Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 31 _U ■ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMLEIÐNII FYRIRTÆKJUM FRAM KEMUR í niðurstöðum könnunar, sem gerð var meðal evrópskra fyrirtækja, að stjórnendur fyrirtækja á íslandi telja þróun framleiðni og arðsemi lakari hér á landi en hjá keppi- nautum þeirra í Evrópu. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnuveit- endasambandsins í fyrradag. Niðurstaðan ber vott um, að íslenzkir fyrirtækjastjórnendur átti sig á einum mest aðkallandi vanda íslenzks atvinnulífs, sem er lítil framleiðni og þar með verri nýting aðfanga og vinnuafls en vera ætti. Þetta má meðal annars ráða af því, að þrátt fyrir að landsfram- leiðsla á mann sé meiri á íslandi en í mörgum öðrum ríkjum OECD, eru laun lægri og koupmáttur þeirra minni en landsfram- leiðslan gefur til kynna. íslendingar þurfa að vinna lengur en margar aðrar þjóðir til að ná sambærilegum lífskjörum, sem sést á því að árið 1991 var ísland í 18. sæti af 24 ríkjum OECD, þegar litið var á landsframleiðslu á hverja vinnustund. Aukning framleiðni er ein skynsamlegasta leiðin til að bæta lífskjör á íslandi. Það er leið, sem getur skilað raunverulegum kjarabótum, þótt sjávarafli standi í stað óg ný álver séu enn ekki risin. Á undanförnum kreppuárum hefur orðið mikil breyt- ing til hins betra í atvinnulífinu að þessu leyti. Fyrirtæki hafa aukið framleiðslu en jafnframt fækkað fólki og komið á margvís- legri annarri hagræðingu. Sennilega hefur mestur árangur náðst í stærri fyrirtækjum, sem hafa haft fjárhagslegt bolmagn til þess að takast á við þetta verkefni. Þetta átak þarf hins vegar einnig að ná til smærri fyrirtækja og opinbera geirans. Þáttur stjórnvalda getur annars vegar ver- ið sá að stuðla almennt að hvetjandi andrúmi í atvinnulífinu m.a. með margvíslegri fræðslustarfsemi og hins vegar að stuðla að nauðsynlegri fyrirgreiðslu við smærri fyrirtæki, sem geri þeim kleift að ráðast í aðgerðir á sínum vettvangi, sem stuðla að aukinni framleiðni. HVAÐ LEYFIST SVEITARFÉLÖGUNUM? JÓHANN G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og fyrr- verandi forstjóri Hagvirkis-Kletts, segir í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hefðu viðskipti bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækisins verið rannsökuð, eins og oddvitar núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn fóru fram á við félagsmálaráðuneytið, hefði komið í ljós að kæra þeirra byggðist á röngum forsendum. Jóhann segir jafnframt: „Ef [málið] hefði hins vegar verið tekið til meðhöndlunar á þessum grunni, þá spyr maður sig hvað hefði gerzt varðandi ákvarðanir út um allt land, þar sem menn hafa beinlínis verið að leggja fram fjármuni til trygginga, bak- ábyrgða, eða aðstoðar við atvinnurekstur og ekkert haft á móti og það tapazt.“ Svarið við spurningu Jóhanns er það að hefði félagsmálaráðu- neytið kveðið upp efnislegan úrskurð um það hvort viðskipti Hafnarfjarðar og Hagvirkis-Kletts stæðust sveitarstjórnarlög — þar sem segir að sveitarfélag megi ekki gangast í almennar ábyrgðir fyrir fyrirtæki — hefði sá úrskurður væntanlega skapað fordæmi, sem farið hefði verið eftir um allt land. Eins og málalokin urðu í kærumálinu í Hafnarfirði er staðan í þessum málum hins vegar áfram óljós. Morgunblaðið ítrekar þá skoðun sína að niðurstaða verði að fást um það, hvort slík aðstoð sveitarfélaga við einkafyrirtæki sé heimil, og hverjir beri ábyrgðina, tapist fé