Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.MjOjRfiJUflB^Q; JSUN^/DAG.IJft, ^p^yw
^
Otryggt samband 174 ar
VACLAV HAVEL, forseti Tékkó-
slóvakíu, heilsar hér Vaclav Klaus,
sem hann veitti umboð til að mynda
nýja stjórn eftir þingkosningarnar.
Tékkar og Slóvakar tóku höndum
saman til að geta styrkt hvorir aðra
í sjálfstæðisbaráttunni og stofnuðu
Tékkóslóvakíu árið 1918.
VLADIMIR MECIAR, leiðtogi
Hreyfingar fyrir lýðræðislegri Slóv-
akíu.
hafa farið til Slóvakíu þar sem 33%
þjóðarinnar búa. Slóvakískir þjóðern-
issinnar kenna embættismönnum í
Prag um en líklegra þykir að Þjóð-
verjar, sem standa að baki megin-
parts fjárfestinganna, kjósi Bæheim
og Mæri af því að þau eru nær Þýska-
landi og voru auk þess hluti af þýsku-
mælandi Evrópu í aldaraðir.
Því er stundum haldið fram að
Slóvakar séu slakari vinnukraftur en
Tékkar. Kona sem ég gisti hjá í Brat-
islava var fljót að taka fram að
maðurinn hennar væri „duglegur
Slóvaki" þegar ég spurði hvaðan þau
hjónin væru. „Eg er frá Mæri en
maðurinn minn er héðan," sagði-
hún.„„En hann er duglegur Slóvaki.
Hann vinnur tvöfalda vinnu."
Markaðir Tékkóslóvakíu í Austur-
Evrópu hafa hrunið og það hefur
bitnað illa á Slóvakíu. Þungaiðnaður
og vopnaframleiðsla eru stór hluti
atvinnulífsins þar og hvort tveggja á
í miklum erfiðleikum. Ákvörðun sam-
bandsstjórnarinnar að hætta vopna-
framleiðslu hefur verið gagnrýnd
harðlega í Slóvakíu. Einn starfsmað-
ur Þjóðernisflokksins, sem hlaut rúm
9% í kosningunum, sagði að Tékkar
ætluðu alls ekki að hætta framleiðsl-
unni heldur hefðu vélar úr verksmiðj-
um í Slóvakíu verið fluttar til Bæ-
heims og Mæris. Það er væntanlega
vitleysa en margir Slóvakar trúa öllu
illu upp á Tékka. Sambandsstjórnin
vill hætta vopnaframleiðslu bæði af
siðferðis- og efnahagsástæðum. Lög-
leg eftirspurn hefur dregist svo sam-
an að framleiðslan borgar sig engan
veginn og ríkisstjórn Tékkóslóvakíu
og Vaclav Havel forseti kæra sig
ekki um að vera bendluð við ólögleg
viðskipti hugsanlegra vopnakaup-
enda.
Innanríkisviðskipti Slóvaka og
Tékka hafa verið Slóvökum í vil.
Tékkar hafa keypt 30 til 40% alls
SPENNA hefur verið milli Tékka og Slóvaka allt frá því þeir
stofnuðu Tékkóslóvakíu árið 1918. A þeim tíma voru Slóvakar
að mestu bændafólk og stóðu Tékkum langt að baki hvað iðnað
varðar eins og nú.
Um 2000-400 fyrir Krist var svæðið sem nú er Slóvakía einkum
byggt þrakó-kimmerskum þjóðflokkum en eftir það sóttu
Keltar inn á það að vestan og síðan Slavar að norðan. Und-
ir lok 9. aldar lögðu Ungverjar Slóvakíu undir sig og landið heyrði
undir Ungverjaland í um 900 ár, eða þar til Tomas Masaryk og Edu-
ard Benes, stjórnmálamenn sem höfðu verið í útlegð, lýstu yfir sjálf-
stæði Tékkóslóvakíu í október 1918 þegar Habsborgar-keisaradæmið
var leyst upp í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Fyrsti ungverski háskólinn var stofnaður í Bratislava árið 1467 og
borgin var höfuðborg Ungverjalands á meðan Búdapest var í höndum
Tyrkja frá 1541 til 1686. Habsborgar-keisarar, sem voru einnig kon-
ungar Ungverjalands, voru krýndir krúnu Stefáns helga í Martinsdóm-
kirkju í Bratislava til 1830 og ungverska þingið kom þar saman til
1848. Ungverska var ríkismál alls Ungverja-
lands og ekki ætlast til að slóvakíska væri
töluð opinberlega.
