Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6  C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993
¦    ¦
í landi þar sem ernir eru
ekki, heldur spörinn að
hann sé örn__________
MÁLTÆKI FRÁINDÓNESÍU
GENGIS			f?
SKRÁNI 31. desemb<	NG		
	Jr1992		-\j--------------'
Albanía	lek		0,5821
Angóla	kwanza		0,1157
Argentína	ástral		64,2201
Bangladesh	taka		1,6470
Belize	dollar		32,0155
Brazilía	cruzado		
Búrma	kyat		9,8582
Filippseyjar	peso		2,7139
Fílabeinsstr.	CFA-franki  0,2321		
Gambia	dalasi		7,3244
Guatemala	quetzal		11,8995
Hong Kong	dollar		8,2767
Indónesía	rúpía		0,0311
Jamaica	dollar		2,6843
Jórdanía	dinar		95,1843
Kambodia	riel		0,0320
Kfna	yan		11,1917
Kórea (Suðurj	won		0,0815
Líbanon	pund		0,0349
Malasía	ringit		24,4924
Maldiveseyjar rufiyaa			5,3463
Malawi	kwatcha		14,8226
Marokkó	dirham		7,7176
Nýja Sjálánd	dollar		32,9279
Óman	rial		165,9624
Pakistan	rúpía		2,5099
Sierra Leone	leone		0,1243
Singapore	dollar		39,0775
Taiwan	dollar		2,5234
Thailand	baht		2,5152
Zimbabwe	dollar		11,7284
Nyjung í leikhúsi
í höfuöborg ísraels
í fréttabréfi ísraelsku ríkisferða-
skrifstofunnar er bent á að menn
geti farið í leikhús í ísrael og
notið sýningarinnar þó þeir skilji
ekki orð í hebresku. Cameri leik-
húsið í Tel Aviv hefur komið
fyrir búnaði við alla stóla svo
menn geta fengið textann í
heyrnartólum á ensku samtimis
og á sviðinu.
Meðal verka sem eru á dagskrá
leikhússins næstu mánuði er verk
Steinbecks Þrúgur reiðinnar, Rík-
arður 3. eftir Shakespeare og verk
eftir Harold Pinter og Spánverjann
Lope de Vegas.            ¦
Upplag flogblaðs
SAS Scanorama
verið stækkað
UPPLAG flugblaðs SAS, Sca-
norama, hefur verið stækkað
úr 130 þús. eintökum jmánað-
arlega í 160 þúsund. Ákveðið
var að gera það eftir að könn-
un meðal farþega staðfesti
að blaðið væri mikið lesið í
flugferðum og farþegar sótt-
ust eftír að fá blaðið ef það
var ekki í sætisvasa fyrir
framan hvern farþega í upp-
hafi ferðarinnar.
í farþegakönnuninni sást að
89% farþega lásu blaðið í ferð-
inni og 94% farþega í langflugi
notuðu að meðaítali 26,8 mínút-
ur tii að kynna sér það.   ¦
EYÐIMERKURBJERIHH
SEJJUH
KARLARNIR dönsuðu eftir aðalgötunni í Sejjun,
öllu heldur þessari einu götu, héldu um handlegg
hvers annars, höfðu prik í armkrikanum, þokuðu
sér tvö skref fram og eitt aftur og þuldu söng.
Við hinn götuendann var annar hópur, eins útbú-
inn en flutti annan texta og af meiri krafti. Fylk-
ingarnar nálguðust hvor aðra. Ég hugsaði hvort
ætti að sviðsetja bardaga. Svo reyndist ekki vera.
Eftir næstum hálftíma dans og söngl sem hækkaði
smám saman og varð að kröftugum söng sameinuð-
ust fylkingar, urðu ein með fagnaðarhrópum.
mm Þetta voru hátíðahöld
j þeirra í Sejjun vegna bylting-
m* arinnar 1963 og í texta var
úthúðað þeim sem höfðu haft
SSS þjóðina undir hæl sínum og
lofað langþráð frelsi. „Ó, þú
landið mitt sem áður varst svo ham-
ingjusamt og gjöfult, ég skal gefa
þér það sem ég á, fórna þér öllu,
jafnvel ástinni minni, ef við fáum
frelsi." Textinn var ekki öllu marg-
brotnari og endurtekinn sem hinir
kúguðu nálguðust hina sem höfðu
öðlast frelsið. Svo var sigursöngur-
inn; frelsið var fengið, nú skyldu
kúgaðir losna undan okinu.
A sínum tíma varð reyndin önnur
því það var aðeins norðurhluti
landsins sem hlaut þetta frelsi sem
sungið var um. Kommúnistar náðu
völdum í suðrinu og réðu þar lögum
og lofum þar til fyrir röskum tveim-
ur árum. Nú 30 árum síðar er Jem-
en eitt land. Samt fer fjarri að þjóð-
in sé sameinuð í anda og sannleika.
Sejjún er vinalegur 30 þús.
manna bær í suðausturhlutanum.
Ég hafði loks upp á korti þar sem
hann var merktur. Þeir hafa ekki
beinlínis lagst í landakortagerð þeir
Jemenar og landsvæðið sem áður
hét Suður-Jemen er aðeins lauslega
kortlagt nema spildur í kringum
Aden.
