Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Tvö manndráp framin í Reykjavík um helgina og maður særði föður sinn með hnífi; Andlega vanlieilir einstakl- ingar játa á sig voðaverkin Kona sem áður hefur gerst sek um manndráp varð sambýlismanni sínum að bana TVÖ manndráp voru framin í Reykjavík um helgina. 24 ára gömul kona, Hafdís Hafsteinsdóttir, Melgerði 2, Kópavogi, fannst látin á meðferðarheimili þroskaheftra við Njörvasund aðfaranótt laugardags- ins. 28 ára maður, cinnig þroskaheftur, hefur játað að hafa orðið henni þar að bana með hnífi. Um klukkan 17 á sunnudag hringdi á Klcppsspítala 51 árs kona, sem 1975 var talin ósakhæf og dæmd til öryggisgæslu fyrir manndráp. Hún kvaðst hafa orðið tæplega 48 ára sambýlismanni sínum, Óskari Þórðar- syni, að bana með hnífi á heimili þeirra í Bleikargróf 25 í Reykjavík. Um miðnætti á föstudagskvöld stakk 24 ára maður, sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða, 57 ára gamlan föður sinn í brjósthol með hnífi og skildi hann eftir í blóði sínu á heimili þeirra í Austurbæn- um. Faðirinn gat, kallað eftir aðstoð í síma en var liætt kominn þegar Iögreglu og sjúkralið bar að. Hann er úr lífshættu. 86% fall í almennri lögfræði ATJÁN þeirra 128 laganema á fyrsta ári sem þreyttu próf í al- mennri lögfræði í Háskóla ís- lands í janúar náðu tilskilinni einkunn, 7,0. Fallprósentan er því um 86 prósent. Sigurður Líndal, prófessor í al- mennri lögfræði, segir að tölur um fall í þessari grein séu ekki mark- tækar fyrr en að loknum endurtekn- ingarprófum í vor og eins ættu eft- ir að koma tíu úrlausnir úr sjúkra- prófum. „Ég býst við að þetta sé heldur lakari útkoma en verið hefur áður án þess að ég hafi nokkuð -Jfc athugað það sérstaklega. En ég held nú að það komi ekki endanleg- ar niðurstöður fyrr en í vor,“ sagði Sigurður. Hafnarfjörður: Bensínstybba fannst í nokkr- um húsum BENSÍNSTYBBA fannst í gær í nokkrum húsum í Hvaleyrarholt- inu í Hafnarfirði. Ástæðan var sú að maður hafði hellt bensíni i nið- urfall og kom lyktin upp um nið- urföll í nærliggjandi húsum. Nokkir íbúðareigendur á Hval- eyrarholtinu höfðu samband við lög- regluna í Hafnarfirði og kvörtuðu undan bensínstybbu í húsum sínum. Þegar lögreglan fór að kanna málið kom í Ijós að maður, sem var að taka bensíntank undan bíl til við- gerðar, hafði losað bensínið í niður- fallið. Lögreglan í Hafnarfirði vildi koma því á framfæri að fólk ætti ekki að __losa slíka vökva í niðurföllin hjá sér. Það gæti skapað óþægindi eins og gerðist í þessu tilviki. 113 fyrirtækj- um hótað lokun SJÖ starfsmenn hafa verið ráðnir til eftirlits á vegum skattrannsókn- arstjóra til sérstaks eftirlits með sjóðvélum og sölureikningum. Þeg- ar hefur 241 fyrirtæki verið heim- sótt og hefur 113 þeirra verið hótað lokun verði ekki gerðar úrbætur innan 45 daga. Sjá ennfremur bls. 23. í gærkvöldi var í undirbúningi krafa um gæsluvarðhald og geðrann- sókn yfir 51 árs konunni sem banaði sambýlismanni sínum. Allt hefur fólkið gengist við þeim verkum, sem þau eru grunuð um. Maðurinn, sem varð ungu konunni að bana, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. apríl og skal hann einnig sæta geðrannsókn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maður- inn, sem lagði til föður síns, fannst síðdegis á sunnudag í húsi í Reykjavík. Hann hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars og skal sæta geðrannsókn. í gærkvöldi voru þau öll vistuð í Síðumúlafangelsi. Klukkan rúmlega fimm síðasttið- inri sunnudag var lögregla kölluð að Bleikargróf 25 í