Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 18
18 H39M3VÖVI ,{>g ÍTUOAQ’JTSÖ'Í GJGAJ8V!’JDÍÍ0I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 Minning: Guðmundur Björns- son, Akranesi Guðmundur Bjömsson var óvenju vel af Guði gerður. Glæsimenni, höfðingi í hátt og lund en þó fyrst og síðast góður maður. Það sem ein- kenndi hann öðru fremur var frænd- rækni, hjálpsemi og vinfesta. Allt eru þetta eðliskostir sem prýða góð- an dreng. Hin húnveska Bergmannsætt, af- komendur Steins Hólabiskups, hefur fóstrað fjöimarga menn þessarar gerðar, vinsælt fólk og félagslynt, sem auk þess fékk í vöggugjöf af- burða gáfur. Má ég aðeins nefna til sögunnar Elínborgu ömmu Guð- mundar, Ólöfu ömmu Skúla Guð- mundssonar ráðherra, Guðmund afa Guðmundar Tryggvasonar í Kolla- firði, Björn á Marðarnúpi föður Guð- mundar landlæknis og Guðrúnu ömmu Torfalækjarbræðra, en Jónas fræðslustjóri og Guðmundur á Hvanneyri voru auk frændsemi sérs- takir vinir Guðmundar Björnssonar. Ég sá Guðmund Björnsson fyrst á samkomu Framsóknarflokksins á sjöunda áratugnum. Þar vakti hann aðdáun og virðingu allra fyrir höfð- inglegt fas og málefnalega fram- göngu. Hann tók ekki þátt í félags- málum til að koma sjálfum sér á framfæri, heldur til hins að fórna sér fyrir góðan málstað. Það var hans líf og yndi. Hann var hvers manns hugljúfi og þvílíkur manna- sættir að ævinlega var til hans kall- að þegar í óefni var komið. Mikið hefði tilveran verið tóm ef ekki hefði gefist kostur á að kynn- ast þessum eldhugum af aldamóta- kynslóðinni, sem með áræði og at- orku lögðu grunn að velferð nútím- ans. Þar gekk Guðmundur fremstur í fylkingu, einlægur stuðningsmaður Framsóknarflokksins og samvinnu- stefnunnar. Allt til síðasta dags var þessi hans hugsjón: Hvernig getum við bætt afkomu og velferð fólksins í landinu? Á Guðmund hlóðust snemma fjöi- þætt félagsmálastörf. Hann var stofnandi og í fyrstu stjórn Ung- mennafélagsins Framtíðarinnar í Innri-Torfustaðahreppi og Sam- bands ungmennafélaganna í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Ennfremur full- trúi á fundum Kaupfélags Vestur- Húnvetninga. Hann var stofnandi og í stjórn Framsóknarfélags Akra- ness árið 1936. Allar götur síðan var Guðmundur einlægur stuðnings- maður þess flokks, mætti á samkom- ur hans og flokksþing og miðstjórn- arfundi og vann þar af heilum hug. Þó að honum hafi ekki alltaf hugn- ast stefna flokksins og störf lét hann aidrei deigan síga í stjórnmálabarát- tunni. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir Framsóknarflokkinn og máigögn hans, Tímann og Magna. Guðmundur Bjömsson fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 24. mars 1902. Það er ólýsanlegt ævintýri að ganga Núpsdalstunguland, og þá ekki síst upp með Austuránni að Kambfossi. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjölmennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aid- ir búið í Núpsdalstungu. Guðmundur stundaði nám í Al- þýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heimabyggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsilega kennara og félagsmála- fröinuðar. í Kennaraskólann hélt Guðmund- ur haustið 1933 og lauk þar prófi árið 1934. Hann hóf kennslu á Akra- nesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðn- skóla Akraness í tuttugu ár. Eg hefi hitt fjölmarga nemendur Guð- mundar á ýmsum aldri sem allir ljúka upp einum munni um hvílík gæfa það hafi verið að nema hjá þessum mikilhæfa fræðara. Hann leit á það sem sitt lífsstarf að ala upp nýjar kynslóðir og koma þeim til manns. Til marks um virðingu samstarfsmanna hans var hann kjör- inn heiðursfélagi í Sambandi kenn- ara á Vesturlandi árið 1972. En það eru ekki bara kennarar á Vesturlandi sem sýnt