Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MARGRÉT Guðmundsdóttir: „Ég er hinn sanni vínviður.“ 1995.
AFSTEYPUR af verkinu Veð-
urspámaður eftir Ásmund
Sveinssón verða til sölu í
safnaverslununum á Kjarvals-
stöðum og í Ásmundarsafni.
Veður-
spámað-
urinn
Orðin
MYNDLIST
Listhús 3 9 —
Ilafnarfirði
BLÖNDUÐ TÆKNI
Margrét Guðmundsdóttir
Opið virka daga kl. 10-18,
laugard. kl. 12-18 og
sunnud. kl. 14-18 til 26. júni.
Aðgangur ókeypis.
LISTIN í trúnni eða trúin í list-
inni virðist mönnun hugleikið við-
fangsefni þessar vikumar, ef
marka má framboð sýninga á trú-
arlegri myndlist og umræðu um
þau efni. Er það vel, því tengsl
listar og trúar eru jafn gömul
hvom tveggja, og munu væntan-
lega seint rofna algjörlega, þó á
stundum virðist þráðurinn veikur
sem tengir þessa mikilvægu þætti
mannlífsins saman. Sé hann að
styrkjast á ný hér á landi hin síð-
ari ár kann það að boða nýja tíma
í myndlistinni jafnt sem trúarlíf-
inu, og er ekki ólíklegt að hvort
tveggja kunni að njóta góðs af.
Margrét Guðmundsdóttir legg-
ur sitt til þessa viðfangsefnis með
sýningunni í Listhúsi 39, sem hún
hefur gefíð yfírskriftina „Orðin
Hans“. Þar getur að líta fímmtán
verk sem listakonan hefur unnið
með fijálsum hætti út frá textum
Biblíunnar, en þar hefur hún eink-
um leitað fanga í guðspjöllunum.
Margrét útskrifaðist frá grafík-
deild Myndlista- og handíðaskóla
íslands fyrir tveimur ámm, en
hafði áður stundað listanám í
Gautaborg og Kaupmannahöfn
auk þess að vera menntuð sem
innanhússarkitekt. Hún hefur tek-
ið þátt í nokkrum fjölda sýninga
síðustu tvö ár, og þá ýmist sýnt
grafíkverk, tölvu-grafík eða verk
á myndböndum, en að þessu sinni
eru flest verkin unnin með bland-
aðri tækni á grunni grafíkmynda.
„Orðin Hans“ hafa vakið lista-
konuna til litríka hugrenninga,
sem hafa oftar en ekki leitt af sér
afstrakt úrvinnslu á því inntaki,
sem viðkomandi boðskapur ber
með sér; hin andlega trú kemur
því einkum fram í flæði lita og
forma, sem má líkja við flæði and-
ans fremur en njörvaða staðfræði
eða persónugerðir. Þannig er lita-
spilið í myndinni „Lifandi vatn“
(nr. 1) í fullu samræmi við þann
texta, sem hún sprettur af;
„Mannssonurinn kemur“ (nr. 10)
vísar á öruggan hátt til þeirrar
í TILEFNI af sýningunni Stíllinn
í list Ásmundar Sveinssonar í Ás-
mundarsafni voru gerðar afsteypur
af verkinu Veðurspámaður eftir
Ásmund Sveinsson. Munu þær
verða til sölu í takmörkuðu upplagi
í safnaverslununum á Kjarvals-
stöðum og í Ásmundarsafni.
Ásmundur Sveinsson skóp Veð-
urspámanninn í Reykjavík árið
1934, myndin var síðan stækkuð
og steypt í steinsteypu sumarið
1939. Hún sýnir mann sem gáir
til veðurs.
Ásmundur vann Veðurspá-
manninn í tveimur útgáfum, ann-
ars vegar klæddan árið 1934, hins
vegar nakinn í stækkaðri mynd
árið 1939. Afsteypan sem Ás-
mundarsafn hefur nú látið gera
er gerð eftir útgáfunni frá 1934.
