Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 12
er 12 'MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1989 - ■4 •• HANDA-BOND OG HJARTAÞEL Myndlist Bragi Ásgeirsson í pistlum mínum um list textíl- kvenna hef ég stundum vikið að því, að þær væru full nálægt mál- verkinu og skúlptúrlistinni. Málið er, að það fara ekki allir í skóna hinnar pólsku listakonu Magdalenu Abakanowitz, sem getið hefur sér heimsfrægð fyrir sér- kennilega meðhöndlun vefjarins. Verk hennar eru iðulega meira rým- islist og leikur við tilfallandi rými en vefjarlist. Eru að auk heilmikil „installation“ eins og það heitir. Og þótt hún geti þetta með glæsi- brag er það ekki borðleggjandi að heill her af norrænum konum geti það líka. Hver sýningin rekur aðra, þar sem myndverk viðkomandi virðast á mörkum þess að vera það sem þau eru sögð vera. Það er því nokkur léttir að koma inn á sýningu Birnu Kristjánsdóttur í Ásmundarsal og sjá jafn hrein vinnubrögð og þar koma fram — og þetta með hreinu vinnubrögðin skiptir miklu máli í myndlistinni. Birna er útlærð sem textíllista- maður og hefur hér lokið meist- aragráðu, eins og það heitir í henni Améríku. En hún hefur þó valið að taka fram pensilinn og litina, en hagnýta sér um leið þekkingu sína á textíl og þetta er allt annað en t.d. að nálgast málverkið með all? konar tilfæringum. Jaðrar mynd- anna eru ekki alltaf beinir og slétt- ir heldur eins og vex myndverkið áfram til hliðanna, eftir því sem verða vill og listamaðui’inn telur við hæfi. í París sá ég svipaða mynd- hugsun í sumum verka blökku- mannsins fræga, Hervé Télemaque, en hann fer að á allt annan og hnitmiðaðri hátt, enda myndhugsun hans einnig allt önnur, Hann rúllar kannski upp léreftstranga og festir með mikilli vandvirkni við eina hlið- ina — snjöll hugmynd er gengur inn í myndverkið og verður hluti þess og felur í sér efnislega skírskotun. Miklu oftar sér maður slíkar til- raunir, sem koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum í algjöru til- gangsleysi sínu, en er fálmkennd tilraun til að vera nútímalegur. Formin í myndum Birnu eru ein- föld og heil, hún tekur ekki mikla áhættixi, en telst rétt að svo komnu, en það er eitthvað skrambi mynd- rænt við þessar myndir er leitar á og heldur manni föstum. Er hér um að ræða mannverur, einar sér eða tvær, sem hún staðfærir á mynd- flötinn á mjög einfaldan og mynd- rænan hátt. -Vil ég hér einkum nefna myndirnar „Handa-bönd I“, „Hjartaþel (13), „Gljúpur" (14), Rof og umbrot Morgunblaðið/Árni Sæberg Birna Kristjánsdóttir „Handa-bönd 111“ (15), „Hjartaþel 111“ (16) og „Kuldinn" (19). Allt eru þetta myndir, sem í ein- faldleika sínum og myndrænni út- færslp eins og kalla á athygli skoð- andans. í eystri sal Kjarvalsstaða hefur veflistakonan Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir komið fyrir nokkrum myndverka sinna og stendur sýn- ingin til 3. desember. Ingibjörg hefur verið mjög virk á þessum árátug og víða sýnt verk sín ásamt því að vefa fyrir ýmsar opinberar stofnanir og einkaaðila. Fyrir tveim árum sýndi hún verk sín í vestari gangi Kjarvalsstaða og er sú sýning mér nokkuð minnis- stæð. Það er látleysið, sem einkennir vinnubrögð Ingibjargar, hvort held- ur sem hún velur sér liti eða form. Teppi hennar era einföld í sniðum og litirnir mildir og þá yfirleitt blá- ir og róandi. Er þetta mjög í sam- ræmi við skapgerð listakonunnar, sem gengur að auk að hlutunum með yfirvegaðri ró og flýtir sér hægt. Teppin á sýningunni eru nokkuð nútímaleg í formi og er ég ekki alltaf viss um, að það henti henni né að hún gangi að þeim með fullri sannfæringu. Mun heilsteyptari er vefur henni í sígildu formi t.d. vegg- teppið „Vindur“ (10). En ekki er ég alveg með á nótunum, er ókenni- leg horn vaxa út úr myndunum eins og t.d. á sér stað í myndunumj „Allt til enda“ (6) og „Vala, vefur, vefur vefur..