Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BS Cathay Pacific Cathay og Thai til Stokkhólms FLUGFÉLAGIÐ , Cathay Pacific ætl- LX §ffldí ar að taka upp Smootha* áætlunarflug frá Hong Kong til Stokkhólms um miðj- an febrúar 1995. Flogið verður í gegnum Frankfurt. Flogið verður tvisvar í viku á þessari flugleið til að byija með en í mars verður þriðju ferðinni bætt við. Sænska höfuðborgin er þar með fyrsti áfangastaður Cathay Pacifíc á Norðurlöndunum. Áform um flug til Skandinavíulanda hafa hinsveg- ar verið lengi á döfinni hjá flugfé- laginu. Sú efnahagslega uppsveifla, sem vart hefur orðið í Skandinavíu, gerir þau áform nú loks möguleg. Cathay hyggst nota Boeing 747-400 á flugleiðinni Stokkhólmur - Hong Kong, en frá og með októ- ber á næsta ári verður skipt yfir í Airbus A340. Þá má geta þess að Thai Air- ways áformar daglegt flug frá Bangkok til Stokkhólms í haust, þrisvar í viku beint, en annars í gegnum Kaupmannahöfn. ■ flrsrit Úti- vistar komið Ot ÁRSRIT ferðafé- lagsins Utivistar fyrir 1994 er nú komið út, það tutt- ugasta í röðinni, en félagið var stofnað árið 1975. Tilgang- ur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Ritið telur um 160 síður. í ritinu að þessu sinni er m.a. að fínna greinar um útivist og ára- mót í Básum, leiðarlýsingu inn að Goðalandi, gönguleiðir og ömefni þar og sömuleiðis er grein um nytja- jurtir og friðun á Goðalandi. Enn- fremur hefur ýmsum þjóðsögum og sögnum verið safnað saman og birt- ir eru söngvar og kvæði sem _ort og sungin hafa verið í ferðum Úti- vistar. Ritstjóm var í höndum Gunnars Hólm Hjálmarssonar. ■ Hversu margir eru um lækninn? Lvw Læknar á mann Ríki Ítalía 210 Frakkland 350 Mongólía 380 Bandaríkin 420 Ástralía 438 Kanada 501 Mexíkó 600 Japan 610 Bretland 611 Saudi-Arabía 700 Kína 724 Taiwan 910 Tyrkland 1.260 Suður-Afríka 1.750 Indland 2.272 Malasía 2.590 íran 3.140 Kenýa 10.130 Indónesía 11.641 Kambódía 16.365 Nepal 16.830 FERÐALÖG EDINBORG Skotarnir og sagan, verslunin og viskíið SKOSKA listasafnið er í hjarta borgarinnar. NOKKRA af frægustu golfvöllum Bretlands er að finna í nágrenni Edinborgar og þarf ekki alltaf að fara langt. ÞAÐ er ekki nýtt að Íslendingar leggi leið sína til höfuðborgar Skot- lands og sannarlega hefur Edinborg ýmislegt að bjóða íslendingum. Þannig hefur Edinborgarháskóli lengi verið meðal þeirra fræðasetra erlendis sem íslenskir námsmenn hafa mest sótt til; hinn merkasti skóli allar götur frá árinu 1583. Er Gullfoss var og hét var hafnar- borgin Leith viðkomustaður skips- ins og frá Glasgow, sem um árabil hefur verið áfangastaður Flugleiða, er aðeins um klukkustundar akstur til Edinborgar. Jakobar og Maríur Sagan bergmálar í gamla borgar- hlutanum og það er eins og Jakobar og Maríur séu á hveiju homi. Kast- alinn er sannarlega meira en bara kastali þar sem hann gnæfir yfír miðborginni og þegar upp er komið kemur á óvart hversu víðfeðmur hann er þama efst á klettinum. Elsti hluti hans, kapella heilagrar Maríu, var byggður á tólftu öld og gaman er að ferðast um söguna með skoðunarferð um safnið í kastalanum. Dýrgripir skosku krún- unnar em til sýnis, þjóðhetjur Skota birtast ljóslifandi og heimamenn segja stoltir frá afrekum þeirra og ástum. Sérstaklega ber að gæta þess að tala ekki um Englendinga og það sem enskt er þegar þess er ekki þörf á þessum helga stað Skotanna. Trúlega er í lagi að tala um Breta og það sem breskt er, en umfram allt er þessi staður skoskur og ekk- ert annað en skoskur. Leiðsögumað- ur sem gekk með skrifara um kast- alasvæðið fyrir tíu dögum benti honum á að skotið væri úr fallbyssu á kastalaveggnum á hvetjum degi á slaginu klukkan eitt eftir hádegi. Skotið væri einu skoti og væri það mun hagkvæmara íjárhagslega heldur en að skjóta úr fallbyssunni klukkan tólf á hádegi! Frá Edinborgarkastala liggur hin sögufræga leið, Konungsmílan, (Royal Mile), að Holyrood-höll, sem áður fyrr var bústaður Skotakon- unga, en er nú opinbert aðsetur Bretadrottningar þegar hún dvelur í Skotlandi. Ferðamönnum er fijálst að svipast um í höllinni og fá þar leiðsögn vinalegra Skotanna. Vinsælar verslunarferðlr Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur undanfarin haust skipulagt ferðir til Edinborgar og hafa þær notið vinsælda hjá íslendingum. Fólk í verslunarhugleiðingum hefur verið í meirihluta í þessum ferðum, en margt annað er hægt að gera sér til dundurs í Edinborg. í fyrra var ferðaskrifstofan með leiguflug tvisvar í viku, en í ár gerðu Urval- Útsýn og Flugleiðir samning um að ferðaskrifstofan