Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8  ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
fe
I
FRETTIR
•ipfflpljí''""*
Má ég kynna, þetta er nú forsetinn okkar frú Vigdís og þetta forsætisráðherrann hr.
Davíð, nú forseti þingsins er frú Salome og . . .
Hreinsunarátaki á Súða-
vík lauk á laugardag
HREINSUNARATAKI með aðstoð
björgunarsveitarmanna af Vest-
fjörðum og neyðarsveitar slökkvi-
liðsins í Reykjavík í Súðavík lauk
degi fyrr en áætlað hafði verið eða
fyrrihluta laugardags. Elvar Ragn-
arsson, formaður framkvæmda-
nefndar hreppsnefndar Súðavíkur,
segir að verkið hafí. einfaldlega
gengið hratt og búið væri að hreinsa
götur og opin svæðj.
Bergsveinn Alfonsson, aðalvarð-
stjóri hjá slökkviliðinu í Reykjavík
sagði að hlutverk neyðarsveitarinn-
ar hefði rauninnni aðeins falist í því
að láta hlutina ganga. Svæðisstjórn
hjálparsveita hefði séð um að útvega
mannafla til hreinsunarinnar og
unnið hefði verið af kappi, aðallega
í einstökum húsum, alla vikuna.
Hins vegar sagði Bergsveinn að
tækjaskortur hefði háð mönnunum.
Fá tæki væru á staðnum og önnur,
í nálægari byggðarlögðum, hefðu
meira og minna verið upptekin enda
snjóþungt á svæðinu. Af þeim sök-
um hefði ekki verið hægt að hefja
sjálft átakið fyrr en á föstudag.
Hreinsunin hófst um kl. átta á föstu-
dagskvöld og var unnið með 17
vörubíla, 3 ámoksturstæki, 2 gröfur
og jarðýtu fram til klukkan 7 á laug-
ardagsmorgn. Bergsveinn sagði að
á þeim tíma hefði tekist að ryðja
nánast öll opin svæði og götur í
bænum og byrjað væri á rústum
ónýtra húsa.
Ómetanlegt starf
Elvar sagði að slökkvilið og björg-
unarlið að sunnan hefði unnið ómet-
anlegt starf í Súðavík. Hreinsunará-
takið hefði gengið hraðar en ætlað
hefði verið í fyrstu og nú væri svo
komið að búið væri að ryðja götur
og opin svæði. Heimamenn tækju
við og farið yrði hægar í að ryðja
úr vegi húsarústum. Hann sagði að
haft yrði samband við hverja fjöl-
skyldu fyrir sig og henni eða full-
trúa hennar gefinn kostur á að vera
við þegar hús fjölskyldunnar væri
rutt. Elvar sagði að búið værí að
hreinsa mikið úr rústunum og Iík-
HREINSUNIN var í fullum gangi þegar Morgunblaðsmenn
bar að á laugardagsmorgun.
aðrir; bjarga því sem bjargað verð-
ur," sagði Hildur Maríasdóttir þegar
blaðamaður og ljósmyndari Morgun-
blaðsins hittu hana í Súðavík á laug-
ardag. Hildur er uppalin hjá ömmu
sinni í einu þeirra húsa við Aðalgötu
í Súðavík sem eyðilagðist í snjófljóð-
inu úr Traðargili. Siðar bjó hún lang-
dvölum erlendis en hefur alltaf hald-
ið tengstum við Súðavík þar sem hún
á ættingja og vini. Hún segist hafa
farið aftur til Súðavíkur með bróður
sínum, mágkonu og dóttur sinni þeg-
ar opnað var fyrir umferð á þriðju-
daginn i síðustu viku. Síðan hafi þau
verið að moka upp úr rústunum frá
því klukkan 8 á morgnana fram á
kvöld og stundum fram til miðnætt-
is. Þá taki við frágangur og eina
nóttina hafi þau verið að til klukkan
þrjú eftir miðnætti. Hildur segir að
öll húsgögn og tæki séu ónýt. Einna
helst sé að leita að litlum hlutum
og fatnaði en ekki sé heldur víst að
hægt sé að bjarga fötunum því eng-
inn tími sé til að koma þeim strax
í þvott. Hún sagði að erfitt væri að
átta sig á úr hvaða húsum hlutirnir
kæmi og dæmi væru um að einstaka
hlutir hefði farið alla leið út í sjó.
