Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992 B 3 til Þjóðleikhússins, er verið að undir- strika þá afstöðu sem lengi hefur verið eins og falinn eldur hjá vald- höfum þessarar þjóðar, að það sé einskis virði. Allavega mjög lítils virði. Það er beinilínis verið að halda fjármagninu við þann þröskuld að starfsfólkið fái launin sín (því ann- ars yrðu læti), en séð til þess að það þurfi ekki að vinna fyrir þeim. Ófugt við útreikning valdhafanna, hefur enginn listamaður ánægju af því að fá ekki að vinna. Auk þess er hér um peninga þjóðarinnar að ræða og hún hefur aldeilis ekki ver- ið spurð álits á því hvort hún vill hafa starfandi Þjóðleikhús eða ekki — eða hvort hún vill hafa listamenn á launum við að gera helst ekki neitt. Það skýtur reyndar dálítið skökku við í þjóðfélagí, þar sem vinnuharka er nánast eina viður- kennda dyggðin. Vissulega eru mis- góðir listamenn starfandi hjá leik- húsum. Og hvað með það? Það eru til misgóðir kennarar og misgóðir bifvélavirkjar og misgóðir rakarar og misgóðir foreldrar. Það er enginn fullkominn og það er bara allt í lagi. Dómgreind og fqáls tval Valdhafar hafa lengstum tekið ákvarðanir um það hvað okkur er fyrir bestu og talið okkur trú um að það sé okkur fyrir bestu að þeir taki ákvarðanir fyrir okkur. Þessi afstaða segir hveijum einstaklingi að dómgreind hans sé ekki í lagi og að hann sé ekki fær um að taka afstöðu sjálfur eða bera ábyrgð á vali sínu, orðum, gerðum og lífi. Enda er fólk í þessu landi orðið svo hrætt við að tjá sig að það heldur sér að mestu saman. Annars á það á hættu að fá einkunnina „kverúl- ant“. Fólk hefur vissulega skoðanir undir fjögur augu, yfir kaffibolla í eldhúsinu heima hjá sér, en er skít- hrætt við að viðra þær opinberlega. Það sem verra er, er að fólk er til- búið til að láta dómgreind annarra stjórna ferðinni um sitt eigið líf. Ég verð stundum vör við það að fólk tekur ákvörðun að sjá ekki viss- ar leiksýningar, vegna þess að þær hafa ekki fengið góða dóma. Mér, og öðrum gagnrýnendum, hefur verið legið á hálsi fyrir að ,jarða“ leiksýningar og vissulega má sjá samhengi þarna á milli, ef nægileg hugsanaskekkja er fyrir hendi. En það er nú einu sinni svo, að gagnrýn- andi er aðeins að segja sitt álit á leiksýningum. Og jafnvel þótt marg- ir séu sammála honum, þýðir það ekki að hann hafi „rétt fyrir sér“. Það getur enginn gagnrýandi haft rétt fyrir sér. Hann getur bara haft skoðun. Hún er hvorki rétt né röng. Hún er aðeins viðbrögð hans við leiksýningu, viðbrögð sem markast af persónulegri reynslu hans t.d. uppeldi, menntun, starfí og öðrum áhrifum sem hann hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Þegar fólk tekur ákvörðun um að sjá ekki leiksýn- ingu, vegna þess að einhver gagn- rýnandi sagði að hún væri ekki al- veg fullkomin, ber gagnrýnandinn enga ábyrgð á því. Það gerir hins vegar sá einstaklingur sem tekur þá ákvörðun að láta annað fólk stjórna eins mikilvægum þætti í sínu lífi og þeim hvaða leiksýningar skuli sjá. Gagnrýnandinn er bara einhvers staðar úti í bæ og á enga hlutdeild í ákvörðuninni. Upplifun af leikhúsi snertir alltaf eitthvert herbergi í sálinni. Það er alvarlegra brot gagn- vart sjálfum sér að láta annan ein- stakling stjórna því herbergi, heldur en að leyfa bláókunnugri manneskju að velja liti á veggina á heimilinu sínu. Það má flytja út úr húsum — ekki sálinni. Það skiptir engu máli hvort leik- sýning er algóð, misgóð, hálfgóð eða vond. Við eigum samt að sjá hana, vegna þess að það er nánast sama hvernig leiksýning er í laginu, það er alltaf eitthvað í henni sem snert- ir andlega verðmætaþáttinn í okkur sjálfum. Þótt það sé ekki nema að ákveða og hugsa sjálfur, hvort manni fínnst eitthvað gott eða vont. Fyrir mér er leikhús „andleg verð- mæti“ í þeim skilningi að það snert- ir í mér