Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20      B    SUNNUDAGUR 19. MARZ1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Snorri Baldursson
ER runnkennt vaxtarlag íslenska birkisins að einhverju leyti afleiðing fyrri búskap-
arhátta? (Úr Vatnsfirði).
Islenska
bírkíð
-  nióurlæging þess og endurreisn
Ljósmynd/Snorri Baldursson
FLEST móðurtrén eru stórvaxin og þróttmikil eins og þessi „eik"
í Þórsmörk (Þuríður Yngvadóttir sést á myndinni).
EFtilvill
býr birkið
við
Hvítár-
vatn (420
m. y. s.)
yfir að-
lögun sem
hentar
upp-
græðslu-
birki fyrir
hálendari
svæði á
Suður-
landi.
eftir Snorro Boldursson
RÆKTUN á kynbættu birki-
fræi í gróðurhúsum fyrir
verndarskóga á láglendi og
á hálendari svæðum er
markmið rannsóknar- og
þróunarverkefnis sem unnið er að
á Rannsóknastöð Skógræktar rík-
isins, Mógilsá. Verkefnið hófst vor-
ið 1994 og er styrkt af Rannsóknar-
áði íslands og Framleiðnisjóði land-
búnaðarins. I þessari grein verður
fjallað um verkefnið og tengsl þess
við aðrar birkirannsóknir sem unnið
er að á vegum Rannsóknastöðvar-
innar og víðar.
Eyðing birkiskóga og
endurheimt
Birkiskógur og kjarr óx að öllum
líkindum á a.m.k. 25.000 knhlands
við landnám en þekur nú um 1.250
kma. í kjölfar skógareyðingar fylgdi
gífurleg gróðurrýrnun og jarðveg-
seyðing sem enn stendur og telja
má með mestu umhverfísröskun í
Evrópu á sögulegum tíma. Eitt
brýnasta verkefni okkar á næstu
áratugum verður að endurheimta
stóran hluta hinna fornu skóga.
Skógar, sem fyrst og fremst eru
ræktaðir til uppgræðslu, jarðvegs-
verndar og skjóls, nefnast land-
græðsluskógar eða verndarskógar.
Þótt margar innfluttar trjátegundir
hafi sannað gildi sitt á undanförn-
um áratugum, er varla vafi á að
íslenska birkið verður aðaltré slíkra
skóga. Rúmlega 1 milljón birki-
plantna hefur verið gróðursett á ári
sl. 5 ár, m.a. vegna sérstaks „átaks
um Iandgræðsluskóga" sem ráðist
var í 1990. Þetta svarar til þess að
urri 400 ha (4 kim) lands hafi verið
klæddir birkiskógi árlega. Hér er
um umtalsvert átak að ræða, en
þó hverfandi í samanburði við það
sem tapast hefur. Til að ná því
hógværa markmiði að endurheimta
birkiskógana á jafnmörgum árum
og liðin eru frá landnámi þyrfti að
gróðursetja a.m.k. 6 milljón plöntur
árlega í 1.100 ár!
Gróðursetning er þó ekki eina
aðferðin við ræktun skóga. Löng
reynsla er fyrir því að birki er dug-
legt að sá sér út í lítt gróið land.
Dr. Ása L. Aradóttír og dr. Sigurð-
ur H. Magnússon hafa haft frum-
kvæði að rannsóknum á sjálf-
græðslu birkis á gróðurrýru landi.
Til að sjálfgræðsla heppnist þarf
að tryggja, auk friðunar fyrir beit,
nóg fræframboð og aðstæður fyrir
fræið til að spíra. A víðáttumiklum
landssvæðum þar sem ekkert birki
vex vantar fræ. í stað þess að full-
gróðursetja í slík svæði má gróður-
setja birki í gróðureyjar sem síðan
sjá um að klæða landið með sjálf-
græðslu. Með gróðureyjum og (eða)
beinni sáningu birkifræs má marg-
falda afköstin við ræktun skóga.