Morgunblaðið/Þorkell
HILDUR sagði að hreinsunin
væri mikið púl ólíkt skrifsstofu-
vinnunni sem hún væri vön.
lega fyndist ekki mikið meira af
persónulegum munum fyrr en byrj-
að yrði að moka. Væntanlega
myndu einhverjir sjá um að tína úr
snjónum þá persónulegu hluti sem
eftir væru.
„Ég er að gera svipað og allir
Renault og BMW til B&L
Sé ekki fram á
bjartari tíma í
bílasölu næstu ár
MIKLAR hræringar
hafa verið  í bíl-
greininni að und-
anförnu. Globus hf. hefur
ákveðið að hætta sölu bíla
og  Brimborg  tekið  við
umboðum þess, Ford og
Citroen, og líkur benda til
þess að Bílheimar hf. taki
við Saab-umboðinu. Bíla-
umboðið hf. hefur selt Bif-
reiðum  og  landbúnaðar-
vélum  umboð  sín  fyrir
BMW og Renault, en þeg-
ar fyrirtækið tók við Ren-
ault-umboðinu var mark-
aðshlutdeildin   hérlendis
um 0,3%. Nú þegar fyrir-
tækið  hættir með þessi
umboð  er  markaðshlut-
deildin komin upp í 4,2%
en  Pétur  Óli  Pétursson
framkvæmdastjóri  segir
að það sé ekki nóg að auka mark-
aðshlutdeildina  þegar  heildar-
markaðurinn dregst stöðugt sam-
an. Hann segir að það hafi ráðið
miklu um ákvörðun sína að selja
umboðið að hann sjái ekki fram á
bjartari tíma í sölu á bílum næstu
eitt til tvo ár.
Hvers vegna er þessi ákvörðun
íekin núna?
„Ég fékk ásættanlegt tilboð
sem mér fannst mjög freistandi
að taka. Ég met stöðuna þannig
að hér verði ekki uppsveifla í bíla-
innflutningi næstu eitt til tvö árin.
Ég óttast ófrið á vinnumarkaði,
verðbólgu og hækkandi véxti á
þessu ári. Við slíka stöðu vaknar
spurning um hvort gengi krónunn-
ar haldist og markaðurinn stækk-
ar ekki miðað við það sem hann
hefur verið undanfarin tvö ár.
Innflutningurinn síðustu tvö ár
hefur ekki verið nema helmingur
af því sem hann þarf að vera til
að endurnýja bílaflota lands-
manna. Heildarinnflutningur und-
anfarin sex ár hefur verið um
helmingur af því sem hann var
sex ár þar á undan, þar af voru
þrjú ár reyndar afar óvenjuleg.
Heildarinnflutningurinn þarf að
vera 10-11 þúsund bílar á ári. í
öðru lagi tók ég tilboðinu vegna
þess að ég veit að mínir viðskipta-
vinir^eTða í mjög góðum höndum
hjá B&L sem hefur langa reynslu
af bílainnflutningiog bílaviðskipt-
um. B&L hefur sterka fjárhags-
lega stöðu. í þriðja lagi er lang-
flestum minna starfsmanna boðið
starf hjá B&L og þeir fylgja því
eftir sem við hófum verið að gera,
að auka markaðshlutdeild Ren-
ault."
Telurðu nauðsyn á að fleiri fyr-
irtæki á þessu sviði sameinist?
„Þróunin    erlendis________
hefur víða verið þannig
að fyrirtæki hafa tekið
að sér æ fleiri merki.
