Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 Lögfrædingur Þórhildur Sandholt Sölumenn Gísli Sigurbjörnsson Sigurbjörn Þorbergsson Fossvogur - einbýlishús Stórt, nýtt, vandað einbýlishús ásamt bílskúr við Mark- arveg, Fossvogi. Allur búnaður mjög vandaður. Innrétt- ingar sérsmíðaðar. Parket og flísar á gólfum. Gísli Sigurbjörnsson, heimasími 33771. Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 687633 (f Sumarbústaður Vegna sérstakra aðstæðna er til sölu þessi sérstæði sumarbústaður sem stendur við vatn í nágrenni höfuð- borgarinnar. Húsið er allt nýendurnýjað utan sem inn- an. Veiðiréttur. Bátur getur fylgt. Upplýsingar hjá eiganda, sími 666919 og Valhús, fasteignasölu, sími 651122. 04 4 cn n4 fyir\ LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I lOU'LI 0/U KRISTIWN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasad Til sýnis og sölu m.a. eigna: Rétt við Ármúlaskóla Mjög góð 3ja herb. íb. rúml. 80 fm nettó á 3. hæð. Ágæt sameign, nokkuð endurbætt. Bílskplata. fylgir. Útsýni. 4ra herb. íbúðir við: Kleppsveg á 1. hæð neðarlega v. götuna. Mikið endurn. Herb. fylgir i risi. Góð lán. Sanngjarnt verð. Fellsmúla suðuríb. á 3. hæð, 100 fm. 3 svefnherb., þar af eitt forstofu- herb. Sér hiti. Mikil og góð sameign. Útsýni. Laus strax. Hrafnhóla á 5. hæð í lyftuhúsi, 107,6 fm nettó. Góð sameign. Húsvörð- ur. Mikið útsýni. Laus fljótl. Tilb. óskast. Risfbúð við Miklatún Vel með farin 2ja herb. Góðir kvistir á stofu og svefnherb. í kj. fylgir íbherb. m. snyrtingu. Verð aðeins kr. 4-4,5 millj. Glæsilegt raðhús - hagkvæm skipti Steinhús, ein hæð m. bílskúr, 170 fm á sólríkum stað við Asparlund í Garðabæ. Útsýni. Skipti möguleg á 3ja herb. nýl. íb. miðsvæðis í borginni. Glæsilegt raðhús - skipti möguleg Endaraðhús í síðustu röð i Fellahverfi. 158,3 fm. Allt eins og nýtt. Kjallari undir húsinu. Sérbyggður bílsk. Glæsil. lóð, ekki stór. Ýmiskon- ar eignaskipti möguleg. Fyrir smið eða laghentan Skammt frá Hlemmtorgi 2ja herb., ekki stór, ib. í reisulegu steinhúsi. Þarfn. endurbóta. Skuidlaus. Laus strax. Sanngjarnt verð. Einbýlishús óskast: 140-180 fm nýl., má vera í Grafarvogi. 100-130 fm. Hæð m/bílskúr kemur til greina. Lítið einbýlishús í gamla vesturbænum i Hafnarfirði Margskonar eignaskipti - fjársterkir kaupendur. • • • Opiðídag kl. 10-16. Góð sérhæð eða einbýli ósk- ast í borginni eða á Nesinu. Fjársterkur kaupandi. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Metsölublað á hverjum degi! Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ætt og saga Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1992 verða ákvörð- uð á fundi hér í Reykjavík 22. og 23. janúar. íslendingar lögðu að þessu sinni fram skáldsöguna Með- an nóttin líður eftir Fríðu Sigurðar- dóttur og safn ljóða úr bókunum Urðargaldri og Vatns götur og blóðs eftir Þorstein frá Hamri. Ættarsögur Að þessu sinni er mikið skáld- sagnaár hjá dómnefndinni. Þijár ljóðabækur voru lagðar fram, eitt smásagnasafn og sjö miklar skáld- sögur. Skáldsögurnar sem lagðar voru fram eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera miklar að umfangi — öll Norðurlöndin leggja fram skáldsögur sem jafnframt eru ættarsögur! Skyldi það vera tilvilj- un? Það held ég varla. Skýringanna er frekar að leita í þróun mála í Evrópu síðustu ár; stefnt er að æ meira flæði á milli menningar- heima þar sem þjóðerni á að vera undirskipuð hagsmunum stærri heilda. Svo hafa