Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRlbjUtóÁGlfrt' 2'8.' MÁÍ iból
%
Yoko Ono á íslandi
Yoko Ono/Harpa Björnsdóttir: Skuggaverk. 1991.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það hefur sjaldan eða aldrei
verið annar eins mannfjöldi við
opnun listsýningar hér á landi og
streymdi til Kjarvalsstaða 27.
aprfl, þegar sýning Yoko Ono var
opnuð. Fjölmiðlarnir höfðu beint
kastljósi að listakonunni næstu
daga á undan, og sú umfjöllun
skilaði sér strax í aðsókninni á
fyrstu helgi; fólk var þarna þús-
undum saman, svo varla sá í auð-
an blett í þessu stóra húsi. Þeir
sem skipuleggja listasýningar láta
sig stundum dreyma um slíkt, en
í þessu tilviki var það tæpast list-
in sem slík, sem dró að, heldur
listakonan, Yoko Ono.
Það er varla hægt að segja að
Yoko Ono hafi verið þekkt lista-
kona meðal íslendinga, þó að hún
hafi starfað að listsköpun sinni
um áratuga skeið. Hér sem ann-
ars staðar hafa ijölmiðlar til þessa
fyrst og fremst fylgst með henni
vegna Johns Lennons, eiginmanns
hennar, sem var myrtur fyrir rúm-
um áratug, og síðan vegna þess
starfs, sem hún hefur unnið á
sviði friðar- og mannréttinda-
mála, en þar hefur hún nýtt sér
athygli fjölmiðla til að fjalla um
málefni sem eru henni hjartfólgin.
Þessa þætti i lífi sínu nær lista-
konan svo að tengja saman í list-
inni. Sýningin á Kjarvalsstöðum
hefur áður komið við í Noregi og
Finnlandi, svo segja má að Yoko
Ono hafi tekist vel til við að koma
sínum hugðarefnum á framfæri á
Norðurlöndunum að þessu sinni.
Þetta er jafnframt ein umfangs-
mesta sýning á erlendri list, sem
haldin verður hér á landi á þessu
ári, og vafasamt að nokkur önnur
sýning ársins hljóti viðlíka aðsókn.
Listakonan kom víða við á ís-
landi á meðan á dvöl hennar stóð
hér. Hún hitti hóp listamanna
daginn fyrir opnun, ræddi við þá
og framkvæmdi nokkra gjörninga
(m.a. nokkur „skuggaverk, sem
prýða sýninguna); hún skoðaði
landið lítillega, plantaði tré í Vina-
skógi hjá Kárastöðum (eins og
aðrir þekktir gestir landsins síð-
ustu misseri), ræddi við kvennalis-
takonur, framkvæmdi gjörning á
Miklatúni með stórum barnahóp,
og þannig mætti telja áfram. Af
öllu þessu og fleiru sem hún tók
sér fyrir hendur má vera ljóst, að
hún hefur jafnmikinn áhuga á
fólkinu í kringum sig og listinni
sem hún er að skapa, og kemur
það vel heim og saman við ýmis-
legt, sem hún hafði að segja um
listina og tilgang hennar.
Listsköpun Yoko Ono á sér
langa sögu, og hún var orðin vel
metinn brautryðjandi á sínu sviði,
áður en leiðir þeirra Lennons lágu
saman. En á hveiju byggist mynd-
list Yoko Ono, og hvernig snýr
hún að áhorfandandum?
Mörg viðtöl við listakonuna
hafa birst í prentmiðlunum í
tengslum við sýninguna, þar sem
hún fyallar um eiginn bakgrunn,
listhugsun og vonir um framt-
íðina, og er óþarft að endurtaka
það í lönjpi máli. Myndlist er ef
til vill of takmarkandi skilgreining
fyrir viðfangsefni Yoko Ono; á
sýningunni eru vissulega myndir,
en einnig textar, höggmyndir,
hljóðverk, kvikmyndir og innsetn-
ingar — og alla þessa þætti nýtir
listakonan til að ýta við sýningar-
gestum, hvetja þá til þátttöku í
verkunum og til að halda þeim
áfram á eigin forsendum. Þetta
er í fullu samræmi við upphaflegu
hugmyndimar að baki Fluxus,
sem hún átti um tíma samleið
með, en þær byggðust á því að
bijóta niður mörkin á milli listar
og annarra mannlegra athafna;
en leiðir skildu, þegar sumir úr
Fluxus-hópnum fóru að taka sig
of alvarlega að hennar mati og
tala um boð og bönn í listsköpun.
