Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 Stjómlaus bíll rann út í sjó á Hofsósi Samstarfsmenn eiganda bílsins söfnuðu peningum fyrir nýjum bíl Hofsósi. SA atburður gerðist hér á Hofsósi nú fyrir skömmu á bílastæði Fisk- iðjunnar á Hofsósi að bifreið eins starfsmanns Fiskiðjunnar fór sijórn- laus af stað, en bílastæðið hallar dálítið, og er skemmst frá því að segja að ferð bílsins endaði út í sjó og mun vera um 5 metra dýpi þarna við klappirnar sem hann fór fram af. Var þetta Skóda bíll nokkuð gamall og ekki kaskótryggður og því tilfinnanlegt tjón fyrir eigand- ann, Ásdísi Sveinbjörnsdóttur, sem býr í nágrenni Hofsóss og keyrir á vinnustað um 3 km leið. Ásdís sagði fréttaritara að hún vissi ekki hvað hefði gerst en hún taldi sig hafa gengið frá bílnum eins og hún var vön. Hún var ný stiginn út úr bílnum er hann lagði af stað en ferðin var strax svo mik- il á honum að engin tök voru á því að stöðva hann og mátti því Ásdís horfa á eftir sínum gamla góða Skóda sigla hraðbyri niður sjávar- klappir og út í sjó. En svo gerist það góða í fram- haldi af þessari sögu að starfsfélag- ar Ásdísar í Fiskiðjunni söfnuðu á þriðja hundruð þúsund króna dag- inn eftir að óhappið gerðist og sendu mann til Ákureyrar sem keypti þar svo til nýjan Skoda og var Ásdísi færður bíllinn með við- höfn daginn eftir. Ásdís sagðist engan veginn geta þakkað starfsfélögum sínum þessa höfðinglegu gjöf en til að sýna ein- hvem þakklætisvott kom hún næsta dag með fjöldann allan af tertum með kaffínu handa starfsfólkinu. - Einar. Rúrí opnar sýningn á Kjarvalsstöðum LISTAMAÐURINN Rúrí mun opna 16. einkasýningu sína í Austursai Kjarvalsstaða laugar- daginn 4. apríl ki. 16, og er nafn sýningarinnar Afstæði. Sýningin verður opin daglega kl. 10-18 og verður húsið opið alla hátíðar- dagana. Sýningunni lýkur annan í páskum 20. apríl. Flest verk- anna á sýningunni eru unnin í blý og timbur og hafa ekki verið sýnd opinberlega áður. Ennfrem- ur sýnir Rúrí þrjár grafík-möpp- ur. Morgunblaðið/Magnús Magnússon Guðmar Pétursson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir fara með aðalhlutverkin í „Hestum og huldufólki“, íslenska hluta „Ævintýra á norðurslóðum". Ævintýri á norðurslóðum: Ný barnamynd frumsýnd „ÆVINTÝRI á norðuslóðum“ heitir ný kvikmynd fyrir börn á öllum aldri sem frumsýnd verður í Háskólabíói í dag, laugar- dag. Efni myndarinnar er þijár nútíma barnasögur frá þremur löndum, Hannis, saga frá Færeyjum, Móðir hafsins, gerist á Grænlandi, og Hestar og huidufólk sem gerist á íslandi. Kostnað- ur við gerð myndarinnar er á bilinu 50 til 60 miHjónir króna. Að sögn Sigurðar Grímssonar, Kvikmyndasjóði íslands í fyrra til kvikmyndagerðarmanns hjá Þumli, er myndin tekin upp á Grænlandi, í Færeyjum og á Ís- landi. Sögurnar eru aðskildar og hefur Jens Brönden skrifað hand- rit grænlensku sögunnar, Katrín Ottarsdóttir þeirrar færeysku og Guðný Halldórsdóttir skrifaði ís- lenska handritið. „Þetta er sam- vinnuverkefni, þar sem hvert land leggur til handrit, leikstjóra og leikara en að öðru leyti er fram- leiðslan á vegum Þumals og Magmafilm og Umba,“ sagði Sig- urður. „Við fengum ; styrk úr að gera myndina og síðan frekari styrk frá Norræna kvikmynda- sjóðnum til að hrinda þessu í framkvæmd. Og að auki höfum við notið stuðnings frá Grænlandi og Færeyjum." Það eru börn sem- fara með aðalhlutverkin í myndunum ásamt atvinnuleikurum. í ís- lensku myndinni eru það Guðmar Pétursson og Sylvía Sigurbjörns- dóttir ásamt Bessa Bjamasyni, Ladda, Arnari Jónssyni og Eddu Heiðrúnu Backman, sem fara með helstu hlutverk. „Ævintýri á norðurslóðum" er ætluð til sýningar í sjónvarpi fyrst og fremst og hefur þegar verið gengið gengið frá sýningu hennar í Danmörku, Finnlandi, Þýska- landi, Austurríki og Sviss. Auk þess verður myndin kynnt á kaup- stefnum kvikmynda- og sjón- varpsefnis, meðal annars í Cann- es en hún nýtur einnig stuðnings Eureka, sem tekur að sér að kynna myndina. Frumsýning myndarinnar í Færeyjum verður 11. apríl. Óvíst er hvernig og hvenær myndin verður frumsýnd á Grænlandi en þar er ekkert kvikmyndahús, að sögn Sigurðar. Hins vegar koma Grænlendingar til íslands og verða viðstaddir frumsýninguna hér. Lauk doktorsprófi í plöntuerfðafræði Rúri er nýkomin frá