Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
I
í list Ásmundar
Stíllinn
í tilefni sýningarínnar Stíllinn í
list Ásmundar Sveinssonar í Ás-
mundarsafni hefur Gunnar B.
Kvaran listfræðingur og for-
stöðumaður Kjarvalsstaða skrif-
að samnefnda ritgerð. Brot úr
ritgerðinni eru birt hér á eftir.
OFT OG iðulega hafði Ásmundur Sveins-
l son það á orði að hann gæti skipt um
' stíl líkt og ljóðskáldið um rím. Það
sýndi einfaldlega fram á tæknilega
hæfileika listamannsins og kæmi engan veginn
í veg fyrir persónulega tjáningu. Og víst er að
þegar litið er yfir listrænan feril Ásmundar hljóta
menn að undrast hinn formræna margbreytileika
í verkum hans.
Á árunum 1935-1936 dvaldi Ásmundur um
skeið í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma gerði hann
sextán verk sem marka greinileg straumhvörf á
listferli hans. í þessum verkum fjarlægist hann
enn frekar viðmiðun raunsæisins og skapar verk
þar sem hann einfaldar ekki aðeins formskriftina
heldur ummyndar verulega hina hefðbundnu
skólasýn. Víst er að finna má í þessum verkum
fjarlæga vísun í formskrift súrrealismans, en
Ásmundur sá einmitt stóru súrrealistasýninguna
í Kaupmannahöfn 1935 og varðveitti sýningar-
skrána allar götur síðan. Þetta er meðal annars
athyglisvert í ljósi þess að ekki er vitað um að
Ásmundur hafi haft nein kynni af súrrealisman-
um á Parísarárunum.
Í Vatnsberanum frá 1936 - 1937 heldur
myndhöggvarinn sig við steinaríkið og náttúni-
legar tilvísanir. Þetta verk, eitt meginverk Ás-
mundar, minnir óneitanlega á klettadranga.
Myndbygging Vatnsberans er í fullkomnu jafn-
vægi: föturnar og hendur konunnar mynda sam-
hverfu, vinstri fóturinn fram inn á milli fatnanna
Ljósm./Ásmundar3afn
VATNSBERINN eftir Ásmund Sveinsson.
en sá hægri aftur, þannig að grunnflöturinn er
þríhyrndur. Kraftlínur Vatnsberans mynda því
nánast pýramída frá öllum hliðum, en í listasög-
unni hefur sú tegund myndbyggingar iðulega
verið nýtt til að skapa festu og stöðugleika. Það
eina sem brýtur upp þessa kyrrstöðu er staða
höfuðsins, líkt og í fleiri verkum Ásmundar. Það
hallar ögn til hliðar, mýkir myndbygginguna og
gefur í skyn hreyfingu.
Á fjórða áratugnum myndar listsköpun Ás-
mundar Sveinssonar að formi og inntaki nokkuð
samstæða heild. Að námi loknu leggur listamað-
urinn sig fram um að einfalda vísanir í raunveur-
leikann. Maðurinn er einfaldaður í frumdrætti
sína og mótaður í heillegan massa, afmarkaður
með sterkri línuáherslu, sléttu og hörðu yfír-
borði. Þessari formskrift er ætlað að túlka kyrr-
stæðan kraft. Uppruna þessarar formskriftar
er eflaust að finna í verkum Maillol. Þau hafa
einmitt til að bera þessa formrænu og efnislegu
einföldun sem markar ákveðna íjarlægð á veru-
leikann og tilvísanir í mannleg einkenni eru þar
fremur en annað skynjuð sem form skilgreind
af efninu.
List Ásmundar Sveinssonar á fimmta áratugn-
um er frábrugðin fyrri áratugum að því leyti
að nú setur hann til hliðar viðfangsefni sem
tengjast vinnunni og velur þess í stað myndefni
sem hann sækir í táknfræðilegar vísanir og vís-
anir í sagna- og bókmenntaarfínn.
