Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992
NORRÆNT  GIGTARAR
ÞVAGSYRUGIGT
eftir Ártii Jón
Geirsson
Þvagsýra verður til vegna niður-
brots kjarnasýru í líkamanum og
er í mismiklu magni í blóðvökvan-
um. Leysanleiki þvagsýrunnar er
takmarkaður þannig að ef hún fer
yfir mettunarmarkið fellur hún út
sem kristallar og það getur valdið
svonefndri þvagsýrugigt.
Hverjir fá þvagsýrugigt?
Fram að kynþroskaaldri er
þvagsýran langt undir mettunar-
mörkum og þvagsýrugigt er því
óþekkt meðal barna. Eftir kyn-
þroska hækkar þvagsýran í körlum
og þeir sem hafa óeðlilega hátt
þvagsýrumagn í blóðinu geta feng-
ið þvagsýrugigt 10-20 árum síðar.
Hjá konum verður ekki sambærileg
hækkun á þvagsýru og hjá körlum
við kynþroska en talið er að kven-
hormónið estrogen auki útskilnað
a þessari sýru og haldi henni þar
"með undir mettunarmörkum. Kon-
ur fá því ekki þvagsýrugigt fyrr
en eftir tíðahvörf.
Einungis um fimmtungur þeirra
sem hefur hækkun á þvagsýru í
blóði fær gigt af hennar völdum.
Hún er mun algengari meðal karla
en kvenna en tíðnin hjá þeim nálg-
ast þó það sem er hjá körlum eftir
því sem lengra líður frá tíðahvörf-
um. Langflestir þeirra sem fá
þvagsýrugigt útskilja of lítið magn
af þvagsýru í gegnum nýrun, mið-
~"að við  framleiðslu  líkamans  af
henni. Því meiri
sem líkamsmass-
inn er því meira
verður niðurbrot
*jfí^     kjarnasýranna  og
ÆSftl því hærri verður
*J5RA þvagsýran í blóð-
inu og líkurnar á
þvagsýrugigt auk-
ast að sama skapi.
Þvagræsilyf
minnka útskilnað
á þvagsýru og eru þar með oft
orsök þvagsýrugigtar. Áfengi
minnkar einnig útskilnað á þvag-
sýru gegnum nýrun og er samband
áfengisneyslu og þvagsýrugigtar
vel þekkt. Innmatur og annar
frumuríkur matur sem inniheldur
mikið af kjarnasýrum er talinn
geta valdið einhverri þvagsýru-
hækkun en það er þó talið óveru-
legt og yfirleitt er ekki talin ástæða
til að breyta mataræði fólks með
þvagsýrugigt.
Einkenni
Þvagsýrugigt er algengur sjúk-
dómur og byrja einkennin skyndi-
lega, oft að næturlagi, með miklum
verkjum og eymslum í stórutánni.
Verkurinn er mjög sár og táin svo
viðkvæm að sjúklingurinn þolir
ekki að við hana sé komið. Nætur-
svefn verður enginn og sjúklingur-
inn haltrar berfættur til læknis
með eldrauða og stokkbólgna stór-
utá.
Um 70% þvagsýrugigtarkasta
byrja á þennan hátt en bólgan
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
33 úra reynsla - 1 eöa 2ja ára námskeifi á ehsku
Hótelrekstrarnámskeið sem lýkur með prófskírteini
- Almennur rekstur og stjórnun
- Þjálfun í framkvæmdastjórn
HCIMA réuindi. Námiö fæsl viðurkennt i bandarískum og
cvrópskum háskólum.                             HOSTR
Ferðamálafræði lýkur með prófskírteini
- Ferðaskrifstofunámskeio viöurkennt af IATA/UFTAA
- Þjálfun í framkvæmdastjórn
Skrifið til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL.
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821.
STEINAR WAAGE
kr. 2.995,-
Ath.: Mjúkt                    Stærðin 31/2-71/2
og gott leður         Litur: hvítur, beige og svartur
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsiuafsláttur.
Toppskórinn,
Veltusundi,
sími 21212
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212
getur líka byrjað í öðrum liðum
og þá oftast í neðri útlimum og
frekar í smáum liðum en stórum.
Þó bólgna einnig stórir liðir eins
og ökkli og hné af völdum þessa
sjúkdóms. Einkennandi fyrir þvag-
sýrugigt er hversu verkurinn og
bólgan er svæsin og ef liðurinn er
lítill verður húðin yfir honum
dumbrauð. Ef sjúklingar fá endur-
tekin þvagsýrugigtarköst og þvag-
sýran í blóðinu er stöðugt há safn-
ast hún fyrir og fellur út í stoðvef
líkamans og sést þá sem hvítgular
skellur á eyrum, í kringum liði og
víðar. Nauðsynlegt er að hindra
að þvagsýrugigt nái þessu stigi því
þessar útfellingar geta valdið
skemmdum á liðum og líffærum.
Meðferð og horfur
Ástæðulaust er að meðhöndla
hækkaða þvagsýru hafi viðkom-
andi ekki fengið þvagsýrugigt.
Hana má lækna með bólgueyðandi
gigtarlyfjum sem slá fljótt og vel
á verkinn og bólguna. Verstu ein-
kennin ganga yfir á nokkrum dög-
um og meðferðin tekur 2-3 vikur.
Að henni lokinni þarf að ákveða
hvort ástæða er til að lækka þvag-
sýruna í blóðinu með lyfjum sem
þá þarf oft að gefa í fyrirbyggj-
andi skyni til æviloka. Oft er hægt
að lækka þvagsýruna með öðrum
aðferðum og er það jafnan reynt
fyrst. Megrun, breytingar á blóð-
þrýstilyfjum eða minni neysla
áfengis sparar mörgum ævilanga
lyfjatöku.
