Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 5. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994
fclk f
fréttum
AÐDAENDAKLUBBUR
Yoko Ono
valdi mynd Einars Fals
Félagar í aðdáendaklúbbi Johns
Lennons og Yoko Ono fá
reglulega send póstkort frá klúbbn-
um ásamt fréttabréfum o.fl. Að
þessu sinni varð mynd Einars Fals
Ingólfssonar ljósmyndara Morgun-
blaðsins fyrir valinu. Hefur- hún
verið prentuð í þúsundum eintaka
og fer um þessar mundir til fólks
víða um heim.
Einar Falur er við nám í New
York og tókst honum á sínum tíma
að herja út viðtal við Yoko. Þegar
hún kom svo til íslands árið 1991
í tilefni sýningar sinnar á Kjarvals-
stöðum var Einar Falur með henni
allan tímann sem ljósmyndari
Morgunblaðsins En einnig hafði
Yoko beðið hann að útbúa mynda-
pakka frá Reykjavík fyrir sig, með-
al annars frá sýningunni, opnuninni
o.fl.
Myndin sem Yoko valdi er i miklu
uppáhaldi hjá henni, en hún sýnir
hvar Yoko sáir fræjum í uppákomu
sem hún nefndi „Painting for the
Wind" eða Málverk handa vindin-
um. Með henni eru íslensk leik-
skólabörn sem voru viðstödd uppá-
komuna.
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra færir Ragnheiði Árnadóttur
deildarsljóra ítalskan listmun sem þakklætisvott fyrir störf hennar,
Ragnheiður varð sjötug fyrr á árinu og lét því af störfum um áramót-
in eftir að hafa gegnt starfi deildarsljóra í 20 ár.
ATVINNA
Hefur unnið með
átta ráðherrum
Kortið sem félagar í aðdáendaklúbbi Johns Lennons og Yoko Ono fá sent.
Ragnheiður Árnadóttir kvaddi
landbúnaðarráðuneytið nú um
áramótin eftir að hafa starfað þar
sem deildarstjóri í tuttugu ár. Hún
hóf störf sem ritari í atvinnumála-
ráðuneyti — sem landbúnaðarráðu-
neytið féll m.a. undir — fyrir 23
árum. Segja má að Ragnheiður sé
nokkurs konar brautryðjandi
kvenna í karlastörfum því hún og
Ingibjörg Magnúsdóttir voru fyrstu
kvendeildarstjórar sem ráðnir voru
í stjórnarráðinu. Eftir stúdentspróf
árið 1942 réðst hún til Morgun-
blaðsins sem blaðamaður. Þá var
hún eini starfandi kvenblaðamaður-
inn á Morgunblaðinu; tók við af
Ester Björnsson. „í þá daga var
hlutverk kvenblaðamanna á Morg-
unblaðinu að sjá um að þýða fram-
haldssöguna og hafa umsjón með
kvennasíðu. Ef haldin var tískusýn-
ing þá var ég send niður á Hótel
Borg til þess að lýsa því. Ég man
aldrei eftir að hafa verið send í
nein viðtöl nema sem viðkom tísku
og snyrtingu.
Þetta var á þeim tíma sem aðeins
nokkrir blaðamenn voru starfandi
KONGAFÓLK
Áriðliðið
og ekkert barn
Anna Bretaprinsessa
og Tim Laurence
hafa nú verið gift í eitt
ár. Af því tilefni var
ljósmyndarinn Nicholas
Read fenginn til að
mynda parið á tröppum
Gatcombe Park, sem
Elísabet ga& Önnu og
Mark Philips í brúð-
kaupsgjöf á sínum
tíma. Nú nota Anna og
Tim húsið aðeins í sum-
arfríum og um helgar,
því þau búa i stórri íbúð
í miðri London. Erlenda
pressan hefur hins veg-
ar ekki minnst lengi á
að Anna eigi von á
barni eins og fyrst eftir
giftinguna. Þá mátti
ekki gúlpa ögn um
magann á prinsessunni
fyrr en ýmsir þóttust
sjá merki um óléttu.
Nú virðist hins vegar
ekkert bóla á neinu
barni.
Tennisstjarnan Boris Becker segir að Barbara Feltus hafi hvatt
hann manna mest til að halda áfram að stunda tennis.
