Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 144. tbl. 80. árg. „Evrótópía“ Heinekens FREDDIE Heineken, stjórnarformað- ur hins þekkta hollenska bjórfyrirtæk- is, vinnur nú að því að reyna að sann- færa evrópska s tj ó rn málamenn um að heppilegasta framtíðarskipan álfunn- ar sé stofnun sambandsríkis 75 ríkja. Hugmynd sína, er kynnt var í skýrslu- formi í vikunni, kallar Heineken „Evrótópíu“ og í henni felst að sam- band ríkjanna, sem ekkert yrði fjöl- mennara en tiu milljónir íbúa, yrði svipað og ríkja Bandarikjanna. Til að ná því markmiði yrði að brjóta upp flest stærri ríki Evrópu og yrði Frakk- landi til að mynda skipt upp í sjö ríki og Bretlandi í tíu ríki. Meðal hinna nýju ríkja mætti nefna „Mercia“ með Birmingham sem höfuðborg, „Ile-de- France" fyrir Parísarsvæðið og Lund- únir yrðu kjarni ríkisins „Essex“. Einu ríkin sem yrðu óskipt áfram væru Portúgal, ísland, Danmörk og „Skand- inavía" [!]. Smárikin Monakó og Liechtenstein yrðu aðildarriki án at- kvæðisréttar svipað og District of Columbia í Bandaríkjunum. Skorar Andrew Morton á hólm FRAKKI nokkur hefur skorað Andrew Morton, höfund bókarinnar um hjóna- bandsraunir Díönu Bretaprinsessu, á hólm. Maðurinn heitir Jean Verrier, er 71 árs að aldri og bauð Morton til einvigis í opnu bréfi í franska dagblað- inu Le Figaro. „Þú ert bölvaður bast- arður,“ skrifaði hann. „Ég vara þig við því að ég er með hittnari mönnum þegar ég beiti skammbyssunni minni.“ Kona hans segir þetta frumhlaup, því maðurinn hafí aldrei nokkurn tíma hleypt af byssu. John Gotti aft- ur á skólabekk JOHN Gotti, mafíuforinginn fyrrver- andi sem var dæmdur í lífstíðarfang- elsi í Bandaríkjunum á dögunum, hef- ur orðið fyrir enn einni auðmýking- unni. Honum verður gert að taka þátt í þriggja mánaða námskeiði, sem byggt er á námsefni fyrir grunnskóla. Lestur, skrift, enska, stærðfræði og náttúrufræði verða þá skyldufög fyrir harðjaxlinn, sem hætti í skóla á tán- ingsárunum til að hefja ferilinn þjá mafíunni. Helsta skemmtun hans í fangelsinu verður bingó, sem haldið er siðasta miðvikudag hvers mánaðar. Ef hann verður heppinn gæti hann unnið svissneskt armbandsúr - eða par af sokkum. HAFRANNSOKNASTOFNUN • • Orlagagyðja STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Þorkell Ólympíumeistari í Fljótá Norðmaðurinn Vegard Ulvang, sem vann þrenn gullverðlaun á I í framtíðinni í Hólafjalli. Skíðakapp'arnir létu vel af dvölinni Ólympíuleikunum í Albertville í vetur, hefur dvalið í Fljótum í nyrðra, fóru á hestbak, sigldu á kajak og renndu fyrir silung Skagafirði undanfama daga ásamt félögum sínum úr norska jafnframt því að hlaupa um Tröllaskaga. A myndinni eru Veg- skíðalandsliðinu. Þeir hafa m.a. skoðað fyrirhugað skíðasvæði ard Ulvang og félagi hans, Pál Gunnar Mikkelsplass, að reyna sem Trausti Sveinsson á Bjarnargili hefur í hyggju að koma upp | sig á kajak niður Fljótá. Leiðtogar EB íhuga hera- aðaraðgerðir í Sarajevo Belgrad, Lissabon. Reuter. SERBAR héldu áfram stórskotaárásum á Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herz- egovínu, í gær eftir að Sameinuðu þjóð- irnar höfðu gefið þeim tveggja sólar- hringa frest til að hætta árásunum, en hann rennur út í dag, sunnudag. Sam- kvæmt drögum að ályktun leiðtoga aðildarríkja Evrópubandalagsins er ekki útilokað að beitt verði hervaldi i því skyni að opna flugvöllinn í Sarajevo svo hægt verði að koma vistum til 300.000 íbúa borgarinnar, sem eru orðnir uppiskroppa með matvæli og lyf vegna rúmlega tveggja mánaða umsát- urs Serba. Harðir bardagar geisuðu í úthverfinu Dobrinja, sem er skammt frá flugvellinum og var reist fyrir vetrarólympíuleikana árið 1984 en því síðan breytt í Mðahverfi. Ef Serbar ná hverfinu á sitt vald er borin von að hægt verði að opna flugvöllinn, að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna í New York. Sameinuðu þjóðirnar hafa að undanförnu reynt að opna flugvöllinn og ákváðu á föstu- dag að gefa Serbum tveggja daga frest til að hætta árásunum á Dobrinja og vöruðu við því að ella kynnu samtökin að beita „öðrum aðferðum" til að koma íbúunum til hjálpar. Þar er að öllum líkindum átt við beitingu hervalds. Fulltrúi Bosníu hjá Sam- einuðu þjóðunum hvatti til takmarkaðra loft- árása til að binda enda á árásimar, en leið- togi Serba í Bosníu, Radovan Karadzic, varaði við því að erlend hemaðaríhlutun gæti leitt til nýs „Víetnamstríðs". Samkvæmt drögum að ályktun, sem embættismenn EB-ríkjanna 12 samþykktu fyrir leiðtogafundinn í Lissabon í gær, úti- lokar bandalagið ekki að hervaldi verði beitt þótt það kjósi frekar að hægt verði að leiða málið til lykta með friðsamlegum hætti. Sigurreifir Danir Um 100.000 manns komu saman í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld til að fagna óvæntum sigri Dana á heimsmeisturum Þýskalands í úrslitaleik Evrópumóts landsliða í knattspymu. Þetta voru mestu fagnaðarlæti í dönsku höfuðborginni frá frelsun hennar árið 1945 eftir fimm ára hernám nasista. —r S Reuter ERFÐAVISAR rrr t rrr t k MWVVr FLYTJA UHllf BRJOSTAKRABBA Rcett •við þrjá ís- lenska vísinda- menn um þessar rannsóknir Landshornaflakk Ráöherrrabústaðarins Hvar? Þórður Runólfsson rifjar upp kynni sín af Jóhanni skáldi Jónssyni BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.