Á sjötta og sjöunda áratugnum þróast högg-
myndir Ásmundar Sveinssonar æ meir í átt til
hreinnar abstraklistar. í fyrstu heldur listamað-
urinn áfram að vinna út frá náttúrunni, en árið
1955 uppgötvar Ásmundur nýtt efni fyrir lsit-
sköpun sína, - járnið. Þetta efni átti eftir að
hafa veruleg áhrif á vinnuaðferðir og formskrift
listamannsins, og með þessari uppgötvun er í
raun hægt að tala um raunveruleg kaflaskil í
list hans.
Undir lok ferils síns sagði Ásmundur skilið
við jámið og fór að vinna bejnt í steininn líkt
og hann hafði gert forðum daga. Oftast valdi
hann minni steina sem hann slípaði og pússaði,
dró fram náttúruleg form þeirra og breytti þeim
þannig í listaverk. í raun fylgdi hann í þessum
verkum eftir formskrift náttúrunnar og samsam-
aðist henni.
Ásmundur Sveinsson vildi vera fijáls gagn-
vart öllum „ismum“ og óttaðist ekki að skipta
um stíl ef svo bar undir. Hann var sannfærður
um að listamðurinn þyrfti í sífellu að endur-
skoða hug sinn, vinnuaðferðir og formskriftir
til þess að lenda ekki inni í blindgötu. Því er
eðlilegt að spyija hvort þetta viðhorf sé merki
um ósamkvæmni og samhengisleysi. Því er til
að svara að þegar listsköpun Ásmundar er fylgt
eftir sést glögglega að það er hvergi um að
ræða algert rof á ferlinum, heldur hægar breyt-
ingar, skref fyrir skref, þar sem tilteknar form-
rannsóknir og viðfangsefni leiða af sér nýjar
uppgötvanir.
„Þér eruð fölur, meistari“
HAROLD Pinter er lengst til vinstri. í miðið fyrir ofan er Wilhelm
Furtwángler og Ronald Harwood fyrir neðan. Lengst til hægri þakk-
ar Adolf Hitler þakkar Furtwángler fyrir í lok tónleika ári 1935.
Sýningar
um helgina
Postulín í Kaffi Mílanó
KOLFINNA Ketilsdóttir opnar í
dag, laugardag, sýningu í Kaffí
Mílanó, Faxafeni 11.
Myndímar á sýningunni em unn-
ar með palletthnífi á postulínsflísar.
Myndefnið er aðallega íslenskt
landslag með áherslu á fallegar ár
og fossa, auk þess em nokkrar
blómamyndir.
Myndimar em allar til sölu.
Jón sýnir í Kaffi Lefoli
JÓN Ingi Sigurmundsson opnar
sýningu á vatnslitamyndum í Kaffi
Lefoli á Eyrarbakka, laugardaginn
3. júní.
Þetta er 10. einkasýning Jóns
Inga, en hann hefur tekið þátt í
mörgum samsýningum hjá mynd-
listarfélagi Ámessýslu.
„Hús velúrsálarinnar" I
Gallerí Greip
SÝNING á nýjum verkum Svans
Kristbergssonar og Barkar Amar-
sonar undir yfirskriftinni „Hús
velúrsálarinnar" verður opnuð í dag
laugardag í Gallerí Greip, Hverfis-
götu 82.
Þetta er þriðja sýning þeirra í
Reykjavík, en þeir hafa tekið þátt
í nokkrum samsýningum erlendis.
Galleríið er opið alla daga frá kl.
14-18 meðan á sýninguni stendur,
eða til 13. júní.
Skúlptúrsýningn að ljúka
UNDANFARIÐ hefur staðið yfír í
Gallerí Fold við Rauðarárstíg sýn-
ing á skúlptúmm Guðbjargar Hlífar
Pálsdóttur. Sýningunni lýkur
mánudaginn 5. júní.
Verk hennar em unnin úr kross-
viði og jámi. Opið er í Gallerí Fold
daglega frá kl. 10-18, lokað á hvíta-
sunnudag 4. júní, en opið annan í
hvítasunnu 5. júní kl. 14-18.
