Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992
Kj arvalsmyndir
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Kjarvalssal að Kjarvalsstöð-
um eru til sýnis fram til 17. maí
allmargar teikningar, vatnslita-
og krítarmyndir eftir Jóhannes
Sveinsson Kjarval. Eins og marg-
ur mun vita var Kjarval fjölhæfur
listamaður, sem málaði og teikn-
aði á allt sem fyrir var ef sá var
gállinn á honum, og blandaði
saman hinum ýmsu efnum, sem
hann hafði á milli handanna, en
sá er einmitt hátturinn hjá hinum
svonefndu „artistum" í myndlist-
inni. Verður því, er fram líða
stundir iðulega að gera við mynd-
ir slíkra, og einnig vegna þess
að gerendur fara oftar en ekki
hirðuleysislega með afkvæmi sín
í listinni. Fyrir þeim er það núið
og hugmyndin sem útfæra skal
sem gildir, en hugmyndir liðins
tíma mega gjarnan liggja þar sem
þær eru komnar, og gott ef ekki
er gengið, setið og legið á mynd-
unum á stundum.
Menn taka þannig fljótlega
eftir, að sumar myndanna á sýn-
ingunni eru mjög illa farnar, þótt
færustu sérfræðingar hafi reynt
að lappa upp á þær eftir fremstu
getu.
En sköpunarkrafturinn og
sköpunargleðin leyna sér ekki í
jafnvel illa förnustu myndverkun-
um, og þannig eru á þessari sýn-
ingu ófá meistaraverk Kjarvals á
sviði teiknilistarinnar m.a. marg-
ar andlitsmyndir, sem eru lysti-
lega útfærðar og merkilega ein-
faldar þrátt fyrir tjákraftinn.
Ekki líkjast þessar myndir alltaf
fyrirmyndum sínum hvað ytra
yfirborð áhrærir, en meistarinn
leggur þeim mun meira upp úr
því sem inni fyrir býr — hinu
sálræna svo og útgeislun persón-
unnar.
Kjarval var einn af þeim mynd-
listarmönnum sem lagði það fyrir
sig að mála einfaldlega svipmikl-
ar myndir, slíkt var honum alveg
nóg og hann hugsaði ekki meira
út í það, þótt hann væri sér mjög
vel meðvitandi um þjóðfélagið og
mannlífið allt um kring og væri
sem slíkur mjög heimspekilega
sinnaður.
Þrátt fyrir að menn hafi rann-
sakað list Kjarvals frá ýmsum
hliðum ætti að vera nóg um verk-
efni fyrir metnaðarfulla listsögu-
fræðinga til skrifa um list hans,
og því kemur það manni jafnan
spánskt fyrir sjónir hve sýningum
á verkum hans í húsinu hin síð-
ustu ár er fylgt fátæklega úr
hlaði. Skoðandinn fær bókstaf-
lega ekki neitt á milli handanna,
en myndirnar látnar tala fyrir sig
og það myndir sem hafa verið til
sýnis áður, sumar oft áður.
En myndheimur Kjarvals hefur
Jóhannes S. Kjarval
ekki verið tæmdur, því fer fjarri,
og tel ég að viðkomandi beri
nokkur skylda til að gera sýning-
ar á verkum hans forvitnilegri
með snjöllum ritgerðum um hann.
Allt veltur nefnilega á því að
gera listsýningar forvitniiegar
fyrir væntanlega gesti og skiptir
engu máli hvaða sýningar það
eru, og þegar um er að ræða
meistara Kjarval, sem húsið er
nefnt eftir, þá er ástæðan marg-
föld. Að öðrum kosti verður safn
borgarinnar á myndum hans
dæmt til að hljóta sömu örlög og
svo mörg einkasöfn nafnkenndra
listamanna og koðna niður.
Ástæða er að hvetja sem flesta
til að skoða þessa sýningu, eink-
um yngri kynslóðir listáhuga-
fólks.
Japönsk grafík
1 vestri sal Kjarvalsstaða er nú
og fram til 10. maí í gangi farand-
sýning á japanskri grafík er hing-
að kemur frá Dublin á írlandi.
Er hér um að ræða mikið og
fjölbreytt úrval af grafík, sem
farið hefur víða um heiminn, en
verkin eru 94 og eru eftir 70 lista-
menn.
Rétt er að það komi strax fram,
að farandsýningar á grafík og
ljósmyndum eru mjög viðkvæmt
mál og hingað hafa t.d. ratað slík-
ar sýningar þar sem mátti sjá
ýmis þreytumerki á eftir misjafna
meðhöndlun úti í heimi. Sýning-
arnar eru nefnilega ekki alltaf
settar upp af fagmönnum, sem
kunna að meðhöndla myndir og
ganga fullkomlega frá þeim og
auk þess njóta sín margar tegund-
ir mynda illa undir plasti.
