Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 8 B RÓI PATURSSON LJÓÐSKÁLD OG SKÓLASTJÓRI Er ekkert að skrifa um þessar munair RÓI Patursson er eitt kunnasta Ijóðskáld Færeyja, en árið 1986 hlaut hann Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina Líkasum. Rói segist aldrei hafa verið hamhleypa við skriftir, en ég heyrði menn samt tala um að það væri slæmt að hann hefði ekkert tækifæri til að einbeita sér að yrkingum. Frá útkomu Líkasum hefur hann þannig einungis birt stöku ljóð í timaritum, og nokkur birtust í bók með myndverkum eftir myndlistarmanninn Amariel Norðoy. I dag er Rói skólastjóri Lýðhá- skólans í Þórshöfn og starfið á hug hans allan — enginn tími gefst fyrir ljóðið. ft(lorgiinbladið/Einar Falur s g hef lítinn tíma og mörgu að sinna, ég hef tekið að mér rnörg og krefj- andi verkefni, svo eins og staðan er í dag hef ég ekki möguleika á að setjast niður og skapa eitthvað heildstætt. Því er kannski hægt að segja með nokkrum sanni að ég sé ekkert að skrifa um þessar mundir," segir Rói. „Það að skrifa er að geta sest niður í ró og næði og einbeitt sér að textanum og skopuninni. Þessvegna skrifa ég ekki. En ann- ars er ég alltaf að skrifa eitthvert smáræði, hitt og þetta, og er sískrifandi á þann hátt — svo þetta er dálítið snúið. En ég er ekki með bók í smíðum og vinn ekki að neinu sérstöku verkefni á þeim vettvangi." Fjalla um skáldskap I stað þess að yrkja „Að fá þennan skóla hér til að starfa vel er áskorun fyrir mig, það er ekki síður list- rænt og spennandi en að semja góða bók. Hér kemur saman hópur af ungu fólki á aldrinum 17 til 25 ára sem ég hef mikil samskipti við og ræði við um menningu, stjórnmál og heim- speki. Metnaður minn beinist að því að gera þennan lýðháskóla sambærilegan við þá bestu á Norðurlöndum og það er mjög spennandi verkefni. Ég hef verið hér í tvö og hálft ár, en geri ráð fyrir að það taki svona fimm ár að ná því markmiði." — En setur það ekki pressu á sál skáldsins að vera ekki með neitt verkefni í bókarformi á skrifborðinu? „Nei, í rauninni ekki. Ég hef svo margt annað sem kemur í staðinn. Þannig kenni ég heimspeki hér og ræði þá bókmenntir við nem- endurna og sæki dæmi hingað og þangað í færeyskar bókmenntir máli mínu til stuðnings. Ég kenni einnig við Háskólann: málfræði, heimspeki og bókmenntir. Þannig er ég alltaf í sambandi við bækur og bókmenntir, kannski bara á fræðilegra sviði en áður. I stað þess að yrkja er ég að fjalla um skáldskap og hef bara gott af því.“ — Sum skáld segja að það sé ekki hollt að viðra skoðanir sínar opinberlega. „Mér finnst það spennandi! Mér finnst ekk- ert gaman að ræða minn eigin skáldskap en það er spennandi að fjalla um bókmenntir í víðu samhengi. Því miður er ég ekki mjög vel að mér um það sem er að gerast á Islandi, en ég fylgist betur með því sem er á seyði í Skand- inavíu, og einnig á meginlandi Evrópu. Það er skemmtilegt og ég finn mér meira en nóg að hugsa um.“ Glæpasaga, kvennabókmenntir o g Ijóð — Þú segist ræða um færeyskar bókmennt- ir við nemendur þína, hvernig eru færeyskar bókmenntir í dag? „Ég er nú enginn sérfræðingur í þeim efn- um, held ég hafi meiri yfírsýn yfir heimsbók- menntimar í víðum skilningi, og á sumu í færeyskum bókmenntum hef ég alls engan áhuga. En hér er sitthvað spennandi á seyði og mest um vert er að prósinn hefur fengið betra og aukið vægi. Ljóðið hefur lengi verið sterkt og ég vona að svo verði áfram, margir hafa fengist við að skrifa Ijóð, en nú síðustu ár hafa skyndilega komið á markað mikið af skáldsögum og smásagnasöfnum. Ég hef hrif- ist af nokkrum bókum og tvær komu mér sérs- taklega á óvart. Annarsvegar skrifaði D.P. Danielsen spennandi skáldsögu, „Hvoil við sín- ar náðir", hefðbundna í formi en með mörgum