Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Listasafn Reykjavíkur á um 11.000 listaverk í fórum
sínum. Þröstur Helgason fór á sumarsýningu
Kjarvalsstaða þar sem 150 þessara verka segja
sögu líðandi aldar á sinn hátt.
Morgunblaðið/Kristinn
SUMARSÝNING Kjarvalsstaða veitir yfirlit yfir sögu íslenskrar myndlistar á þessari öld.
Sumarsýning Listasafns Reykjavíkur
• •
Old í inyndum
AÐ STIKLA á listaverkum í gegnum
heila öld er skemmtileg ferð.
Verkin eru eins og vörður sem
vísa veginn, tákn um áfangastað
einhvers staðar inni í þokunni.
Öðru hveiju glittir í kunnugleg
kennileiti og andlit sem mæta manni á langri
leiðinni. Þarna er Þórarinn B. Þorláksson að
mála „Austurstræti" og Kjarval með „Systrun-
um á Stapa“ að spóka sig í náttúrunni, þama
er „Sjómaður“ Gunnlaugs Seheving og Finns
Jónssonar líka, SÚM-hópurinn skýtur upp koll-
inum sem snöggvast en upp úr því má segja
að þokan fari að þéttast. Sífellt verður erfíðara
að átta sig á því hvemig landið liggur, stund-
um er eins og allt sé flatt framundan en þá allt
í einu tekur við þrítugur vegghamar eða djúp-
ur dalur. Og maður veit oft ekki hvaðan á sig
stendur veðrið.
Náttúran og tilvistin
Elsta verkið á sýningunni er „Austurstræti"
eftir Þórarinn B. Þorláksson sem málað var
1891. Þórarinn var fmmherji í íslenskri mynd-
list eins og reyndar allir þeir sem eiga verk í
fyrsta hluta sýningarinnar, s.s. Ásgrímur Jóns-
son, Kristín Jónsdóttir og Kjarval. Og þótt stíll
þessara listamanna sé ijöibreytiiegur sameinar
íslensk náttúra þá en hún er meginþemað í
verkum þeirra alira.
Raunar er náttúran eitt aðalyrkisefni ís-
lenskra listamanna lengst af öldinni og dúkkar
öðru hveiju upp í verkum samtímans einnig.
Á fjórða áratugnum verður maðurinn þó sí-
fellt áleitnara myndefni, maðurinn og nánasta
umhverfi hans. Hins vegar er tilvistarvandi
mannsins, angist hans og kvöl frammi fyrir
köldum og torskildum heiminum, ekki fyrir-
ferðarmikið umfjöilunarefni í ísienskri myndlist
fyrr en í verkum einstakra manna á níunda
og tíunda áratugnum.
Þó mætti e.t.v. túlka abstrakt málverkið sem
einhvers konar viðbragð mannsins eða svar við
sundurtættum heimi nútímans. Form og heild-
ir leysast upp. Þetta er þó ekki innantóm óreiða
heidur annars konar sýn á heirrtinn og tiiver-
una. Segja má að abstraktlistin hafí hafíð inn-
reið sína í íslenska myndlist fyrir alvöru í verk-
um Svavars Guðnasonar sem hélt fyrstu sýn-
inguna á abstraktlist í Reykjavík árið 1945.
Viðtökurnar voru ekki mjög góðar enda íslend-
ingar hræddir við nýjungar þá eins og nú.
Abstraktmálverkið ruddi sér hins vegar fljót-
lega til rúms eins og sjá má í verkum nýrrar
kynslóðar listamanna sem spratt fram um
1950. Þar voru fremst í flokki Kristján Davíðs-
son, Karl Kvaran, Guðmunda Andrésdóttir og
Valtýr Pétursson sem öll eiga verk á sýning-
unni á Kjarvalsstöðum.
Framúrstefna, fortíð og nútíð
Avant gard-list Evrópu og Bandaríkjanna
kom svo eins og sprengja inn í íslenskt listalíf
með SÚM-hópnum árið 1965. Flúxus-áhrif,
Pop-list, Art-Povera og ný listform skutu rót-
um, s.s. Happenings og Performans art. Nokkr-
ir SÚM-arar eiga skemmtileg verk á sýning-
unni, s.s. Sigurður Guðmundsson og Kristján
Guðmundsson sem var einn helsti frumkvöðull
consept-listarinnar á íslandi.
