Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
lOlí
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1990
Opið bréf til utan-
ríkisráðherra
- frá PáliMagnússyni
Kæri Jón!
Ég hef verið seinþreyttur' til
vandræða við ykkur Vesturgötu-
hjónin, talið sjálfum mér trú um
að stríður fúkyrðaf laumur ykkar,
í minn garð og minna starfs-
manna, ætti rætur í sárindum sem
væru að minnsta kosti skiljanleg
frá mannlegu sjónarhorni, þótt
efnisrökin vantaði. En svo má
brýna deigt járn að bíti.
Þegar við „fyrir stríð" áttum
samræður undir friðsamlegri for-
merkjum um pólitík og frétta-
mennsku, töluðum við stundum
með sameiginlegri virðingu um
þann ágæta breska sjónvarps-
mann Sir Robin Day. Síðan hef
ég lesið sjálfsævisögu þessa snill-
ings þar sem hann meðal annars
lýsir stöðugum vandræðum frétta-
manna með stjómmálamenn, sem
ævinlega þykjast liggja undir
ásökunum og ærumeiðingum þeg-
ar þeir eru spurðir um eitthvað.
Og frægt er tilsvar Robin Day
þegar breskur forsætisráðherra
fór að vola með þessum hætti í
sjónvarpsþætti: „I did not accuse
you of anything, prime minister.
But you keep accusíng me of ac-
cusing you of things." („Ég sakaði
þig ekki um neitt, forsætisráð-
herra. En þú ert alltaf að ásaka
mig um að ásaka þig um eitt-
hvað.") Öðruvísi mér áður brá Jón
Baldvin, en nú ert þú orðinn per-
sónugervingur þessarar gerðar
volandi stjórnmálamanna, sem
kalla heiðarlega fréttamennsku
„pólitískar ofsóknir", „dylgjur",
„ærumeiðingar", „sakfellingar" og
„þjóðarböl", svo tilgreindar séu
nokkrar fjólúr úr orðskrúði dæma-
lausrar áramótahugleiðingar þinn-
ar í Morgunblaðinu.
í þessari grein ertu reyndar
kominn á þvílíkt bólakaf í samsæ-
riskenningar að þú sérð ekki skímu
dags í neinu máli. Tilvitnun: „Til
eru þeir fjölmiðlar í þessu þjóð-
félagi sem verða því miður að
flokkast undir þjóðarböl. Þeir hafa
dregið viti borna þjóðmálaumræðu
ofan í svaðið og eiga ósmáan hlut
í þeirri djúpu bölsýni, sem gripið
hefur um sig meðal þess hluta
þjóðarinnar sem ánetjast hefur
þessu fjölmiðladópi."
Þetta segir sem sagt utanríkis-
ráðherra ríkisstjórnar hverrar for-
sætisráðherra    talaði    fyrir
Auðbjörg Guðmunds-
dóttir - Afinæliskveðja
8. janúar næstkomandi er Auð-
björg Guðmundsdóttir 75 ára.
Auðbjörg giftist Kristni Sörens-
en frá Eskifirði, miklum dugnaðar-
manni og þúsundþjala smið. Auð-
björg er fædd og uppalin á Fá-
skrúðsfirði og bjuggu þau Kristinn
og Auðbjörg allan sinn búskap þar
og eignuðst átta börn, sjö drengi
og eina stúlku, allt mesta myndar-
og dugnaðarfólk, eins og þau eiga
kyn til, í báðar ættir. Auðbjörg
er og var mikilhæf móðir, ég hef
aldrei vitað jafn mörg börn bera
jafnmikla og djúpa virðingu fyrir
sinni móður eins og hennar börn
gera, enda er Auðbjörg hæglát og
réttsýn kona og kann að stjórna
skapi sínu. Laus við allt suð í börn-
um sínum eins og okkur mæðrun-
um hættir við oft á tíðum, sama
er að segja um barnabörn Auð-
bjargar, öll hlakka þau til þegar
amma kemur í heimsókn. Rúnar
sonur Auðbjargar er kvæntur Guð-
rúnu Emilíu dóttur minni og eiga
þau fjórar dætur. Þegar Auðbjörg
var að koma í héimsókn til þeirra
hjóna þá vildu þær allar lána Auð-
björgu ömmu herbergin sín, svo
vænt þótti þeim um hana og hlökk-
uðu alltaf til komu hennar og svo
eigingjarnar voru dótturdætur
mínar að amma þeirra varð að
vera fljót þegar hún fór að heim-
sækja börn sín og barnabörn á
Fáskrúðsfjörð.
