Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Páll P. Pálsson kvaddi með glæsilegu verki Tónlist Jón Ásgeirsson Aukatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, undir stjórn Páls P. Pálssonar, voru haldnir í Há- skólabíói sl. fímmtudag. Á efnis- skránni voru tvö verk, Píanókon- sert nr. 2, eftir Brahms og sinfón- ískt söngverk eftir Pál P. Pálsson, er hann nefnir Ljáðu mér vængi. Einsöngvari var Rannveig Braga- dóttir mezzo-sópran og Markus Schirmer píanóleikari. Píanókonsert nr. 2 eftir Brahms er mikið skáidverk og erfitt í flutningi. Markus Schirmer fór mjúkum höndum um það og lék píanissimo, þar sem stóð í raddskránni og er siíkt ekki al- gengt hjá einleikurum. Á móti fínlegum og fallega útfærðum leik hans, vantaði þá hvellskerpu og þungbúna kraft, sem einkennir Tónleikagestir hylltu Pál P. Pálsson fyrir vel unnin störf og afburða gott tónverk. einfarann Johannes Brahms. Hljómsveitin lék vel, undir ör- uggri stjórn Páls og bjómstraði leikur hennar í frábærum selló- einleik Bryndísar Höllu Gylfadótt- ur í þriðja sæti verksins. Ljáðu mér vængi eftir Pál P. Pálsson er glæsilegt verk, vel unnið og var frábærlega vel flutt af Rannveigu Bragadóttur. Efnið var byggt á sex ljóðum og hefst á Grágæsamóðir ljáðu mér vængi, þulunni góðu eftir Huldu, en síðan kemur Ijóðið, Svanir fljúga hratt til heiða, eftir Stefán frá Hvítad- al. Fjögur þýsk ljóð fylgja á eftir og þar er að finna bergmál styrj- alda, þyrnum vafðar rústir og söknuð. Páll vefur um þennan texta áhrifamikinn tónbálk, sem var einstaklega vel útfærður í ljóðinu Austurvígstöðvamar. Þjóðvísan Draussen im weiten Krieg er sérkennilega útfærð hjá Páli, ekta þjóðvísa og var einstak- lega vel flutt af Rannveigu. Með þessum tónleikum kveður Páll P. Pálsson tónleikagesti Sin- fóníuhljómsveitar íslands, eftur rúmlega fjörutíu ára viðvist á stjórnandapallinum og á hann inni hjá hlustendum digran sjóð þakk- lætis fyrir framlag sitt sem lista- maður. Tónleikagestir þökkuðu fyrir með því að rísa úr sætum og hylla Pál fyrir vel unnin störf og afburða gott tónverk. Orgeltónleikar Hans Dieter Möllers Innblástur úr orgelinu „FORVITNI varðar mig miklu,“ segir organistinn Hans Dieter Möller sem hingað er kominn til tónleikahalds á kirkjulistahátíð. „Hún er andstæða deyfðar og heimsku og hvetur til að leita á ný mið. Forvitni flytjanda tónlistar og hlustanda. Ég er alltaf að leita að músík sem er mér ókunn og finnst stundum sem ég hafi himinn höndum tekið. Það er líka dýrmætt að leika verk sem áheyrendur þekkja ekki fyrir og afskaplega miklu einfald- ara á íslandi en sunnar í Evrópu. En jafnvel í stærstu borgum álfunnar er hægt að koma á óvart aftur og aftur með nýrri tón- list, hvort sem hún er kompóneruð örfáum dögum eða árhundruð- um fyrr. Við heyrum svo mikið eftir karla eins og Bach, það er hollt að fá stundum aðra tóna, að meisturunum ólöstuðum.“ Kramhúsið Senur úr Máfinum LEIKLISTARHÓPURINN „Leyndir draumar" sýnir af- rakstur vetrarvinnu sinnar í Kramhúsinu í kvöld, laugardag- inn 29. maí, kl. 21.00, og nefnist sýningin „Um þrána“. Hópurinn hefur verið á tveimur námskeiðum í vetur undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur, leikstjóra, og unnið með leikritið Máfinn eft- ir Anton Tsjekhov. Hópurinn mun sýna nokkrar senur úr Máfinum við hrífandi næturljóð Chopins. Þátttakendur eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins og eru allir komnir yfir 25 ára aldur. Þeir sýna nú í fyrsta sinn opinberlega brot af sín- Anton Tsjekhov. um „leyndu draumum." Aðgangur er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Möller ákvað að spila spænsk orgelverk og spuna á mánudaginn. Konsertinn er annar í röð fimm orgeltónleika í Hallgrímskirkju í vikunni og hefst klukkan 20.30. Hann segist vissulega eiga sér uppáhaldsár í orgelverkum. Tón- list barrokktímans, bæði í Frakk- landi og á Spáni, eigi sterk ítök í honum. „Mér þykir líka vænt um sumt úr frönsku rómantíkinni," segir Möller íbygginn yfir játning- unni, „en ætla að láta vin minn Daniel Roth um hana á þriðjudags- tónleikunum. Og frönsk samtíma- verk finnst mér mörg stórkostleg." Roth hefur oft komið til Islands og var hér síðast vegna víglsutón- leika orgelsins í Hallgrímskirkju í desember. Þá lék hann mjög blandaða tónlist, en heldur sig nú við eina og ákveðna stefnu. Hann gefur þó lítið fyrir einstrengings- hátt og kveðst til dæmis ekki fylgja hreinstefnumönnum um orgel. „Til er sú tíska að orgel eigi að vera í einum anda og ekki blendingur