Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8    B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991
------------------------,—
__________________
NAFN LISTAMANNSINS
SKIPTIR EKKIMÁLI
VIÐTAL:EINARFALURINGÓLFSSON
ADSÓKN að sýningunni á verkum Yoko Ono í vestursal Kjarvalsstaða
hefur verið ákaflega góð, og sama má segja um aðsókn að sýningunni
í austursalnum, þar sem sýnd eru verk listamanna sem tengdust Flux-
us-listhreyfingunni. Norski listfræðingurinn Ina Blom sá um uppsetn-
ingu Fluxus-sýningarinnar, en Bandaríkjamaðurinn Jon Hendricks valdi
verkin á sýningu Yoko og annaðist uppsetningu þeirra. Kynni þeirra
Jons og Yoko hafa staðið allt frá sjöunda áratugnum, og hefur Jon
annast uppsetningu nokkurra sýninga fyrir hana síðustu árin. Jon teng-
ist Fluxus-hreyfingunni náið, því hann hefur skrifað mikla bók um
Fluxus. Þá er bróðir hans Geoffrey einn af kunnari listamönnum hreyf-
ingarinnar og á verk á Kjarvalsstöðum, og síðast og ekki síst er Jon
sjálfur starfandi listamaður.
Eg er ekki Fluxus-listamaður,
en ég hef verið viðloðandi
þá hreyfíngu á ýmsan hátt,
til dæmis skrifaði ég stóra
bók um hana fyrir ekki
löngu," segir Jon. „Með Yoko vann
ég hinsvegar fyrst á sjöunda ára-
tugnum, í kringum
1965, en þá starf-
aði ég við Judson
Church-sýningar-
salinn í New York,
sem var ákaflega
merkilegur staður.
Ég fékk Yoko til
liðs við mig, við
ræddum um að
vera með sýningu
með einskonar um-
hverfislist og út úr
þeim hugmyndum
okkar varð sam-
sýning með ólíkum
verkum nokkurra listamanna. Síðan
hef ég unnið með Yoko á ýmsan
hátt gegnum árin. Fyrir nokkrum
misserum bað hún mig síðan um að
sjá um nokkrar sýningar fyrir sig,
einskonar farandsýningu, sem þó er
ætíð einstök og með nýjum verkum
á hverjum stað. Síðan hef ég sett
upp eða unnið við sýningar á verkum
hennar í Detroit, London, Japan,
Danmörku, Noregi, ítalíu, Finnlandi
og loks hér í Reykjavík."
Fluxus hefur haft víðtæk áhrif
—  Þessi sýning gefur yfirlit yfir
feril Yoko Ono.
„Já, og sýnir vel stöðu hennar sem
listamanns, framlag hennar til listar-
innar hefur verið mjög mikilvægt og
hún hefur haft mikil áhrif, bæði inn-
an Fluxus og eins í konseptlist. Sem
listamaður er Yoko ekki eins kunn
og hún ætti með réttu að vera, svo
það er mikilvægt að hafa á sýningum
gott yfirlit og dæmi um ólík verk sem
hún hefur unnið; konseptverk, hljóð-
verk, skúlptúra, orðaverk og svo
framvegis."
—  Hvaða áhrif hafði Fluxus-
hreyfingin á aðrar liststefnur?
„I listum haf a áhrifin birst í ólíkum
hlutum, í hverskonar gerningum,
pólitískri list, konseptlist, minimal-
isma og á einhvern undarlegan hátt
hafa nýjungar áttunda og níunda
áratugarins í listum farið gegnum
þetta tímaskeið. Fluxus hafði áber-
andi áhrif út í kvikmyndagerð, í því
hvernig kvikmyndin er notuð sem
miðill í sjálfu sér, og það birtist einn-
ig í myndbandalist, þar sem menn
eins og Nam June Paik og Wolf
Vostell eru í framlínunni; báðir mikil-
vægir Fluxus-menn. Sum^. hefur
þannig haft bein áhrif en annað renn-
ur saman við aðra strauma."
—  Er enn að finna eitthvað í list-
um sem mætti kenna við Fluxus?
„Nei, það finnst mér ekki. Sérhver
hreyfing sem upp kemur í listum á
sér sitt tímaskeið, þarf að vera til á
þeim tíma og síðan tekur annað við.
