Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ UIMMTUDAGUR 9. MAÍ -1-99-1. Flateyj arkirkj a Abending og hugleiðingar út frá grein í Pressunni Flateyjarkirkja eftir Björn Sigurðsson Sú blaðamennska að segja stór- sögur með þeim hætti að fá pata af einhverju og pijóna síðan við þar til frétt er orðin, hún er afleit, þeg- ar það eitt stýrir penna að búa til hörmungar og slys. Þessu fylgir oftast særindi, árás- ir á saklausa og bætir síst úr skák að leiða fram vitni. Hér veittu umsögn þrír geistlegr- ar stéttar menn. Enginn hafði kann- að eða séð það sem fjallað var um — listaverk Baltasar í Flateyjar- kirkju. I Pressunni fjallar blaðamaður um listamanninn og verk hans eins og helgispjöll hafi orðið. Voðinn er að lærisveinar horfa til meistara 'síns, Eyjabændur, sólbitnir og sigg- grónir. Fiskimennirnir, sem vinna fyrir brauðinu í sveita síns andlitis hlýða á Orðið. Albúnir að fylgja meistara sínum. Enn bætist við samlíkinguna því í upphafi urðu þeir fyrir ofsókn- um. Oftast er það píslarvætti að fylgja rödd sannleikans. Fyrirmynd listamannsins við gerð altaristöflunnar voru sóknar- nefndarmenn og bændur í Breiða- fjarðareyjum. Þetta er það sem prófasturinn Flosi Magnússon á Bíldudal hefur að segja í Pressuvið- tali: „Mér er kunnugt um það sem gerst hafði vegna athugasemdar sem mér barst um áramótin." Síðan talarhann um alvarlega ábendingu, veit ekki hvort um spaug er að ræða hjá listamanninum. Lítið lagast hlutirnir í höndum dr. Gunnars Kristinssonar prests á Reynivöllum: „Sóknarnefndirnar hafa mikið fijálsræði í þessum efn- um og engar reglur eru til um þessa Tiluti. Mér finnst samt eðlilegra að leitað sé til okkar í stærri málum en það var ekki gert í þessu tilfelli.“ Það lukkar til að blessunin hann Hallgrímur Pétursson þurfti ekki að sýna þessari nefnd Passíusálm- ana sína. Þeir falla undir hin stærri mál. Eru nefndarmenn með þann sannleika á borði sínu hvað er list? Varla gengur þetta upp og er þá komið að því að stýra pensli lista- mannsins. Nefndin gerir kunnugt, „Höfðingslund sóknar- nefndar og velunnara eyjarinnar hafa hrund- ið fram verki sem þakka ber. — Ekki ein- asta okkar vegna, sem komum þangað út snögga ferð, heldur þá arfleifð sem kirkjan verður.“ hún hafnar eða samþykkir. Gjörningur hennar gæti því verið svona: Vér kirkjulistarnefnd átelj- um listamánn fyrir tvennt. Primo . . . Svipur er með lærisvein- um og sóknarnefndarmönnum Flat- eyjarsóknar. . Secundo ... Eigi hefir verið haft samráð við oss um sköpun lista- verks, hér altaristöflu. Tvennt þarf að varast í málum sem þessu. Svarandi átti sig á hver spyr og eftir hveiju er leitað með spurningunni. Gott fólk og gagn- merkt getur átt það til að láta leið- ast út í ófæru eins og þá að leggja heimasmíðaðan málstokk á list og listsköpun. Góð og skapandi list rís að vísu undir meðferðinni. Það gera hinir afvegaleiddu hins vegar ekki. En ljósið þröngvar sér gegn um myrkrið. Sr. Bragi Benediktsson á Reykhólum og sóknarprestur Flat- eyjarsóknar sér ekki hættu á ferð- um, aðspurður af blaðamanni um sama efni. Fræðiskrif um kirkjulist eru án vafa betur komin í höndum kirkju- listanefndar en lögregluþjóns í Ar- . bæjarstöð. Enda snúast málin ekki um svo djúp fræði heldur þá mein- loku sem fram kemur í Pressugrein- inni, prýddri guðfræðingaáliti. Skoðum nokkrar kirkjur, okkar fátæku íslensku kirkjur. Krists- mynd Einars Jónssonar í Hallgríms- kirkju. Ungur verkamaður stóð fyr- ir upp á Dagsbrúnartaxta. Hann heitir Guðmundur Joð. Altaristafla dr. theol Magnúsar Jónssonar. Kvöldmáltíðargestirnir eru svarfdælskir bændur. í Stóru-Núpskirkju er altaristafla Ásgríms Jónssonar. Sálmaskáldið Valdimar Briem horfir til herra síns en rammíslensk fjöll í baksýn. Sama fyrirmynd er þekkjanleg í Víðidals- tungukirkju. Jon bóndi í Möðrufelli gerði sína altaristöflu. Frelsarinn rennir sér niður Ijallshlíð að fluttri Fjallræð- unni. Kristsmynd Nínu Tryggvadóttur í Skálholtsdómkirkju er að sjálf- sögðu Erlendur í Unuhúsi. Svo erfitt sem það er að fóta sig í íslenskri kirkjulist er allt verra með útlandið. En í bókum fyrir al- menning er þess getið sem aukaat- riðis að sjálfur Rafael studdist við frillur sínar sem fyrirsætur að myndunum móðir með barn. Hætt- um nú talningunni. Það