skattgreiðenda. Fyrst félagsmálaráðuneytið, sem á að hafa eftirlit með því að sveitarstjórnarlög séu haldin, getur ekki kveðið upp úrskurð, er ástæða til að ræða stofnun sérstaks stjórnsýsludómstóls eða sambærilegs úrskurðarvalds. MARÍA MARKAN MARÍA MARKAN var tvímælalaust einn merkasti tónlist- arfrömuður, sem íslendingar hafa átt fyrr og síðar. Ung að árum hóf hún söngnám í Berlín á þriðja áratug aldarinnar og í kjölfarið fylgdi glæsilegur söngferill í mörgum þekktustu óperu- húsum Evrópu, Ástralíu og Ameríku. Hvarvetna hreif María Markan áheyrendur með sinni gullfallegu og öguðu söngrödd. Landar hennar fylgdust heillaðir með ferli fyrstu íslenzku söng- konunnar, sem gerði garðinn frægan á alþjóðlegum vettvangi. Á hátindi ferils síns og frægðar starfaði María við Metropolitan óperuna í New York, 1941-1942, en heimsstyrjöldin síðari gerði strik í reikninginn eins og hjá svo mörgum öðrum listamönnum. Eftir að María Markan fluttist aftur heim til íslands hófst nýr þáttur í lífsstarfi hennar. Hún kenndi og þjálfaði marga af beztu söngvurum landsins, sem sumir hveijir fetuðu síðar brautina, sem María hafði rutt á fyrrihluta aldarinnar. María Markan lézt í Reykjavík að morgni sl. þriðjudags, 89 ára að aldri, en hún fæddist í Ólafsvík 25. júní 1905. Að leiðar- lokum þakka íslendingar þessari stórbrotnu listakonu fyrir braut- ryðjendastarf hennar og þær ótöldu stundir, sem þeir hafa notið hennar fagra og glæsilega söngs. ENGAR UNDANÞÁGUR FYRIR ÍSLENDINGA • Þarf að flytja inn 53% alls fisks • Ég hef aldrei beitt aðferðnm Machiavellis • Þeir vildu ein- faldlega meira en þeim bar • Nauðsynlegt er að byggj a upp fískistofnana á ný Italska konan EMMA BONINO fer með sjáv- arútvegsmál innan framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins. Hún tók við því embætti í lok janúar í ár og hefur síðan átt í harðvítug- um deilum við Kanada og reynir nú að end- umýja mikilvægan fískveiðisamning við Mar- okkó. Hjörtur Gíslason fékk einkaviðtal við Bonino í höfuðstöðvum ESB í Bmssel og ræddi við hana um stjóm fískveiða og fleira EG ER þeirra skoðunar að mjög mikilvægt sé að niðurstaða fáist á út- hafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna,“ segir Emma Bonino. „Það er nauðsynlegt að samkomulag náist um einhveijar þær reglur, sem geta komið böndum á annars óheftar veið- ar á úthöfunum. Virku eftirliti verður að koma á með einhveijum hætti. Ég er viss um að reynt verður að fara nýjar leiðir í ljósi allra þeirra deilna um veiðar á alþjóðlegum mið- um, sem nú eiga sér stað. Vaxandi þungi er nú lagður á það hjá mörgum strandríkjum, ekki aðeins Kanada, að færa yfirráð sín út fyrir 200 mílna lögsöguna. Þar er Evrópusambandið á öndverðum meiði, en á hinn bóginn er það allra hagur að veiðunum sé stjórnað og eftirlit haft með þeim. Evrópusambandið mun ekki sætta sig við frekari útfærslu fiskveiðilögu strandríkjanna. Evrópusambandið er í raun hvort tveggja í senn stórt strandríkjasamband og öflugt fisk- veiðisamband. Við þurfum því að taka tillit til að minnsta kosti tveggja þátta hvað varðar hagsmuni okkar sem samband fiskveiðiþjóða, en stærri lögsögu en 200 mílur sam- þykkjum við ekki. Lög og reglur þurfa að vera ljósar og afstaða til þeirra sömuleiðis. Við getum ekki stutt ein alþjóðleg lög og hafnað öðrum eftir hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þá missir fólk trúna á okkur. Grundvallaratriðið í veiðistjórnun á úthöfunum er annars vegar 200 mílna lögsaga