Kúbismi þurfti að verða til á sínum
tíma, í dag væri sá listamaður kjána-
legur sem ynni eins og kúbisti. Menn
Listamadurinn og
listfræoingurinn
Jon Hendricks,
sem sá um
uppsetninguna
ásýningu
Yoíc o Ono
geta nýtt sér ýmislegt úr kúbisma,
og það er til dæmis gert í skúlptúrum
mínimalista, en það er ekki lengur
kúbismi sem stefna. Eins þurfti im-
pressjónisminn að eiga sér stað á
síðari hluta nítjándu aldar, en ef ein-
hver gengi um götur í dag og segð-
ist vera impres-
sjónisti væri
eitthvað að. í
dag höfum við
þannig abstrakt
expressjónisma,
sem nýtir sér
ýmislegt úr upp-
haflega expres-
sjónismanum,
og ýmislegt ann-
að ... en Fluxus
átti sér sitt tíma-
skeið um og
uppúr 1960 og
þurfti að ganga
yfir þá. Það voru vissar aðstæður sem
kveiktu líf í þeirri hreyfingu en þær
eru ekki lengur til staðar.
Því er ekki hægt að segja að Yoko
Ono sé Fluxus-listamaður í dag, en
hún hafði mikil áhrif á hreyfinguna,
á þróun hennar í upphafí og grunn-
hugmyndir. Þannig var hún hluti af
Fluxus á sínum tíma og enn í dag
er einhverskonar tilfinning frá Flux-
us til staðar í verkum hennar."
Ein stærsta sýning
á verkum Yoko Ono
— í nýrri verkum Yoko er brons
áberandi, hvaða stefnu hefur list-
sköpun hennar tekið síðustu árin?
„Um 1960 vann hún mikið með
hugmyndir um and-efni; með hug-
myndir og orð. Síðan, um 1962, fóru
verk hennar að verða til í áþreifan-
legu formi; viss verk á því tímabili
voru úr bronsi, gleri og öðrum efnum
sem endast vel. En það hefur alltaf
verið að breytast nokkuð í hvað hún
vinnur, þannig notaði Yoko fílabein
í nokkur verk um 1970 og mikið
plast og tré. Núna hefur hún síðustu
árin unnið mikið í brons og þær radd-
ir hafa heyrst að hún sé með því að
hafna hugmyndunum um and-efnis-
kennd listaverk frá sjöunda áratugn-
um, en það er alls ekki rétt, hún
vann einnig í endingargóða og áþreif-
anlega miðla um 1970, þótt meira
beri kannski á þeim í dag. Sum verka
Yoko eru í samræðu, eldri verk við
nýrri, og bronsið er hluti af því."
— Hvernig gekk að setja sýning-
una upp hérna?
„Það hefur verið einstaklega gott
að vinna á Kjarvalsstöðum, ekki er
hægt að biðja um meira, bæði hvað
varðar rými og alla vinnuaðstöðu.
Og ég held að sýningin sé góð og
verkin njóta sín afskaplega vel. Ég
er mjög ánægður með útkomuna.
Þetta er líklega ein stærsta sýning
sem hefur verið sett saman á verkum
eftir Yoko Ono, og þetta er tvímæla-
laust sú stærsta \ þessari sýninga-
syrpu í Evrópu. Ég hef gaman af
Jon Hendrkks uóstooar Yoko Ono vio gerning á Kjarvalsstöoum.
að setja upp sýningar, ekkert sýning-
arrými er eins, á hverjum stað eru
ótal hlutir að takast á við og verkin
taka sig aldrei eins út. Það er sérs-
taklega gott að fara með hluti út
fyrir Kjarvalsstaði, það sést vel yfir
garðinn og þá er eins hægt að sjá á
milli forsalanna. Að utan má einnig
sjá sum verkanna sem eru inni."
— Nú veit ég að þú fæst ekki
bara við að setja upp sýningar og
skrifa um aðra listamenn, heldur eru
listamaður sjálfur.
„Það er rétt. í byrjun sjöunda ára-
tugarins var ég að mála myndir og
var einnig viðloðandi svokallað Leik-
hús eyðileggingarinnar og ýmsar
uppákomur. Þá var ég mjög stjórn-
mála- og félagslega sinnaður, og
hver sem leiddi hugann að því hvað
var að gerast á þeim árum hlaut að
vera það: Víetnamstyrjöldin, kyn-
þáttaofsóknir og svo framvegis. Mér
fannst því að hver og einn þyrfti að
vera virkur og taka afstöðu til at-
burðanna, og mér fannst að það
væri ekki hægt með málverkinu.