fólk sem hér er tínt til og var stuðningur við listsköpun, er auðvitað málinu óviðkomandi. Þess vegna eru sóknarnefndar- mennirnir, fiskimennirnir í Flateyj- arsókn mál sem við vitum um, eitt- hvað fyrir fróða karla eftir langan tíma. Greinarskömmin sem hér er verið að velta vöngum yfir ætti svo sem að fá að eiga sig. — En þegar ekk- ert heyrist frá málsmetandi mönn- um annað en undirtektir við vitleys- una, þessi skipulagða þögn fólks sem annars veltir sér upp úr ann- arra list og dregur í dilka lista- mannalauna. — Þá og ekki fyrr upghefst vesalingur minn. Árið 1964 kom út bókin „Síðasta skip Suður“. Meitlaður textinn og myndir er urðu þjóðfrægar var upp- haf endurreisnar. Hús lagfærð og ferðamannastraumur hófst. Erindi flestra var Flateyjarkirkja. Myndirnar í hvelfingunni voru gjöf Baltasar og konu hans Krist- jönu. Myndefnið sótt í athafnalífið, störf fólksins gegnum tíðina. Unnið var úr efni eins og best gerðist þá en undirlagið hafði verið borið snjó- sementi. Síðar kom í ljós að ekkert tollir á sementi þessu. Fólk hefur harmað örlög mynd- anna og beðið listamanninn að lag- færa. Það var einfaldlega ekki hægt. En á íiðnu hausti voru þau hjón tvo mánuði í Flatey. Listaverkin eru fullgerð en viðgerð á kirkjuhúsinu stendur yfir. Raunar bögglast ekki annað fyr- ir viðmælendum blaðamanns en alt- aristaflan. Hin nýja og hugsanlega staðsetning þeirrar gömlu. Dönsku eftirlíkingarinnar og í tilbót afflögn- uðu. Altaristafla Baltasar er gjöf hans og þeirra hjóna til kirkjunnar og þess fáa fólks sem eyjarnar byggir. Kirkjugarðssjóður er því utan þessa máls. Góðir kennimenn og annað gott fólk. Boðun orðsins hefir jafnan verið heimfærð. Hjá Grænlendingum var það feit- ur selur í stað brauðsins. Sjálfa sólina þýðir ekki að lofsyngja og þakka almættinu fyrir nema norðan Alpaijalla. Spámaðurinn gaf karlmönnum •það fyrirheit að ef allt gengi upp mættu þeir næðis njóta í góðum félagsskap undir skuggsælu tré. Lífsbjörg fólks, erfiði þess, vonir og kærleikur eru í hvelfingu Flat- eyjarkirkju. Meistarinn sem fyrst átti erindi við fiskimennina og síðan hina lærðu horfir til hæða en sóknar- nefndarmennirnir lúta honum. Æðsti prestur íslenskra fræða prófessor Sigurður Nordal segir í minningarorðum um Davíð skáld Stefánsson (ekki orðrétt því bókin er utan vinnustaðar). Utgefandanum leist ekki á kvæð- ið sem skáldið var komið með. Taldi það ekki nægjanlega vel ort kvæði. Þetta var „Sestu hérna hjá mér systir mín góð“. Nú tók prófessorinn upp hansk- ann fyrir útgefandann. Fólki er vorkunn þó það átti sig ekki strax á nýjum tóni. Mín vegna má fólk narta og klóra í listamanninn Baltasar. Nógar eru á honum herðarnar til þess að þola það og jafnvel fálæti Ijölmiðla. Fréttafólki er vorkunn eins og út- gefandanum forðum. í Flatey hefir hvorki orðið slys eða gjaldþrot. Þess vegna liggur ekkert í frétt- um. Helgidómur Flateyjar hefir ver- ið aukinn list. En vel að merkja. Sóknarnefnd- armennirnir eru aðeins hluti hins mikla verks. Úr hvelfingunni horfir til okkar herra Brynjólfur í bókarerindum, prófastur Ólafur Sívertsen, frú Þu- ríður Kúld og maður hennar sr. Eiríkur. Annað fólk þekkja kunnug- ir. Þetta hefi ég ekki eftir „alvar- legri ábendingu" í síma heldur séð. Á velmektarárum Flateyjar komu þangað fátækir en efnilegir menn. Matthías Jochumsson vann þar til sjós og lands en erindið ann- ars að læra latínu undir skóla. Þó ekki væri annað eigum við öll Flatey skuld að gjalda. Höfðingslund sóknarnefndar og velunnara eyjarinnar hafa hrundið fram verki sem þakka ber. — Ekki einasta okkar vegna, sem komum þangað út snögga ferð, heldur þá arfleifð sem kirkjan verður. Góður undirbúningur fyrir hátíð- armessu eða vígslu, því Iistsköpunin er orðin staðreynd og innverkið fúið en endurbyggt. — Hánn væri að taka sig saman fyrir komuna til Flateyjar. Þijú skip, Trú, Von og Kærleikur eru í myndverkinu. Kærleikurinn er auðsjáanlega með Breiðaijarðarlaginu. Með kveðju Guðs og minni. Höfundur er lögregluvarðstjóri í Reykjavík. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. - Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C 00 °1 o* o* 3<Q o=8 3 O* 3 Q II oí 7? -r Q Q' 3 £ qS =5=0 Q® 3 a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.