legði til helming farþega í tvær áætlunarferðir Flug- leiða vikulega og Flugleiðir seldu á móti helming sæta í tvær leiguferð- ir Úrvals-Útsýnar. Áætlað er að um þijú þúsund farþegar fari í þessar Edinborgarferðir sem standa fram í desemberbyijun. Princes Street er í hjarta borg- EDINBORG er viðurkennd kráarborg. arinnar. Á aðra hönd götunnar ;ér fallegur garður með blómaklukk- unni frægu sem hlaðin er 29 þúsuttd blómum að vori og stendur venjíi- lega í blóma út októbermáníjð. Þarna niðri, þar sem áður var á, er járnbrautarstöðin og sem betur fer verður maður ótrúlega lítið var við hana þarna í hjarta borgarinnar. Balmoral-hótelið sem er eitt af þ'eim bestu í borginni var eitt sinn brautarstöð og enn er klukkan hcjfð tveimur mínútum of fljót eins ’ó’g þegar hún var stillt til að fólk tefldi ekki á tæpasta vað með að ná lest- inni. Listasöfn eru mörg í Edinborg og meðal annars þjóðarsafnið þarna við Prinsessu-stræti milli skarkaja verslananna og þjóðarsögunnar sem tengd er kastalanum á hæðinni. Islendingar sem ferðast með Úr- vali-Útsýn til Edinborgar búa ýmist á Mount Royal við Princes Street eða á King James-hótelinu, sem er örskammt frá. Verslanir og „kringl- ur“ eru við útidymar og reyndar á jarðhæð fyrmefnda hótelsins og því ekki óalgengt þessa dagana að ís- lenskan sé hávær þar. Samferðafólk skrifara hafði á orði að enn væri mun ódýrara að versla í borgum eins og Edinborg, Dublin og Newcastle, þó væri ekki eins mikill munur og fyrir nokkmm ámm í árdaga þessara Skipulögðu verslunarferða. Rétt er að benda ferðafólki á að af flestum vöruteg- undum nema bamafötum er hægt að fá virðisaukaskatt endurgreidd- an, en margar verslanir taka 4|6 sterlingspund fyrir skriffirinsku Óg þjónustu við endurgreiðslu skatts- ins. Velkomnir í heildverslun Leigubílar em ekki nauðsyn; í verslunarleiðöngmm í Edinborg þár sem helstu verslanir em aðeins steinsnar frá hótelunum eins og áður sagði. Vinsæll verslunarstaður íslensku ferðalanganna til Edin- borgar er heildverslunin Macro sem er nokkuð frá miðborginni. Þangað ANA byggir upp starfsemina á Kansai JAPANSKA flugfélagið All Nipp- on Airways, sem er stærst japan- skra flugfélaga i farþegaflutning- um, hefur komið sér vel fyrir á nýja Kansai alþjóðlega flugvellin- um í Osaka sem opnaður var fyrir skömmu. ANA hefur fjárfest sem svarar ríflega 1,3 milljaðri kr. í búnaði og aðstöðu þar til að stand- ast samkeppnina, eins og Takaya Sugiura, stjómarformaður ANA, orðar það. / „í fyrstu mun ANA leggja meg- ináherslu á styttri flugleiðir innan Asíu, en til lengri tíma litið á Kansai-flugvöllur eftir að skipta meira máli markaðslega séð. Við höfum sérstaklega hug á því að geta boðið flug frá Osaka til Evr- ópulanda, Honolulu, Hong Kong og Víetnam.'1 ANA hefur þegar aukið starf- semi sína á flugleiðum innan Jap- ans um 26% og hafið reglulegt flug frá Osaka til Seoul, Singap- ore og til nokkurra borga í Kína. Þá hefur félagið sótt um leyfi til flugreksturs frá Osaka til Hong Kong og Brisbane á austurströnd Ástralíu. ANA gerir ráð fyrir að hefja áætlunarflug til Brisbane um næstu mánaðamót, en félagið hef- ur haldið uppi vöru- og farþega- flugi til Sydney síðan 1987 og hyggst halda því áfram. Efnahagsleg tengsl Japana og Ástrala eru mikil, bæði' á sviði verslunar og ferðaþjónustu. Flug- farþegum milli landanna hefur fjölgað að jafnaði um 18% á ári síðustu Ijögur árin og í fyrra nam tala þeirra ferðamanna, sem fóru á milli, 1,4 milljónum, en fyrir utan Hawai er Astralía það land sem margir Japanir kjósa að eyða hveitibrauðsdögunum í enda hefur JAPANSKA flugfélagið All Nippon Airways hefur komið sér vel fyrir á nýja Kansai-flugvellinum í Osaka. ■ ANA sömuleiðis séð sér hag í upp- byggingu lúxushótela á vinsæl- ustu ferðamannastöðunum í Ást- ralíu. Þá tilkynnti ANA nýlega samn- inga við sex önnur flugfélög um vildarkjör fyrir þá, sem þurfa oft á flugsamgöngum að halda. Þessi flugfélög eru British Airways, Austrian Airlines, Swissair, Cat- hay Pacifíc Airways, Malaysian Airline System og Singapore Airli- nes. Með öðrum orðum geta þeir, sem fljúga með einhveiju þessara flugfélaga, safnað svokölluðum bónuspunktum á hinum ýmsu flugleiðum þessara sjö flugfélaga og nýtt sér síðan í formi fríðinda og afsláttarkjara. Samanlagt bjóða félögin upp á ein 12.300 flug í viku hverri til yfir 220 áfanga- staða víða um heim. Mismunandi er hversu marga punkta hinar ýmsu flugleiðir gefa og sömuleiðis gefur C-klassi fleiri punkta en Yklassi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.