Tékkía, tékknesku svæðin í gamla furstadæm-
inu Mæri og konungsríkinu Bæheimi, tilheyrði
Habsborgar-kéisaradæminu í aldaraðir og
þýska var tungumál embættismanna þar.
Móravar, slavneskur þjóðflokkur, settist að í
Mæri á 6. og 7. öld e.Kr. og stofnuðu þar
konungsríki 830. Mæri varð hluti af Bæheimi
1029. Bæheimur var frá um 2000 f.Kr. byggður Keltum en á 1. öld
e.Kr. lögðu Germanar landið undir sig. Um 600 lögðu Tékkar, slavn-
eskur þjóðflokkur, Bæheim undir sig og settust þar að. Á 9. öld var
Bæheimur sameinaður í eitt furstadæmi sem kristnaðist á 10. öld.
Eftir það voru Bæheimskonungar yfirleitt háðir Þýskalandskeisurum.
Hámarki náði veldi Tékka á tímum Ottókars konungs 2. (1253-78)
er ríkti yfirhluta Slóvakíu, Austurríkis og Slóveníu, auk Bæheims
og Mæris. Á 14. og 15. öld var Bæheimur einn mikilvægasti hluti
Þýska keisaradæmisins. Árið 1526 var fursti af habsborgaraætt kjör-
inn konungur Bæheims og landið sameinaðist þannig Austurríki-Ung-
verjalandi.
Spenna var milli Tékka og Slóvaka er Habsborgar-keisaradæmið var
leyst upp 1918. Tékkar voru ekki aðeins fleiri heldur stóðu þeir einn-
ig fjárhags- og menningarlega framar Slóvökum, sem voru að mestu
bændafólk. í Bæheimi og Mæri voru þrír fjórðu af iðnaði keisara-
dæmisins.
Tékkar og Slóvakar tóku þó höndum saman til að geta styrkt hvorir
aðra í sjálfstæðisbaráttunni og stofnuðu Tékkóslóvakíu árið 1918.
Stórjörðum var skipt og stjórnarskrá, sem kvað á um þingræði og
lýðræði, tók gildi 1920. Tékkar réðu mestu og vakti það óánægju
meðal Slóvaka og Súdeta-Þjóðverja, en þeir síðarnefndu vildu samein-
ast Austurríki eða Þýskalandi.
sig fótunum. Tékkar voru herteknir
af Þjóðverjum í seinna stríðinu og
Eduard Benesch, þáverandi forseti,
flúði land og setti upp útlagastjórn
og tékkneskar hersveitir börðust með
bandamönnum. Dr. Josef Tiso stjórn-
aði hins vegar Slóvakíu með blessun
Hitlers og Þjóðverjar tryggðu landa-
mæri ríkisins, en stríðsárin eru eina
tímabilið sem Slóvakía hefur verið
sjálfstæð. Það kom Slóvökum vel
þegar sambandsríkið sameinaðist
aftur eftir stríðið að bandamenn litu
á Tékkóslóvakíu sem einn af sigur-
vegurunum vegna afstöðu Tékka.
Kommúnistastjómin byggði upp
þungaiðnaðinn í Slóvakíu og hélt
honum gangandi í gegnum þykkt og
þunnt. „Fjöldi Tékka var sendur
þangað til starfa. Slóvakar vissu að
þeir hefðu frekar kosið að starfa í
tékkneska hlutanum. Þeir sem neit-
uðu að ganga í kommúnistaflokkinn
og þeir sem lentu i ónáð af einhverj-
um ástæðum voru gjarnan sendir til
Slóvakíu," sagði vinur minn sem
gekk aldrei í flokkinn og starfaði um
tíma í Slóvakíu. „Sumir þessara
manna gerðu sig breiða og Slóvakar
kunnu ekki við þá."
Alexander Dubcek, formaður
flokksins sem var settur af 1968, og
Gustav Husak, sem missti forseta-
embættið 1989, voru báðir frá Slóv-
akíu. Þeir sáu til þ'ess að Slóvakar
færu ekki halloka í samskiptunum
við Tékka. Sumum Slóvökum finnst
Havel ekki gæta hagsmuna Slóvakíu
eins vel. Meciar, sem 37% Slóvaka
kusu í kosningunum til slóvakíska
þingsins, segir hann forseta Tékka.