sálina, vekur með mér gleði eða sorg eða hrifningu eða reiði; bara leyfi mér að fmna að ég er til inni í hylkinu sem hreyfist um þetta dapurlega samfélag þar sem ekkert virðist . ógna ríkjandi valdakerfi meira en möguleiki á gleðistund. Og ég held að margir séu sammála mér að í leikhúsi finni maður oftast einhveija gleði. Gleðin getur verið yfir smáatriði í sýningunni, jafnvel þótt sýningin sé í heildina ekkert ánægjuleg. Þetta er spurningin um að geta glaðst yfir einstaka þáttum, í stað þess að fara í fýlu og missa af þeim vegna þess að heildarmynd- in er ekki fullkomin. Þetta er í raun og veru spurning um að kunna að gleðjast, þrátt fyrir ófullkomleika listgreinarinnar og þrátt fyrir eigin ófullkomleika til að takast á við hana. Þetta er spurningin um að taka á móti andlegum verðmætum á þann hátt sem maður er fær um þrátt fyrir aldur, menntun og fyrri störf. Þetta er spurningin um að fínnast við eiga leikhúsið skilið. Þegar valdhafar skera íslenskt leikhús niður við trog, er það himin- hrópandi yfirlýsing um að við eigum andleg verðmæti ekki skilin, þótt alltaf sé verið að segja okkur að leggja meiri áherslu á andleg verð- mæti en veraldleg. Þegar valdhaf- amir meta alla hluti til ijár, er frem- ur aumlegt af þeim að segja okkur hinum að gera það ekki. Hvernig eigum við að geta annað en metið einkalíf okkar og annað fólk eftir eignum og peningum, þegar sam- eignir okkar eru vegnar og metnar eftir peningasjónarmiðum? Mér er spurn, hvar á framkvæmd- in á hugarfarsbreytingunni að byija? Það er siðlaust að skera niður fijárframlagtil Þjóðleikhússins, eins siðlaust og að koma inn á heimili manns og láta höggva eitt herbergi af húsinu hans — af því hann eigi ekki skilið svo mörg herbergi, jafn- vel þótt hann hafi unnið fyrir þeim öllum og sé tilbúinn að borga við- hald af þeim á meðan hann lifir. Leikhús eða málfræði íslenskt leikhús er musteri íslenskr- ar tungu — ekki bækur um mál- fræði og það þurra, vélræna og þunga stagl sem henni fylgir. A meðan við skerum á það musteri sem sýnir okkur best hvernig við getum tjáð okkur á eigin móður- máli, er út í hött að fárast yfir lé- legri íslenskukunnáttu barna og unglinga og sömuleiðis út í bláinn að hneykslast á því að einkunnir þeirra séu betri í ensku en íslensku. Islenskan er nefnilega ekki bara rit- mál eða vélmál fyrir nefndarálit, greinargerðir, skýrslur og hátíðar- ræður. Hún er líka talmál, tjáning- artæki, og við verðum einhvers stað- ar að hafa fyrirmynd að því hversu fallega hún hljómar og hvaða mögu- leika hún gefur í tjáningu. Boðskapurinn sem felst í' því að leikhúsið er skorið niður, er sá að þar felist ekki verðmæti. Um leið og leiksýningum fækkar, minnkar umræðan um leikhúsið. (Þau tjá- skipti eru frá, enda tímasóun að tala um það sem skiptir ekki máli). Tíminn sem gæti verið varið í leik- húsinu fer í annað, til dæmis í það að horfa á enskt og ameriskt efni í sjónvarpinu. Eða á ekki líka að fara að skera niður það sjónvarps- efni sem er samið fyrir íslenska tungu? síðan að vinna kerfisbundið að þess- um rannsóknum og hef verið í þeim síðan. í upphafi lagði ég af stað með ákveðinn ramma fyrir sköpun- ina og hef síðan unnið markvisst að því að tæma alla möguleika sem bjóðast innan hans, bæði fræðilega og efnislega." Grunnhugmyndin er mynd á vegg með sama lit sem síðan er útfærð á mismunandi hátt með ólíkum áherslum og myndin tekur breyting- um ef hún er færð eða veggurinn málaður að nýju. „Þetta er mál- verk,“ segir Rutault. „Athöfnin að mála skiptir miklu máli, ég er ekki horfinn frá málverkinu sem slíku. En verkið er ekki einn hlutur sem er endanlega skilgreindur, heldur þarf að mála það aftur og aftur, ef eigandinn flytur eða færir mynd- ina til, þá þarf að mála hana aftur. Venjulega eldist málverk bara, en það snýst við hérna; verkið er sí- fellt endurgert, og aldrei eins. Tíminn verður drífandi og verkið eldist ekki efnislega séð. Það er allt- af nýtt. Hvert verk er alltaf skilgreint fyrst í texta, texta sem er almennur og nákvæmur í senn. Þegar sagt er að myndin eigi að málast í sama lit og veggurinn, þá getur það verið hvaða litur sem er. Á sama tíma verður að vera nákvæmlega sami litur á veggnum og myndinni. En textarnir eru ekki verkin, þeir eiga bara að leiða til þess að verkin verði gerð. Textarnir geta ekki ver- ið sýndir í staðin fyrir verkin, þeir eru bara forskrift.