Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JMtingttnlifðMto C 1994 ÞRIÐJUDAGUR 5. JULI BLAÐ adidas "t: s Oll sigurlið helgarinnar á HM leika í Adidas KNATTSPYRNA Pétur Pétursson þjálfari Keflvfldnga lan Ross sagði starfi sínu lausu á laugardagskvöld og hélt af landi brott á sunnudag IAN Ross hætti mjög snöggt sem þjálfari Keflvfkinga um helgina — hann tilkynnti forráðamönnum Knattspyrnuráðs Keflavíkur ákvörðun sína á laugardagskvöld og var farinn til Englands á sunnu- dag. „Þessi ákvörðun Ross kom flestum í opna skjöldu, þó svo að hann hafi áður minnst á það að best væri fyrir alla að hann hætti,“ sagði Jóhannes Ellertsson, formaður Knattspyrnuráðs Keflavikur við Morgunblaðið. Við urðum því nauðugir viljugir að ráða nýjan þjálfara og varð Pétur Pétursson fyrir valinu. Pétur stjórnaði fyrstu æfíngunni hjá okkur í kvöld og hann mun stjóma liðinu í sínum fyrsta leik gegn Skagamönn- um uppi á Akranesi á fimmtudag- inn,“ sagði Jóhannes í gærkvöldi. - Hver er ástæðan fyrir því að Ross hættir svona snöggt? „Hann sagði okkur, að Keflavíkur- liðið hafi ekki sýnt hvað í því býr undir hans stjórn og að sökin væri hans. Við vorum ekki sammála, því að meiðsli hafa heijað á leikmenn liðsins. Allir varnarleikmenn liðsins hafa verið meiddir frá leiknum gegn KR, en hafa verið að jafna sig og allt verið á réttri leið.“ - Þetta er þá uppgjöf hjá Ross? „Já, ekkert annað. Hann sagðist ekki geta gert meira.“ - Er Ross búinn að fá atvinnutilboð í Englandi? „Við héldum það í fyrstu, en þeg- ar við gengum á hann þvertók hann fyrir það að hann væri að fara til félags í Englandi. Þegar við spurðum hvað hann ætlaði sér að gera, sagð- ist hann byija á því að fara í sum- arfrí með fjölskyldu sinni.“ - Hafa leikmenn ekki verið ánægð- ir með störf Ross? „Jú, það hafa allir verið ánægðir með hans störf og liðið er sterkara en það var í fyrra. Ross á stóran þátt i því og því kom það flatt upp á alla að hann sé hættur,“ sagði Jóhannes. Keflvíkingar buðu Pétri þjálfara- starfið, en hann hefur verið í fríi frá knattspyrnunni síðan hann hætti sem þjálfari Tindastóls sl. keppnistímabil. „Við vorum allan sunnudaginn að átta okkur á hlutunum og ræddum við Kjartan Másson, sem var þjálfari okkar í fyrra, til að fá ráð hjá hon- um. Það kom ekki til greina að hann tæki við liðinu, þar sem hann er samningsbundinn Víkingum," sagði Jóhannes. Pétur er ekki ókunnugur í herbúð- um Keflvíkinga. Hann lék með Ragn- ari Margeirssyni, Ólafi Gottskálks- syni, Sigurði Björgvinssyni og Gunn- ari Oddssyni hjá KR. Bebeto hetja Brasilíumanna FRAMHERJINN Bebeto var hetja Brasilíumanna, er þeir sigruðu Bandaríkjamenn 1:0 í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar, á þjóðhátíðardegi Bandaríkja- manna í gær. Hann gerði eina markið í seinni hálfleik, eftir sendingu frá Romario. Bebeto horfir hér á eftir knettinum framhjá Alexi Lalas varnarmanni og Tony Meola markverði. I hinum leik gærdagsins sigruðu Hollendingar Ira 2:0. ■ Nánar um HM / C3 og C6-C9. HESTAR: STÓRGLÆSILEGU LANDSMÓTI LOKIÐ / C10,11,12,13 OG 15 Pétur Pétursson stjórnar Keflvík- ingum fyrst upp á Akranesi. Bikar- meist- ararÍA gegnKR Austurbæjarliðin Valur og Fram mæt- ast í Laugardalnum Bikarmeistarar ÍA taka á móti KR-ingum í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar, en dregið var í gær. Hörður Helga- son, þjálfari ÍA, dró mótheija liðs síns og var ánægður með að hafa fengið heimaleik, en sagðist frekar hafa viljað mæta KR í úrslitum. Leikurinn á Akranesi verður föstudaginn 15. júlí, en þá mæt- ast einnig Valur og Fram, Grindavík og PH og KA og Stjaman. Kvöldið áður leika Breiðablik og Keflavík, Víkingur og Þór, Þróttur Reykjavík og ÍBV og 2. deildar liðin Leiftur og Fylkir. Leikir í átta liða úrslitum bik- arkeppni kvenna verða annað kvöld. Þá leika Leiftur og Val- ur, Sindri og ÍBV, Stjaman og Breiðablik og Höttur og KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.