úr ýmsum áttum,“ seg- ir hann. „Að Bach eigi helst aðeins að spila á orgel eins og þau voru á 17. öldinni og þannig komi gömlu góðu tímarnir aftur. Kannski voru þeir ekkert alltof góðir. Orgel sem nú eru smíðuð gefa möguleika sem áður voru órafjarri, tæknin bætir hefðina. Góðir orgelsmiðir eins og Klais, sem smíðaði hljóðfærið í Hall- grímskirkju, geta sameinað þætti ólíkra tímabila og það er mikils virði fyrir tónlistarunnendur á ís- landi. Hér geturðu ekki farið í eina kirkju og heyrt barokkmúsík og aðra til að hlusta á flutning nú- tímaverks á orgelið. Ég held að smíði þessa orgels hafi tekist vel, það hefur einkenni franskrar 19. aldar rómantíkur, þýska barokks- ins og vott af spænskum áhrifum með láréttum trompetum. Menn heyra hvað það getur á tónleikum næstu daga.“ Möller er þreyttur eftir langan dag við orgelið og hugsar sig um áður en hann bætir því við að lík- lega sé þessi samþætting ólíkra eiginleika einkenni okkar tíma. En í raun þoli góð tónlist ýmiskon- ar hljóðfæri og tóngerðir. Á tónleikum Möllers leitar hann fyrst í kistur 17. aldar tónskálda á Spáni og heldur áfram allt fram til dagsins í dag þar sem hann endar á eigin spuna. Það er hvíta- sunnuhugleiðing um sekvensíuna, það sem síðar kemur, spil hans um laglínur kaþólskrar messu. Hann segir áhrif franskra orgel- verka nútímans sterk í þessum spuna. ’Eg heillast af krafti hug- mynda í trúnni, þær séu fijór jarð- vegur orgelleiks af fingrum fram. Minnstu skiptir hvort ég trúi sjálf- ur á bókstafinn, innblásturinn kemur úr orgelinu.S Þ.Þ Grísk myndriss Riss frá Eyju Heilags Loðvíks í Parísarborg. Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er ekki á hverjum degi sem grískir myndlistarmenn sækja okkur heim, hvað þá að þeir haldi sýningar hér í borg. En það hefur þó gerst, að grísk listakona, Theano Sundby að nafni, sem er gift Norðmanni og búsett í Osló, sýnir teikningar og vatnslitamyndir í FÍM-salnum í Garðastræti 6, og stendur sýn- ingin til sunnudagskvölds 30. maí. Theano er fædd í Hellas 1928 og er föðurnafn hennar Tsiovari- dis en móðurnafnið Tzieropolou svo það má öllum vera ljóst að hún er ósvikinn Grikki. Nám stundaði hún í fagurlistaskólan- um í Aþenu 1950-51, en síðan og fram til 1956 í fagurlistaskó- lanum í París hjá Jean Souv- erbie, auk þess að sækja vinnu- stofu hins þekkta málara André Lhote, sem lengi hélt einkaskóla. Listakonan hefur víða lagt land undir fót og dvalist í lengri og skemmri tíma í París, Kaup- mannahöfn, London, Kypros, Feneyjum, Fiórenz og Vínar- borg, auk þess að leita uppi æskustöðvarnar í Hellas. Einnig hefur hún sótt Sovétríkin heim í tvígang. Þessi upptalning er sett fram hér vegna þess, að sjá má á myndverkum gerandans að lista- konan hefur víða komið við og sótt áhrif til margra átta, auk þess hefur hún sýnt á ýmsum þessara staða og nokkrum sinn- um vestan hafs og þá einkum í New York og Chicago. Það sem helst einkennir þessa sýningu eru létt myndriss, sem gerð eru við ýmis tækifæri og þá helst á staðnum, ásamt viss- um innileika í útfærslu. Hér er það frásagnargleðin sem ræður ríkjum frekar en að kafað sé djúpt í myndefnið og unnið úr því. Myndirnar eru þannig yfir- leitt á rissstiginu og það er bæði styrkur þeirra og veruleiki. Styrkur vegna þess að þær tjá artistíska kennd, en veikleiki vegna þess að myndefnið er ekki krufið til hlítar að segja má. Það er þó ósjaldan viss yndis- þokki samfara slíkum vinnu- brögðum og þau eru iðkuð mark- visst af fjölda listamanna, sem jafnvel forðast að kafa of djúpt í lögmál myndlistarinnar. Fyrir þeim skiptir mestu að grípa ferskleika augnabliksins, koma fyrstu áhrifunum sjónreynslunn- ar umbúðalaust til skila á mynd- flötinn. Hér er þannig ekki önnur heimspeki á ferð, en sem mark- ast af kenndum gerandans fyrir því sem hann hefur í sjónmáli hveiju sinni, og það er fyrir margar sakir alveg nóg. Það voru og einmitt myndir, sem eru létt og leikandi unnar, sem staldrað var helst við á sýn- ingunni, eins og t.d. nr. 6 „Rósal- árviður“ (6), „Skógur minning- anna“ (8) og „Bogalínur og hrynjandi ljóssins" (10). Það má merkja uppruna lista- mannsins á sumum myndanna og hann kemur greinilegast fram í skreytikenndum léttleika og suðrænum geðblæ. Það verður að telja ljóður á sýningunni að flest nöfnin eru á frönsku og skil ég ekki hvers vegna og því leyfði ég mér að þýða heiti myndanna sem ég vitna til og vona að ég hafi kom- ist nokkurn veginn skammar- laust frá því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.