekki til greina. Helztu mögu- leikar okkar á þessari vinnslu eru að nýta kolmunna, spærling og gulllax, en þessar físktegundir eru allar vannýttar hér við land. Vegna kröfu um ferskleika yrði einnig nauðsynlegt að vinna megnið af aflanum um borð í verksmiðjuskip- um, því verð fellur ört í samræmi við minnkandi gasði. Uklega eru möguleikar okkar á þessu sviði fremur takmarkaðir, því útgerðin þarf sitt fyrir aflann, sennilega meira en vinnslan og markaðurinn geta borgað. Aukning neyzlu rétta úr surimi getur einhver áhrif haft á sölu sjávarafurða íslendinga, en þess ber að gæta að surimi kemur fyrst og fremst í stað skelfísks og krabba (auk unninna „kjötvara"), en bolfískur er undirstaða sölu sjávarafurða okkar vestan hafs. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.