óvæntum hliðum. Hann var þá 77 ára gamall og þetta gat hann, gamli maðurinn. Hinsvegar er „Blíð er summarnátt á Foroya landi“ bók sem vert er að minnast á. Hún er skrifuð af einum af bókmenntagagnrýnendum okkar, Jógvan Isaksen, en hann er lektor við Háskól- ann í Kaupmannahöfn, hefur mikið skrifað um bókmenntir og er mjög góður bókmenntafræð- ingur. í fyrra kom hann þannig óvænt með fyrstu virkilega góðu færeysku glæpasöguna. Bókin hefur notið ákaflega mikillar velgengni, hefur þegar komið út í annarri útgáfu og er uppseld. Þá hefur hún einnig verið lesin upp í útvarpinu. Þessi bók er merkileg fyrir margra hluta sakir. Isaksen sýnir fram á að það er mögulegt að skrifa „Iéttar“ og algjöriega nútí- malegar bókmenntir á færeysku. Hér hefur nefnilega verið tilhneiging til að halda að það„ bókmenntalega liggi í fortíðinni, í sögunni, og þessvegna hafa menn leitað í hana. En á slíku ber ekki neitt í þessari bók, hún gerist í Þórs- höfn í dag, í umhverfi sem fólk þekkir og er því mjög trúverðug. Bókin er vel byggð, hún er mjög spennandi og þegar maður byijar að lesa er ekki mögulegt að leggja hana frá sér fyrr en síðasta punkti er náð. Þá dæsir maður og segir „þetta var gott!“ Þetta er klassísk glæpasaga. Ég held að Isaksen hafi náð í nýja lesendur, fólk sem aldrei hefur lesið færeyskar bækur, heldur hefur sótt frekar í hverskonar danskan sjoppulitteratúr. Það er mjög mikil- vægt að ná til þessara lesenda, en færeyskar bókmenntir þykja oft mjög bókmenntalegar, í þunglamalegustu merkingu orðsins. Ég hef heyrt að sumir segi að þetta sé ekki færeysk bók í eðli sínu, en ég er því alveg ósammála; færeyskt bókmenntamál verður að færa út landamæri sín og þessvegna þarf að skrifa svona bækur, og helst mikið af þeim. Kvennabókmenntir hafa einnig fært okkur nýja sýn á færeyskt samfélag, nokkrir kvenrit- höfundar hafa komið fram með nýtt mál, þær skrifa öðruvísi en forverar þeirra í rithöfunda- stétt. Frá konum hafa komið allnokkrar spenn- andi smásögur og skáldsögur síðasta áratug. „Lifens sommar“ eftir Oddvöru Johansen er ein 'af bestu bókum síðustu ára, hún er um uppvöxt stelpu í Þórshöfn og hefur verið þýdd á sænsku og dönsku. Með kvenhöfundum set ég líka Katrinu Ottarsdottur kvikmyndaleik- stjóra, en hún gerði „Atlantic Rhapsody“, fyrstu fær- eysku kvik- myndina. Kvik- myndin sem slík er ekkert meistaraverk og er gerð af vanefnum, en ég hef lesið handritið og það er alveg frábært verk. Ég lít á hana sem mjög spennandi höf- und og ég bíð spenntur eftir því næsta sem hún tekur sér fyrir hendur, en hún er ekki nema þrítug. Ég held ég minnist á tvö ljóðskáld. Tór- oddur Poulsen kom fram á síðasta átatug. Hann skrifar ákaflega góð ljóð, til að byija með voru þau knöpp og meit- luð en verða sífellt talmáls- legi’i. Poulsen er skáld sem hefur síðustu tíu ár verið að fjalla um hinar dekkri hliðar Þórshafnar, með sterkri tilfinningu fyrir máli og formi. Annað áhugavert ljóðskáld er Carl Johan Jensen, en hann lærði á íslandi og hef- ur verið að þýða úr íslensku. Carl Johan þykir á margan hátt ögrandi, hann fer sínar eigin leiðir og hefur einstaklega sterk tök á tung- unni og fagurfræðilegum möguleikum hennar." — Einhvers staðar las ég að kenningar hans Rói Patursson um skáldskap þyki umdeildar. „Já, hann hefur verið róttækur í þeim efnum sem kalla mætti póst- módemisma. Hann seg- ir að ljóðmál, mál skáldskaparins, eigi að skapa alveg nýtt mál, mál sem er hans eigið. Og það gerir Carl Johan, hann skapar ný orð og nýjar orðmyndir. Hann segir að ef menn vilji endur- skapa raunveruleikann eigi þeir að skrifa rit- gerðir, ekki Ijóð, því lögmál skáldskapar séu einstök. Margir skilja ekki hvað hann er að fara, verk hans og kenningar hafa vakið deil- ur, en þetta sem ég