Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B
7. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tupolev-154 þota brotlendir á flugvellinum í Nýju Delhí
Gengur kraftaverki næst
að allir um borð lifðu af
Nýju Delhí. Reuter.
RÚSSNESK Tupolev-154 farþega-
flugvél fórst I lendingu í Nýju Delhí
aðfaranótt laugardags. Allir um borð
komust lífs af og þykir það ganga
kraftaverki næst.
Þotan brotlenti, valt á flugbrautinni og
vængur og stél vélarinnar brotnuðu af. Loks
kviknaði í vélinni en samt sluppu farþegar og
áhöfn lifandi út úr henni. Satish Lumba, tals-
maður félags atvinnuflugmanna í Indlandi,
sagði í gær að líklega hefði það bjargað far-
þegunum að gat kom á vélina er hún brot-
lenti og farþegar gátu flúið skjótt undan eldin-
um.
Madhavrao Scindia, flugmálaráðherra Ind-
lands, hefur boðist til að segja af sér vegna
slyssins. Indverskir flugmenn eru í verkfalli
og því hafa verið leigðar vélar með áhöfn
erlendis frá. Tupolev-flugvélin var leigð frá
Úzbekístan svo dæmi sé tekið. Flugmennimir
í verkfalli höfðu varað stjórnvöld við því að
erlendu flugvélarnar og áhafnirnar uppfylltu
engan veginn kröfur um öryggi. Áhöfn Tup-
olev-vélarinnar var rússnesk. Lumba sagði í
gær að hann hefði talað við flugmanninn og
hefði hann að líkindum verið örþreyttur í flug-
inu.
Irakar hlíta flugbanni
Bagdad. Washington. Reuter.
ÍRAKAR hafa gengið að skilmálum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að nokkru
leyti að því er Phil Coady, flotaforingi Bandaríkjanna á Persaflóa, segir. Þeir hafi
stöðvað óleyfílegt flug sitt yfir Suður-írak. Hins vegar er ekki vitað með vissu hvar
skotpallar þeir fyrir loftvarnaeldflaugar sem írakar höfðu komið fyrir i Suður-írak
eru nú niður komnir.
Mikil hreyfíng hefur verið á skotpöllunum
að undanförnu en írökum hafði verið gert að
flytja þá norður fyrir 32. breiddarbaug fyrir
kl. 22.30 á föstudagskvöld. Málgögn íraks-
stjómar fóru hörðum orðum um Bandaríkin í
gær og sögðu íraka undir stríð búna. Sendi-
herra Iraka hjá SÞ sagðist hins vegar vona
að tekist hefði að afstýra átökum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur
skorað á íraka að aflétta banni við flugi Sam-
einuðu þjóðanna í írak sem sett var á föstu-
dag. Ella verði gripið til harkalegra aðgerða.
Þórður Jónsson yfirmaður flugrekstrar Sam-
einuðu þjóðanna í írak segist bjartsýnn á að
geta hafíð flug aftur innan skamms.
Sjá samtal við Þórð Jónsson á bls. 2.
KOMIÐ UR ROÐRI
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kæstri síld
dengt á Dani?
DANIR hafa mótmælt kröftuglega
þeirri ákvörðun Svía að hefja aftur
starfsemi Barsebáck-kjarnorkuvers-
ins. Verið er Svíþjóðarmegin Eyrar-
sunds og hefur lengi verið Dönum
þyrnir í augum enda sést það frá höf-
uðborginni Kaupmannahöfn. Eins og
vænta mátti hefur þó verið gamansam-
ur undirtónn í deilum frændþjóðanna
um þetta efni nú í vikunni. Danski inn-
anríkisráðherrann, Thor Pedersen,
sagði að ef þjóðaréttur heimilaði þá
myndi hann senda danska herinn til
Svíþjóðar til að hindra að Barsebáck
opnaði. Sænski vamarmálaráðherr-
ann, Artders Björck, sagði að Svíar
myndu svara innrás með því að varpa
þjóðarréttinum, kæstri síld, sem þykir
afar lyktsterk, á Dani. Pedersen sagð-
ist þá vera mát, danski herinn hefði
ekki yfir að ráða aðvörunarbúnaði sem
þekkti óvininn á lyktinni.
Swift-Tuttle í
öruggri fjarlægð
BRIAN Marsden hjá Alþjóðlegu
stjörnufræðistofnuninni olli miklu upp-
námi í haust með því að segja að líkurn-
ar á því að halastjarnan Swift-Tuttle
rækist á jörðina árið 2126 væru 1 á
móti 10.000. Hann hvatti til þess að
reiknað yrði út nákvæmlega hver yrði
braut Swift-Tuttle svo hægt yrði að
grípa til viðeigandi ráðstafana ef hætta
reyndist á árekstri. Samkvæmt út-
reikningum sem síðan hafa verið gerð-
ir mun Swift-Tuttle komast næst sólu
11. júlí 2126. Mánuði síðar fer hala-
stjarnan framhjá jörðu í 45 milljón km
fjarlægð.
Tékkar leita
að þjálla nafni
ÞAÐ vefst enn fyrir Tékkum að fínna
heiti á nýja ríkið sitt. Opinbert nafn
er Tékkneska lýðveldið en ljóst þykir
að það sé ekki nógu þjált í daglegu
tali. Stungið hefur verið upp á nöfnun-
um Tékkía, Tékkaland, Tékkómæri og
Tékkóslavía. Helstu dagblöð eru farin
að nota heitið Cesco en talið er erfitt
að snara þessu heiti á aðrar tungur. Á
þýsku yrði niðurstaðan Tschechei sem
var nafn Þjóðveija á Bæheimi og
Mæri í síðari heimsstyrjöldinni er land-
ið var innlimað í Þýskaland Hitlers.
Ekki þykirþetta því að öllu leyti heppi-
legt heiti. Önnur útgáfa er Czecho, sem
sumum þykir skárra en ýmsar ná-
grannaþjóðir hafa valið þá leið að tala
um CR, upphafsstafina í opinberu heiti
lýðveldisins á tékknesku.
GÁLEYSI 14
ég gcfst ekkí upp
Nýstúdentinn Ásdís Jenna Ást-
ráðsdóttir lætur mikla fbtlun
ekki hindra sig _ _
20
A ELDFJALLAVAKT