Morgunblaðið - 11.11.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.11.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Hrólfur Sigurðsson ________Myndlist Bragi Ásgeirssbn í Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum málarans Hrólfs Sigurðs- sonar og mun hún sett upp í til- efni sjötugsafmælis hans. Hrólfur er engin óþekkt stærð í íslenskri myndlist, þótt hann hafi einungis haldið eina sjálf- stæða sýningu í Reykjavík, sem var í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1962. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga með góðum árangri, m.a. átta Haustsýningum FÍM og fimm sinnum verið þátt- takandi á sýningum Listmálarafé- lagsins. Þar að auki hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir listamenn, m.a. setið í listr- áði Listasafns íslands sem kjörinn fulltrúi þeirra og það eitt segir sína sögu. Það er rétt sem segir, að þeir eru til sem hafa sig lítt í frammi um sýningarhald. Orsakimar geta verið margar og ólíkar og m.a. reynir það mjög á taugakerfí við- komandi vegna alls umstangsins, sem er í kringum þær og óvissu um undirtektir svo og duttlunga- full viðbrögð íjölmiðla. Þá hefur ástandið í listmálum verið meira en undarlegt hérlendis og er enn, þannig að sumir eru jafnvel í sál- arháska, og skyldi því engan furða, þótt þeir sem geta haldið sig fjarri sýningarhaldi og opin- berri listpólitík um leið geri það. Um það höfum við séð ýmis dæmi, en þegar sýningarhald er eina ráðið til að markaðssetja list sína vegna sérstöðu hennar verða menn að fara í slaginn, en það hafa þeir síður þurft er á einhvem hátt hafa fetað hefðbundnar slóð- ir. Sjálfur grunnur listar Hrólfs Sigurðssonar hefur þannig alltaf verið ágætlega hefðbundinn og traustur, þótt hann teljist jafn- framt hafa ræktað sértæk viðhorf á myndfletinum og í þá vera óspart skáldað í flötinn á huglæg- an hátt. Að baki þessum á stundum næsta óformlegu tilfæringum með liti og form er þó jafnaðarlega rökvís hugsun, hvoru tveggja hvað snertir meðvitaða sem skyn- ræna uppbyggingu myndheilda. Bakgrunnur þessara vinnu- bragða er öðra fremur sóttur til Kaupmannahafnar, þar sem Hrólfur stundaði nám í teikniskóla Eric Clemmesen árið 1946, en fékk fljótlega inngöngu í Konung- lega fagurlistaskólann, þar sem hann stundaði nám hjá Kræsten Iversen til vorsins 1950. Það þótti með miklum ólíkind- um á þessu tímabili hve hópur íslendinga var stór við skólann, en það má láta nærri að þeir hafí verið jafn margir eða fleiri en all- ir samanlagt sem í skólann höfðu komið frá upphafí, í nær 200 ára sögu hans! En umskiptin urðu svo snögg, því að þegar sá er hér rit- ar hóf nám við skólann haustið 1950 var hann framan af, að því ég best veit, eini íslendingurinn sem var reglulegur nemandi í málaradeild, en einn bættist svo við nokkra seinna, en sá var á síðasta námsári. í Kaupmannahöfn naut Hrólfur hefðbundinnar akademískrar kennslu, sem fólst m.a. í því að teikna fyrirsætur frá morgni til kvölds fyrstu árin. íhaldssöm kennsla að vísu en mun lærdóms- ríkari og giftudrýgri en maður gerði sér grein fyrir í fyrstu. Þessu fylgdi einnig, að menn fengu ekki að fara í lit fyrr en þeir höfðu tekið út vissan þroska í teikning- „Við sjóinn". Olía á striga. 1982. unni, sem einnig var af hinu góða, því að eðlismunurinn er hér mik- ill svo að hver og einn hefur gott af aðhaldi og því að upplifa hann í vinnu sinni. Á þessum árum fékk heldur enginn að fara í framhaldsdeildir eins og t.d. veggmyndagerð eða grafík fyrr en þeir höfðu sannað verðleika sína í teiknun og málun. Hvað sem hver segir um þessa kennslu hefur hún skilað af sér traustustu og hugmyndaríkustu framúrstefnumáluram aldarinnar og hún kom líka í veg fyrir að minni spámenn og loddarar gætu villt á sér heimildir, því að þeir strönduðu einfaldlega á miðri leið eða fyrr. Mönnum var í sjálfsvald sett að beita sig listrænum aga og víst er að vinnubrögð margra vora æði frjálsleg og losaraleg, en aðr- ir lögðu sig alla fram. Hér þekkt- ist ekki miðstýring að ofan og yfírbygging skólans var einföld og skrifræðið lítið, hver og einn var sem sagt sinnar eigin gæfu smiður, en rétt er að menn vora margir æði líkir prófessorunum í vinnubrögðum sínum. Seinna