Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRIL 1991 Ijósastofa Til sölu eða leigu mjög gott og vel staðsett húsnæði t.d. fyrir-ljósastofu og gufubað eða skyldan rekstur. Húsnæðið er á jarðhæð í nýju, stóru húsi fyrir eldri borgara við Skúlagötu í Reykjavík. Húsnæðið er til afhendingar nú þegar. Allar nánari upplýsingar gefur: FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ? Borgartuni31 Logír. Petur Þ Sigurðsson hdl. 62 42 50 Hilm.ir OsW.irsso" Stfinþnr Ol.itsson Skúlagata 40 Hárgreidslustofa - sjúkranudd Til sölu eða leigu húsnæði t.d. fyrir læknastofu, hár- greiðslustofu, rakarastofu, sjúkranudd eða aðra þjón- ustu í nýju stóru 65-íbúða fjölbýlishúsi fyrir eldri borg- ara við Skúlagötu í Reykjavík. Húsnæðið er til afhendingar nú þegar, tilbúið undir tréverk eða fullbúið. Teikningar og tillögur að skipulagi ásamt nánari upplýs- ingum gefur: FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Ú Borgartuni 31 Logfr Petur Þ Sigurðsson hdl. 6212 50 /Stmitþnr OLifsson % Anna Þóra Karlsdóttir Myndlist EiríkurÞorláksson Vinnsla ullar er sennilega með fyrstu handverkum sem maður- inn þróaði. Eftir að hafa gengið í skinnum í árþúsundir, lærðist honum smám saman að kemba, þæfa, spinna þráð og loks að vinna dúka; á öllum þessum stig- um var efnið notað í fatnað, teppi, mottur, og fyrstu hýbýlin sem voru gerð af manna höndum, tjöldin. Hin frumstæðu vinnu- brögð eru enn stunduð hjá þeim fáu þjóðflokkum sem lifa beint af húsdýrum sínum, eins og t.d. hjá hirðingjum í Mið-Asíu. Það er vert að rifja upp þenn- an grunn, vegna þess að öll ve- flist byggir á honum, og nú stendur yfir sýning í Ásmundar- sal við Freyjugötu, þar sem lista- konan Anna Þóra Karlsdóttir hefur snúið aftur til þessa uppr- una. Hún sýnir hér myndverk úr ull, þar sem hin frumstæðu vinnubrögð eru notuð í nýju sam- hengi. Ullin hefur aðeins verið kembd áður en listakonan tekur við henni; síðan leggur hún ullina á undirlag þar til hún er ánægð með þykktina, og setur þá annað lag ofan á og rúllar fletinum upp. Þannig er ullin þæfð í breið- ur, sem siðan eru litaðar með því að nota ullarliti og vax; loks er efnið skorið til eða yfirborð þess unnið á annan hátt til að mynda þau verk, sem hér getur að líta. Hráefnið og vinnsla þess skipta meginmáli í list Önnu Þóru, og hún hefur lagt sig eftir að kynnast sem flestum vinnuað- ferðum við myndvefnað. Hún stundaði nám i Myndlista- og handiðaskólanum á sjöunda ára- tugnum, og var svo um tima við framhaldsnám í Konstfackskolan í Stokkhólmi. Hún hefur um langt skeið tekið þátt í samsýningum veflistafólks hér á landi og á Norðurlöndunum, en þetta mun aðeins vera önnur einkasýning hennar. Listakonan hefur kosið að vinna með mjög knöpp form, AnnaÞóraJKarlsdóttir: „Drýli. þannig að efnið og vinnsla þess nýtur mestrar athygli gesta. Hún vinnur mest með ferninga og hringi, og minnir þetta þrönga val nokkuð á formheim minimal- isma í höggmyndagerð, þar sem frumformin ein ráða ríkjum. En Anna Þóra setur efnið saman á fjölbreytilegan hátt, þannig að litbrigði og lögun vinna vel sam- an og mynda heilsteypt verk, sem í sumum tilvikum eru nánast höggmyndir; því er vel við hæfi að kalla þetta myndverk úr ull, og láta þrengri skilgreiningar liggja milli hluta. Verkin á sýningunni eru ekki mörg, en eru öll myndræn og sjálfstæð. Titlarnir eru greinilega hugsaðir sem hluti verkanna, þar sem þeir hæfa þeim vel, ýmsir í samhljómi eða þannig að verk og titill víkka svið hvors annars. „Hringfari (nr. 1) sýnirvel hvern- ig verkin eru unnin, og hvað möguleikar eru til mótunar og samsetningar með þessum að- ferðum. „Uppspuni (nr. 2) og „Síbrot (nr. 4) eru dæmi um hvernig hægt er að skera efnið til og láta mismunandi litun þess vinna saman til að mynda heild- stæð verk; einkum er fyrra verk- ið skemmtilegt í markvissu sam- spili þykktar og lita, sem þróast samhliða frá einum enda til ann- ars. Áhugaverðasta verkið af þessu tagi er þó „Drýli (nr. 7), sem minnir jafnvel á dropasteina í hinni litríku samsetningu og því spennta sambandi, sem formin mynda. Sýning Önnu Þóru Karlsdóttur er áhugaverð vegna þeirra efnis- taka, sem þar er að finna. Hér er um að ræða afar náttúrulegan feril, sem er í eðli sínu einfaldur, en um leið erfiður í framkvæmd, ef markmiðið er að skapa lista- verk, sem eru annað og meira en minnismerki um ákveðnar vinnsluaðferðir. Það tekst með ágætum hér. Sýning Önnu Þóru Karlsdóttur í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur til sunnudagsins 14. apríl. I I I I Þú greiðir ekkert innlausnargjald af Einingabréfum, ef tilkynnt er um innlausn með 60 daga fyrirvara. Kaupþing hefur enn á ný komið til móts við sparifjáreigendur sem velja örugga ávöxtun í Einingabréfum 1, 2 og 3. Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 er 1,8% og af Einingabréfum 2 0,5% sé innleyst án fyrir- vara. Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 lækkar niður í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn með 30 daga fyrirvara. Innlausnargjald af Einingabréfum 1, 2 og 3 er fellt niður með öllu sé tilkynnt um innlausn með 60 daga fyrirvara. Gengi Einingabréfa 12. apríl 1991. Einingabréf 1 5.500 Einingabréf 2 2.968 Einingabréf 3 3.607 Skammtímabréf 1.841 Sölustaðir Einingabréfa eru: Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Akureyri, Sparisjóðimir og Búnaðarbanki Islands. KAUPÞING HF Kringluntii 5, sími 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.