Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Leikræn myndlist Myndlist BragiÁsgeirsson Það virðist vera krafa dagsins, að vinna í stórum ábúðarmiklum heildum og myndflöturinn skal vera þakinn táknum og tilvísun- um. Gjaman skal sjónarspilið áhrifaríkt og segja margræða sögu og jafnvel hafa svip af föndri úr risalandi. Og því færri myndir sem sýningarsalimir rúma af þessum yfírstærðum, því nær kemst listamaðurinn tilganginum. Þetta hefur ekki farið framhjá myndlistarkonunni Steinunni Þór- arinsdóttur, sem sýnir fram til 27. maí sjö rýmisverk úr járni í vest- ari sal Kjarvalsstaða. Steinunn lætur sér jafnvel ekki nægja að rækta fyrrnefnd atriði með miklum ágætum, heldur býr hún til heilmikið leikrænt sjónar- spil í kringum myndir sínar með aðstoð sérstakrar lýsingar, en hún lætur ljóskastara lýsa upp hvert verk sérstaklega, en annars er salurinn myrkvaður. Þetta verður til þess að skoð- andinn spyr gjarnan sjálfan sig þeirrar spumingar, hvort hann sé á myndlistar- eða leiksýningu því að myndimar eru líkastar sviðs- mynd. Það er iðulega mjög snjallt að lýsa á þennan hátt þrívíð verk til að auka á áhrif formanna og leggja á þau nýjar áherslur og hefur þetta verið gert við högg- myndir eldri meistara svo sem Thorvaldsens og Canova og þeir báðir öðlast nýja frægð fyrir. En hér er farið að á annan hátt, því að um hreina umhverfís- list (environments) er að ræða, sem ekki styrkir rúmtak verkanna heldur eykur á leikræna tjáningu,. skapar að vísu vissa dulúð, en þó ekki nægjanlega sterka til að menn falli í stafi og láti hrífast. Steinunn hefur áður sýnt slíka leikræna tilburði t.d. í hangandi gínum sínum, eða réttara: leik- brúðum, og slík þrívíð form em mun upplagðari til leiks með ger- viljós og blæbrigði heldur en jár- nið sem nýtur sín best í náttúra- birtu enda afkvæmi jarðarinnar. Hér er nefnilega um járnplötur að ræða, sem era klipptar til eins og börn gera við pappír og búnar til fígúrar við ýmsar athafnir. Reynt er að búa til stórbrotna athöfn úr einföldu föndri og er það mjög virðingarvert, en ein- hvern veginn er þetta áhrifaminna en að var stefnt. Kannski er verk- ið „Landamæri" (7) beinskeytt- asta og áhrifaríkasta verkið á sýningunni, en slöpp fígúran á framhlið verksins veikir áhrifa- mátt þess til muna. Maður kann þó einhvernveginn mun betur við verk eins og „Hringhenda" (3) og „Vilji“ (4), en þar kennir maður ýmissa eldri takta í list Steinunnar og satt að segja hefur listakonan oft mætt galvaskari til leiks með meira krassandi verk en í þetta skipti. Opið og lokað rými Það má til sanns vegar færa að myndlistarkonan Þorbjörg Pálsdóttir gengur mjög persónu- lega til verks í rýmisverkum sínum. En þó er spurn hvort öllu skuli fómað fyrir frumleikann einan og sér. Þrívíð verk hennar einkennast af opnum og lokuð- um formum, sem hún staðsetur á sérstakan hátt í tilfallandi rými, þannig að svo er sem um lifandi verur sé sð ræða mitt í daglegum athöfnum sínum, leik eða hugarástandi. Þetta er þannig öðrum þræði umhverfislist (environments), en hefur einnig svip af hnitmiðuð- um uppsetningum (installation). Formrænt eru myndir Þor- bjargar slappar og stórkarlaleg- ar og gea jafnvel minnt á form úr deigi, en skyldi það ekki einn- ig, í og með, vera tilgangurinn. Þær minna einnig ekki svo lítið á verur utan úr geimnum úr furðulegu ytra byrði og eins og beinlausar. En minna má á þá staðreynd, að sérhvert form, sem fæðist af innri hvöt, er sigur, og hátturinn hvemig formin flétta sig saman opinberar í hve ríkum mæli lista- maðurinn og listaverkið eru gædd andlegum sveigjanleika. Rúmtakslistin er ákaflega breitt hugtak og á stundum jafn- vel afstætt að segja má, því að menn hafa jafnvel, þótt undar- legt megi virðast, tekið hið ímyn- daða form og rými í þjónustu sína. — Það er heilmargt að gerast á sýningu Þorbjargar Pálsdóttur í Listhúsinu einn einn á Skóla- vörðustíg 4 þessa dagana og til mánaðamóta og hver sá sem hefur gaman af óvæntu sjónar- spili á erindi á staðinn. Þorbjörg hefur verið trú þeirri ákveðnu formrænu lausn sem hún fann árið 1967 að ég held og list hennar hefur ekki tekið ýkja miklum breytingum síðan. Hún hefur ræktað sinn garð og hinar undarlegu líkamsformanir hennar hafa yfir sér alþjóðlegan blæ, enda eins og um leitandi og tímalausar verur sé að ræða í óræðum heimi... Feimin stelpa, 1967. Steinarr Magnússon Lára S. Rafhsdóttir Steinarr Magnússon Tónlist Jón Ásgeirsson Ungur tenorsöngvari, sem er við