Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
33
Friðarviðræðurnar í Washington:
Annarri lotunni lýkur
án verulegs árangurs
Washington. Reuter.
ANNARRI lotu friðarviðræðna ísraela og araba lauk í Washington
í fyrrakvöld án þess að samkomulag næðist um hvar þeim skyldi
haldið áfram.
ísraelar og arabar sökuðu hvor-
ir aðra um að hafa reynt að rang-
túlka reglur sem Bandaríkjastjórn
setti um tilhögun viðræðnanna
áður en þær hófust í Madrid í
október. „Enginn árangur hefur
náðst á þessum tveimur vikum.
Eina ástæðan er að ísraelar eru
staðráðnir í að skapa hindranir,"
sagði Mowaffaq Allaf, sem fer
fyrir sýrlensku sendinefndinni.
„Það er öldungis ljóst að ísraelum
er ekki umhugað að ná samkomu-
lagi. Þeir vilja aðeins vinna tíma,"
sagði Hanan Ashrawi, talsmaður
palestínsku fulltrúanna. Samn-
ingamenn ísraels sögðu hins vegar
að náðst hefði nokkur árangur í
öllum þeim málaflokkum sem voru
¦ FRANKFURT - Þýski
seðlabankinn tilkynnti um hádeg-
isbil í gær að hann mundi hækka
vexti á skammtímalánum frá og
með deginum í dag úr 9,25 í 9,75%
og millibankavexti frá sama tíma
úr 7,5 í 8%. Um það bil hálftíma
síðar féll dollarinn svo í verði á
gjaldeyrismörkuðum í Evrópu. I
tilkynningu þýska seðlabankans
sagði að vaxtahækkunin væri
staðfesting á því að bankinn ætl-
aði að fylgja fram strangri stefnu
í peningamálum og einnig hefði
verið tekið tillit til vaxandi verð-
bólguhættu.
Reuter
Konan frá
Júpíter fram á
sjónarsviðið
Patricia Bowman, þrítug kona
frá bænum Jupiter í Florida, sem
kærði William Kennedy Smith
fyrir nauðgun kom fram í banda-
rískum sjónvarpsþætti í gær.
Kennedy Smith var sýknaður en
til að hlífa meintu fórnarlambi
við réttarhöldunum, sem var
sjónvarpað um allan heim, var
reynt að halda nafni Bowmans
leyndu og andlit hennar ekki
sýnt á skjánum.
til umræðu í viðræðunuim
Gert er ráð fyrir að ísraelar
ræði næst við samninganefnd Pa-
lestínumanna og Jórdana 7. jan-
úar, Líbana 8. janúar og Sýrlend-
inga eftir 13. janúar. Ekki náðist
samkomulag um fundarstaðinn,
því ísraelar vilja enn að viðræðurn-
ar fari fram í Miðausturlöndum
en arabar að þeim verði haldið
áfram í Washington.
Kútsnetso v á leið til Kolaskaga
Nýtt, sovéskt flugvélamóðurskip, Kútsnetsov flotaforingi, var á miðvikudag á siglingu austur af íslandi á
leið til heimahafnar á Kolaskaga í Norður-Rússlandi. Skipið, sem upprunalega var nefnt Tbilisi, er um
67.000 tonn að stærð og er talið geta borið allt að 60 flugvélar. Það er hið fyrsta af sinni tegund í flota
Sovétríkjanna, risaveldinu sem nú er að yfirgefa vettvang sögunnar. Kútsnetsov var smíðað í skipasmíða-
stöð við Svartahaf og hafin er vinna við tvö önnur af sömu gerð. Tundurspillir er í fylgd með skipinu.
Níu ára valdaferli lýkur í Ástralíu:
Kreppa og þrálátt atvinnu-
leysi urðu Hawke að falli
Canberra, Sydney, London. Reuter.
BOB Hawke, forsætisráðherra
Ástrálíu, beið ósigur fyrir Paul
Keating er kosið var um leiðtoga
í Verkamannaflokknum í gær.
Atkvæði féllu 56-51. Hawke hefur
verið leiðtogi síðan 1983 og leitt
flokkinn til sigurs í fjórum þing-
kosningum í röð. Efnahagsástand
hefur verið slæmt í landinu síð-
ustu tvö árin og gengið erfiðlega
að ráða bót á því. Keating var
lengi fjármálaráðherra í stjórn
Hawke en sagði af sér eftir að
hafa tapað fyrir honum í leiðtoga-
kjöri fyrr á árinu.