(8), sem að öðru leyti eru vel ofin verk og athyglis- verð. Hornin þykja mér fullkomlega óþörf og einna líkast ókennilegum útskotum. Mun betur tekst henni upp að mínu mati í nútímalega vefnum „Rof“, þar sem formin eru heil, ein- föld og klár. Það er ákaflega heill og þekkileg- ur svipur yfir þessari sýningu og þegar Ingibjörgu tekst að beisla nýjungaákefðina, þá er ekki vafi á því, að hún eigi eftir að ná enn lengra í vef sínum. Frumleikinn og nýjungarnar verða nefnilega að koma af sjálfu MINNIS V ARÐ AR „Bautasteinar" nefnir ung mynd- listarkona málverkasýningu sína í FÍM-salnum á horni Ránargötu og Garðastrætis. Þetta eru stórar myndir mjög þungra og einfaldra forma, þar sem áherslan er lögð á efni, lit og form. Minnisvarðarnir eru dökkir og þungbúnir, líkt og þeir búi yfir óræðri sögu úr fortíðinni, — sögu margvíslegra og á stundum torráð- inna örlaga. En allt eins getur myndefnið einungis verið hrein og bein glíma við stór form, fáa en klára liti og efniskennd svo og alla samanlagða myndbygginguna. Þetta er frekar einhæft þema og að sama skapi erfitt, enda er útkom- an æði misjöfn og þá sýnu best að mínu mati í myndunum 2, 3 og 9. Einkurn er formið í síðasttöldu myndinni lifandi. Mér finnst einhvern veginn sem Ingibjörg færist full mikið í fang og hafi ekki náð nægilega sterkum tökum á samspili forma og lita, og myndir þurfa ekki endilega að virka svona þungar, þótt menn noti svart óspart. En það er hins vegar tvímæla- laust mjög áhugavert, er ungt lista- fólk velur sér jafn erfitt hlutskipti og hér á sér stað, og með þraut- Bautasteinar. seigju og þolinmæði kann það að sýningarskrá á staðnum, stefnu- bera dijúgan ávöxt, er tímar líða. yfirlýsing af nokkru tagi né þekki Hvert listakonan er að fara, veit ég viðhorf hennar til málaralistar- ég ekki með öllu, því að hvorki er innar. VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunarskóla Islands fer fram á skrifstofu skólans dagana 27. - 30. nóvember kl. 08.30-19.00. Ráðgert er að kenna eftirtalda námsáfanga á vorönn: Bókfærsla: BÓK204, BÓK404, BÓK613 Danska: DAN404 Enska: ENS204, ENS404, ENS804 Farseðlaútgáfa: FAR114 Franska: FRA403, FRA803 Hagfræði: ÞJÓ203, REK415 íslenska: ÍSL102, ÍSL214, ÍSL404, ÍSL804 Landafræði og saga íslands: LAN213 Líffræði: LÍF204 Mannkynssaga: SAG602 Ritvinnsla: VÉL403 Stærðfræði: STÆ204, STÆ404, STÆ804, STÆ814 Tölvubókhald: TÖB214, TÖB414 Tölvufræði: TÖL113, TÖL203, TÖL403, TÖL614 Vélritun: VÉL102, VÉL201 Þýska: ÞÝS403, ÞÝS803 Aföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. Eyjabálkur Einars Kárasonar kominn út ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Fyrirheitna landið eflir Einar Kárason. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þessi saga er sjálfstætt framhald bókanna Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Hún gerist nokkru síðar en þær, sögusviðið er ekki lengur Thulekampurinn heldur segir hér frá för til fvrirheitna landsins, Ameríku. Sögumaður er Mundi, sonur Dollíar, og með honum í för er bróðir hans, billjardséníið Bóbó og skáldið og sér- vitringurinn Manni, sonur Fíu og Gabriele 100 Tóta. Þeir halda á slóðir frumheija rokksins, endurlifa gömlu sögurnar, goðsagnirnar, fjörið og lætin. Þeir hitta um síðir gömlu hetjuna, Badda, sem býr í hjólhýsi með móður sinni, Gógó. Þetta ér saga um hetjumynd- ir, sársauka, draumóra og uppgjör." Nú er verið að gefa fyrri bækurn- ar tvær út í þýðingum á Norður- löndum. Fyrirheitna landið er 234 blaðsíð- ur. Guðjón Ketilsson teiknaði kápu. Prentstofa G. Benediktssonar prent- aði, en bókband annaðist Arnarfell hf. Mál og menning hefur líka gefið út „stórbók" sem hefur að geyma þijár skáldsögur Einars Kárasonar, Einar Kárason sem eru Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið. Saman mynda þessar sögur eina heild og hafa þær stundum verið nefndar „Eyjabálkurinn". //ITRIUMPH-ADLER Ritvélar í úrvali Verö frá kr.17.900,-stgr EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 Greinar, ræður og pistl- ar effcir Jónas Árnason JÓNAS ÁRNAON, skáld og fyrr- um alþingismaður, hefúr gefíð út bókina „Góð bók og gagnleg fyrir suma“ og í undirtitli eru taldir til þess hóps sósíalistar, kvennalista- konur, vinstri framsóknarmenn, skynsamir kratar og viðtalshæfir íhaldsmenn. I bókinni eru greinar, ræður og pistlar Jónasar frá tíma hans í blaða- mennsku og á þingi og í bókarauka íjórtán bréf hans frá New York til meistara Þórbergs Þórðarsonar. Kápumynd og kaflalýsingar eru eftir Tolla og Jónas gefur bókina út í minningu Kristins E. Andressonar. Efni bókarinnar er skipt í eftir- talda kafla: Hernámsmál, Utanrikis- mál, Landhelgismál, Náttúruvernd og stóriðja, Greinar um ýms efni, Ádrepur af ýmsu tæi og Bókarauki. Bókin er 202 blaðsíður. Jónas Árnason 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.