stjórnmálamenn- imir mælt fyrir. Leitin að upphafinu. Skáld og listamenn hafa hins vegar alltaf átt það til, að fara í þveröfuga átt við þá sem valdhaf- arnir vilja. Því harðari sem krafan um nýja miðstýringu verður, þeini mun lengra aftur í fortíðina og út til jaðranna fara listamennimir. Bækurnar sem lagðar em fram í ár gerast þannig í Norður-Svíþjóð, Norður-Noregi, Suður-Jótlandi og á Hornströndum. Og þó það virðist þversögn þá felst ekki í þessu vali á þjóðar- og persónusögunni nein sérstök þjóðernishyggja eða and- staða við menningu „hinna“, held- ur hið gagnstæða. Forsenda allrar sambúðar er að sambýlisfólkið viti hvert það er og hvað það vill. Skáldin virðast vera að glíma við að svara hvoru tveggja og þess vegna leita þau tilbaka, í ætt og sögu. Hér á eftir verða kynntar bækurnar sem lagðar voru fram frá Svíþjóð og Noregi. Bækurnar frá Finnlandi, Danmörku og Grænlandi verða kynntar síðar. Viljinn góði Önnur bókin sem Svíar lögðu fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs heitir Den goda viljan (Hinn góði vilji) og höfund- inn, Ingmar Bergman, er óþarfi að kynna. íslendingar fengu nú um jólin að sjá sjónvarpsgerð sem ieikstjór- inn Billie August byggði á þessari bók. Það er hins vegar umtalsverð- ur munur á þessum tveimur lista- Ingmar Bergman. verkum. Þó leikarar Billie August væru afburðagóðir gátu þeir ekki endurskapað hugrenningatengslin sem texti Bergmans kallar á hjá lesanda. Den goda viljan er að mörgu leyti undarlegt og óhefðbundið bókmenntaverk. Um það bil helm- ingur textans eru samtöl sem sett eru á svið í milliköflum sem undir- byggja og útskýra hvert blæbrigði þess sem fram fer á milli persóna. Textinn sem hér um ræðir fer langt út fyrir mörk hefðbundins kvik- myndahandrits. Hann fær líf á eig- in forsendum. Bókin er þannig ekki kvikmyndahandrit, ekki hefð- bundin „skáldsaga“, ekki ævisaga — og þó allt þetta. Anna og Henrik Den goda viljan segir söguna af fyrstu árum hjónabands foreldra Ingmars Bergmans sjálfs, Önnu og Henriks. Móðir Henriks og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 624. þáttur 1) Ég hélt, svei mér þá, að gengið hefði verið af „jólarest- inni“ dauðri. En hafi svo verið, gekk hún illilega aftur um síð- ustu jól. Líklega hefur hún lifað í skúmaskotum og tekið að fær- ast í aukana í skammdeginu, eins og fleiri vondar vættir. Gísli Konráðsson á Akureyri sættir sig aldrei við vont mál. Hann kom til mín ekki fyrir löngu og hafði ágætt orð fram að færa í staðinn fyrir .jólarest- ina“. Það var síðjól: gleðileg síð- jól, segist nafni minn geta sagt frá því á þriðja í jólum og fram á þrettándann. Þetta minnir mig á orðið síð- degi sem sjálfsagt er í staðinn fyrir „eftirmiðdagur“. Og það minnir mig aftur á að Asgeir Pétur Ásgeirsson á Akureyri er ekki í vafa um hvenær hætta skuli að segja; góðan dag og taka að segja gott kvöld. Það er klukkan sex. 2) Menn hafa talsvert velt því fyrir sér hvaða orð hæfði best því áhaldi sem notað er til að slökkva ljós á kerti. Leifur Tóm- asson á Akureyri hefur kennt mér um þetta orðið skarhjálm- ur, en hann lærði orðið austur á Fjörðum. Er þetta ekki bara gott? 3) Það var svipað með „snjó- storminn“ og ,jólarestina“. Þetta orð gekk aftur nær jólum. Þetta er hroðaleg útlenska. ís- lenskan á fjölda orða um þetta fyrirbæri, sem nærri má geta, svo sem (blind)bylur og stór- hríð, _svo fátt eitt sé nefnt. 