strandríkjanna, og hins vegar hugsanleg niðurstaða ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um stjórn veiða á úthöfunum. Nú liggur fyrir lokatillaga forseta ráðstefnunn- ar, Nandans, um niðurstöðu og hver hún verður á eftir að koma í ljós. Skoðun Evrópusambandsins í þeim málum er sú, að 200 mílna mörkin skuli standa óbreytt áfram hvað strandríkin og réttindi þeirra varðar. Tillögur um aflahámark utan fisk- veiðilögsagna í Norður-Atlantshafi heyra undir svæðastjórnunarnefnd- irnar NAFO og NEAFC. Þar tel ég vera sameiginlegan vettvang þeirra ríkja, sem til sögunnar koma, til að hafa stjórn á veiðunum og skipta aflaheimildum á milli sín.“ Sami rammi fyrir alla Ef ísland sækti um aðild að Evr- ópusambandinu nú, kæmi til greina að landið fengi full yfirráð yfir fisk- veiðilögsögu sinni? „Nei. ísland yrði, eins og önnur aðildarlönd, að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins. Hins vegar yrði örugg- lega um einhvern aðlögunartíma að ræða eins og við inngöngu Spánar og Portúgal á sínum tíma og Svíþjóð- ar og Finnlands nú. Sá aðlögunartími getur verið langur, en meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrir alla.“ Háðir innflutningi Sjómenn, einkum í Frakklandi, hafa barizt gegn innflutningi á fiski, meðal annars frá Noregi. Er þess að vænta að einhverjar aðrar aðferðir en tollar og heilbrigðisreglur verði notaðar til að hindra innflutning á fiski inn til Evrópusambandsins? „Að mínu mati kemur það ekki til greina. það er ómögulegt af mörgum ástæðum. Sambandið þarf að flytja inn 53% alls fisks, sem innan þess er neytt. Við erum háð þessum inn- flutningi og því er ekki hægt að verða við kröfum sjómanna, sem stundum koma fram, um að hefta innflutning- inn. Fiskiðnaður okkar er háður þess- um innflutningi og gagnvart honum er það óverjandi að hefta innflutning. Sem neytandi finnst mér hins vegar nauðsynlegt að krefjast þess að fisk- ur, sem fluttur er inn til Bandalags- ins, sé unninn við viðunandi aðstæð- ur, að farið sé að þeim reglum, sem settar eru um vinnslu matvæla." Deilt við Kanada Deila ESB við Kanada hefur vakið mikla athygli. Byggðist hún á fiski- vernd eða hvernig skipta skyldi því, sem til reiðu var? „Það kom mér verulega á óvart hvernig stjórnvöld í Kanada komu fram í deilunni við okkur í vetur og á erfitt með að skilja hvað lá þar að baki. Ég tók við embætti mínu 25. janúar og hitti Brian Tobin, sjávarút- vegsráðherra Kanada, 31. janúar. Við komumst að samkomulagi um annan fund í febúar eða marz til að fjalla betur um verndun fiskistofna o g stjóm veiða á hinu umdeilda svæði utan 200 mílnanna á Mikla banka við Nýfundnaland sem fellur undir NAFO (fiskveiðinefnd Norðvestur- Atlantshafsins). Skyndilega varð fjandinn hins vegar laus, og satt að segja á ég bágt með að skilja hvað lá að baki þeirri ákvörðun stjórnvalda í Kanada að brjóta alþjóðleg lög með því að taka skip utan lögsögu sinnar. Þó ég sé ítali, hef ég aldrei beitt aðferðum Machiavellis. Ég er ekki þeirrar skoðunar að tilgangurinn helgi meðalið, heldur beri að beita löglegum aðferðum við að ná sínu fram. Ég hef einnig alltaf verið þeirrar skoðunar, að hin harkalegu viðbrögð Kanada hafi ekki byggzt á fiskvernd- unarsjónarmiðum. Evrópusambandið hafði þegar samþykkt að minnka ÞYSKA- LAND^ FRAKK LAND SPANN Sjávarafli ESB-ríkjanna 1989-91 í þús. tonna 1989 1990 1991 Danmörk 1.927.493 1.517.211 1.793.171 Spánn 1.559.800 1.450.000 1.350.000 Bretland 823.374 792.702 