Arni Jón Geirsson
„Þvagsýrugigt er al-
gengur sjúkdómur og
byrja einkennin skyndi-
lega, oft að næturlagi,
með miklum verkjum og
eymslum í stórutánni.
Verkurinn er mjög sár
og táin svo viðkvæm að
sjúklingurinn þolir ekki
að við hana sé komið."
Horfur sjúklinga með þvagsýru-
gigt eru mjög góðar því þetta er
gigt sem hægt er að lækna. Mikil-
vægt er þó að lækniseftirlit sé við-
haft.
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum og
gigtarsjúkdómum á lyfjadeild
Landspítalans.
Farið úr
veriá
loka-
daginn
Á      LOKADAGSKVÖLD
mánudaginn 11. maí stendur
Reykjavíkurhöfn fyrir upp-
rifjun á vetrarvertíðarlokum
á síðustu öld. Boðið verður í
skoðunarferð frá Austurvör
í Skildinganesi og síðan eftir
gömlu leiðinni (Bessastaða-
leiðinni) norður Melana og
áfram austur við Landakots-
hæðina eftir Aðalstræti
(Hovedgaden) niður í Gróf-
ina. Þaðan „gegnum"
Bryggjuhúsið og „niður" eft-
ir Duushúsbryggju. Ef sjó-
veður verður gott gefst kost-
ur á kvöldsiglingu út á Kolla-
fjörð með farþegaskipinu
Arnesi.
Farið verður kl. 20.15 frá
Shellstöðinni og gengið með
ströndinni að Austurvör en þar
hefst skoðunarferðin.
Á leiðinni verður komið við
í Þjóðminjasafninu og fullbúinn
áttæringur með Engeyjarlag-
inu skoðaður. Skreið og salt-
fiskur verða til sýnis á bólvirk-
inu við Bryggjuhúsið, elsta
hafnarmannvirki Reykjavíkur.
Þeim sem vilja nýta sér
Strætisvagna Reykjavíkur er
bent á leið 5, Skerjafjörð, sem
fer kl. 19.45 frá Lækjartorgi.
Vagninn stansar við Shellstöð-
ina.
Ferðafélag íslands:
Raðganga umhverfis Hvalfjörð
RAÐGÖNGUR Ferðafélagsins
hafa notið vinsælda síðustu árin.
Raðgangan 1992 verður farin í 10
áföngum frá Kjaiarnesi umhverfis
Hválfjörðinn og upp í Borgarnes.
Sú nýjung er tekin upp að fólk
getur valið um tvo kosti, fjallahring
Hvalfjarðar eða strönd og láglendi
Hvalfjarðar. Þeir sem misstu af
fyrsta áfanganum 26. apríl sl. geta
komið með laugardaginn 16. maí,
en þá verður hann endurtekinn. Núna
á sunnudaginn 10. maí verður farinn
annar áfangi raðgöngunnar. Kl.
10.30 er gengið á Tindstaðafjall og
um norðurbrúnir Esjunnar. Kl. 13.00
er strandagangan farin frá Saurbæ
á Hvalfjarðareyri. Það er tilvalin fj'öl-
skylduganga. Gengið í um þrjár klst.
Brottför í ferðirnar er frá Úmferð-
armiðstöðinni, austanmegin, kl. 14
og höfð verður viðkoma í Mörkinni 6.
fFréttatilkynning frá Ferðafélagi tslands.)
Raðganga Ferðafélags Islands 1992:
Kjalarnes - Hvaljjörður - Borgarnes
7. ferð, B:
9. áyúst, kl. 10:30
Botnsdalur-Saurbær
10.ferð, B
19. sept.,
kl.9:00
8. ferð, A:
23. ágúst, kl. 10:30
?  ?  ?-----------
Keppni í akstri
strætisvagna
UNDANKEPPNI Mótorklúbbs
starfsmannafélags     Strætis-
vagna Reykjavíkur fyrir Norð-
urlandamót í akstri Strætis-
vagna, sem haldin verður í
Kaupmannahöfn í sumar fer
fram laugardag 9. maí á Reykja-
víkurflugvelli kl. 9-16.
Skrábir þátttakendur í keppnina
eru 24 og aka þeir tvær umferðir
hver. Sex efstu menn öðlast rétt
til þátttöku í Norðurlandamótinu.
Úrslit verða tilkynnt í hófi í að-
setri SVR, Borgartúni 35.
6. ferð,B:
26. júll. kl. 10:30
Brynjudalur-Botnsdalur
G.ferð.A:
26. júli, kl. 10:30
5.ferð,A:
28. Júní. kl. 10:30
5.ferð,B:
28. júni, kl. 13:00
Hvammsvík-Brynjudalsvogur |
4.ferð, B:
14. júní, kl. 13:00
Búoasandur-Hvammsvik
11. ferð, A:
''(j 126.aprfl,kl. 13:00
3.ferð,B:
24. mai, kl. 13:00
Hvanjarðareyri-Búoasandur
10 km
Meðfylgjandi mynd sýnir ferðir og það svæði sem farið er um.
5  Stúdentasamband VI
Aðalfundur Stúdentasambands VI verður
haldinn á kennarastofu Verzlunarskólans við
Ofanleiti, miðvikudaginn 13.maíkl. 17.00.
Dagskrá:
1.  Venjuleg aðalfundarstörf.
2.  Stúdentafagnaður VI sem haldinn verður
föstud. 29. maí í Átthagasal Hótels Sögu.
Stjórnin.
fúlltmi
etu séistaklega
tlYíttlltll

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52