Leikskáldinu Ronald
Harwood bárust hót-
anabréf er hann ákvað
að skrif a leikrit um
þýska hljómsveitarstjór-
ann Wilhelm Furtwán-
gler. Verkið hefur verið
sýnt í vikunni á leiklist-
arhátíðinni í Chichester.
IMMTÍU árum eftir stríðs-
lok hefur einn af mestu
hfjómsveitarstjórum sem
uppi hefur verið, Wilhelm
Furtwangler, enn á ný verið sak-
aður um hollustu við nasista.
Furtwfingler var stjórnandi Ber-
línarfílharmóníunnar í valdatíð
Adolfs Hitlers og hefur hart verið
deilt um hvort hann hafi tengst
stjórnvöldum eða hvort hann hafi
gætt hlutleysis síns og einungis
haldiö þýskri tónlistarhefð á lofti.
Ástæða þess að Furtwfingler er
á milli tannanna á fólki, er nýtt
leikrit eftir Ronald Harwood, höf-
und „The Dresser“. Verkið var
sett upp á mikilli leiklistarhátið í
Chichester og leikstjórinn var
enginn annar en Harold Pinter
sem er betur þekktur sem leik-
skáld.
Titill verksins er, „Taking Si-
des“ (Afstaða tekin) og ljóst er að
mjög skiptar skoðanir eru um
ágæti efnisvalsins. Hafði Harwood
ekki fyrr sagt frá efni verksins
er honum tóku að berast nafnlaus
hótanabréf.
Það er ekki í fyrsta sinn sem
slíkt gerist i tengslum við
Furtwfingler. Að sögn Harwoods
skrifaði breski rithöfundurinn
Bernard Levin eitt sinn grein þar
sem hann bar lof á tónlistar- og
sljómunarhæfileika Furtwfin-
glers en fordæmdi jafnframt
tengsl hans við nasista. Levin var
hótað lífláti fyrir vikið.
Fiðluleikarinn Yehudi Menuhin
studdi Furtwfingler í lok stríðsins,
lék með honum á tónleikum, m.a.
í ísrael en hlaut einungis skömm
fyrir, að því er segir í The Europe-
an.
Glæpur Furtwanglers var sá að
hverfa ekki úr stól stjórnanda
Berlínarfílharmóníunnar þegar
nasistar komust til valda. Hélt
hann þvi fram að sem listamaður
hefði hann rétt til að vera ópólit-
iskur. Harwood segir hann hafa
verið greindan mann en bamaleg-
an. Enginn vafi leiki á því að hann
hafi hjálpað hundruðum gyðinga
að flýja og að margir áhrifamiklir
nasistar, svo sem Himmler, hafi
lagt hatur á hann. Undir lok
stríðsins hafi Gestapo verið á
hælum hans.
í janúar 1945, er Furtwfingler
stjómaði hyómsveitinni í Berlín,
gekk Albert Speer að honum í hléi
og sagði: „Þér emð fölur, meist-
ari. Þér ættuð að taka yður frí“.
Furtwangler skildi hveiju Speer
ýjaði að og flýði til Sviss. Eftir
stríð gekk hann í tvígang í gegnum
yfirheyrslur um tengsl sín við nas-
ista og var lýstur saklaus af þeim
í bæði skiptin. Engu að síður hefur
nafn hans hvað eftir annað verið
nefnt í tengslum við nasista. Er
hann lést árið 1954, niðurbrotinn
maður, fordæmdi The New York
Times hann í minningargrein.
Harwood bendir á að hvorki Karl
Böhm eða Herbert von Karajan,
sem báðir vom meðlimir í nasista-
flokknum, hafi hlotið viðlíka með-
ferð og Furtwfingler.
