Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 B 3 MYNDIR EFTIR MIÐALDASKISSUM Jón Reykdal myndlistarmaöur. Morgunbiaðið/Þorkeii HEIL vert þú sem nýtur náóar Guðs. Ave Maria gracia plena. Engillinn kom til Mar- íu og sagði henni að hún myndi verða þunguð og ala« son Föðurins, hann ætti að heita Jesús. Boðun Maríu hefur verið ófáum yrkisefni, ýmsum frægustu snillingum sögunnar jafnt sem lítt þekktum listamönnum. Ná- lægt árinu 1400 gerði ís- lenskur myndlistarmaður skissur að myndum, silfri og útskurði í bók sem varðveitt er í Árnasafni. Flestar mynd- anna eru trúarlegs eðlis og telur Björn Th. Björnsson list- fræðingur hugsanlegt að höfundurinn hafi verið munkur á Helgafelli. Boðun Maríu er viðfangsefni lista- mannsins í nokkrum teikn- ingum bókarinnar. Við þær hefur annar myndlistarmað- ur stuðst í vinnu sinni, á nýl- iðnum vetri, í Reykjavík. Sá heitir Jón Reykdal og verða myndir hans til sýnis í and- dyri Hallgrímskirkju í tilefni kirkjulistahátíðar. r slenska teiknibókin er afar fá- gæt, hin eina á Norðurlöndum af þessu tagi og tímabili, að sögn Björns Th. Björnssonar. Vera má að einhveijar síður hafi glatast úr bókinni, Ámi Magnússon eignað- ist hana upp úr 1700 og hingað kom hún frá Danmörku eftir að Árna- stofnun komst á laggirnar. Kristján Eldjárn segir í aðfaraorðum bókar- innar íslensk list frá fyrri öldum, að teiknibókin sé bending um að kirkjumálverk hafi verið miklu fijórra svið íslenskum listamönnum en ætla mætti af því sem varðveist hefur. Teiknibókin varð til fyrir siða- skipti og í kaþólskri trú skipa Mar- íufræði mikilvægan sess. Boðun Maríu markar þar upphaf allrar endurlausnar eftir syndafallið. En Lúter sagði mönnum að tala beint til Guðs, óþarft væri að biðja Maríu fyrir bænirnar til hans. Guðsmóðir- in kemur þó vitanlega við sögu hjá mótmælendum, prestar þjóðkirkj- unnar minntust til dæmis boðunar- dags Maríu 28. mars. Á myndum af erkienglinum Gabríel og Maríu mey eru tíðum sömu tákn milli þeirra; áletraður borði og lilja. Svo er einnig um ís- lensku miðaldaskissurnar sem Jón Reykdal hefur teiknað upp og lit- sett. Engillinn heldur stundum á borða með ávarpinu sem tekið er upp í byijun þessa texta. Lilja í keri er tákn meyfæðingarinnar eða hreinleikans. Jón Reykdal kveðst ekki hafa reynt að búa til nýjar persónulegar myndir út frá þessu efni. Hann hafi verið trúr fyrirmyndunum í teiknibókinni en litað þær eftir eig- in höfði. „Ég fékk það verkefni að mynd- skreyta kápu Hómelíubókar, sem ÍSLENSKIR HÖKLAR HÖKULL, skikkjan yfir hempu prestsins og rykkilíni, er hluti af umhverfi messunnar eins og skreytingar í kirkjunni og arkitektúr hennar. Hann er ekki aðeins nytjahlutur, heldur einnig sjálfstætt listaverk. Á liðnum áratugum hefur tals- vert verið keypt af fjöldaframleiddum höklum erlendis frá, en íslenskt listafólk leysir í vaxandi mæli af hólmi útlend pöntunarfyrirtæki. Til að stuðla enn frekar að þessari þró- un hefur verið efnt til höklasýningar í Hallgrímskirkju í til- efni kirkjulistahátíðar. Kirkjulistanefnd stendur að sýningunni, hana skipa séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Sverrir Norðfjörð arkitekt. Gunnar segir það tilgang sýningarinnar að vekja athygli á þessu listformi. og umræður um notkun og merkingu hökulsins. Ásta Hrönn Maack, fram- kvæmdastjóri kirkjulistahátíðar, segir að í íslenska textíllistafélaginu séu um sjötíu konur, níu þeirra eigi hökla á sýningunni. Vonast sé til að áhugi fleiri textíllistamanna kvikni með þessu og í vinnustofu sem opin verði í Hallgrímskirkju fyrri hluta laugardagsins 