Við sjáum þessa þróun
¦ líka hér, Ingvar Helga- —"^—*
son tók að sér alla GM-línuna sem
var þá hjá Sambandinu, Ford og
Citroén eru að fara til Brimborgar
og Saab til Ingvars Helgasonar.
Þetta verða því færri innflytjendur
með fleiri merki. Það verður viðr-
áðanlegra fýrir þá að taka á sig
sveiflur. Að mínu áliti hafa menn
í bílgreininni tekið rangar ákvarð-
anir við sölu á notuðum bílum
með eilífum útsölum og afsláttum
sem er slagur sem er engin ástæða
til að fara út í. í verðstríði tapa
allir þátttakendur. Slíkt verðstríð
hefur myndast að nokkru leyti á
undanförnum misserum í notuðum
bílum. Ef menn forðast verðstríð
jafnar uppsöfnun notaðra bíla sig
Pétur Óli Pétursson
?Pétur Óli Pétursson fram-,
kvæmdastjóri Bílaumboðsins
hf. fæddist í Reykjavík árið
1949. Hann ólst upp í Reykjavík
og dvaldist í Skagafirði frá
fimm ára aldri fram að ferm-
ingu. Hann lauk námi frá Sam-
vinnuskólanum 1968 og hóf
störf hjá Sambandinu. Hann
dvaldist í Þýskalandi við störf
og nám í tvö ár. Hann starfaði
á skrifstofu Sambandsins í
London í eitt ár, 1971-1972, og
gerðist sölustjóri í véladeild SIS
1972 og gegndi því starfi til
1975. Þá stofnaði hann ásamt
fleirum fyrirtækið Vélar og
þjónustu og var þar fram-
kvæmdastjóri til 1990. Þá seldi
hann sinn hlut í fyrirtækinu og
stofnaði ásamt fleirum Bílaum-
boðið. Þar hefur hann verið
framkvæmdastjóri síðan með
eignarhlut upp á 2A.
Fyrirtæki hafa
tekið að sér æ
fleiri merkí
út á örfáum mánuðum og markað-
urinn samþykkir verðið. Nú er
markaðurinn farinn að bíða eftir
útsölum og hreyfir sig ekki fyrr
en nokkrum dögum áður en stóru
umboðin þurfa að gera skil á virð-
isaukaskatti. Þá þeyta þau inn á
markaðinn fjölda notaðra bíla á
niðursettu verði. Heildarsala not-
aðra bíla eykst ekki við útsölurnar
en menn eru neyddir til að taka
þátt í leiknum. Þar af leiðandi
hafa umboðin verið að tapa á við-
skiptum með notaða bíla á undan-
förnum misserum."
Hvernighafa afskiptihins opin-
bera verið af bílgreininni?
„Það hefði ekki áhrif á tekjur
ríkissjóðs af bílainnflutningi að
lækka innflutningsgjöld sem lögð
eru á bíla. Ef innflutningsgjöld
_______ lækkuðu  um  10%  og
innflutningurinn ykist í
kjölfarið um 15% hefði
það ekki áhrif á tekjur
ríkissjóðs, en sveiflur í
¦~~~~ bflainnflutningi jöfnuð-
ust út, sem hlýtur að vera kapps-
mál jafnt fyrir ríkissjóð og mark-
aðinn í heild. Það er mjög óæski-
legt að fá inn á markaðinn á mjög
skömmum tíma mikinn innflutn-
ing. Tekjustreymi ríkissjóðs er
mjög sveiflukennt vegna þessa.
Núna eru sum fyrirtækin í þessari
grein að kikna í niðursveiflunni
og þekking sem búið er að byggja
upp í þeim fer forgörðum. Eins
og nú er ástatt er mikið framboð
af árgerðum 1986-1989 á bílasöl-
um en lítið af nýrri árgerðum.
Verðið á gömlu bílunum er því
óeðlilega lágt og að sama skapi
óeðlilega hátt á nýrri árgerðun-
um."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56