Montreal í Kanada en þar voru sýnd eftir hana tvö kvikmyndaverk í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um listir og menningu. Þá er nýlokið sýningu í norrænu menningarmiðstöðinni í Helsinki á verkum hennar og tveggja annarra norrænna lista- manna sem hún hefur starfað mik- ið með undanfarin 10 ár, Hannu Siren og William Louis Sörensen. Að sýningunni Afstæði lokinni mun Rúri taka þátt í alþjóðlegri sýningu á útilistaverkum á listasetrinu Wan- as í Svíþjóð ásamt 10 öðrum lista- mönnum frá Evrópu og Bandaríkj- unum. í vor áætlar Rúrí einnig að um Norðurlönd og heldur tvenna tónleika í Norræna hús- inu sunnudagskvöldið 5. apríl kl. 20.30 og mánudagskvöldið 6. apríl kl. 20.30. Kórinn syngur einnig á Akranesi þriðjudaginn 7. apríl kl. 20.30. Frá íslandi heldur kórinn til Færeyja og þaðan til Danmerkur. Kammerkór Gautaborgar var stofnaður fyrir tæplega 30 árum af Gunnar Eriksson og hefur hann stjórnað kórnum sfðan. Margir félagar hafa sungið með kómum frá upphafi og er hann álitinn meðal bestu kóra Svía. Gunnar Eriksson hefur unnið sér sess sem einn helsti kjórstjóri Svíþjóðar og þótt víðar væri leitað fyrir kór- stjórn og raddsetningar. Kórinn hefur farið víða og haldið tónieika og hvarvetna vakið athygli fyrir skemmtilegan söng, túlkun og nýstárlega uppröðun. Á efnisskrá tónleikanna í Nor- Rúri sýna í Slunkaríki á ísafirði og í haust er henni boðið ásamt nokkr- um öðrum alþjóðlegum listamönn- um að gera verk fyrir útlistaverka- sýningu í Montreal í tilefni 350 ára afmælis borgarinnar. Kammerkór Gautaborgar. ræna húsinu eru verk eftir norræn tónskáid auk annarra frá öðrum löndum, en annars vilja kórfélag- ar„„spila eftir eyranu“ eða syngja NÝVERIÐ lauk Kesara Anamthawat-Jónsson doktors- prófi í plöntuerfðafræði frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Ritgerðin nefnist „Molecular cytogenetics and nuclear organiz- ation in the Triticeae“ og fjallar um sameinda- og frumuerfðafræði þá tónlist sem þeim finnst við hæfi hveiju sinni, það fer eftir áheyrendum og stemmningunni í salnum. plantna og uppbyggingu frumu- kjama. Kesara hefur þróað aðferð til að nota DNA og litninga við að sundurgreina náskyldar teg- undir og komast að raun um litn- ingaflutning við kynbætur. Aðferð þessi nefnist „Method of indentify- ing DNA sequences in chromoso- mes of plants“ og er nú til með- ferðar hjá evrópskum og banda- rískum einkaleyfisskrifstofum. Kesara var fædd í Thailandi og foreldrar hennar eru Boonsong Anamthawat tæknifræðingur og Chaleo Anamthawat. Eiginmaður er Friðrik Ragnar Jónsson flug- maður og starfar hjá Flugleiðum. Kesara lauk BS-prófi í grasafræði við Chulalonkorn-háskóla í Bang- kok og MS-prófí við Kansas- háskóla í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem aðstoðarprófessor í grasafræði við Cambridge-háskóla til 1982 er hún fluttist til íslands. Kesara hefur unnið við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins við margvísleg verkefni sem lúta að Dr. Kesara Anamthawat-Jóns- son. frumulífeðlisfræði. Meðal þeirra má nefna verkefni sem Vísinda- sjóður styrkti um erfðaflæði fjall- drapa og birkis og rannsóknir á litningabrengli í sauðfé. Hún vinn- ur nú að því að þróa áfram hagnýt- ingu á líftækniaðferðum við marg- víslegar rannsóknir á nytjaplönt- um í landbúnaði, landgræðslu og skógrækt. Ljóðadagskrá í Perlunni FÉLAGSSKAPURINN Reykvísk menning stendur fyrir ljóðasam- komu milli pálmatrjánna í Vetrargarði Perlunnar nk. mánudags- kvöld, 6. apríl kl. 20.30. Átta skáld munu flytja þijú af ljóðum sínum sérstaklega valin: Eitt ástarljóð, eitt trúarljóð og eitt harmljóð. Á dagskránni eru áður útgefin Ijóð auk þess sem nokkur ljóð verða frumflutt. Skáldin eru: Guðbergur Bergs- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Nína Björk Arnadóttir, Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjám, en Ragnar Hall- dórsson mun flytja þijú af ljóðum Matthíasar Johannessens auk þess að vera kynnir. í dagskrárlok mun Sigfús Halldórsson leika þijú ný sönglög úr eigin smiðju. Friðbjöm G. Jónsson og Elín Sigurvinsdóttir syngja. Samkoman er öllum opin. Kammerkór Gautaborgar syngur 1 Norræna húsinu KAMMERKÓR Gautaborgar kemur til Islands á ferð sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.