Morgunblaðið - 22.02.1992, Page 1
MENNING
LISTIR
B
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1992
BLAÐ
Kjarvalsstaöir:
MÁLVERK
JÓHÖNNU
KRISTÍNAR
YFIRLITSSÝNING á verkum listakonunnar Jóhönnu Kristínar Yngva-
dóttur (1953-1991) verður opnuð á Kjarvalsstööum í dag. Þegar
Jóhanna Kristín lést í mars síðastliðnum, aðeins 37 ára að aldri,
var að baki stuttur en engu að síður glæsilegur ferill helgaður
myndlistinni. Verkin á sýningunni eru í eigu salna og einkaaðila.
Igrein um listakonuna í sýning-
arskránni segir Kristín
Guðnadóttir að í íslenskri list-
asögu skipi Jóhanna Kristín veg-
legan sess sem fulltrúi hins fígúra-
tíva expressjónisma. í verkum sín-
um notaði hún jafnt ytri sem innri
raunveruleika sem hráefni til miðl-
unar djúpstæðra tilfinninga og sá
hugmyndaheimur, er birtist á lér-
efti hennar, var oft all nöturlegur.
Dýpt og einlægni í túlkun ein-
kenna verk hennar, sem eru máluð
af öryggi og krafti. Hún skapaði
af sannfæringarkrafti áleitin verk
sem vekja erfiðar spurningar, sem
sumum hverjum verður seint svar-
að.
Jóhanna Kristín nam yið Myndl-
ista- og handíðaskóla íslands á
árunum 1972 til 1976, og var við
framhaldsnám í borgunum Haag
og Amsterdam í Hollandi til ársins
1980. Hún hélt fimm einkasýning-
ar; fjórar í Reykjavík og eina á
Grænlandi, og átti verk á fjölda
samsýninga á síðasta áratug, hér
heima og erlendis.
Þrátt fyrir að á mótunar- og
námsárum Jóhönnu Kristínar væri
hugmyndalistin hvað mest áber-
andi, þá átti málverkið ætíð hug
hennar. Hún leitaði á mið til-
finninganna og sá tjáningarmáti
sem hentaði henni best var fígúra-
tívur expressjónismi, og einkenn-
ast myndir hennar af einlægri
tjáningu sprottinni úr persónulegri
upplifun.
Fyrsta einkasýning Jóhönnu
Kristínar var í Nýlistasafninu vor-
ið 1983 og hlaut hún mjög góðar
viðtökur. Valtýr Pétursson skrifaði
um hana í Morgunblaðið undir
fyrirsögninni Merkileg sýning.
„Þarna kemur fram málari af
þeirri stærðargráðu, að furðu sæt-
ir, og er maður svo fær að vita,
að tæplega þrítug manneskja er
þarna að verki, verður dæmið enn
skemmtilegra ... en með þessari
sýningu sem á voru aðeins 12 olíu-
málverk, haslar hún sér svo sann-
arlega völl og það í fremstu víglínu
ungra listamanna hérlendis.“
Myndefni Jóhönnu Kristínar var
fólk, og frekar konur og böm en
karlmenn. í viðtali í Þjóðviljanum
20. maí 1984 segir hún: „Ég mála
persónur en ekki portrett endilega.
Fólk inspírerar mig, einkum börn.
Stundum fæ ég þau til að sitja
fyrir ... Oftast mála ég þó upp úr
sjálfri mér, eitthvað sem hefur
snert mig persónulega, minningar
eða fólk sem er mér náið.“
Á áranum 1983 og 84 var þátt-
taka Jóhönnu Kristínar í sýninga-
haldi hvað mest, og umsagnir
gagnrýnenda héldu áfram að vera
góðar. Þannig skrifaði Halldór
Björn Runólfsson í Þjóðviljann 19.
maí 1984 um sýningu hennar í
Listmunahúsinu: „Hér er á ferð
óvenju sterk sýning full af ein-
kennum þess besta sem fínna má
í málaralist samtímans."
í sýningarskrá árið eftir dregur
Jóhann Kristín síðan upp þessa
sjálfsmynd í texta: „Jóhanna
Kristín Yngvadóttir er þijátíu og
eins árs Reykvíkingur ... Unir sér
ein. Feimin. Ætlaði alltaf að verða
listakona. Helst leikkona. Hélt á
vit þagnarinnar. Litanna ... Hún
segir aldrei frá því sem henni ligg-
ur á hjarta. Samt liggur henni
mikið á hjarta ...“
-efi
Jóhanna Kristín Yngvadóttir Við mynd sína Messalínu