framhaldsnám í Bandaríkjunum, hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu sl. fimmtudag. Á efnis- skránni voru söngverk eftir Schu- bert, Schumann, Strauss, Sjöberg, Grieg, Tosti og lög eftir Sigfús Ein- arsson og Eyþór Stefánsson. Steinarr er enn í námi og má segja að hann sé að sækja sér reynslu með þessum tónleikum. Honum er gefín góð rödd og hvað kunnáttu snertir er hann vel á vegi staddur. Nokkuð gætti þess, sem er algengt meðán röddin sr áðlsgast ákvcð- inni söngtækni, að hún er svolítið „flöktandi". Ýmist liggur hún of aft- arlega og titrar þá ofurlítið eða hún hljómar fram í nefíð. í lögunum eft- ir Tosti var röddin nærri því of opin en hljómaði þar best. Þá mátti heyra á nokkram stöðum að Steinarr átti í erfíðleikum með að leggja röddina. Þetta eru allt lærdómsatriði en rödd hefur hann mikla og góða, syngur af nokkra öryggi og með skýram framburði. í heild vora tónleikarnir vel út- færðir en hann gætti þess nokkuð um of að „fara varlega" og söng nærri öll lögin á tónleikunum einum of hægt. Ljóðin sem Steinarr söng fyrir hlé eru mjög erfið í flutningi en t.d. í Mondnacht eftir Schumann var margt fallega gert. Það sama má segja um Zueignung eftir Strauss en þar hefði hraðinn mátt vera meiri. Yfirvegun og gætni var yfirskriftin í lögunum Tonerna, Jeg elsker dig, Mánaskin og Drauma- landið en það var í „kansónunum" eftir Tosti og sérstaklega í A Vuc- Guc'lS SSiTi Síéinsrr fáni'i sig ög söng út. Ilér er á ferðinni n\jög efnilegur söngvari, sem vert er að hafa auga með i framtíðinni. Samleikari var Lára Rafnsdóttir píanóleikari en hún lék mjög fallega öll lögin en sérstak- lega má geta þess hve vel hún iék með millispilið í Erstes Grún eftir Schumann. Máría kafin í tárum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurður blindur í Fagradal: ROSA. Omdikting ved Ivar Org- land. Illustrasjonar av Anne- Lise Knoff. Solum Forlag, Oslo 1989. Sigurður blindur í Fagradal (á að giska 1470-1545) er að mestu gleymt skáld, en mun hafa verið eitt af atkvæðamestu rímnaskáld- um síns tíma samanber vísu Jóns Arasonar: „Blind hafa bragnar fundið/ bragtraustan fyrir aust- an.“ Sigurður er talinn hafa ort Rósu sem er lengsta helgikvæði frá kaþ- ólskum tíma á íslandi, 133 hryn- hendar vísur. Liija Eysteins munks Ásgrímssonar hefur löngum verið talin fyrirmynd Rósu og Sigurður hefur lengi búið í skugga Ey- steins. Margt er líkt með kvæðun- um, sama form og sama efni. Sköpun heims og dómsdagur héldu vöku fyrir skáldunum báðum. Nú hefur Ivar Orgland þýtt Rósu í heild sinni og skifað ítarleg- an og fróðlegan formála um kvæð- ið og höfund þess. Orgland telur ómaklegt að setja Rósu skör lægra en Lilju og telur að ekki sé um neina eftirlíkingu að ræða hjá Sig- urði blind. Að mati Orglands skort- ir Sigurð trúarhita Eysteins, ljóð- rí»na Hvnl nrr líof»»<»»-• rrÁ • '“7W í*-11 yiygyj cii hefur meira tíl að bera af raun- sæí, epÍBkri breidd og dramatik. Lilja og Rósa eru tveír hátindar sömu trúarlegu stefnu í skáldskap rniðalda, skrifar Ivar Orgland. Mælska Sigurðar blinds og upp- hafning á ekki greiða leið að nú- tímalesanda. En Rósa er víða til- komumikil. Dæmi er 109. erindi: Augun sæfast, eyrun deyfast, ung samvizkan stöðvar tungu, hjartað rennur utan og innan, æðar og hold af skelfíng mæðist; kóngrinn dauðr á krossi hangir, kropin drottningin holdi lotnu, móðirin bæði mædd og blóðug, Máría kafín í nógum tárum. í þýðingu Orglands hljómar er- indið svo: Augo svævest, oyro doyvest, ungt samvitet stoggar tunga, hjarta renner utan og innan, árar og hold av redsle folnar; kongen dod pá krossen henger, krekt av sut dronningi luter, moderi báde modd og blodig, Maria kjövd av sorgartárer. Þess er ekki kostur að dæma texta Orglands, en hann er mjög læsilegur. Hann sýnir fumkvæðinu trúnað, en gætir þess að textinn sé einfaldur og um leið kraftmik- ill, aldrei fyrndur. Víða er ljóðræn fegurð áberandi, eins og til dæmis í 132. erindi sem hefst á þessum fallegu línum: „Raude blomen, som rosa heiter,/ rett opp sprungen meilom klunger." Sem þýðandi nýtur Ivar Orgland sín vel í kvæðum á borð við Rósu, minnt skal á að hann hefur líka Ivar Orgland þýtt Heilaga kirkju Stefáns frá Hvítadal og Sólarljóð. Ógetið er fjölmargra þýðinga samtímaljóð- listar. Rósa er í stóru broti skreytt afar vönduðum og skemmtilegum heilsíðumyndum eftir Anne-Lise Knoff og er sómi að þessari útgáfu í hvívetna. Þú svaJar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.