Hawke er 62 ára gamall og hefur
notið mikilla persónulegra vinsælda
en þær haf a dvínað vegna versnandi
lífskjara og efnahagskreppu. At-
vinnuleysi er 10.5% eða meira en
nokkru sinni síðan í heimskreppunni
á fjórða áratugnum. Vextir eru hærri
en í nokkru öðru landi og hagvöxtur
hefur enginn verið í hálft annað ár.
Skoðanakannanir sýndu nýlega að-
eins um 31% stuðning við Hawke en
57% fylgdu John Hewson, leiðtoga
Frjálslynda flqkksins, sem er nú í
bandalagi við íhaldsflokkinn. Flokk-
arnir tveir boða m.a. lækkun á tekju-
skatti miðstéttarfólks, nýjan neyslu-
skatt og einkaframtak í heilbrigði-
skerfinu. Stjórnmálaskýrendur telja
að staða stjórnarflokksins sé orðin
harla vonlítil, hvort sem Hawke eða
Keating verði við stjórn sé ljóst að
Frjálslyndir muni sigra í næstu kosn-
ingum sem verða ekki seinna en í
maí 1993. Stjórnarandstöðuflokk-
arnir hafa 21% meira fylgi en Verka-
mannaflokkurinn í síðustu könnun-
um.
Hawke varð skjótt vinsæll af al-
þýðu, hann er áhugasamur um íþrótt-
ir eins og flestir Astralir, gengst við
því að hann hafi átt við áfengisvanda
að stríða og viðurkenndi eitt sinn
tárfellandi í sjónvarpinu að hann
hefði haldið fram hjá konunni. Hann
er menntaður í Oxford, starfaði árum
saman hjá verkalýðshreyfingunni en
sannfærðist um að flokkurinn yrði
að flytja sig nær miðju og boða
markaðslausnir í ríkari mæli en áður
ef hann ætti að ná völdum. Ástralir
hafa þó ekki gengið jafn langt í þeim
efnum og grannarnir á Nýja-Sjálandi
Bob Hawke
sem umbyltu ein-
hverju háþróað-
asta velferðarkerfi
heims á fáeinum
árum undir stjórn
jafnaðarmanna.
Hawke er góðvinur
Johns Majors, fór-
sætisráðherra
Breta, er sendi
honum    samúðar-
kveðjur í gær en einnig heillaóska-
skeyti til Keatings. Þrátt fyrir ósigur-
inn  sagðist Hawke ekki  hættur í
stjórnmálum, hann óskaði Keating
brosandi til hamingju með sigurinn
og hét honum fullum stuðningi.
Paul Keating varð fjármálaráð-
herra 1983 og er talinn afar snjall
en höfðar mun síður til almenning
sen forverinn. Hann er 47 ára gam-
all, af alþýðuættum og varð þing-
maður 1969. Keating þykir afar
harðskeyttur, enginn er sagður hon-
um fremri í að auðmýkja andstæð-
inga sína. Sagt er að erfitt sé að
átta sig á því hvaða mann hann hafi
að geyma. Keating er kennt um há-
vaxtastefnuna sem hann varði af
hörku í ráðherratíð sinni. Fyrr á ár-
inu gaf hann í skyn að kreppan
væri nauðsynleg hrossalækning sem
Ástralir yrðu að umbera. Eftir að
hann hvarf úr stjórninni hefur hann
gagnrýnt stefnu Hawke, meira að
segja rætt um nauðsyn vaxtalækk-
unar og fyrir nokkru fóru nokkrir
forystumenn flokksins á fund Hawke
til að segja honum að hann yrði að
víkja. Hann þráaðist þó við en í gær
tók þingflokkurinn af honum ráðin.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf.
Mikió úrval af hönskum og töskum.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum.
DOMUS MEDICA,
Egilsgölu 3,
sími 18519.
KRINGLUNNI,
Kringlunni8-12,
sími689212.
TOPPSKORINN,
Veltusundi 1,
sími 21212.
SIEMENS
Litlu raftcekin frá SIEMENS
gleöja augaö!
i
iHW
Kafflvélar, hrœrlvélar. brauðrlstar. vöfflujárn.
strokjárn, hqndþeytarar. eggjaseyöar.
hraðsuðukðnnur, áleggshnífar, veggklukkur.
vekjaraklukkur, djúpsteikingarpottar o.m.fl.
SMÍTH&
NORLAND
Nóatúni4-Sfmi28300
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68