hristu sumir þessi áhrif af sér og það voru þeir sem áttu erindi á listavettvang. Þessi formáli er ekki út í hött þegar list Hrólfs Sigurðssonar er til umfjöllunar, því grunnur henn- ar er greinilega sóttur í vinnu- brögð sem eru nær óþekkt hér á landi er svo er komið. Hægt og bítandi kemur hinn listræni þroski, og hver og einn höndlar hann sjálfur, en er ekki einhver þiggjandi fjölþjóðlegra hræringa og hópefli sem yfír ganga, og virðist lífselexír þeirra er hafa lítið fram að færa sjálfir. Þroski Hrólfs hefur einmitt á þennan hátt komið hægt og bít- andi, en smám saman gert hann að mjög traustum málara svo sem öll sýningin í Kjarvalssal er til vitnis um. En fyrir margt er trauðla hægt að nota skilgreininguna yfirlits- sýning um þessa framkvæmd, því það vantar svo mikið af eldri verk- um. Jafnvel hefði verið gagn af því að sjá teikningar af fyrirsæt- umfrá áranum í Kaupmannahöfn. Ýmsum mun þykja þetta skrít- inn og jafnvel hæpinn framslátt- ur, en þetta hef ég séð á yfirlits- sýningum erlendis, t.d. á sýningu verka Richards Mortenssen á Rík- islistasafninu í Kaupmannahöfn, sem er einn af höfuðpauram strangflatalistarinnar í Dan- mörku. Þær teikningar hafði hann gert í skóla Bissie Höyer. Elsta málverkið á sýningunni er þannig Heklumynd frá 1961, sem vekur strax upp í manni for- vitni eftir að sjá meira frá því tímabili svo og einnig sjötta ára- tugnum, þ.e. er listamaðurinn var allur í dökkum tónum og þá helst jarðlitum. Þetta tímabil er ekki til á sýningunni. Viðhorfið, að sýna einungis það Hrólfur Sigurðsson. besta og nýjasta, sem var lengi slagorð framúrstefnulistamanna, er hvarvetna úrelt er lífsverk lista- manna er lagt fyrir almenning, enda ekkert annað en klár sögu- fölsun. Hér verður að vera skýr og skilvirkur þráður eða þá einungis þemasýning, sem hefur lítið með yfírlitssýningu í sinni raunsönn- ustu mynd að gera. í Heklumyndinni frá 1961 sjáum við að Hrólfur hefur áður lagt meira upp úr formunum í sjálfu landslaginu og ein sér bregður hún skýrara ljósi á seinni þróun, er hann notar einungis landslagið sem hugmyndabanka, sem hann vinnur frjálslega úr eft- ir því hver gállinn er á honum hverju sinni. í mörgum þessum myndum skynjar maður meira suðrænan hita en hrjúfa íslenska náttúru, í öllu falli er hárauði liturinn mikið atriði í myndum hans og beinlínis kveikir í heildinni og má sjá skýr dæmi í málverkunum „í skógi“ (1974), „Á Þingvöllum“ (1974), „Heklugos" (1980) og „Sumar- nótt“ (1991), sem er í eigu Menntaskólans á Akureyri. Má réttilega halda því fram og í orðs- ins fyllstu merkingu, að þessi vinnubrögð gangi eins og rauður þráður í gegnum drjúgan hluta sýningarinnar. Hér er gott dæmi um skáld- skapinn í myndum Hrólfs, en með þessu magnar hann upp dularfulla stemmningu, er hrífur skoðand- ann með sér. En Hrólfur á sér einnig fleiri hliðar og þess sér stað í öðrum málverkum á sýning- unni og í ýmsum þeirra hugsar hann öllu meira um hina sýnilegu uppbyggingu myndverksins en þegar mettaðir og seiðandi litir ráða ferðinni. Og hvað uppbyggingu mynd- heilda snertir, þá skynjar maður jafnvel rökvísa hugsun í gegnum þær myndir sem virka fijálslegast málaðar og sérstækastar í form- um. Að myndbyggingin sé Hrólfi inikið atriði kemur m.a. fram í því að hann virðist á stundum leggja út af Jóni Stefánssyni, sem var hvað strangastur í byggingu verka sinna. Hjá Jóni var stundum lagt út á ystu nöf til að ná við- brögðum, en gerði ekki E1 Greco það líka svo og Cézanne auk margra annarra? Þessir menn höfðu myndbygginguna í fingrun- um en fóru eftir eðlishvötinni í útfærslu hennar, en eigi síður strangri rökvísi, svo sem t.d. Po- ussin. Þetta kemur t.d. fram í mál- verkunum „Rauðisandur“ frá 1988 og 1989, þar sem láréttar línur forgrannsins skipta miklu meira máli en í fjarska sér í fjall og kólgubakka yfír því. Hér er skemmtilega unnið úr íslensku myndefni og erfðavenju, og þrátt fyrir allt bera myndimar sterkan svip höfundar síns. Sér á báti er stóra málverkið „Úr Vogunum" frá 1985, en hér gegnir dularfullt hús í bakgrunn- inum miklu hlutverki. Húsið virk- ar svo fjarlægt og einmanalegt en yfir allri myndinni er einhver norrænn galdur og birtuflæði, sem grípur skoðandann sterkum