Einnig minnist ég þess, er ís-
lenzk farandsýning á vatnslita-
myndum, teikningum og grafík
fór milli 10 borga Þýskalnds fyrir
margt löngu og kom heim þvæld
og skítug.
Sá er hér ritar mælir því ekki
með slíkum sýningnm, er víða
fara og einnig orkar myndavalið
oftar en ekki tvímælis, en það er
þá í höndum manna, sem vilja
sýna eftir sem flesta, þótt þá
gangi á gæðin.
Þannig hefur einmitt tekist til
um þessa sýningu, sem er ofur
eðlilegt þar sem flestir sýnend-
anna eru einungis með eitt verk,
sem segir manni harla lítið um
viðkomandi listamann.
Það stingur og strax í augun
er inn kemur hve ruglingsleg sýn-
ingin er og hve stefnuleysið hefur
verið mikið við val mynda. Þá er
og áberandi hve erfitt er að greina
tæknina í velflestum myndanna,
en aðal góðrar grafík myndar er
einmitt að hin sérstaka tækni fái
að njóta sín. Þá fylgir sýningunni
engin sýningarskrá og auk þess
er ekki greint frá tækninni á mið-
unum, sem hengdir eru við hlið
hverrar myndar og segja frá nafni
höfundanna.
(Við þetta verð ég þó að gera
athugasemd, því að rétt áður en
ég skilaði skrifinu var komin ágæt
sýningarskrá, þar sem greint var
frá tækninni og var þá allt annar
handleggur að skoða sýninguna
og að auki vinnur hún mikið á
þannig að fyrstu áhrifin hafa
blekkt marga.)
Þótt reynt hafi verið að velja
myndir frá sem flestum héruðum
Japans verður ekki greint í hveiju
mismunurinn er fólginn, enda fær
skoðandinn hér enga leiðsögn.
Þarnæst má greina mikið af
vestrænum áhrifum í myndunum
sem kemur manni spanskt fyrir
sjónir, því að Japanir hafa einmitt
af mikilli og merkilegri arfleifð
að ausa, sem ég varð greinilega
var við á ferð minni til landsins
fyrir skömmu og hreifst mjög af.
Margar myndanna minna og
meira á auglýsingatækni, en
hreina og ómengaða grafíska út-
færslu.
Það eru og einmitt nútímalegar
myndir, sem byggja á arfleifð-
inni, sem hrifu mig mest á þess-
ari sýningu, annars vegar mjög
einfaldar lífrænar myndir og hins
vegar mjög tæknilegar. Nefni ég
nokkrar af handahófi: Tatsuro
Tsubamoti: „Leiðarmerki", Keiji
Fukushima: „Blár I“, Yoshinori
Arai: „Regntíminn" II og 18,
Yukio Fukazawa: „Andlit", Masao
Ohba: „Skógur fyrir fugla“,
Haruko Matsuura: „Litur Japan -
Runna", Fumhiko Enokido: „Máni
varpar lótusblómi á vatnið", Akira
Tokuda: „Sýn + Sýn“ og Akira
Kurosaki: „Dulbúin spegiimynd“.
Ef þessir menn hefðu myndað
kjarna sýningarinnar með 5-8
myndum hver hefði útkoman trú-
lega orðið allt önnur.
Ekki er ég þó að varpa rýrð á
hina, því að eins og ég hef áður
sagt, er ógerlegt að átta sig á list-
amanni sem er einungis kynntur
með einni og í hæsta lagi tveimur
myndum. Það sem ekki er valið
getur allt eins verið mun athygl-
isverðara eða mun lakara.
En dregið saman í hnotskurn
er alltaf áhugavert og ánægjulegt
að kynnast list Japana.
Hin sjónræna
snerting
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Kjarvalsstaðir halda áfram
þeirri ágætu framkvæmd, að
kynna íslenzk ljóðskáld í eystri
gangi og að þessu sinni eru það
ljóð eftir Kristján Karlsson, sem
prýða veggina.
Ljóðin standa jafnan fyrir sínu
á þessum sýningum og ég hef
tekið eftir því, að bókmenntaleg
skilgreining sem fylgir þeim úr
hlaði er iðulega býsna gagnorð,
og vill jafnvel í sumum tilvikum
skyggja á ljóðin um orðognótt! Á
ég þá við að hún ljái ljóðunum
það inntak, sem maður að
óreyndu myndi ekki taka eftir
við lestur þeirra, og er þetta skylt
því að sum myndverk þurfa ítar-
lega útlistan til þess að ljós renni
upp fyrir skoðandanum, jafnvel
fólki sem í áratugi hefur fylgst
með myndlist.