hef nefnt er að mínu mati það sterkasta í fær- eyskum bók- menntum í dag. Það er gott ef rithöfundar fá viðbrögð við skáldskapnum, ég held það sé of algengt að færeyskum höfundum sé mætt með þögn og af- skiptaleysi. Við eigum hér skapandi og atorkusama höfunda á borð við Jens Pauli Heinesen, sem hefur skrifað margar fínar bækur, en það hlýtur að skapa óvissu fyrir hann sjálfan að hann hefur i raun aldrei fengið nein við- brögð, engin umræða hefui’ verið um verk hans, þrátt fyrir að hann er mjög þekktur höfundur. Fólk á að sýna viðbrögð og oft er gott að pirra það að- eins til að kalla viðbrögðin fram.“ Alheimur Heinesens — Svo þú télur að færeyskar bókmenntir séu að styrkjast? „Já, færeyskar bókmenntir eru tvímælalaust í sókn. Sjálfsímynd þeirra styrkist sífellt. Eftir fimm ár verður ekki eins auðvelt að hafa yfír- lit yfir bókmenntir okkar og það var fyrir tíu árum og það er mjög gott. Það fínnast sífellt fleiri svör við spumingunni um hvað sé fær- eysk menning, sjónarhornunum fjölgar. Hinsvegar er spurning um það hvenær fær- eyskir stjórnmálamenn fari að vakna til vitund- ar um að sjálfstæð og skapandi list kostar peninga. Það kostar peninga að skrifa bók og höfundar hér verða yfírleitt að fá sér vinnu til að geta kostað skriftimar. Gæðakröfur aukast sífellt og þetta gengur ekki til lengdar. Það þarf að stofna sjóð sem gerir skapandi lista- mönnum kleift að sitja og vinna að sínu með góðri samvisku í einhvem tíma í senn. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum." — Hvað getur þú sagt mér um stöðu þeirra eldri höfunda færeyskra sem skrifuðu á dönsku, eins og William Heinesen. Hefur hann haft áhrif á þróun bókmennta síðustu áratuga? „Já, Heinesen hefur tvímælalaust haft áhrif, en samt ekki á þá höfunda sem vom samtíða, og tilheyra kannski kynslóðinni á eftir honum. Það að hann skrifaði á dönsku skapar vissa fjarlægð og oft hefur verið deilt um hvort hann sé færeyskur höfundur eða danskur. Þá eru ekki mörg ár síðan íhaldssamir fjölmiðlar hér voru enn á móti honum, og það var pín- legt því William var þá að nálgast nírætt og enn að skrifa. Það var sagt að hann væri gam- all kommúnisti, og svo framvegis. Þetta var gamall og neyðarlegur arfur úr fortíðinni, og maður skammaðist sín fyrir að lesa slík skrif, en í dag nýtur William Heinesen virðingar, sama hvar menn standa í stjómmálum. Að mínu mati eru bækur hans ákaflega þjóðlegar og ég held að hann hafi haft mikil áhrif á yngri kynslóðimar, þess má bæði sjá merki í kvennabókmenntum og hjá yngri ljóðskáldum. Það glittir þannig víða í „alheim" Heinesens í nýjum færeyskum bókmenntum. Yngra fólk hér hefur upplifað hann sem stóran, færeyskan rithöfund, og þá skiptir ekki meginmáli að hann skrifar á dönsku heldur er það söguheim- urinn sem er alfæreyskur; hvort sem litið er á skopskynið, náttúmskynjunina eða smábæinn sem hann skrifaði um. William Heinesen var virkur í færeysku menningarlífí í næstum 70 ár. Hann var ekki bara rithöfundur, heldur var hann líka snjall listmálari, hann var brautryðjandi í tónlistarlíf- inu og vann að leiklist. Hann var vissulega mikill listamaður." RÓI PATURSSON oróini nekur orð eru myrk og seta dimm spor summi eru Ijós og kasta ongan skugga eg vóni teimum góðan túr og blomstrandi avkom »eg« tað hvorvur í tómleikanum »elski« tað druknar í streyminum »teg« tað umskapast á leiðini tev orðini sum leitaðu eftir nýggjum landi vendu sær í flognum og komu aftur sum rovfuglar við sterkum klóm og fremmandum eygum eg eigi onki orð og soleiðis skal tað vera eg skiiji ongi orð og tað er gott Ljóðið er úr bókinni Líkasum, fró 1985, sem höfundurinn hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- landaróðs fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.