Á sýningunni er einnig afar skemmtilegt
verk eftir Magnús Pálsson, „Stærðfræði", þar
sem nútíð og fortíð kallast á með forvitnilegum
hætti. Verkið skírskotar aftur til Pýþagórasar
sem sagður er hafa krotað tölur með staf sín-
um í sendna strönd en verkið eru tölur í sandi.
Tölur í sandi eru svo e.t.v. ábending um að
stærðfræðin, og öil sú vísindalega vitneskja
sem byggir á henni og nútíminn er reistur á,
sé forgengileg eins og' allt í þessum heimi. Það
er og táknrænt að beint á móti verki Magnús-
ar er stillt upp höggmynd Páls Guðmundsson-
ar af glímu Grettis og Gláms en slíkar sögur,
goðsagnimar, eru einmitt þau verk mannanna
sem best hafa staðist tímans tönn.
Aftur til náttúrunnar?
íslensk myndlist á okkar dögum er margvís-
leg og kannski einkennir ákveðin sundurleitni
hana einna helst - og þokan þéttist. Fólk leit-
ar persónulegra lausna í listinni og á vandanum
að vera til. Verkin eru þó opnari að því leyti
að táknmál tilfinninganna er orðið skýrara.
Svartsýni, húmor, óvissa, angist, bjartsýni; allt
birtist þetta með skýrum hætti í verkunum í
síðasta hluta sýningarinnar. Náttúran er líka
áberandi í yngri verkum sýningarinnar, e.t.v.
hefur átt sér stað einhvers konar afturhvarf
til náttúrunTiar í íslenskri myndlist. Yngsta
verk sýningarinnar er til merkis um þetta,
„Stúlka með sítt hár að spegla sig í vatni“
eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. Þar renna
stúlka og vatn saman, maður og jörð verða eitt.
Sýning Kjarvalsstaða verður opin frá kl.
10-18 alla daga fram í september. Aðgangur
er seldur við norðurdyr vestursalarins en þeim
sem ætla að skoða sýninguna skal bent á að
henni hefur verið raðað upp í öfugri tímaröð
og því er best að byija yfirferðina á henni í
syðri enda austursalarins.
*
Ur skugganum
Morgunblaðið/Golli
FIMM þeirra tónlistarmanna sem spila á
tónlistarhátíðinni í Borgarleikhúsinu.
í ÁR eru 150 ár liðin frá fæðingu
franska tónskáldsins Gabriel
Fauré og 100 ár frá fæðingu þýska
tónskáldsins Paul Hindemith. Af
því tilefni hefur hópur tónlistar-
manna ákveðið að efna til tónlist-
arhátíðar í Borgarleikhúsinu þar
sem tónlist þessara tveggja manna
verður leikin. Blaðamaður Morg-
unblaðsins fór á æfingu og hitti
tvo úr hópnum, þá Sigurð Hall-
dórsson sellóleikara og Daníel
Þorsteinsson píanóleikara.
„Þessi tónskáld eru I talsverðu
uppáhaldi hjá okkur og okkur
fannst kærkomið að búa til dag-
skrá með verkum þeirra á afmæl-
isárinu."
Paul Hindemith er eitt þekkt-
asta tónskáld Þjóðverja á þessari
öld og var mjög byltingarkenndur
og umdeildur, sérstaklega á yngri
árum. Hann hafði mjög ákveðnar
skoðanir á því hvernig skyldi
semja tónlist og hafnaði t.d. hug-
myndum Schönbergs og nýja Vín-
arskólans um tónlist samda utan
ákveðinna tóntegunda og sagði
það skáldskap andlega latra
manna. Gabriel Fauré var öllu
hógværari og tilheyrir róman-
tísku stefnunni í tónlist.
„Við ætlum okkur ekki að finna
beina tengingu milli.þeirra aðra
en að*þeir eiga báðir afmæli og
sömdu heillandi tónlist."
