Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993
C  5
Þær opnuðu fyrstu
einkareknu sálfræðistofnunina
ÞEGAR þær opnuðu Sálfræðistöðina fyrir 10 árum var það fyrsta
sálfræðistofnunin í einkaeign hér. Margt hefur breyst síðan og nú
eru einkareknar sálfræðistofur margar. Sálfræðistöðin er fyrirtæki
Guðfinnu Eydal og Álfheiðar Steinþórsdóttur en þær eru báðar klín-
ískir sérfæðingar í sálarfræði. Þeirra sérsvið eru sálræn vandamál,
greiningar og meðferð. Báðar unnu þær hjá því opinbera áður en
þær réðust í að opna eigin stofu fyrir tíu árum.
„Hugmyndin var að starfa við
stofnun með breiðan starfsvett-
vang. Við vildum miðla þekkingu
um sálfræðileg efni og leggja
áherslu á fyrirbyggjandi. Þess
vegna hefur fræðsla, bóka- og
greinaskrif verið ríkur þáttur í
starfsemi stofnunarinnar." Guð-
fínna segir að þær hafi fundið þörf
fyrir að fólk gæti nálgast sálfræði-
þjónustu beint en fyrir tíu árum
voru sálfræðingar mest þekktir fyr-
ir að vera innan veggja skóla og
sjúkrahúsa.
Þær Álfheiður og Guðfinna leit-
uðu til að byrja með til aðila innan
kerfisins með hugmyndir sínar en
þeim fannst hindranirnar margar
og allskonar skilyrði sett svo að þær
ákváðu að ráðast í þetta sjálfar.
„Við tókum vissa áhættu því við
sögðum upp öruggu starfi. Það kom
þó fljótt á daginn að þörfin var
mikil fyrir svona starfsemi og þegar
við auglýstum til dæmis fyrsta nám-
skeiðið voru línurnar uppteknar í
marga tíma svo mikill var áhuginn.
Þetta var mjög skemmtilegur tími."
Fyrsta námskeiðið sem þær héldu
Samskipti og fjölskyldulíf hefur
breyst og þróast og það gengur
núna undir nafninu Sjálfsþekking-
sjálfsöryggi núna.
Fólkvarhikandl
Hefur starfsemin breyst mikið á
þessum tíu árum?
„Já talsvert", segir Álfheiður.
„Það á bæði við hvenær er leitað,
eðli vandamála og hverjir biðja um
aðstoð. Nú er algengara að fólk
leiti áður en vandinn er orðinn mik-
ill. Það er oftar leitað útaf ýmsum
samskiptavanda, fremur en einung-
is vegna þunglyndis og kvíða. Það
hefur líka orðið breyting á hlutfalli
kynja sem leita aðstoðar.
Karlmenn lelta til sálf ræöings
íauknummæii
Þær eru sammála um það Guð-
finna og Álfheiður að karlmenn leiti
í auknum mæli til þeirra með sín
vandamál. „Fyrir fimm árum tókum
við eftir að þetta var að breytast
og það er enn að aukast." Konur
eru þó í meirihluta þegar kemur
að tengslavandamálum eins og erj-
um hjóna eða öðru slíku. „Konur
virðast fljótari að bregðasWið sam-
skiptavanda og vilja fyrr bæta úr
málunum." Þó að þær leiti fyrr þá
bendir Guðfínna á iðulega vilji karl-
mennirnir koma og takast á við
vandann þegar konan er byrjuð.
- Hvað er fólk að meðaltali lengi
í meðferð hjá sálfræðingi?
„Það er afar mismunandi en þó
má segja nokkrar vikur eða mán-
uði. Ákveðinn fjöldi fólks er síðan
í langtímameðferð en það eru miklu
færri einstaklingar."
Óstööuglelklnn kemur f ram hjá
börnunum
- Er til sér íslenskur raunveru-
leiki sem þið verðið varar við í starfi
ykkar?
„Streita vegna óstöðugleika má
segja að sé sér íslenskt vandamál.
Hraðinn í samfélaginu er mikill og
fólk er að bjarga sér og sínum frá
einum mánuði til annars og veit
ekki hvernig hlutirnir verða að ári."