Guðlaug Stefánsdóttir fram-
kvæmdastjórafrú á Eskifirði sagði
mér oft frá því og dáðist að Auð-
björgu, er hún kom í heimsókn
með fögur ung börn sín til tengda-
fólksins á Eskifirði, hvað Auðbjörg
hafi verið mikilhæf og þrifin móð-
ir, því drengir hennar voru vel
hirtir og klæddir út á morgnana
í glansandi burstuðum skóm, en
höfðu farið þar sem athafnalífið
var mest og skitu sig mikið út
eins og duglegra barna er siður,
eftir hádegi fóru þeir út aftur vel
hreinir og fínir, og sömu söguna
sögðu mér konurnar frá Fáskrúðs-
firði sem ég lá með á spítala, að
þær hefðu ekki skilið þróttinn í
hinni penu konu Auðbjörgu, hvað
hún hefði haldið það út að þjóna
börnum sínum vel, og var hún
ekki að mæðast yfir því heldur
hélt hún sínu jafnaðargeði og tal-
aði hlýlega við börn sín, enda elska
þau hana öll og virða og er mikill
kærleikur á milli þeirra og væri
óskandi að svo væri hægt að segja
með sanni að þessi djúpa virðing
væri á milli móður og barna alls
staðar í okkar þjóðfélagi í dag.
Enda vann Auðbjörg aldrei úti á
meðan þau hjónin voru að koma
upp sínum átta börnum sem öll
eru mikið dugnaðar- og sómafólk
og einnig makar þeirra. Auðbjörg
og Kristinn hafa búið í Reykjavík
síðan árið 1972 og eiga þau 28
barnabörn og 17 barnabarnabörn.
Ég óska þér, elsku Auðbjörg,
allra heilla og þökk fyrir góð og
ógleymanlega kynningu á liðnum
árum. Ég álykta og veit að allir
hafa gott af að kynnast hinni
prúðu og mikilhæfu konu Auð-
björgu Guðmundsdóttur.
Lifðu heil og lengi. Auðbjörg
tekur á móti gestum hjá Eygló
dóttur sinni og manni hennar, Al-
berti Olafssyni, í Bergholti 14,
Mosfellsbæ, klukkan 15 á morgun,
sunnudaginn 7. þ.m.
Regína Thorarensen
skemmstu fjálgum orðum um yfir-
vofandi „þjóðargjaldþrot" og not-
aði orðin „Róm brennur" um
ástand íslenskra efnahagsmála.
Samt skal þessi „djúpa bölsýni"
vera fjölmiðlunum að kenna.
Mér er satt að segja ekki ljóst
Jón Baldvin, hvenær það var sem
þú tapaðir áttum í íslensku sam-
félagi. Var það kannski þegar þú
fékkst hníf inn í bakið hér um árið?
Sjálfur verð ég að viðurkenna að
ég hef lúmskt gaman af skemmti-
legum samsæriskenningum í
hressilegum rökræðum, jafnvel
þótt fæstar þeirra standist ná-
kvæmari prófun. Eitt skilyrði
verða þessar kenningar þó allar
að uppfylla, til að verða svo mikið
sem rökræðuhæfar. Það verður
að finna „mótíf" eða hugsanlegan
tilgang með samsærinu.
Þú segir: „Nafngreindir menn í
innsta hring tiltekins stjórnmála-
flokks undirbjuggu og skipulögðu
þessar ofsóknir...", og ert þá að
tala um brennivínsmálið. Nú gætu
þessir menn, sem þú þorir þó ekki
að nafngreina, haft augljóst
pólitískt mótíf til að gera nákvæm-
lega þetta. En hvaða mótíf hef ég
þá, Jón Baldvin, til að taka þátt
Páll Magnússon
í þessu, hafandi þó helst legið
undir ámæli fyrir það gegnum
árin, að draga þinn pólitíska taum?
Hvað gengur mér til og mínum
samstarfsmönnum? Þessari spurn-
ingu verður þú að svara ef þú
ætlar að halda þessari gatslitnu
samsæriskenningu á floti lengur.