í verki sínu setur Harwood upp
yfirheyrslur Breta og Bandaríkja-
manna yfir Furtwfingler. „Eg
kalla það „Afstaða tekin" af þeirri
einföldu ástæðu að ég tek ekki
afstöðu," segir Harwood. „Ég hef
reynt að draga upp hlutlausa
mynd af því sem gerðist vegna
þess að hin siðferðilegu rök era
svo vandmeðfarin. Ein af spura-
ingunum sem upp koma hlýtur að
vera sú hvort við myndum bregð-
ast eins við og Furtwfingler? Lista-
menn gegna sérkennilegri stöðu í
samfélaginu, gerðir þeirra hafa
táknræna merkingu. Það reyndist
Furtwfingler svo örlagaríkt. Það
kann að hjjóma öfugsnúið en ein
af ástæðunum fyrir þvi að hann
er enn svo umdeildur, er sú hversu
frábær stjórnandi hann var.“
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Verk Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal, Bjami Hinriksson og Krist-
ján Steingrímur Jónsson fram í miðj-
an júní.
Safn Ásgrims Jónssonar
Vormenn í íslenskri myndlist til 31.
ágúst.
Ásmundarsafn
Stfllinn f list Ásmundar fram á haust
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Sýn. Þessir kollóttu fram eftir sumri.
Gallerí Sævars Karls
Viktor G. Cilia sýnir.
Gerðarsafn
Grímur Marinó Steindórsson sýnir
til 18. júní. Verk Gerðar Helgadóttur
til 16. júlí.
Gallerí Stöðlakot
Soffia Sæmundsdóttir sýnir til 20.
júní.
Galleri Úmbra
Ulla-Maija Vikman sýnir til 21. júní.
Listhús 39
Margrét Guðmundsdóttir sýnir til
26. júní.
Við Hamarinn
Þóra Þórisdóttir sýnir til 18. júní.
Nýlistasafnið
10 myndlistarmenn sýna til 25. júnf.
Snegla Listhús
Slæðudagar til 16. júní.
Hafnarborg
„Stefnumót listar og trúar" til 26.
júní.
Mokka
Harpa Ámadóttir sýnir til 20. júní.
Norræna húsið
Sérvalin verk nemenda MHÍ til 5.
júní.
Gallerí Greip
Börkur Amarson og Svanur Krist-
bergsson sýna til 13. júní.
Gallerí Fold
Guðbjörg Hlff sýnir til 4. júní.
TONLIST
Laugardagur 3. júni
Kirkjulistahátíð 1995; Frumfluttir
níu sálmar um ljósið og lífið í Hall-
grímskirkju kl. 14. Þórarinn Stefáns-
son og Emil Friðfinnsson efna til
tónleika í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri kl. 17.
Sunnudagur 4. júní
Franski orgelleikarinn Franqois-
Henri Houbart á tónleikum Kirkju-
listahátíðar kl. 20 í Hallgrímskirkju.
Mánudagur 5. júni
Þórarinn Stefánsson og Emil Friðf-
innsson efna til tónleika í Norræna
húsinu kl. 17. Vox Feminae f Sel-
tjamarneskirkju kl. 20.30.
Þriðjudagur 6. júní
Hljómsveit konunglegu dönsku líf-
varðarsveitarinnar í Ráðhúsinu kl.
17, einnig í Listasafni Kópavogs kl.
20.30.
Fimmtudagur 8. júní
Hljómsveit konunglegu dönsku líf-
varðarsveitarinnar í Norræna húsinu
kl. 20.30. Karlakórinn Heimir í
Logalandi, Borgarfirði, kl. 21.
Föstudagur 9. júni
Karlakórinn Heimir í safnaðarheim-
ili Landakirkju í Vestmannaeyjum
kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
West Side Story mán. 5. júní, fös.,
lau.
Taktu lagið, Lóa! fim. 8. júní, fös.,
lau.
Kaffileikhúsið
Sápa tvö fim. 8. júnf.
Herbergi Veroniku lau. 3. júní, fös.
Leikfélag Akureyrar
Djöflaeyjan lau. 3. júní.
Möguleikhúsið
Mitt bælda líf lau. 3. júní, sun., þri.
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, menn-
ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík.
Myndsendir: 91-691181.
Umsjónarmenn listastofn-
ana og sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði
sem óskað er eftir að birtar
verði í þessum dálki verða að
hafa borist bréflega fyrir kl.
16. á miðvikudögum merktar:
Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1,103 Rvk.
Myndsendir: 91-691181.