5. júní. í tengslum við sýninguna kemur út vegleg handbók um hökla. Hökullinn á sér ævaforna sögu, að sögn Gunnars, allt frá upphafi I illllll Morgunblaðið/Sverrir nýkomin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, og hef unnið að því í vetur með hliðsjón af þessum gömlu teikningum," segir Jón. For- ráðamenn kirkjulistahátíðar fengu veður af þessu, ákváðu að skreyta dagskrá hátíðarinnar með einni myndanna og sýna í anddyri Hall- grímskirkju ýmsar tillögur sem hann hefur gert að kápumynd. Þær eru raunar fleiri en ella hefði orðið vegna sýningarinnar. Jón studdist líka við skissu úr teiknibókinni þegar hann gerði kápumynd Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar sem Lögberg gaf út fyrir nokkrum árum. Hann hefur gert talsvert af því að myndskreyta bækur, en yfirleitt hafa það verið ljóðabækur. „Ég hef verið svo lán- samur að fá svona verkefni utan úr bæ og unnið þau jafnframt eigin myndum, bæði grafík og málverk- um. Það kaupir enginn málverk núna, myndlistarmenn fundu til krepþu strax í lok síðasta áratug- ar. En þeir mála samt og mála og fylla skúffur afhugmyndum sínum um heiminn. Ég tek mig til og þrykki myndir öðru hvoru til að geta gert það sem ekki selst, venju- legt fólk hefur þrátt fyrir allt efni á grafíkmyndum. Nú er ég til dæm- is að vinna ásamt Þórði Hall að tveim grafíkmöppum sem Vérða til- búnar í sumar.“ Jón kveðst aldrei fyllast von- leysi, hvort heldur vegna efnahags- ástands eða drunga á vetri. „Ég er bjartsýnn að eðlisfari," segir hann. „Nú er ég kominn á sumartíma, vakna fyrir sex á morgnana og mála í tvo tíma. Þá skrepp ég yfir götuna af vinnustofunni í Sundhöll- ina og held svo sprækur áfram fram undir kvöldmat. Á veturna kvarta margir yfír skammdeginu, mér finnst það afar fallegur tími.“ Myndir Jóns eru af Islandi, smáu og stóru, jökli, jörð undan vetri eða laufum í garðinum. Þær eru aldrei af ákveðnum stað og hafa síðustu misseri orðið óhlutbundnari en áð- ur. Nokkur verka hans verða til sýnis í sparisjóðnum í Mjóddinni í næsta mánuði og í haust ætlar Jón að sýna í Stöðlakoti. En í liðinni viku var hann að festa litkrítina á myndunum af Maríu mey og englinum, bláan lit Maríu og marga aðra sem kættust eftir því sem myndunum fjölgaði og birta tók af sumri í vinnustofu málarans. Þ.Þ. kristninnar. Hann var til foma hversdagsleg yfirhöfn Rómverja og þróaðist innan kirkjunnar í búning kristinna manna við helgihald. Hök- ull endurspeglar kirkju hvers tíma, á miðöldum tíðkuðust til dæmis feikiskrautlegir búningar. Höklar héldu velli í siðaskiptum á íslandi, þeir voru gjarna saumað- ir úr fínustu efnum sem fengust í hverri sveit, teknir upp brúðarkjólar eða önnur skartklæði heldri kvenna. Þjóðminjasafnið geymir fjölda gam- alla hökla. Á síðustu öld og fram á þessa miðja voru rauðir flauelshö- klar með gylltum krossi ráðandi og eftig.það fóru kaup hökla að utan að tíðkast auk innlends vefnaðar. Þann sið að hafa hökla í litum kirkjuársins má rekja til elleftu ald- ar. Síðan var hann sums staðar lagður af meðal mótmælenda á 18. öld. í handbók kirkjunnar frá 1981 er gert ráð fyrir að fornar litareglur verði teknar upp á íslandi. Litirnir em til þess að minna á mismunandi viðfangsefni í boðun kirkjunnar eft- ir því sem kirkjuári vindur fram: Pjólublátt merkir iðrun og yfirbót og er notað á aðventu og föstu, grænt táknar vöxt og þroska og er notað á sumrin. Prestar skrýðast gylltu og hvítu á hátíðum, svörtu á föstudaginn langa og rauðu á ýms- um dögum öðrum til merkis um ást og eldmóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.