“ Kaupandinn velur litinn Rutault segir að hver sýning sé brot af ferli og vinnu listamannsins, og verkin séu líka hlutar af heild, afsprengi skrifaðra skilgreininga. Hann sýnir hér hluta af verkum sem eru til annars staðar, þau eru í einkaeign en hann málar þau upp á nýtt. Er þetta ekki óvenjulegt samspii listamannsins annars vegar, og svo eigenda verka eða þeirra sem setja upp sýningar? „Sá sem kaupir verkið tekur það í raun að sér, ættleiðir það, og hef- ur það í sínu safni. En hann kaupir ekki textann, og á honum er gefið upp hvað kaupandinn má gera sjálf- ur við verkið og líka hvað listamað- urinn gerir og hvað hann verður að virða. Ef það á að breyta verkinu þá verður að breyta forskriftinni líka. En ég læt kaupandann eða safnið sem sýnir verkin, alltaf ákveða hvaða litir eiga að vera á verkunum. Það er mjög áríðandi, því kaupandanum verður að líka við litinn.“ — Hvað með listsögulegt sam- hengi verkanna? „Á þeim tíma þegar ég var að fara af stað með hugmyndimar um myndir samlitar veggnum, fyrst á áttunda áratugnum, þá var ég í ein- hveijum hugmyndalegum tengslum við „mónókróm“-myndir listamanna eins og Rauschenbergs og Yves Klein, _sem notuðu bara einn lit í sín verk. Ég er mjög gagnrýninn gagn- vart abstrakt myndlistinni, en það er þó sú liststefna sem hefur líklega verið þýðingarmest fyrir listir á þessari öld. Ég gekk fyrst út frá hugmyndum Rodotsjenkos, sem árið 1921 gerði í Moskvu þijár myndir; eina bláa, eina gula og eina rauða, og nefndi þær: „Hreinn gulur“, „Hreinn rauður“ og „Hreinn blár“. En þegar maður er kominn í „mónó- króm“-myndgerðina þá er maður kominn í nokkra blindgötu því ein- ungis er hægt að vinna úr stærð myndanna og lögun, og leiknum er annars lokið. Á þeim punkti þarf fólk að gera upp við sig hvort það ætlar að ganga eitthvert enn lengra, eða snúa aftur og fara að mála blóm, hús eða fólk - en það var einmitt það sem Rodotsjenko fór að gera. Mér fannst ég finna nýja leið.“ Rutault segir að hann líti ef til vill út fyrir að vera óhlutbundinn málari, en segist ekki vera það, og hann virðist kannski einnig hafa viðhorf konseptlistamannsins, án þess að vera það. Hann veltir fyrir sér hugmyndinni list, og hvort þetta sé list. „Ég held að allir geti verið sammála um að þetta er málverk," segir hann. „Þetta er málað með litum á striga, en svo er annað sem kemur inn í; ég bý ekki til neitt sjálf- ur! Ég sé engan tilgang í því að vera að finna eitthvað upp; í dag er kannski aðal uppfinningin sú að finna ekkert upp, eða gera mjög einfalda hluti. Uppfinningin felst í sjálfri skipulagningunni. Hráefnin; stærðir, litir og annað, allt er þetta þekkt, en ég raða því upp í nýju samhengi. Ég álít mig vera uppruna lista- verksins; ég stend fyrir listaverkið og það stendur fyrir hugmyndir mínar.“ — Hvað með viðteknar hug- myndir um listina; tjáningu lista- mannsins í verkinu, og fegurðina? „Þar sem þessum verkum er aldr- ei lokið þá er alltaf hægt að breyta þeim ef þau eru misheppnuð, þó svo að búið sé að selja þau og þau far- in frá mér. En á sama hátt er það ef mynd tekst vel, þá kemur að því að hún breytist. Þannig gerir tíminn fegurðina og tjáningina fullkomlega afstæð." -efi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.