Við lögðum upp frá Múkalla og
keyrðum í austur. Svo var sveigt
inn í landið og farið um Abdullah
Garib-skarðið og yfir á Joal-háslétt-
una Þar er meiri fjölbreytni í land-
inu en ég átti von á. Eyðimörkin
tekur ekki við fyrr en farið er gegn-
um Shibam - fyrsta skýjakljúfa-
borg Jemens og klukkutíma áður
en komið er til Sejjun. Lengi vel
vorum við í jaðri uppþornaðs árfar-
vegs sem heitir Wadi Adin, gæti
verið 20-40 km breiður. Inn í þenn-
an „dal" sem er víðs fjarri okkar
dalskilgreiningu fór ég tveimur
dögum seinna á heimleiðinni. Á
hægri hönd þegar farið var með-
fram Wadi Adin risu fjöllin há. Ég
sá sjaldan þorp á fjallatindum eins
og í norður og miðlandinu. Það sést
hvergi svo mikið sem lækjarspræna
en sums staðar voru fjöllin gróin
upp í miðjar hlíðar. Annars staðar
nakin og kuldaleg. Þrátt fyrir hit-
ann, því hann vantar ekki hér um
slóðir, og er 40 stig á daginn.
Þegar komið var fyrir dalinn tók
við sendið land og gott til leirhúsa-
gerðar enda í hverju þorpi hér sem
menn voru að búa til flögur úr hon-
um og þurrka og reisa hús þegar
réttri þornun var náð. Sejjun er
sagt hafa byggst umhverfis mikinn
kastala sem undurfögur prinsessa
Sejjun átti og bjó þarna á dögum
Hadhramawt-ríkisins. Kannski er
það goðsögn en svo mikið er víst
að bærinn var til áður en islam kom
til Arabíu. Markaðurinn er líflegur
og stórkostlegur kastali - þó ekki
prinsessunnar - frá soldánstímum
stendur enn og hefur verið gerður
að þjóðminja- og þjóðháttasafni.
Það var fyrir tilstilli frábærs ná-
unga, Marco Liviadotti, fram-
kvæmdastjóra Universal ferðaskrif-
stofunnar í Sanaa að ég eyddi
drjúgum tíma verunnar í Jemen nú
í suðurhlutanum. Marco er ítalskur
en faðir hans var líflæknir síðasta
imamsins í Norður Jemen sem var
hrundið úr valdastóli í byltingu
1962. Hann er uppalinn í Jemen
en á einnig ættir að rekja til Líban-
ons. „Ég er Miðjarðarhafsmaður og
Jemen-vinur," sagði hann.
Ferðaskrifstofa Universal er önn-
ur stærsta og hún tekur á móti æ
fleiri hópum frá Evrópulöndum.
Marco vann áður hjá ferðamálaráð-
inu en tók við Universal fyrir nokkr-
um árum. Það er einkar skynsam-
legt að hafa hann þar í forsvari.
Hann þekkir alla, hefur sambönd
alls staðar. Og það sem er óumdeil-
anlegur kostur, hann er alinn upp
í landinu en skilur hugsunarhátt
ferðamanna frá Evrópu. Því ég
hygg að mörgum finnist Jemen er
erfitt land. Mannlífið, hugsunar-
Marco Liviadotti.
Dansað vegna byltingarinnar.
háttur og viðhorf framandlegt,
frumstætt og vanþróað á evrópskan
mælikvarða. Vegir víðast hvar eins
og bestu malarvegir á íslandi upp
úr miðri öldinni. Gistiaðstaða utan
borganna er ekki upp á marga fiska
og hætt við að kröfuhörðum ferða-
mönnum bregði í brún þegar þeir
koma á matsölustaði. En allt er á
réttri leið og Universal er að færa
út starfsemina, ætlar að reisa full-
komna ferðamannamiðstöð í Sanaa,
aðra skammt frá Sejjun og þá þriðju
skammt frá Múkalla.
ie
¦st.
s
V
V
ilv
r
1«
,';S
l
Apinn Jiro vinsælasta
sjönvarpsstjarna Japans
VINSÆLASTA sjónvarpsstjarna Japans á síðasta ári var apinn
Jiro, 7 ára makakíapi, sem kemur fram ásamt þjálfara sínum
Taro og sýnir hina kúnstugustu list. Það atriði sem hvað mestr-
ar hylli naut er þegar Jiro hermdi eftir George Bush Bandaríkja-
forseta er hann leið ælandi í ómegin í veislu í Tókýó í fyrra
eins og frægt varð.
Auk þess að koma fram í sérstök-
um skemmtiþáttum leikur Jiro í
auglýsingamyndum um lækningu
við timburmönnum, innhverfri
íhugun o.fl. Þeim félögum Jiro og
Taro hefur nú verið boðið að sýna
í New York seinna á þessu ári og
segir Taro að þeir félagar telji það
einn þeirra mesta sigur á listferlin-
um. Jiro fékk verðlaun japanska
menntamálaráðuneytisins 1991 og
hefur fengið fleiri viðurkenningar.
Þar sem þeir hafa lagt sig eftir að
herma eftir Bush og skopast að
honum óttast japanskir aðdáendur
að honum muni ekki takast að gera
Clinton jafngóð skil eða það geti
altjent tekið tíma áður en hann nær
tökum á þessu nýja viðfangsefni
sem bjóði ekki upp á jafn mikla
skrumskælingu og Bush.      ¦
Taro og Jiro ræða við blaðamenn.
+
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12