hafa Guð- mundi Bjömssyni ræktarsemi. Hann var einnig heiðursfélagi Norrænu félaganna á íslandi. Auk þéss hlotn- aðist honum sá heiður að vera sæmd- ur hinni íslensku Fálkaorðu af for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, fyrir góða frammistöðu í félags- og fræðslumálum. Þann virðingar- vott mat Guðmundur ákaflega mik- ils. Guðmundur var hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann gekk að eiga sæmdarkonuna Pálínu Þorsteins- dóttur 19. maí 1934. Hun er dóttir Guðríðar Guttormsdóttur að Stöð, Vigfússonar og Þorsteins Mýrmanns utvegsbónda í Stöðvarfirði. Öllum sem til hennar þekkja ber saman um að þar fer mikilhæf mannkosta- manneskja. Að koma á heimili þeirra hjóna á Jaðarsbraut var sérstakt ánægjuefni. Höfðingsskapur og snyrtimennska einkenndi allt þeirra heimilishald. Þau Guðmundur og Pálína áttu óvenju barnaláni að fagna. Börn þeirra eru: Ormar Þór arkitekt, kvæntur Kristínu Valtýsdóttur, Gerður Birná snyrtisérfræðingur, gift Daníel Guðnasyni, Björn Þor- steinn prófessor, kvæntur Þórunni Bragadóttur, Ásgeir Rafn fram- kvæmdastjóri, kvæntur Fríðu Ragn- arsdóttur, Atli Freyr skrifstofustjóri, var kvæntur Halínu Bogadóttur. Afkomendur þeirra hjóna eru nú 23. Það var sonur þeirra hjóna, Atli Freyr, félagi minn og vinur, sem fyrst leiddi mig í föðurgarð. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Ég hafði að vísu séð Guðmund áður á þingum Framsóknarflokksins, en aidrei gert mér í hugarlund hversu lærdómsríkt og ánægjulegt væri að sækja heim þennan öðling og hans góðu konu, Pálínu. Ég og mitt fólk var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga við Guðmund náin samskipti síðustu árin. Alltaf gekk ég af fundi Guð- mundar fróðari maður og ánægðari. Hann hefur nú fengið hvíld. Hann er sárt syrgður af öllum sem þekktu hann, þótt við gerðum okkur grein fyrir því síðustu vikurnar að hveiju stefndi. Frú Pálína má nú sjá á eft- ir sínúm lífsförunauti. Það er mikið á hana lagt, en það er þó huggun harmi gegn að hún á góða að. Megi minning Guðmundar Björnssonar lifa. Baldur Óskarsson Sá sem eftir lifir .deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) í dag kveð ég góðan vin og afa, mann sem var eins og afar eiga að vera. Við hittumst ekki nógu oft en samskipti okkar voru innileg, svo sem vænta mátti, slíkur maður sem hann var. Nú þegar hann er farinn heim sé ég eftir því að hafa ekki kynnst honum enn betur. En það er meinið okkar unga fólksins að við gefum okkur ekki tíma til að njóta samvista og læra af okkur vitrara og lífsreyndara fólki. Við þessu verður ekki gert úr þessu en einhvem tímann, einhvers staðar gefst mér annað tækifæri. Þangað til: Hafi hann það gott. Bragi í dag verður kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Björnsson, kenn- ari á Akranesi. Með Guðmundi er fallinn í valinn mikill heiðursmaður og einstakur mannvinur. Guðmundur fæddist 24. mars 1902 að Núpsdalstungu í Miðfirði, sonur hjónanna Björns Jónssonar, bónda þar, og konu hans, Ásgerðar ' Bjarnadóttur. Guðmundur ólst' þar upp ásamt stórum systkinahóp. Var oft margt um manninn á heimili þeirra Núpsdalstúnguhjóna, þar sem faðir hans gegndi starfi hreppstjóra og oddvita og þurfti því að sinna margvíslegum skyldustörfum fyrir sveit sína og byggðarlag. Lýsti Guðmundur oft fyrir mér fundum og mannamótum á æsku- heimiii sínu og var greinilegt, að hann átti margar hlýjar endurminn- ingar frá þessum tíma. Hann unni sveit sinni af aihúg og sótti reglulega samkomur Hún- vetningafélagsins í Reykjavík og var kosinn heiðursfélagi. Honum þótti sárt að hugsa til þess, að æskuheim- ili hans og ættaróðal færi í eyði, en þeim mun meiri var ánægja hans, er ijarskyldur ættingi fékk jörðina til ábúðar og Jiélt henni