823.225 Frakkland 909.669 898.477 812.773 Ítalía 548.947 519.922 548.242 Holland 451.711 459.022 443.097 Portúgal 331.795 321.891 325.349 Þýskaland 411.067 390.813 300.164 írland 200.386 218.512 240.703 Grikkland 139.827 142.026 149.020 Belgía 39.854 41.624 40.226 ESB 12 7.343.923 6.752.200 6.825.970 Aflahæstu ríkin í heiminum ÉlMlllillli Kína 11.219.994 12.095.363 13.134.967 Japan 11.173.286 10.350.338 9.306.827 Fyrrum Sovétríki 11.310.091 10.389.030 2.916.927 Bandaríkin 5.763.321 5.858.506 5.473.321 Noregur 1.908.759 1.711.336 2.095.912 Rfki sem gengu í ESB 1994 Svíþjóð 257.819 260.124 245.016 Finnland 110.463 95.619 82.813 Spánn Ítalía Grikkland Portúgal Frakkland Bretland Danmörk írtand Þýskaland Holland Belgía/ Lúx. ESB12 Fiskimenn I ESB-ríkjunum 1989-91 1989 88.199 49.766 40.164 40.996 34.097 22.217 7.317 7.900 1.898 4.000 908 297.462 1990 87.351 49.766 40.164 40.601 32.622 24.230 7.317 7.900 4.812 3.502 845 299.110 1991 84.838 49.766 40.164 38.507 30.971 24.230 6.886 4.949 4.291 3.932 818 289.352 EMMA BONINO „Staðreyndir verður að viðurkenna, hversu sársaukafullar sem þær kunna að vera,“ segir Emma Bonino um niðurskurðinn í fiskiskipa- flota Evrópusambandsins. grálúðuafla um 53% frá árinu 1994, en þá var aflinn 60.000 tonn. Málið snérist um það, hver ætti að fá að veiða þessi 27.000 tonn sem allir aðilar NAFO höfðu samþykkt að veiða mætti. Deilan hófst ekki fyrr en Kanada krafðist þess á NAFO fundi að fá 75% heildaraflans. Sam- bandið gat ekki með nokkru móti sætt sig við það, hvorki út frá hefðar- rétti á þessum miðum, né öðrum ástæðum. Þeir vildu einfaldlega meira en þeim bar og það gengur ekki. Eftirlitið verður að vera í lagi Mig skiptir mestu máli, að fisk- veiðistjórnunin sé ábyrg hvar sem hagsmunir okkar liggja. Ég tel einn- ig að lítið gagn sé að fiskveiðistjórn- un eins og hinni sameiginlegu físk- veiðistefnu Sambandsins og ákvörð- un um heildarafla og kvóta, sé eftir- litið ekki í lagi. Því gleður það mig, að í fyrsta sinn í áratug, hafa Spán- veijar svipt eigið skip veiðileyfi fyrir ólöglegar veiðar. Kannski er afstaða mín farin að hafa einhver áhrif á gang mála. Kosningar standa nú fyrir dyrum á Spáni og því hefur þessi aðgerð verið spænsku ríkis- stjórninni erfið. Hún sýnir hins vegar ábyrga afstöðu, sem reyndar mun tæpast koma henni til góða í kom- andi kosningum, en sýnir að Spán- veijar verða að búast við breytingum í sjavarútvegi sínum. Ég vona að okkur takist að afla þeirri staðreynd fylgi um víða veröld, að hlutirnir verði að breytast vegna þess, að um of hefur verið gengið á auðlindina og nauðsynlegt er að byggja upp fiskistofnana á ný. Það verður ekki gert nema með því að framfylgja af hörku þeim ákvörð- unum sem teknar eru um heildarafla og veiðistjórnun. Að öðrum kosti verður ekki mikið um fiskveiðar fyrir komandi kynslóðir. Fiskiðnaðurinn á sér heldur enga framtíð án veiði- stjórnunar. Þá verður að endurnýja og tæknivæða allar hliðargreinar veiða og vinnslu eins og flutninga og markaðssetningu. Liggi megin- áherzlan áfram á veiðar, á sjávarút- vegurinn afar takmarkaða framtíð fyrir sér. Ég skil að þetta er erfitt mark- mið. Það er ekki gott í kosningabar- áttu að segja að draga verði saman seglin í sjávarútveginum. Ég þarf hins vegar ekki að standa í kosninga- baráttu, hvorki á Nýfundnalandi né í Vigo á Spáni. Ég verð hér í fimm ár og það gerir mér kleift að koma fram með nauðsynlegar en sársauka- fullar aðgerðir. Segja má að þarna komi hlutverk framkvæmdastjórnar- innar vel í ljós.