Listasafn Reykjavíkur á Kjar-
valsstöðum er opið alla daga frá
kl. 10-18. Ásmundarsafn er opið
alla daga frá kl. 10-16. Safnaversl-
anir eru opnar á sama tíma.
mmm.
VERÐLAUNAHAFAR frá í fyrra, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og Guðrún María Finnbogadóttir
sópransöngkona.
Ian Partridge
syngur á Islandi
Tekur þátt í flutningi á Maríuvesper eftir Monteverdi
HEIMSKUNNUR
enskur tenórsöngvari,
Ian Partridge_, er
væntanlegur til Islands
i byijun september-
mánaðar. Hann mun
taka þátt í flutningiu á
Maríuvesper eftir.
Claudio Monteverdi
ásamt einsöngvurum
og hljóðfæraleikurum
frá Þýskalandi og Sviss
auk íslénskra tónlistar-
manna. Stjórnandi á
tónleikunum verður
Gunnsteinn Ólafsson.
Ian Partridge er
löngu heimskunnur
fyrir söng sinn. Hann hefur helgað
Monteverdi dijúgan hluta starfsævi
sinnar og flutt flest verka hans
ásamt færustu tónlistarmönnum
Engiendinga. Það er því fengur í
því að fá hann til þess að taka þátt
í flutningi á einu kunnasta trúarlega
tónverki tónskáldsins hér á landi.
Ian Partridge hefur
haldið tónleika víða um
heim. Systir hans,
Jennifer, er undirleik-
ari hans og þau hafa
meðal annars haldið
tónleika á íslandi árið
1986. Þá tók hann
einnig þátt í flutningi
Pólýfónkórsins á Mess-
íasi eftir Hándel undir
stjóm Ingólfs - Guð-
brandssonar.
Ian Partridge hefur
gefið út fjölda hljóm-
platna og geisladiska.
Nýlega kom út hjá
Chandos-fyrirtækinu
geisladiskur með lögum eftir Robert
Schumann í flutningi Ians Partridge
ásamt Lynne Dawson og Julius
Drake. Þessi útgáfa hlaut góðar við-
tökur gagnrýnenda.
Árið 1992 var Ian heiðraður af
breskum stjómvöldum fyrir störf í
þágu tónlistar í landinu.
Ian Partridge
Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins
Sex valdir til
keppni í TónVakanum
FJÓRÐA árið í röð efnir Rík-
isútvarpið til tónlistarkeppni,
er nefnist TónVakinn. Verðlaun
hafa hlotið: Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari 1992,
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari 1993 og Guðrún
María Finnbogadóttir sópran-
söngkona 1994.
Ríkisútvarpið hefur jafn-
framt veitt starfandi tónlistar-
manni heiðursfé fyrir áralöng
o g merk störf í þágu íslenskrar
tónmenningar. Jón Nordal hlaut
þessa viðurkenningu 1992, þá
Páll P. Pálsson 1993 og Þorkell
Sigurbjörnsson 1994.
Fyrsti og annar hluti keppn-
innar í ár eru nú að baki. Sext-
án tónlistarmenn skráðu sig til
keppni í fyrsta hlutann. í öðrum
hluta keppninnar, sem fram fór
mánudaginn 29. maí, voru eftir-
taldir sex keppendur valdir til
framhalds í 3. hluta:
Ármann Helgason, klarinett-
leikari, Emil Friðfinnsson,
hornleikari, Jón Ragnar Örn-
ólfsson, sellóleikari, Jón Rós-
mann Mýrdal, baritónsöngvari,
Júlíana Rún Indriðadóttir,
píanóleikari, og Sigurður Mar-
teinsson, píanóleikari.
Sigurvegarinn kemur fram
með Sinfóníuliljómsveitinni
Þriðji hluti keppninnar, sem
fer fram mánudaginn 31. júlí,
felst í því að flytja a.m.k. 40
mínútna efnisskrá fyrir dóm-
nefnd í sal, líkt og um tónleika
væri að ræða. Þessum tónleik-
um verður útvarpað á Rás 1 á
sunnudögum í ágústmánuði og
fram í september, en að því
búnu verður tilkynnt, hver hlýt-
ur TónVaka-verðlaunin í ár.