í byggð. Margar ferðirnar fórum við Guð- mundur saman norður í Miðfjörð á sumrin-er ég fór til laxveiða í Mið- fjarðará. Þar hafði hann sjálfur á sínum æskuárum veitt margan lax- inn, er hann ásamt föður sínum og bræðrum dró á í Myrkhyl, Kams- fossi og Kattarpolli. Guðmundur hlakkaði ávalit mjög til þessara ferða okkar norður á sumrin ekki síður en ég sjálfur. Þá notaði hann tæki- færið og heimsótti ættingja og vini á hinum ýmsu bæjum meðfram Mið- fjarðará meðan við veiðimenn vorum við veiðar. Oft kom hann niður á árbakkana til að spjalla við veiði- menn, enda var Guðmundur mjög opinn og viðræðugóður og hafði gaman af að kynnast fólki. Hann var mjög glæsilegur maður á velli og eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Hann var ávallt glað- ur í bragði og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann naut lífsins í ríkum mæli og vildi að aðrir gerðu slíkt hið sama. Guðmundur kaus að ganga menntaveginn frekar en að gerast bóndi og hann hleypti því heimdraganum og innritaðist í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi árið 1934. Áður hafði hann lokið gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og gegnt farkenn- arastörfum í heimabyggð sinni nokkra vetur áður en hann fór í Kennaraskólann. Að loknu kennara- prófi 1934 fluttist Guðmundur til Akraness og starfaði þar óslitið síðan, bæði sem kennari við Barna- skóla Akraness og einnig við Iðn- skólann þar í bæ. Um það leyti sem hann flutti til Akraness varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ungri konu frá Stöðvarfirði, Pálínu Þorsteinsdóttúr, mikiili mannkosta- og gáfukonú og gengu þau í hjóna- band það sama ár. Þau eignuðust 5 mannvænleg böm: Ormar Þór, arki- tekt, f. 1935, Gerður Birna, snyrti- fræðingur, f. 1938, Björn Þorsteinn, prófessor við lagadeild háskólans, f. 1939, Ásgeir Rafn, umboðsmaður María Finnbjörns dóttir — Minning Fædd 2. júlí 1901 Dáin 18. nóvember 1989 Þann 18. nóvember sl. lést María Finnbjörnsdóttir eftir skamma sjúkrahúsiegu. María fæddist 2. júlí 1901 í Görðum í Aðalvík. Hún var dóttir heiðurshjónanná Halldóru Halldórsdóttur og Finnbjörns Elías- sonar er þar bjuggu. Þegar María var fjögurra ára fluttist hún með foreldrum sínum til Hnífsdais, og þar ólst hún upp við mikið ástríki foreldra sinna og systkina. María stundaði nám í Hvítár- bakkaskóla og Kvennaskólanum í Reykjavík. Árið 1925 sigldi hún með Margréti systur sinni til Dan- merkur og dvaldi þar í tvö ár við nám og störf. Enginn vafi er á því að dvöl þeirra systra í heimsborg- inni varð þeim til mikils gagns og ánægju og hafði mikil áhrif á þess- ar vestfirsku stúlkur aila ævi. María giftist Sigurbjarti Guð- mundssyni og eignuðust þau tvö börn, Ingu Dóru og Birgi. Þau slitu samvistir. Með seinni manni sínum, Þorkeli Kristjánssyni, eignaðist hún einn son. Én mann sinn missti hún 1954. Barnabörn Maríu eru átta og barna- barnabörn tíu. María var glæsileg kona, sem hafði ánægju af að umgangast fólk, enda höfðingi heim að sækja, og margar ánægjustundir áttum við saman með fjölskyldu minni. María hafði yndi af ferðalögum og heim- sótti hún Ingu Dóru til Banda- ríkjanna, en þar hefur hún verið búsett síðan 1953. Til Kristjáns sem búsettur er í Danmörku fór hún árlega í mörg ár og síðast 1988. Til Birgis og hans stóru fjölskyldu í Bolungarvík fór hún oft og heils- aði þá upp á frændfólk sitt í leiðinni. Að ieiðarlokum vil ég þakka móðursystur minni alla þá ástúð og ræktarsemi, sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Guð blessi minningu hennar. Steinunn Okkar Maríu fyrstu kynni voru á þá leið,. að hún kom með dóttur sína, Ingu Dóru, til móður minnar til að aðstoða við saumaskap, sem var algengt í þá daga. Þetta var í kringum 1938. Urðum