4) Ósköp þykir mér undarlegt að enn skuli fréttamenn ruglast á orðunum fótur og fótleggur. Frá þungbærum örlögum ungs manns á Balkanskaga var sagt með þeim kauðalegu orðum, að hann biði þess að „fótleggur hans verði aflimaður". Mér skilst það eigi að taka af honum fótinn. 5) Vinna happdrættismiðar? Ég hef heyrt þess getið í auglýs- ingu. Ég hélt að heppnir menn ynnu á miðana sína. Hitt er mál- eða hugsanaleti. Já, og ekki er að spyija um sókn nafnorðanna. Ekki var sagt að útköllum hefði fjölgað frá í fyrra eða þau orðið fleiri, held- ur:... „sem er aukning um átta útköll á milli ára“. Svo má spyija hveijir kallist þarna á milli ár- anna. ★ Annar undirflokkur ó-stofna er vð-stofnar. Þar kom v fram í beygingunni á undan a, en ekki á undan u að fornu, þótt nú sé því oft skotið inn. Við höfum ekki lengur þá tilfinningu að fella v brott á undan kringd- um (varamynduðum) sérhljóð- um. Én vaffið, sem þessi undir- flokkur er kenndur við, sést nú best í fleirtölu þeirra fáu orða sem þessum flokki fylgja. Þá er þess að geta að eignarfall þess- ara orða (í eintölu) hefur stund- um tekið áhrifsbreytingu. Um vð-stofna kann ég þessi dæmi: böð (= orusta), dögg, lögg, rögg, stöð, þröng, öng og ör. Orðið ör beygist ör-ör-ör(u)- örvar; flt. örvar-örvar- ör(v)um-örva. U-hljóðið í þágu- falli eintölu hafa menn nú ekki lengur, en í Haralds sögu Sig- urðssonar harðráða (d. 1066) segir að hann væri lostinn öru í óstinn. „Það var hans bana- sár.“ Nákvæmlega öld síðar var eyfirskur maður, Ari Þorgeirs- son, faðir Guðmundar þess er byskup varð, einnig lostinn öru í óst og nístur við skíðgarð. Þar lét hann líf sitt með miklum drengskap. Öng merkir þrengsli, öngvar táknar þrengingar. Menn geta ekist I öngvar, þegar illa geng- ur. Orðið öngstræti hefur verið í talsverðri tísku um sinn. Öng- hljóð er alþekkt fyrirbæri í hljóð- fræði. Þá er þrengt að loft- straumnum, sem fer um munn- inn, en ekki lokað fyrir hann. Önghljóð eru t.d. s og þ. Rögg er tvírætt, ef ekki öllu heldur tvö orð. í fyrra lagi er það loðra, ullarlagður ofinn í voð, svo að hún líkist dýrsfeldi (röggvarfeldur) eða felling á fati eða flík. I síðara lagi er rögg=framtakssemi eða mynd- ugleiki, menn taka stundum á sig rögg, þegar nokkuð er í húfi. Lögg er nú mjög óvíst að notað sé mikið í eignarfalli og þar með hefst vafinn: er eignarfallið laggar eða löggvar? Dögg er ekki aðeins náttúru- fyrirbæri, heldur er orðið einnig nú haft að kvenheiti. Þá er vafi um eignarf.eint. Þeir eru trúlega fleiri sem segja daggardropar en döggvardropar. Jóhanni Jónssyni þótti hið síðara fara betur: Blítt lætur veröldin. Dijúpa döggvartár um dalvíðishár... Gamlir menn létu líka þágu- fall eint. af dögg enda á u (sbr. ör) sem sjá má í eftirlætiserindi Davíðs frá Fagraskógi í Völs- ungakviðu hinni fornu. Þar er dýrkálfurinn döggu slunginn. Böð er nú úrelt orð vegna breyttra hátta um Norðurlönd, en minningin um það lifir ljós í karlheitinu Böðvar(=hermað- ur). ★ Hlymrekur handan kvað: Dvergur og dyrgja í steini dveljast í svo miklu leyni, að mannkindin sljó meinar víst þó að muni hún kynstofninn eini. P.S. Gott var að heyra 11. þ.m. í fréttum Stöðvar tvö að talað var um vélarbilun í bát, en ekki þrástagast á óyrðinu „vélarvana". Það er nefnilega talsverður munur á því að vera með bilaða vél eða vélarlaus. Þá þykir okkur Sverri Páli betra að sagt var: „Vopnahlé(i)ð helst en vopnahlé(i)ð „heldur", m.ö.o. er lialdið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.