Það verður eitthvað annað en
yfirdrifin sjálfsgagnrýni, sem
verður þér að pólitísku fjörtjóni,
Jón Baldvin. Þú segir, af sömu
hógværð og þegar þú bjargaðir
Evrópu: „Eg skoraði fréttastjór-
ann á hólm í hans eigin stassion
og hnekkti öllum hans áburði í
beinni útsendingu." Nú er ekki
hægt að hnekkja því sem ekki er
fyrir hendi, frekar en að „það
blæðir ekki inn á neitt sem ekki
er til" eins og segir í vísunni um
heilann. Og þetta er mergurinn
málsins: Það hefur aldrei verið
neinn áburður, engar dylgjur, eng-
ar sakfellingar, engar ærumeið-
ingar, engar ofsóknir og ekkert
samsæri. Aðeins heiðarleg og að-
gangshörð fréttamennska og ráð-
herra, sem þolir hana ekki.
Með vinsemd en minnkandi
virðingu,
Páll Magnússon
P.S. Ef þú lætur svo Iítið, Jón
Baldvin, að svara þessu bréfi, sval-
aðu þá í leiðinni forvitni minni
varðandi eftirfarandi: Þú sagðir,
þegar þú „bakaðir" mig í þættin-
um fræga að títtnefnt afmælis-
brennivín Bryndísar frænku hefði
verið fengið að láni í Borgartúni
og síðan hafi það verið keypt í
ríkinu mánudaginn eftir og skilað
aftur í Borgartún. Bryndís frænka
sagði svo í tímaritsviðtali mánuði
síðar, að þetta hefði alls ekki ver-
ið svona. Hún hefði sjálf hamstrað
þetta vín og verið að því allan
veturinn. Af hverju þurfti að
kaupa aftur á mánudeginum vínið
sem Bryndís hafði verið að
hamstra allan veturinn? Og Jón
Baldvin: Þetta er engin sakfelling
— bara spurning sem ég veit að
þér verður ekki skotaskuld úr að
svara.
Sami
Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2.
MmMmM
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í Gylfaginningu Snorra-Eddu
segir:
„Hrafnar tveir sitja á öxlum
honum [Óðni] og segja í eyru
honum öll tíðindi, þau er þeir sjá
eða heyra. Þeir heita svo: Huginn
og Muninn. Þá sendir hann í dag-
an að fljúga um allan heim, og
koma þeir aftur að dögurðar máli.
Þar af verður hann margra tíðinda
vís."
Nú er umsjónarmanni ekki al-
ljóst hvenær dögurðar mál var
eða hvort það væri betur ritað í
einu orði. Svo mikið er víst, að
samsetningin *dögurðarmál er
sjaldgæf í orðabókum. En þessi
bútur úr Gylfaginningu er því
enn settur á blað, að tveir orð-
snjallir menn hafa átt þátt í því
að taka upp orðið dögurður fyrir
e. brunch, sjáþætti 513 og 516.
Þorvaldur Þorsteinsson í Hol-
landi (frá Akureyri) segir mér að
hann hafi komið þessu orði á
framfæri við Hótel Sögu 1982,
og Bjarni Sigtryggsson í
Reykjavík, sem vann á hótelinu,
segir: Morgunverður var innifal-
inn í gistingu. Um helgar voru
menn oft rekkjuværir frameftir
og misstu af morgunyerðinum.
Þá bauð gistihúsið mönnum dög-
urð sem var samsetning morgun-
verðar og hádegismatar.
Og nú er að vita hvort menn
vilja taka gamla orðið dögurður
(<dagverður) og festa það í sömu
merkingu og Englendingar hafa
brunch. Hvað finnst mönnum um
það?
Charles Egill Hirt í Reykjavík
skrifar mér enn merkilegt bréf,
og mun ég gera þvi nokkur skil
smám saman. Hann segir meðal
annars:
„Kæri Gísli Jónsson.
Þakkir fyrir vandaðan og fróð-
legan þátt. Hér á eftir koma örfá
atriði sem hafa leitað á hug minn
og gaman væri að heyra álit þitt á.
1) Oft heyrist sögnin að reima
í merkingunni að hnýta (skó)reim.
Þetta orð finnst mér lýti og mæli
með sögninni að hnýta. Engum
dettur í hug að nota orð eins og
að „kaðla" eða „spotta" þegar
kaðall eða spotti er bundinn.
Hugsanlega má þó halda í sögnina
að reima og nota hana til að lýsa
því, þegar afturgöngur sækja
mikið í hús og valda reimleika."