Álfheiður og Guðfmna segja að
þessi óstöðugleiki komi ekki síst
fram hjá börnunum. Þau skortir oft
hæfnina til að einbeita sér, eru óró-
leg og streita kemur fram hjá þeim
í mörgum myndum.
„Börn skortir oft aga og innri
staðfestu", segja þær. „Þetta er
mikið vandamál og við ættum að
staldra við og spyrja okkur hvert
við erum að stefna í uppeldismálum.
Hverjar eru fyrirmyndir barna okk-
ar? Foreldrar sem eru stressaðir og
stöðugt að flýta sér að hinu og
þessu, kennarar sem eru að reyna
að ráða við krakka sem ekki kunna
að einbeita sér og ráðamenn í sjón-
varpinu sem geta ekki rætt alvar-
lega um vandamál án þess að rífast
og skammast. Við á íslandi erum
stöðugt að finna skammtímalausnir
og reyndar má segja að ákvarðanir
í samfélaginu einkennist af skamm-
Morgunblaðið/Arni Sæberg'
Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir klíniskir sérfræðingar
í sálarfræði.
tímalausnum. Það er þörf fyrir fyr-
irmyndir sem eru sterkar, sam-
viskusamar og stöðugar.
Fólk vill breytingu strax
Guðfinna og Álfheiður segja að
hraðinn, streitan og óstöðugleikinn
komi einnig ómeðvitað fram hjá
þeim sem leita aðstoðar. „Fólk vill
hraðar lausnir, það vill helst fá
breytingu strax. En sálrænn vandi
er þess eðlis að það tekur tíma að
breyta til batnaðar. En það er hægt.
Ef til vill er það sér vandi íslend-
inga að geta ekki beðið og búist
við árangri hægt og rólega."   ¦
grg
Skrautleg
afmælisdagabók
BLÓM eru mjög áberandi í hinni
nýju Afmælisdagabók sem bóka-
útgáfan Krydd í tilveruna gaf út
í íslenskri þýðingu fyrir skömmu.
I bókinni er fjöldinn allur af
myndum af hvers kyns blóma-
skreytingum sem tengjast árstíð-
um. A blaðsíðum yfir desember eru
þurrskreytingar, kerti og hnetur til
dæmis áberandi meðan afskorin
blóm og sumarblóm eru áberandi á
júní-blaðsíðum.
Uppskriftir eru á stöku stað í
bókinni og einnig misjafnlega hag-
nýtar upplýsingar. Við 18. júní
stendur til dæmis að Paul Mc Cartn-
ey hafí fæðst þennan dag árið 1942
og 5. janúar 1874 hafi stjórnarskrá
íslendinga tekið gildi.
Spakmæli fylgir öllum dagsetn-
ingum-og þar sem við á eru nokkur
orð um stjöfnumerki. Áhugaverður
kafli um kínverska stjörnuspeki er
aftarlega í bókinni en þar er jafn-

?>i<*s
Áfmœlisdagar, brúdhaupsá/masli
og áðririninnisstœðir dagar
framt fjallað um táknmál eðalsteina
og blóma.
Jane Newdick hannaði blóma-
skreytingar í bókinni, en hún hefur
unnið áþekk verkefni fyrir tímaritin
Good Housekeeping og Country
Living. Neil Sutherland á heiðurinn
af ljósmyndum í bókinni en að sögn
útgefanda hafa verk hans birst í
fjölmörgum tímaritum.        ¦
BT
Fyrir 500 krónur á mánuði getur þessi litli hnokki gengið í skóla
og búið sig þannig undir lífið
skóla í Úganda fyrir munaðarlaus
börn og eyðnismitaðar ekkjur með
ung börn. „Basarnum á laugardag
er ætlað að fjármagna þessa upp-
byggingu ásamt sölu á dagatölum
og jólakortum."