“ v Lögmætar aðgerðir Nú stendur Evrópusambandið í samningum við Marokkó, þar sem stjórnvöld vilja draga verulega úr veiðum skipa Evrópusambandsins til að vernda fiskistofna. Hvernig standa þau mál? „Ég vonast til að niðurstaða sé að nálgast í deilu okkar við Mar- okkó. Ég vil þó fyrst taka það fram að aðgerðir stjórnvalda í Marokkó eru fyllilega lögmætar. Við höfum þó sögulega veiðireynslu innan lög- sögu þeirra. Ég hef sagt að í því máli getum við ekki verið með neinar kröfur. Við þurfum á þessum afla- heimildum að halda en eigum ekki rétt á þeim og þar er allnokkur mun- ur á. Ég hef því viðurkennt þá stað- reynd að stjórnvöld þar geti gert það, sem þau vilja. Marokkómenn „Evrópusambandið mun ekki sætta sig við frekari útfærslu Evrópusambandinu hverfi úr lögsögu þeirra. Segjum sem svo að þeir ætli að taka allan sinn afla sjálfir. Þá eiga þeir eftir að vinna hann og markaðssetja, en til þess skortir þá nærri allt. Þess vegna tel ég að hægt eigi að vera að komast að samkomu- lagi sem komi báðum aðilum til góða.“ Afkastagetan eykst þrátt fyrir úreldingu Hvaða leiðir verða farnar til að draga úr afkastagetu fiskveiðiflota sambandsins? „Ég er um þessar mundir að ganga frá tillögum mínum til framkvæmda- stjórnarinnar, en það er ljóst að þar verður um erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir að ræða. Við vinnum stöðugt að fækkun skipa og endur- skipulagningu í sjávarútvegi og höf- um til þess um 800 milljónir ECU (66,4 milljarða króna). Þessi upphæð sýnir það mat sambandsins að mikill- ar endurskipulagningar er þörf í út- veginum. Við höfum úrelt fleiri og fleiri skip og æ fleiri sjómenn eru því án atvinnu, en eiginleg afkasta- geta flotans hefur samt aukizt um 2%. Skýringin er einfaldlega aukin tækni og ðbetri skip og líklega á sama vandamál við víðar í heimin- , um. Veiðigeta byggist ekki , aðeins á fjölda skipa og sjó- manna, heldur stærð skipa U °g tækni við veiðarnar. þeirra. að tal eiga [ nærri i eigi að lagi s góða.“ Afka Hva draga „Eg frá till verðui ákvarc stöðug um til (66,4 ! sýnir [ ar enc vegini fleiri því án fiskveiðilögsögu strandríkjanna“ geta selt Japönum aflaheimildir eða veitt sinn fisk sjálfir, en ég tel engu að síður að svigrúm sé til sanngjarns samkomulags. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að benda aðildarríkjum okkar á, að í samningum við þriðju ríki verður ekki hægt að fara sömu leiðir og áður. Til þessa höfum við borgað fyrir veiðileyfí, veitt fiskinn og farið. Þróunarríkin, sem til þessa hafa ekki gert sér fyllilega grein fyrir hinum miklu auðlindum hafsins fyrr en hin síðari ár, vilja nú nýta möguleikana innan eigin lögsögu betur en áður. Við getum auðvitað ekki komið í veg fyrir að þau geri það, sem við höfum gert öldum saman, að nýta okkur auðlindir hafsins. Við þurfum að veiða og þróunar- löndin líka. Það er líka staðreynd að þróunarlöndin þurfa markaði fyrir afurðir sínar, þau þurfa einnig þekk- ingu og tækni. Þetta getum við lagt þeim til, ekki aðeins á sviði sjávarút- vegs, heldur einnig öðrum sviðum. Mín skoðun er því sú, að við verðum að vera sanngjarnari í samningum við þriðju ríki, þannig að báðir aðilar beri sanngjarnan hlut frá borði.