Hér grípur umsjónarmaður
strax fram í fyrir bréfritara. í
upprunaorðabók dr. Alexanders
Jóhannessonar er sögn sú, sem
bréfritari gerði að umtalsefní,
þýdd = „setja reim í". Höfð er
úr upprunaorðabók Falks og
Torps sú tilgáta, að sögnin væri
tökuorð úr miðlágþýsku, en Alex-
ander er ekki vel trúaður á það.
Þetta gæti verið gamalt norrænt
orð í hljóðskiptum við rim og rimi
og ætti sér þá samsvarandi frænd-
yrði í mörgum öðrum germönsk-
um málum. Nafnorðin reim og
reima (=ræma) eru hundgömul í
íslensku.
Undir orð Alexanders tekur
Ásgeir Bl. Magnússon í orðsifja-
bókinni nýju og leiðir reim enn-
fremur saman við rífa og rák.
„Af reim er leidd so. reima „festa
með reim"", bætir hann við.
Ævagömul er líka sögnin
reima (af) = taka af reimleika. í
sumum handritum Grettis sögu
er sú sögn höfð í miðmynd. Þá
er Grettir látinn segja (um Glám):
„Þá mun annaðhvort, að hann
mun ekki lengi á sér sitja, eða
mun af reimast meira en eina
nátt."
Þessi sögn er skyld e. roam =
reika um og merkir einmitt upp-
haf lega það sama og enska sögn-
injSbr. og reimir = slangi, ormur.
^TOannsnafnið Reimar telur Ás-
geir Blöndal Magnússon, að sé
<*Reginmar [„goðfrægur"]
fremur en úr Hreiðmar, sbr.
Hróðmar. Seinna nafnið er eigin-
lega frægð á frægð ofan.
Ég skil og virði sjónarmið bréf-
ritara, þegar hann andmælir
málfátækt á borð við það tal, ef
við segðum „kaðla" og „spotta".
Mér er t.d. ekki vel við sögnina
að funda, þó erf itt geti reynst að
rökstyðja pottþéttar mótbárur.
Þótt fundur sé skylt finna, þá
veit ég að annmarkar eru á því
að nota finnast í stað funda.
Merkingin í finnast er of víð. En
gætum við ekki. aðeins reynt?
520. þáttur
Hvernig væri: Samninganefnd-
irnar ætla að finnast á morgun?
í staðinn fyrir funda á morgun.
Undirskilið væri þá að máli og
myndi varla misskiljast. Mér
finnst a.m.k. ómaksins vert að
amast við ofnotkun so. funda.
Ég get ekki að því gert, að mér
þykir hún með afbrigðum koll-
húfuleg.
Ég verð að viðurkenna að af
þing er sögnin að þinga. Og við
hnýtum hnúta, meira að segja
Jónas Hallgrímsson. Veit ég vel
að Skarphéðinn Njálsson batt
skóþveng sinn, enda þýðir sögnin
að þvengja annað. En ég verð
að sætta mig við að nútímamenn
reimi skóna sína.
Charles Egill Hirt aftur (2):
„Hvers vegna er sagt „láta e-ð
í ljósi (þgf.)" í staðinn fyrir að
láta e-ð í ljós?" Umsjónarmaður
svarar því til að þetta sé liðfellt
= að láta e-ð (vera) í ljósi, en svo
skal vitna í meistara minn, Hall-
dór Halldórsson:
„Láta e-ð í ljós „tjá e-ð, gera
e-ð kunnugt". Orðtakið kemur
fyrir í fornmáli [sleppi langri til-
vitnun úr Fornmannasögum]. Á
16. öld hefir orðtakið breytzt í
láta e-ð í yósi ... og virðist það
gervi einrátt fram á síðari hluta
19. aldar. Þá má finna dæmi um
eldra gervið, sbr. t.d.: Ég lét ekki
skoðun mína í Ijós við þær.
[Dæmi frá Ólafi Davíðssyni].
Þetta afbrigði ryður sér nú æ
meira til rúms fyrir áhrif
skólanna. Líkingin er auðskilin."
Þetta voru orð Halldórs. Ég
held því að hvort tveggja sé full-
boðlegt, eftir því hvort menn
hugsa sér „hreyfinguna til" eða
„dvölina á".   .
Þjóðrekur þaðan kvað:
Oft var Rúnhildur fengsæl á f lens, en
að fullreyndu korast þó hjá Jensen
sem sá fátt í friði
og lá ekki á liði.
Er þessi limra kannski alveg po grensen?
„Líðanlegri er þjófurinn en'
lygarinn, og þó munu báðir
ólukkuna hreppa."
(Jón Vídalín 1666-1720)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36