Nú vil ég endurtaka það, sem
ég hef áður sagt, að í núverandi
formi er um beina kynningu á
skáldunum að ræða og sennilega
fer best á því að ljóðin og bók-
menntalega skilgreiningin,
standi fyrir sínu sem hrein og
bein kynning á viðkomandi skáld-
um og jafnvel seinna rithöfund-
um.
En þannig er mál, að ég er
nýkominn frá Japan þar sem ég
skoðaði margar sýningar á kalli-
grafíu, sem voru meistaralega
uppsettar og eina sýningu sá ég
á safni í Kyoto, sem var svo fjöl-
þætt og blæbrigðarík, að mér
Kjarvalsstaðir kynna ljóð eftir
Kristján Karlsson.
varð hugsað stíft til þessa fram-
taks Kjarvalsstaða.
Vildi ég vekja sérstaka athygli
á þessu, því að möguleikarnir í
uppsetningu ljóða og óbundins
máls eru nefnilega sjónrænt séð
mjög margþættir að mínu mati
og sé ég hér engan botn á, en
sú lausn, sem hefur verið fundin
að Kjarvalsstöðum á mun frekar
heima sem sérstök kynning í
skólum eða á bókasöfnum en í
húsi yfir lífrænar sjónlistir.
Ljóð Kristjáns Karlssonar
höfða til mín fyrir djúpa hugsun
og einfaldleika og einkum leitaði
þessi hending á mig: „Snertingin
ein er eftir / ást mín, í blindum
taugum, / snertu mig' / snertu
mig ljós sem lifir.“
Skyndihugdettur
Hröð og umbúðalaus vinnu-
brögð eru það sem helst einkenn-
ir myndlist yngri kynslóðar, sem
varð fyrir áhrifum frá nýbylgj-
unni svonefndu er ruddi sér braut
í upphafi níunda áratugarins.
Áf þessari kynslóð má ótvírætt
telja Margréti Zóphóníasdóttur,
sem um þessar mundir sýnir gler-
málverk í vestur-forsal Kjarvals-
staða. Fyrir tveimur árum sýndi
hún akrylmálverk í Ásmundarsal
og var augljóst að hún hafði
unnið myndirnar í einni lotu og
farið geyst. Þetta nefni ég á
stundum, er ég undrast hraðann
í vinnubrögðum nemenda málun-
ardeildar MHÍ, mynd í skyndi og
snilld í hvelli.
Vinnubrögðin eru að sjálf-
sögðu fullgild út af fyrir sig, en
það verður hálf eintóna er allir
tileinka sér þennan hraða, sem
var nær óþekktur í mínu ung-
dæmi nema þegar menn voru að
gera forriss og vildu fanga hug-
myndirnar með hraði.
Glermálverk Margrétar eru
einmitt unnin eftir þessari for-
skrift, og hún nefnir þær sjálf
skyndihugdettur, sem verður að
teljast réttnefni. Þær eru og einn-
ig unnar í einni lotu á þekktu
glerverkstæði úti í Kaupmanna-
höfn, þar sem margir myndlistar-
menn hafa unnið að verkefnum
allar götur frá 6. áratugnum er
fyrsta opinbera nútíma gler-
skreytingin í Danmörku fór fram.
Margrét hefur látið hafa eftir
sér, að hún hafi aldrei vitað ná-
kvæmlega hvað mundi koma út
úr brennsluofninum, en glerið er
brennt við 620 gráðu hita. Það
er einmitt nokkuð áberandi að
tilviljanir hafi ráðið dijúgum við
gerð verkanna, nema að sjálf-
sögðu sjálfri athöfninni sem er í
einu og öllu gerandans.
Þetta gefur til kynna að tækn-
in sé mjög erfið í upphafi og
Margrét Zóphóníasdóttir
þannig er ég alveg viss um að
útkoman hefði orðið mun heil-
legri ef Margrét hefði gefið sér
lengri tíma en einungis tvo
mánuði. En það er nú einmitt
tímanna tákn, að menn ætla sér
að ná sama árangri á tveim
mánuðum og einu ári áður, þrátt
fyrir mun minni grunnþjálfun.
Það skiptir nefnilega litlu hve
yfirbyggingin er fjölþætt og viða-
mikil ef grunnnámið er ekki full-
nægjandi. Tvær myndir skera sig
úr um hnitmiðaða byggingu og
sannfærandi form, sem eru:
„Hugarórar“ (1) og „Umbreyt-
ing“ (7). Kom ég á sýninguna í
margskonar birtu og þóttu mér
myndirnar njóta sín best í miklu
sólarlausu Ijósflæði. Þá voru þær
formsterkastar og mest ró yfir
þeim, en sjálft sólarljósið vildi
leysa upp og rýra formgæðin.
Tæknibrögðin í sjálfu sér eru
óvenjuleg hér uppi á íslandi og
ættu að eiga framtíð fyrir sér
og vonandi rannsakar Margrét
þau enn frekar.