við Inga Dóra þá góðar vinkonur. María átti iétt með að sauma, pijóna og mála og var vinna hennar bæði falleg og vel gerð. Móðir mín og María voru góðar vinkonur meðan báðar Iifðu, en eft- ir að móðir mín dó, færðist vinátta þeirra yfir til okkar systranna. At- vikin högðuðu því líka þannig, að börn Maríu, Birgir, Inga Dóra og Kristján, hafa búið úti á landi og erlendis eftir að þau fóru að heim- an, og bast María því okkur systr- Sjóvá-AImennra á Akranesi, f. 1942, og Atli Freyr,1 skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, f. 1949. Guðmundur var mjög félagslynd- ur maður og var ætíð eldheitur fram- sóknarmaður. Hann sótti reglulega þing þeirra, bæði heima í héraði svo og landsfundi. Fréttaritari Tímans á Akranesi var hann um áraraðir og umboðsmaður Almennra trygginga þar í bæ. Hann var auk þess virkur félagi í Kennarafélagi Vesturlands og Norræna félaginu og kosinn heið- ursfélagi í báðum þessum félögum. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðslu- og félagsmálastörf. Guð- mundur unni fjölskyldu sinni af al- hug og mér eru ætíð minnisstæðar ræður hans úr fjölskylduboðunum. Þau verða tómlegri núna, þegar hans nýtur ekki lengur við. Ég vil að leiðarlokum þakka Guðmundi áralanga tryggð og vináttu og óska honum Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum. Daníel Guðnason 17. nóvember síðastliðinn lést í Sjúkrahúsi Akraness Guðmundur Bjömsson kennari 87 ára að aldri. Hann fæddist að Nupsdalstungu í Húnvatnssýslu 24. mars 1902. Eiginkona Guðmundar er Pálína Þorsteinsdóttir frá Stöð í Stöðvar- firði. Til Akraness flytja þau árið 1934 og gerist Guðmundur þá kennari við Barnaskóla Akraness. Þau Pálína og Guðmundur eignuð- ust 5 börn sem öll eru á lífi. Þau eru Ormar Þór, Gerður Birna, Björn Þorsteinn, Ásgeir Rafn og Atli Freyr. Við hjónin bjuggum í nágrenni við fjölskyldu Guðmundar í áraraðir því lóðir húsa okkar lágu saman. Síðar tengdust þessar fjölskyldur þegar dóttir okkar, Fríða, giftist Ásgeiri syni þeirra Pálínu og Guð- mundar. Guðmundur var mikill heimilis- og fjölskyldumaður, hann hafði mikla unun af börnum og nutu bamabörnin og síðar barnabama- bömin þess í ríkum mæli. Sonur okkar hjóna er jafnaldri tvíbura þeirra Fríðu og Ásgeirs og taldi hann alltaf þau hjón Pálínu og Guðmund einnig afa sinn og ömmu enda komu þau fram við hann sem eitt af barnabörnunum. Flytjum við okkar bestu þakkir fyr- ir umhyggju þeirra við hann. Mikil var ánægja Guðmundar nú í sumar þegar yngsti sólargeislinn fæddist í fjölskyldunni og litla stúlk- an var látin bera nafn Ásgerðar móður hans. Við hjónin og börn okkar sendum Pálínu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir öll árin. Blessuð sé minning Guðmundar Björnssonar. Ester Guðmundsdóttir, Ragnar Leósson, Akranesi. Afi minn, Guðmundur Björnsson, iést þann 17. nóvember sl. Hann var fæddur að Nupsdalstungu í unum og okkar börnum enn sterk- ari böndum. María var alveg ómissandi, þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldu okkar enda síung í anda, gefandi og skemmtileg. Þrátt fyrir heilsu- leysi fyrri hluta ævinnar og oft knappan fjárhag naut María þess ríkulega að vera til. Hún var höfð- ingi heim að sækja og hafði yndi af að vera veitandi vinum sínum allt til hinstu stundar. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Maríu allar þær ánægju- stundir, sem við áttum með henni. Einlægar samúðarkveðjur send- um við börnum hennar og fjölskyld- unni allri. Erla Elskuleg móðursystir mín er lát- in. En minningin um þessa lífsglöðu frænku mína mun lengi lifa í fjöl- skylduhópnum. Hún var ávallt glöð og skemmtileg, svo að börn og barnabörn mín sóttust eftir að vera í návist hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.