Burt séð frá aðferðinni við endur-
heimt birkiskóganna, verður þörf á
miklu magni úrvalsfræs á næstu
áratugum.
Er íslenska birkið úrkynjáð?
Glöggir ferðalangar hafa undrast
hin margvíslegu birtingarform ís-
lenska birkisins eftir landshlutum
og staðháttum. Reginmunur er á
ljósnæfra, stórvöxnum björkum í
innsveitum á NA-, A- og SA-landi
og margstofna, svarbrúnu kjarr-
birkinu um sunnan- og vestanvert
landið. Á annesjum og við skógar-
mörk, þar sem birkið skríður með
sverðinum, er meira að segja víða
ofrausn að tala um kjarr. Því er
von að fólk spyrji sig hvort þetta
sé allt sama tegundin?
í heiminum eru margar birkiteg-
undir. Þær eru líkar og sumar æxl-
ast auðveldlega innbyrðis. Einstakl-
ingar sömu tegundar geta verið
mjög breytilegir og dregið dám af
umhverfi sínu. Af þessum sökum
er greining birkis til tegunda erfið-
leikum bundin. Nú mún sú skoðun
ríkjandi að allt íslenska birkið til-
heyri einni tegund (Betula pubesc-
ens)"og að útlitsmunur skýrist af
miklum erfðabreytileika innan
hennar.
Á árunum 1972-1975 beittu
Skógræktarfélag íslands og Skóg-
rækt ríkisins sér fyrir úttekt á út-
breiðslu og ástandi birkiskóga á
Islandi. Skipting skóglendis í hæð-
arflokka leiddi í ljós að rúmlega 80%
náðu ekki 2 m meðalhæð og flokk-
uðust því sem kjarrlendi eða birki-
kræða. Um 15% voru vaxin kjarr-
skógi, 2-4 m á hæð. Aðeins um 2%
birkiskóganna náðu yfir 8 m meðal-
hæð. Þessar tölur eru 20 ára gaml-
ar og að einhverju leyti úreltar.
Niðurstöður nýrrar könnunar á
astandi íslenskra birkiskóga, sem
gerð var á árunum 1987-1994 á
vegum Rannsóknastöðvar Skóg-
ræktar ríkisins, verða kynntar á
næstu mánuðum. Stærstur hluti
íslensks birkiskóglendis er þó enn
lágvaxið kjarr. Spurningin er, hefur
þetta alltaf verið svona, eða voru
birkiskógarnir til muna stórvaxnari
Ljósmynd/Snorri Baldursson
þegar fyrstu landnámsmennirnir
stigu hér á land? Er svipmót birkis-
ins afleiðing ríkjandi loftslags eða
úrkynjunar?
. Ríkjandi veðurfar hefur afger-
andi áhrif á útlit trjágróðurs. Á
vindasömum stöðum verður hann
veðurbarinn. Birkið myndar oft lág-
vaxið kjarr úti við ströndina en
hávaxnari tré inn til landsins. Slíkt
er engin tilviljun. Löng reynsla er
fyrir því að Bæjarstaðabirki, sem
gróðursett er úti við ströndina á
suðvesturhorni landsins, verður að
jafnaði dekkra yfirlitum og lág-
vaxnara en í uppsveitum sunnan-
lands þar sem skýlla er.
Sumir telja vafasamt að ætla að
veruleg aðlögun hafí átt sér stað
hjá íslenska birkinu frá landnáms-
öld. (Með aðlögun er átt við erfða-
fræðilegar breytingar sem gera líf-
verur hæfari til að lifa í ákveðnu
umhverfi). Tíminn sé einfaldlega
of stuttur og kynslóðirnar of fáar.
Þótt yfirleitt sé talið að ofanjarðar-
hluti (stofnar) einstakra birkitrjáa
lifi ekki nema 80-100 ár getur róta-
kerfið lifað mun lengur - e.t.v.
margar aldir - og nýir stofnar vax-
ið af því aftur og aftur með tein-
ungi  (rótarskotum eða stúfsprot-
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36