Slóvakar hafa aldrei staðið á eigin
fótum nema á stríðsárunum. I>jóð-
ernissinnar vilja nú fá að sýna hvað
í þeim býr. Þeir eru vanþakklátir
fyrir hjálp Tékka í gegnum árin,
segjast vel geta komist af án þeirra
og afskiptasemi sambandsstjórnar-
innar í Prag. „Það er alltaf talað um
Tékka þegar átt er við Tékkósló-
vaka," sagði ung kona í Bratislava.
„Við erum orðin þreytt á „Tékkar"
þetta og „Tékkar" hitt. Við viljum
ekki að Slóvakar gleymist lengur."
„útflutnings" þeirra en Slóvakar hafa
aðeins fengið um 5 til 20% „útflutn-
ingsframleiðslu" Tékka. Yfír
300.000 Slóvakar búa í tékkneska
hlutanum og tæp 40.000 til viðbótar
sækja vinnu þangað. Um 3.500
Tékkar sækja vinnu í Slóvakíu. At-
vinnuleysið þar er yfir 15% en aðeins
um 5% í tékkneska hlutanum.
Ástandið mun versna í báðum hlutum
ríkisins ef sambandsríkið klofnar en
þó sérstaklega í Slóvakíu. Klaus, sig-
urvegari kosninganna í Bæheimi og
Mæri, segir að sambandslýðveldin
geti komist af hvort án annars í fram-
tíðinni en það muni taka sinn tíma
fyrir þau að jafna sig eftir aðskilnað-
inn. „Enginn veit hversu langan tíma
það mun taka," sagði hann. Flestir
telja víst að Tékkar nái sér á strik
langt á undan Slóvökum.
Vanþakklæti í garð Tékka
Vinafólk mitt á áttræðisaldri sem
ég heimsótti í Prag var ánægt með
úrslitin í tékkneska hlutanum en
hafði áhyggjur af framtíð sambands-
ríkisins. „Fólk á okkaraldri getur
nú litið tií baka og hugsað til komm-
únistaáranna sem ævintýris sem við
urðum að þola. Von okkar um eðli-
legt líf verður væntanlega að veru-
leika undir stjórn Klaus. En það verð-
ur erfitt að semja við Slóvaka. Við
Tékkar erum að verða þreyttir á
þeim og myndum láta þá sigla sinn
sjó ef tilfinningarnar væru látnar
ráða. En við erum hugsandi fólk og
vitum að það væri betra ef sam-
bandsríkið styrktist frekar en sundr-
aðist."
Vinur minn sagði að sjálfstæðis-
þörf Slóvaka byggðist á minnimátt-
arkennd. Þegar Tékkar og Slóvakar
tóku höndum saman 1918 var at-
vinnulíf og fagmenntun mun þróaðri
í tékkneska hlutanum og Tékkar
hjálpuðu Slóvökum að koma undir
SNARA
FÁNASTENGUR
•  Úr glasfiber
•  Með öllum búnaði
•  Lengdir 6-7-8-10 metrar
SNARI
SÍMI 72502
TILBOÐ
ÓSKAST
NIÐURHENGD LOFT
¦ CMC keríi fyrir nlðurhongd loft, cr úr
galvani*eruöum malmi og eldþolið.
¦ CMC herfl *r ¦uðvolt I uppsetnlngu og mjög sterkt.
¦ CMC kerfi er fest með stlllanlegum upphengjum
wm pola allt a& 50 kg punga.
* CMC kerfi f»st I mörgum gerðum basði sýnilegt og
falle og verttð er ötrúlega l&gt
^^                            EINKAUMBOÐ
^Þ.ÞORBRÍMSSON&CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
í Cherokee Sport 4x4, árg. '90 (ekinn 16
þús. mílur), Isuzu P/U 2 W/D, árg. 90 (ek-
inn 24 þús. míiur), Chevrolet Custom Van
C-20 (innréttaður), árg. '87 og aðrar bifreið-
ar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju-
daginn 16. júní kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í I.H.C. Wrecker
10 hjóla með/bómum og spili, árg. '78.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
¦ *¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40