Reykjavík. Skömmu áður hafði 51 árs gamla konan hringt á Kleppsspítala og sagt hjúkrunar- konu þar að hún hefði orðið sambýlis- manni sínum að bana. Þegar að var komið var maðurinn látinn og hafði verið stunginn í kviðinn. Konan var á staðnum og játaði að hafa orðið honum að bana. Kona þessi varð manni að bana í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík 25. október 1974. Þá var hún talin ósakhæf og var árið 1975 dæmd til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hún var Jeyst undan öryggisgæslu 1985. Á öryggisgæslutímanum dvaldi hún m.a. um skeið á stofnun í Svíþjóð. Á síðustu tveimur árum hefur hún að minnsta kosti tvisvar sært menn með því að leggja til þeirra hnífi; í annað skiptið var um að ræða þann mann sem hún hefur nú banað. Þá hefur hún verið kærð fyrir ofsafengna hegðun og fyrir að hafa í hótunum við fólk. Seint á síðasta ári hélt þroska- hefti maðurinn, sem nú hefur orðið mannsbani, barnungum pilti hjá sér klukkustundum saman á leikvelli við Barónsstíg. Barnið fannst heilt á húfí um miðja nótt eftir að björgun- arsveitir höfðu verið kallaðar út til leitar. Eins og greir.t var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag fannst unga konan látin í herbergi banamanns síns á sambýli þroskaheftra við Njörvasund aðfaranótt laugardags- ins. Hennar hafði, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, áður. verið leitað í húsinu en árangurslaust. Hennar hafði verið saknað frá heim- ili sínu í Kópavogi frá því á fimmtu- dag. Við ítrekaða leit, sem gerð var þar sem sterkar líkur þóttu benda til að hún hefði verið í húsinu, fannst hún látin klukkan tæplega þijú að- faranótt laugardagsins. Áverkar eftir lagvopn voru á líki hennar. Mikill munur á fjölda kennara og leiðbeinenda eftir umdæmum: HlutfaU gnmnskólakennara 97% í Reykjavík en 52% á Vestfjörðum HLUTFALL leiðbeinenda og kennara í skólum landsins er mjög misjafnt eftir fræðsluumdæmum. Þannig eru 97,24% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkur í höndum grunnskólakennara en 2,76% í höndum leiðbeinenda. I Vestfjarðaumdæmi er hlutfall grunnskóla- kennara hins vegar 52,18% og leiðbeinenda 47,82%. Kemur þetta fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn frá Danfríði Skarp- héðinsdóttur, þingmanni Kvennalistans. Á öllu landinu er hlutfall kenn- kennara mur. lægra, 77,11% íVest- ara í grunnskólum 82,66% en leið- beinenda 17,34%. Hæst er hlutfall kennara í Reykjavík, 97,24%, en í Reykjanesumdæmi 88,04%. Utan Reykjavíkursvæðisins er hlutfall urlandsumdæmi, 52,18% í Vest- fjarðaumdæmi, 60,8% á Norður- landi vestra, á Norðurlandi eystra 73,14%, á Austurlandi 67,15% og í Suðurlandsumdæmi 79,7%. í framhaldsskólum landsins er hlutfall kennara 63,59% en leið- beinenda 36,41%. Hæst er hlutfall kennara í Reykjavík eða 70,06% og næst hæst í Reykjanesumdæmi, eða 64,06%. í öðrum umdæmum landsins er hlutfall kennara mun lægra en lægst er það í Austur- landsumdæmi eða 26,48%. í Vest- urlandsumdæmi eru kennarar 51,5%, í Vestfjarðaumdæmi 29,35%, í Norðurlandsumdæmi vestra eru kennarar 36,57%, í Norðurlandsumdæmi eystra 56,48%, og í Suðurlandsumdæmi er hlutfall kennara 56,53%. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, segir að þessi munur milli fræðsluumdæma hafi verið svona mikill mjög lengi. „Þetta miðar þó heldur í áttina þó að einn og einn staður komi verr út en áður,“ segir Svavar. „Því miður eru þetta ekki mikil tíðindi því lands- byggðin hefur þurft að búa við þetta ástand mjög lengi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.