Málverk þarf nefnilega að mála, það
þarf að sýna, selja, það má geyma
og þetta er ákaflega langt ferli sem
ekki er alveg hægt að ráða við. Ég
trúði heldur ekki á sósíalrealisma eða
þessháttar list sem miðil til að fjalla
um vandamálin. íslenski listamaður-
inn Erró fann sér leið til að flétta
saman skoðunum, ádeilu og þess-
háttar, einskonar pólitíska pop-Iist,
sem gekk upp hjá honum en slíkt
átti ekki við mig. Hverskonar „hap-
penings" voru undir lok sjöunda ára-
tugarins orðin eins og hvert annað
leikhús, þeir voru gamaldags, svo
árið 1969 stofnaði ég hreyfingu lista-
manna sem nefndist GAG (Guerilla
Art Actiongroup). Við vorum með
pólitískar list-uppákomur á söfnum
og í stofnunum, þar sem við deildum
á samfélagið, ofbeldi gagnvart kon-
um, kynþóttafordóma, og annað slíkt
sem þurfti að bæta. Á vissan hátt
var það eins og lítið leikhús þar sem
meðal annars voru settar á svið
ýmsar aðstæður og flutt verk í orð-
um."
Hlutverk listamanna er að t j;i
sig í sínu eigin samfélagi
„Á vissan hátt er ég enn að fást
við hluti tengda þessu. Enn hef ég
mikinn áhuga á að vinna í samvinnu
við aðra listamenn og ég hef trú á
nafnleysi verka, það er, að nafn lista-
mannsins skipti ekki máli. Það kann
að virðast mótsagnakennt að ég segi
þetta og sé um leið að setja upp
Morgunblaðið/Einar Faiur
sýningu með verkum ákaflega
þekkts listamanns, en Yoko er sér-
stök, hún hefur ætíð mætt mikilli
mótstöðu og hefur þurft að berjast
fyrir sínu; því hún er kona, hún er
japönsk og stjarna á öðrum vett-
vangi en í myndlistinni, syo þar hef-
ur hún þurft að berjast. Ég hef allt-
af borið fulla ábyrgð á mínum verk-
um, og stundum merktum við í GAG
okkur það sem við gerðum, en nafn
höfundar getur stundum brenglað
það hvernig fólk horfir á verk, vont
verk getur orðið gott bara út á nafn-
ið, eða getur verið ákaflega mistúlk-
að út á það. Fúlsað getur verið við
góðu verki eftir ungan og óþekktan
listamann, meðan fólk dáist að lélegu
verki við hliðina, einungis vegna þess
að á því er nafn einhvers frægs
manns.
Fyrir mér er list ekki það sem
mörgum öðrum finnst list vera: Hún
er ekki neitt fagurfræðilegt heldur
eitt form samskipta. Hún er form
tjáningar. Síðustu tvö ár hef ég þann-
ig unnið að því með hópi annarra
listamanna að gera pólitísk vegg-
spjöld. Við höfum verið fjögur eða
fimm sem höfum tekið þátt í því, við
ræðum hvað við viljum gera, við söfn-
um peningum til að koma því í verk,
prentum 50.000 eintök oggefum þau
síðan um gervöll Bandaríkin. Þessi
verk eru ekki merkt okkur, en samt
eru það allþekktir listamenn sem
koma við sögu. Hvert veggspjald
hefur kannski listrænt gildi fyrir mér
í þrjár vikur eða svo, og það er nóg.
Síðan getur það farið ákaflega vel á
vegg og verið fallegt, en listin er háð
tímanum. Um leið og listin kostar
peninga, þótt það sé ekki nema 500
krónur, eru komin formerki verald-
legs verðmætis á hana.
En listaverk á að geyma, þótt gildi
verkanna breytist, því af þeim má
alltaf læra."
— Hefur þú haft tíma til að líta
á verk íslenskra listamanna?
„Ekkert að ráði, því miður. En við
Yoko fórum þó 1 stuttar heimsóknir
í Listasafn íslands og Nýlistasafnið
og það var mjög ánægjulegt. Bróðir
minn Geoffrey, sem á verk á Fluxus-
sýningunni, hélt á sínum tíma sýn-
ingu í Nýlistasafninu. Ég hitti alln-
okkra íslenska listamenn, en hafði
því miður ekki tíma til að skoða það
sem þeir eru að gera. Ég vona að
ég geti komið seinna og séð meira.
Spennandi listamenn má finna alls
staðar í heiminum en þeirra hlutverk
er fyrst og fremst að tjá sig i sínu
eigin samfélagi."
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8