Yoko Ono hefur alla tíð tengt list
sína mjög sterklega við friðarboð-
skapinn, og á sýningunni á Kjarv-
alsstöðum sést það strax utan-
dyra; þar blasir við boðskapurinn
„WAR IS OVER - if you want
it“ (styijöldum er lokið - bara ef
þið viljið það) og gefur þann tón
friðar og bjartsýni á mannskepn-
una (þrátt fyrir allt) semsýningin
í heild geislar af.
Jafnframt því sem verk lista-
konunnar hafa til að bera ákveð-
inn jákvæðan boðskap, þá ögra
þau áhorfendum og hvetja þá til
að hugsa. Hún hefur aðeins byijað
verkin, en það er áhorfandans að
ljúka þeim. í viðtali lýsti hún þessu
þannig, að verk hennar byggðust
meira á því að skiptast á reynslu
en að boða einhvern sannleika;
hún setti fram sinn þátt, og síðan
tæki áhorfandinn við — og það
væri hans viðbrögð, sem skiptu
höfuðmáli. Framsetning verkanna
er skýr og opin, en þó engan veg-
inn tæmandi, og í því liggja mögu-
leikamir. List Yoko Ono höfðar
þannig fremur til andans en sjón-
rænnar skynjunar, og fellur því
vel að því sem almennt eru talin
helstu einkenni hugmyndalistar.
Samhengi er einnig mikilvægt
í list Yoko Ono. Hún hefur nefnt
að verk hennar verða til við
skyndilega hugljómun fremur en
langa yfirlegu og þróun hug-
mynda. En eitt leiðir af öðm, og
mörg orðaverkanna tengjast
gréinilega, eins og sjá má t.d. í
„Bláa herbergið“, sem er röð til-
mæla til lesandans. Einnig hafa
verk orðið til í mörgum útgáfum,
t.d. „Málverk til að reka nagla í“,
en sú umfangsmesta af þeim,
krossinn, tengist síðan köttunum
í verkinu „BASTET", eins og lesa
má í textanum sem fylgir því
verki. Önnur tilbrigði við einstak-
ar hugmyndir felast síðan í þeim
mörgu pörum verka á sýning-
unni, þar sem annað er gert með
upprunalegum, forgengilegum
efnum, en hitt steypt í brons. Ina
Blom listfræðingur fjallar nokkuð
um þessa pömn í ritgerð sinni
„Innhljóð/Innbygging“ í sýning-
arskrá, og telur að í þessu felist
ekki endilega kaldhæðni í garð
upphaflegu hugsjónarinnar eða
frysting hennar í hefðbundið saf-
nefni, heldur getur verið um
ákveðna útvíkkun hugmyndarinn-
ar að ræða. Listakonan sjálf rekur
tildrög þessa í skýringu á sýning-
unni, sem sýnir að allir eru haldn-
ir einhveijum fordómum, og verða
að leggja nokkuð á sig til að yfir-
stíga þá.
Kjarvalsstaðir hafa lagt tals-
vert í þessa sýningu í uppsetningu
og umbúnaði. í innganginum í
vestursalinn er fólk strax orðið
þátttakendur í verkunum, og það
heldur áfram í salnum sjálfum og
síðan á göngunum. (Inngönguleið
fyrir hreyfihamlaða og stórt fólk
ætti hins vegar að vera gefin skýrt
til kynna, en þar vantar mikið á.)
Það er gott rými um verkin, og
staðsetningar góðar. Hins vegar
er það tæpast í anda Yoko Ono,
að merking verka og annað les-
mál er nær eingöngu á ensku.
Við opnun sýningarinnar voru ís-
lenskar skýringar afar sjaldséðar,
og þó að nokkuð hafi verið bætt
úr síðan með litlum merkimiðum,
er það engan veginn nóg. Orða-
verk, þó einföld séu, þurfa að
vera á máli innfæddra, svo að
börn og gamalmenni, hafnarverk-
amenn jafnt sem háskólaborgarar
geti notið þess boðskapar, sem
listakonan hefur fram að færa.
Þó að yfirskrift sýningarinnar,
Peace! Friður! sé ef til vill ósk-
hyggja og draumórar á tímum
þegar olíulindum er breytt í eld-
höf, stríðsjálkar eru hetjur dags-
ins og blómvendir bera með sér
sprengjur og dauða, þá snertir
slík bjartsýni alltaf einhveija
strengi í bijóstum manna. Því að
jafnframt því sem myndlistin
bregður spegli hins nöturlega
raunveruleika upp fyrir samfélag-
ið, þá heldur hún í vonina um
betri heim, og verk Yoko Ono
bera þá von svo sannarlega með
sér. Það væri auðvelt að láta kald-
hæðnina ná yfirráðunum, en það
væri líka uppgjöf. Listakonan seg-
ir í inngangi sýningarinnar: „Öll
mín verk eru ákveðið form ósk-
hyggju. Haldið áfram að óska
meðan þið takið þátt í verkinu."