tökum. Það má segja að í heild sé þetta mjög fáguð og menningarleg sýn- ing, sem kynnir listamanninn Hrólf Sigurðsson allvel. Ennfrem- ur að hún sé góð kynning á hug- takinu málverk eins og það var skilið og hefur lengi verið skilið í norrænni list. Gefín hefur verið út handhæg sýningarskrá í sama formi og áður í sambandi við fyrri boðsýn- ingar, sem er mikilsverð kynning á listamönnunum. í þessu tilviki njóta svart/hvítu myndirnar sín alls ekki, þar sem liturinn gegnir svo miklu máli í uppbyggingu málverkanna. En að einu leyti er framkvæmd þessarar sýningar frábragðin hin- um fyrri og það er hinn stutti sýningartími, eða aðeins tvær vik- ur að mér skilst, en í slíkum tilvik- um eru þijár til fjórar vikur hið minnsta sem hægt er að bjóða upp á. Sýningarnar þurfa að fá svigrúm til að vinna sig upp og eiga að vera vel skoðaðar af skóla- nemendum. Skulu menn því hafa það hugfast, að sýningunni lýkur sunnudaginn 15. nóvember. I góðum tilgangi Bókmenntir Erlendur Jónsson Benedikt Sigurðsson: _NÝ ÚTÓPÍA? Greinasafn. 85 bls. Útg. Kiwanisklúbburinn Katla, 1992. Ungur maður að norðan kom einu sinni til Valdimars Ásmundssonar og bað hann að birta grein sem hann hafði samiðv Ritstjóri Fjallkonunnar las greinina og sagði síðan álit sitt: Ritsmiðin væri nokkuð góð. Ungi maðurinn varð harla glaður. En gleð- in dvínaði skjótt þegar Valdimar fékk honum greinina aftur með þeim orð- um að hann mundi ekki birta hana. Og ástæðan? í greininni kæmi ekki fram neitt nýtt. Allt, sem þar stæði, væri búið að segja áður. Sagan af Valdimar og unga mann- inum kemur í hugann þegar þetta greinasafn Benedikts Sigurðssonar er lesið. Benedikt fæst við sundurleit við- fangsefni: Dóminn yfír Sókratesi, sálarlíf Egils, siðferði Gúllívers, breyskleika Macbeths og hik Haml- ets. Þar að auki segir hann álit sitt á þróunarhjálp sem hann lýsir sig eindregið fylgjandi; hefur enda kynnt _sér þau mál af eigin sjón og raun. Síst skal í efa dregið að allt sé þetta hugsað og samið í góðum tilgangi. Og víst hlýtur maður að samsinna mörgu því sem Benedikt heldur fram eða bendir á, að minnsta kosti því sem hann segir um mannúðarmál. Hver vill ekki rétta bágstöddum hjálparhönd eða lina þjáningar sjúkra og sveltandi bama svo dæmi séu tekin? Þess háttar umræða verður sjaldnast að deiluefni. Ekki verður heldur þrætt fyrir að Egill karlinn hafí verið þunglyndur þegar þannig stóð í bólið hans. Það sem Benedikt segir um kappann þann og önnur stórmenni bókmenntanna kann því allt að vera á gildum rökum reist. Erfiðara er að finna nýjan flöt á jafn- þaulkönnuðum viðfangsefnum. Skemmst er frá að- segja að Bene- dikt hefur ekki heldur náð þeirri snerpu og einbeitni sem þarf til að orð hans veki skjóta athygli. Hugleið- ingar hans um þróunaraðstoð eru á sinn hátt virðingarverðar. En þær eru almenns eðlis. Og mannúðin er sjálfsagðari en svo að menn taki að leggja eyra við málflutningnum ef hann boðar ekki neitt nýtt. Benedikt þarf að skerpa eigin hugsun, efla málkennd sína og hefja stíl sinn til meiri reisnar áður en hann tekur að sér það torvelda hlutverk aiLvekja aðra til umhugsunar. Þar að auki hefði þurft að vanda betur til útgáfunnar. Prentvillur eru margar. Og málfari er sums staðar ábótavant. Kunn orðasanbönd, sem Benedikt grípur gjarna til, eru víða úr lagi færð. Nokkur dæmi: »... ganga til bols og höfuðs á ...« . . . að fara »villu vega« . . . »að hefna morðið á föður sínum« ... »... um ramman reip að draga ...« Eða setn- ingin: »Niðurstaða hans ber taum af því.« Og á einum stað brast lesand- ann hreinlega skilning á samheng- inu. Fyrst segir að barnaskóli hafi brunnið; síðan að skjótt hafí verið brugðist við til að hefja »endurreisn spítalans.« Ef til vill hentar höfundi annað betur en ritgerðaformið. Hann gæti t.d. reynt að setja saman vandamála- leikrit. Þess háttar stykki ganga enn. Og gera það gott. P.S. - I grein minni, Rithöfundur lýsir myndlistarmanni (um Thor og Svavar 4. nóv. sl.), féllu niður nokkr- ar línur með þeim afleiðingum að fyrri hlutinn varð eintómt ragl. Hér kemur hið rétta: Gömlu meistararnir vora enn starfandi og í hávegum hafðir. Mynd- ir um myndlist, að. ýmsum þótti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.