Sigurvegarinn kemur fram
með Sinfóníuhljómsveit íslands
á tónleikum í Háskólabíói 26.
október nk., undir stjórn Ola
Rudners.
ofanbirtu, sem má vænta af því
tilefni, og „Ég er hinn sanni vínvið-
ur“ (nr. 8) er fallega unnin tilvísun
í þá ímynd stofns og greina trés-
ins, sem felst í tilvitnuninni.
Tilefni hátíðarinnar er nýtt til
fullnustu í síðasta verki sýningar-
innar, sem ber einfaldlega titilinn
„Á hvítasunnudag" (nr. 15); inn-
takið er skýrt og tignarlega fram
sett í ljósi þeirra viðburða, sem
urðu þann dag í sögu kristninnar.
Einu undantekningarnar frá
þessu óhlutbundna myndmáli er
að fínna í tveimur röðum lítilla
mynda, þar sem annars vegar er
vísað til fiskimannanna sem urðu
annað og meira og hins vegar til
innblásturs heilags anda, þegar
lærisveinarnir tóku að tala öðrum
tungum. Þessar myndraðir, eink-
um hin síðari, verða til þess að
fylla enn betur inn í þann boðskap
orðanna, sem hér er tekist á við.
Þetta litla rými í bakherbergi
Listhússins að Strandgötu 39 er
að sanna sig sem ágætur vett-
vangur fyrir ýmiss konar mynd-
list. Sýning Margrétar að þessu
sinni er best metin í samhengi við
það „Stefnumót trúar og listar“
sem nú stendur yfír handan göt-
unnar, í lista- og menningarmið-
stöðinni Hafnarborg. Þar er unnið
á sama vettvangi í samhengi orða
og boðskaps biblíunnar með stórri
samsýningu, en sýningin hér er
engu að síður ágæt viðbót við það
efni sem þar getur að líta.
Eiríkur Þorláksson
Mynd-
banda-
maraþon
BÓKASAFN Norræna húss-
ins mun í dag standa fyrir
24 klst. myndbandamaraþoni.
Sýnd verða myndbönd sem
framleidd hafa verið sérstak-
lega fyrir ungt fólk og mynd-
bönd sem ungt fólk á Norður-
löndunum hefur sjálft staðið
að.
Dagskráin hefst í dag kl.
14 og henni lýkur laugardag-
inn 10. júní kl. 14.
Bókasafn Norræna hússins
hefur séð tvær ástæður til að
setja þessa dagskrá saman
sérstaklega fyrir ungt fólk.
í fyrsta lagi verður opnuð
sýningin „Mix 5“ laugardag-
inn 10. júní kl. 16.00 á Ing-
ólfstorgi. „Mix 5“ er farand-
sýning sett upp í tveimur
gámum sem ferðast mun á
milli Norðurlandanna í þtjú
sumur. Sýningin byijar ferða-
lag sitt á íslandi og mun hún
standa til 23. júní og halda
þá ferð sinni áfram til Nor-
egs. Viðfangsefnið er nútím-
inn og sú veröld sem fjærst
er söfnunum, nefnilega veröld
unga- fólksins.
I öðru lagi er dagskrá þessi
hugsuð sem kynning á mynd-
bandaútláni bókasafns Nor-
ræna hússins, þar sem sér-
staklega hefur verið lögð
áhersla á myndbönd fyrir
börn og unglinga.
Á þessum 24 tímum verða
sýnd myndbönd af ýmsum
toga, bæði leiknar myndir og
heimildarmyndir.
Einnig verður myndband-
aupptökuvél á staðnum, sem
allir munu hafa fijálsan að-
gang að.
Myndbandið „Ný-rokk í
Reykjavík" eftir Harald
Siguijónsson verður m.a.
frumsýnt á Myndbandamara-
þoni í Norræna húsinu.
Norræna húsið verður öll-
um opið og aðgangur er
ókeypis.