Basarinn verður að Hafnarstræti
4, á 2. hæð, fyrir ofan verslunina
Blóm og ávexti. Þetta er í annað sinn
sem ABC hjálparstarf stendur fyrir
fjáröflun fyrir byggingar heimila fyr-
ir munaðarlaus börn, en í fyrra var
safnað fyrir heimili sem reist var
fyrir 30 munaðarlaus börn og hefur
það þegar verið tekið í notkun." ¦
BT
Edik má nota í matargerð,
til hreingerninga og jafnvel lækninga
EDIK er til ýmsissa hluta nytsamlegt. Það er til missterkt og
með ýmis konar bragðefnum. Edik er lífræn sýra, sem mynd-i
ast við oxun etanóls, t.d. í víni. Það er selt þynnt en af ýmsum
styrkleika. Edik sem notað er í mat er um 3-7% en ediksýra
er seld um 14-15%. Edik hefur verið notað í matar-
gerð, til drykkjar og lækninga frá tímum hinna fornu
Egypta og Babýlóna.
Edik er tilvalið til að sulta niður
grænmeti og t.d. síld. Gerlar og
bakteríur þrífast illa í súrum legin-
um. Þegar sultað er niður, er
lögurinn oft soðinn upp til að syk-
ur, sem bætt er í, samlagist betur
og til að lögurinn taki meira bragð
úr því kryddi sem í hann er bætt.
Best er að nota emaleraðan- eða
stálpott. Gott er að sulta niður
gúrkur, síld og rauðrófur, hvítlauk
og annað grænmeti.
En edik má nota á ýmsan hátt.
Það er tilvalið til að losna við reyk-
ingalykt, skál með ediki upprætir
alla reyklykt.
Edik má nota til að hreinsa
kaffivélar. Tveir dl af ediksýru
(14-15%) eru þynntir með 8 dl
af vatni. Hellt í vatnsgeyminn og
kveikt á vélinni. Þegar helmingur
edikvatnsins hefur runnið í gegn
er slökkt á vélinni og látið standa
í henni í 10 mínútur. Edikvatninu
sem fór í gegn um vélina er hellt
í geyminn og „hellt upp á" að
nýju. Skolið svo kaffivélina með
því að láta einn lítra af hreinu
vatni fara þrisvar sinnum í gegn-
um vélina.
Gott er að pússa gler upp úr Vi
dl ediksýru, 5 lítrum af vatni og
dálitlu af uppþvottalegi.
Hreinsilögur úr Vi dl af ediksýru
og 5 dl vatns hentar vel til að
hreinsa baðherbergi. Óblandað
edik má nota til að ná burt ryði
og kalkútfellingum. Edikið er látið
liggja á í klukkustund áður en það
er skolað af. Á erfiða bletti og
útfellingar er gott að strá kartöflu-
mjöli og hella dálitlu af óblönduðu
ediki í. Skrúbbað rösklega og skol-
að. Þessi lögur
hentar ekki á
marmara.
Þegar grænmeti
er skolað er ráð að
hella dálitlu af ed-
iki í vatnið og
leggja grænmetið
í. Séu skordýr í
grænmetinu koma
þau fljótt í ljós.
Skolið svo græn-
metið í köldu vatni.
Edik hentar einnig vel til þess
að fá gljáa á parket. Borðediki er
blandað í vatn og strokið yfir
hreint parketið.             ¦
Grænmeti til skrauts.
Sultaóur hvitlaukur
50 hvitlauksrif
1 litri vatn
2tsk. salt
Hvítlaukur í ediki.
1 knippi dill
1 knippi steinselja
Y» dl olífuolía
Ediklögur
1 '/2 dl hvítvin
'/idlediksýra 12-14%
1 '/2 tsk. salt
1 tsk. sykur
Hvítlauksrifin soðin Í4-5 mínút-
ur í söltuðu vatninu. Síðan skoluð
upp úr köldu vatni og flysjuð. Sax-
ið dill og steinselju og leggið í
hreint glerílát með hvítlauksrifun-
um. Hitið edikslöginn að suðu-
marki og hellið honum yfir hvítlauk-
inn. Setjið olífuolíuna yfir, lokið og
geymið á köldum stað. Hvítlauks-
rif in eru tilbúin eftir viku geymslu
og langt í f rá eins sterk og hrá rif.
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8