“ Tilskipanir ganga ekki Fram hefur komið sú ósk í Mar- okkó að skip frá ESB landi afla sín- um í höfnum í Marokkó. Kemur það til greina. „Fyrst sögðu stjórnvöld þar, að koma yrði með fiskinn að landi til að hægt væri að hafa eftirlit með afla skipanna. Síðan kom í ljós að eftirlit var ekki ástæðan, heldur þörf- in á meiri atvinnu. Tilskipanir af þessu tagi ganga ekki í nútíma efna- hagslífi. Málið snýst ekki um að skylda skipin til að landa á ákveðnum stöðum, heldur hvort yfirvöld í Mar- okkó geta búið svo um hnútana, að það verði eftirsóknarvert fyrir erlend skip, sem veiða innan lögsögu lands- ins, að landa í höfnum þar. Stjórn- völd geta krafizt hvers sem er í þess- um efnum, en staðreyndin er sú að landið er ekki tilbúið til að taka við öllum þessum afla. Hafnaraðstæður eru ekki í lagi og vinnslu-_og flutn- ingageta ekki fyrir hendi. Ég er hins vegar tilbúin til að leita leiða til þess að það geti orðið raunhæfur kostur að landa í Marokkó. Það er heldur engin spurnirig um það, að við verðum að draga úr veið- um okkar innan lögsögu Marokkó. Spurningin er hins vegar með hvaða hætti, til dæmis í hvaða tegundum og á hvaða tíma. Ég held að vandinn sem blasir við Marokkómönnum sé ekki leystur með því að skip frá Þarf að úrelda enn * fleiri skip Þess vegna er ég að und- irbúa aðildarþjóðirnar undir það, að nauðsynlegt er að fara aðrar leiðir en áður til að meta veiðigetuna og úreldingar- þörfina. Við stöðvum ekki tækniþró- unina, en það þýðir að úrelda þarf enn fleiri skip en áður eigi nægur árangur að nást. Því fylgir enn meira atvinnuleysi sjómanna. Ég vildi gjarnan að hægt væri að veiða meira, en til þess er ekki nægur fískur ír sjónum. Fyrir 2.000 árum gerði mað- ur nokkur kraftaverk með því að margfalda fjölda físka, en slíkir hlut- ir gerast ekki lengur og við þurfum að horfast í augu við það.“ Hvernig verður fundin atvinna fyr- ir þá, sem þurfa að hætta sjó- mennsku? „Þar er við rnikinn vanda að etja, því sjómenn vilja vera sjómenn áfram. Kynslóðirnar hafa verið sjó- menn mann fram af manni, sjó- mennska er það eina sem þeir kunna og því vilja þeir ekki gera annað en stunda sjóinn áfram og vilja ennfrem- ur að synir þeirra verði sjómenn. Þarna er að minnsta kosti einn hæng- ur á. Vilji sjómenn í dag að synir þeirra verði sjómenn, verða þeir að draga úr veiðunum svo einhver fiskur verði eftir fýrir synina. Snemma á eftirlaun Sjómönnum finnst erfitt að snúa sér að öðrum störfum í landi, enda fylgir því mikil röskun á Jífsmáta. Þó manni, sem hefur verið á sjó í áratugi, sé fundin önnur vinna í landi, sættir hann sig illa við það. Þá verð- ur að líta á nokkrar staðreyndir eins og þær breytingar sem hafa orðið á landbúnaði frá upphafí þessarar ald- ar. Svipað á við um námagröft. Þær breytingar urðu til þess að mikill ljöldi fólks varð að hverfa frá þeirri vinnu sem hann þekkti best og snúa sér að öðru. Það er engin leið að snúa þróuninni við og beija hausnum stöðugt við steininn. Staðreyndir verður að viðurkenna, hversu sárs- aukafullar þær kunna að vera. Ég hef nú kynnt áætlun um að sjómenn geti farið snemma á eftir- laun. Ég veit að það er ekki það bezta, en til þessa hafa eigendur bátanna fengið úreldingarstyrki, en sjómönnum hefur ekkert verið hjálp- að. Ég tel að nauðsynlegt sé að gera eitthvað fyrir þá, bjóða þeim ein-, hveija kosti aðra en atvinnuleysi og því þarf að skapa nýja vinnu fyrir þá og/eða gefa þeim eldri kost á því að setjast fyrr en ella í helgan stein. Landbúnaður hefur verið endurskipu- lagður með svipuðum hætti og nú er komið að sjávarútveginum. Hjá því verður ekki komizt, segir Emma Bonino."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.