HAMINGJA
Tennisstjarnan
Boris Becker kvænist
Anna Bretaprinsessa og Tim Laurence
ásamt hundinum Eglantyne.
Tennisstjarnan Boris Becker, sem
er 26 ára, kvæntist hinni 27
ára leikkonu og sýningarstúlku Bar-
böru Feltus um miðjan desember sl.
Fór brúðkaupið fram í heimabæ Bec-
kers, Leimen í Þýskalandi. Eiga þau
yon á fyrsta barni sínu nú í janúar.
I erlendum blaðagreinum má lesa
um að Boris telur það mestu gæfu
sína að hafa kynnst Barböru. Hann
hefur ekki verið kvæntur áður né
hringtrúlofaður, þó svo að hann hafí
verið orðaður við skautadrottninguna
Katarinu Witt og fleiri konur á árum
áður. í einu bandarísku tímaritanna
lýsti hann því jafnvel yfír að eftir
að hann kynntist Barböru skipti ást-
in hann miklu meira máli heldur en
allar tenniskeppnir í heimi. Hann
segir þó að Barbara hafi hvatt hann
manna mest til að halda áfram og
því sé hann tilbúinn að leggja sig
allan fram um að ná sem bestum
árangri.
við blaðið. Ef laus stund myndaðist
var farið í umbrot eða aðstoðað við
auglýsingar. Þetta var skemmtileg-
ur og viðburðaríkur tími, en ég
hætti haustið 1943 þegar ég eign-
aðist fyrsta barnið mitt. Margrét
Indriðadóttir tók við af mér," sagði
Ragnheiður í stuttu spjalli við
Morgunblaðið.
Þýddi um 20 bækur
Hún segir ennfremur að í þá
daga hafi ekki verið til siðs að koma
börnum fyrir meðan mæður væru
útivinnandi. Hún tók í staðinn að
sér þýðingar og eftir hana liggja
a.m.k. 20 bækur, auk annars. Einn-
ig greip hún í ýmis störf við fyrir-
tæki sem maðurinn hennar veitti
forstöðu. „Mér fannst alltaf gott
að hafa eitthvað að grípa í. Mig
langar líka til að nefna að það var
Morgunblaðinu að þakka að ég fór
að þýða bækur strax eftir stúdents-
próf, sem var upphafið að því að
_ég tók að mér þýðingar heima.
Þegar ég kom inn á Morgunblað
nýskriðin út úr stúdentsprófi var
mér afhent ritvél og þar með átti
ég að byrja að vinna. Ég hafði aldrei
komið nálægt slíkum grip í mennta-
skóla og byrjaði á því að nota tvo
fingur. Ég verð að viðurkenna að
fram á þennan dag hefur það dug-
að," sagði Ragnheiður og virtist
ekki koma á óvart þegar henni var
sagt að nýir blaðamenn fá sömu
meðferð ennþá nema nú er notast
við tölvur.
Eftir að hafa komið upp fjórum
börnum leitaði Ragnheiður aftur
út á vinnumarkaðinn og lá þá bein-
ast við snúa aftur í ráðuneytið, en
þar hafði hún einnig unnið nokkur
sumur áður.    ;
Vann í upphafi fyrir Ingólf
Um líkt Ieyti og Ragnheiður hóf
störf í ráðuneytinu stóðu miklarj
breytingar yfir í stjórnarráðinu.
Meðal annars var atvinnumálaráðu-
neytinu skipt upp í sjávarútvegs-
ráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti.
Fyrsti ráðherrann sem Ragnheiður
vann fyrir var Ingólfur Jónsson en
alls hefur hún unnið fyrir átta ráð-
herra, þá Halldór E. Sigurðsson,
Steingrím Hermannsson, Jón
Helgason, Braga Sigurjónsson,
Pálma Jónsson, Steingrím J. Sig-
fússon og Halldór Blöndal auk Ing-
ólfs. Ekki vildi hún gefa upp hver
var besti húsbóndinn, en sagðist
hafa verið heppin. „Eg hef alltaf
verið í sátt við alla og hætti þann-
ig. Þetta hefur verið mjög góður
tími og ég vona að framundan sé
einnig góður tími. Ég hef jafnvel
verið að velta fyrir mér að taka að
mér þýðingar," sagði Ragnheiður
og ljóst er að hún hefur alls ekki
látið staðar numið hér.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48