— Skýrari geta tilmælin til sýn-
ingargesta varla verið.
Þetta er síðasta sýningarvika á
verkum Yoko Ono á Kjarvalsstöð-
um, eh sýningunni lýkur sunnu-
daginn 2. júní.
Óratorían Páll postuli
_________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Óratorían um Pál postula eftir
Mendelssohn var flutt sl. föstu-
dag á Kirkjulistahátíðinni í Hall-
grímskirkju. Flytjendur voru
einsöngvararnir Sigrún Hjálm-
týsdóttir, sópran, Alian Dubik,
mezzosopran, Frieder Lang, te-
nor, og Andreas Schmidt, bari-
ton. Auk þess sungu tveir kór-
bassai’ smá einsöngsstrófur, þeir
Loftur Erlingsson og Ragnar
Davíðsson. Mótettukór Hall-
grímskirkju átti og stóran þátt í
þessum flutning, svo og Sinfóníu-
hljómsveit Islands en stjórnandi
var Hörður Áskelsson.
Efni þessa verks fjaliar um frá-
sagnir Postulasögunnar af píslar-
dauða Stefáns, ofsóknir er Sál (Páll)
stóð fyrir gegn kristnum mönnum,
þeim umskiptum er verða á högum
hans er Kristur birtist honum á
ferð hans til Damaskus, starfi Páls
meðal gyðinga og heiðinna manna
og verkið endar á kveðju Páls og
áhrifamiklum lofsöng.
Verk þetta er leikrænt í gerð og
vakti á sínum tíma mikla athygli,
þó nokkuð hafi það misst áhrifa-
mátt sinn, sakir þess hve áreynslu-
laus tónstíll þess er og svo samfelld-
ur, að enginn kafli verksins hefur
öðrum íremur skorið sig úr eða náð
hylli og verið sérstaklega fluttur
af kórum eða einsöngvurum.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Flutningur verksins var í heild
mjög góður. Af einsöngvurum
mæddi mest á sópransöngkonunni
og söng Sigrún Hjálmtýsdóttir sín
sautján atriði af glæsibrag. Tenór-
inn hefur á hendi ýmis hlutverk og
var söngur Frieder Lang mjög góð-
ur. ,
Hlutverk Páls söng Andreas
Schmidt af miklum þrótti og innlif-
un. Tvo dúetta sungu þeir saman
Lang og Schmidt og fóru þeir á
kostum, sérstaklega í seinni dúett-
inum. Mezzosópransöngkonan Al-
ian Dubik söng tónles og aríu, sem
er hugleiðing um erindi Páls til
Damaskus og var söngur Dubik
mjög góður.
Mótettukór Hallgrímskirkju söng
mjög vel en áhrifamestu þættir
þessa verks eru einmitt kórarnir og
var flutningur þeirra í raun há-
punktur tónleikanna. Sinfóníu-
hljómsveit íslands stóð vel fyrir sínu
en staðsetningin á kontra-bössun-
um og þó sérstaklega pákunni, olli
því að þegar mikið var að gera hjá
þessum hljóðfærum drundi undir í
kirkjunni, svo að vart mátti greina
hvað annað var að gerast.
Sigrún Alina Dubik
Hjálmtýsdóttir
Hörður Áskelsson orgelleikari við
Hallgrímskirkju hefur nú í annað
sinn flutt stórvirki eftir Mend-
elssohn og gert það með glæsibrag
og þar með innsiglað það, að hann
er maður til stórra verka. Þá er
ekki síður mikilvægt að í starfi sínu
hefur hann fært kirkju sinni þau
verk, sem í raun tilheyra henni,
Frieder Lang Andreas Schmidt
verk sem kirkjan
hefur ekki sem
skildi sinnt að
flytja fólki og þar
með ekki sinnt
að laða þá til
samvistar, sem
skynja mikilleik
og fegurð trúar-
innar í sköpun Hörður Áskelssoii
listþjóna kirkj-
unnar. í raun á kirkjulistahátíðin
að standa allt árið, vera hluti af
þeim eldbjarma hátignar, er kallar
menn til sín með sama hætti og
Pál postula forðum.
Flísar
Vandaðar vörur á
betra verði.
Nýborg
Skútuuogi 4, sírni 82470