„Það fólk sem spilar á tónleik-
unum er allt saman tónlistarmenn
sem hafa starfað saman meira og
minna síðastliðin ár. Umræður um
þetta hófust fyrir tveimur árum
en gífurleg vinna fer í að und-
irbúa svona tónleika og æfa sam-
an.“
Þeir segjast hafa orðið varir við
mikinn áhuga fyrir tónleikunum
og sérstaklega hafi yfirskriftin
vakið athygli en hún er tilvitnun
í Stein Steinarr, Mitt auga leit tvo
annarlega skugga, og segja þeir
að skuggarnir geti þá táknað tón-
skáldin þar sem þau hafi ekki
mikið verið í sviðsljósinu hér á
landi.
Tilraun með hljómburð
Tónleikarnir fara fram á litla
sviði Borgarleikhússins. „Það hef-
ur sína kosti og galla að spila
þarna. Það er mjög gott að hlusta
úti í sal og öll tónlistin heyrist
skýrt og greinilega enda nálægðin
við hljómsveitina mikii. Eftir-
hljómurinn er kannski fulllítill en
við ætlum að gera tilraun til að
stilla hljómburðinn með tækjum.
Allt hljóðið verður tekið inn í kerfi
með hljóðnemum og svo er eftir-
hljómurinn settur í hátalara sem
svo er hægt að stilla á ýmsa vegu.“
Þeir sögðu að fólk yrði ekki áber-
andi vart við þetta og þessi tækni
væri mikið notuð í tónlistarhúsum
erlendis þar sem kröfur um góðan
hljómburð og hljómgæði eru sí-
fellt að aukast.
Fyrstu tónleikarnir voru í gær-
kveldi. Aðrir tónleikar hópsins
verða í Borgarleikhúsinu kl. 21 á
sunnudagskvöld og þeir þriðju á
sama tíma á þriðjudagskvöld.
Aðalsmerkið brúðumar
o g litríkir búningar
LEIKLIST
Brúðubíllinn
SÝNING Á GÆSLUVELLI
VIÐ NJÁLSGÖTU
Handrit og brúðun Helga Steffensen Vísur:
Þrándur Thoroddsen o. fl. Tónlist: Magnús Kjart-
ansson Leiktjöld: Snorri Freyr Hilmarsson Leik-
sljóm: Edda Heiðrún Backman og Helga Stef-
fensen Raddir: Edda Heiðrún Backman, Felix
Bergsson, Jóhann Sigurðsson, Helga Braga Jóns-
dóttir, Aðalsteinn Bergdal og Helga Steffensen
Búningur krókódíls: Ingibjörg Jónsdóttír Bfl-
stjóri og tæknimaður: Jason Ólafsson Upptaka:
Sveinn Kjartansson (FDabeinskjallarinn)
Fimmtudag 22. júm', ld. 10
■ BRÚÐUBÍLLINN, bamaleikhús á hjólum,
er að verða fastur liður á sumardagskránni
sem Reykjavíkurborg býður upp á. I júní og
júlí keyrir brúðubíllinn milli gæslu- og leik-
valla í Reykjavík og býður börnum (og öðrum
áhugasömum) upp á ókeypis brúðuleiksýn-
ingu. Ég brá mér á eina slíka árdegissýningu
og fékk 10 ára son minn sem fylgdarsvein.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast man hann vel
eftir sýningum brúðubílsins sem hann sá þeg-
ar hann var þriggja og fjögurra ára gamall,
og ekki síst man hann hvað hann skemmti
sér vel. Eitthvað varð hann þó undirleitur
þegar við komum inn á gæsluvöllinn og hann
sá að hann var líklega elsta barnið sem var
viðstatt, en iöngunin til að rifja upp kynnin
við brúðubílinn varð þó öllum efasemdum yfir-
sterkari.
Sýningin sem við sáum kallast Af hvetju?
og er önnur tveggja sýninga sem brúðubíilinn
er með á dagskránni í sumar. í stuttu máli
fjallar sýningin um iítinn fílsunga í Afríku sem
er óskaplega forvitinn og plagar önnur dýr
með spumingum sínum. Forvitni fílsungans
hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir alla fíla
framtíðarinnar; sagan sem leikurinn segir er
nefnilega skýringarsögn á því hvers vegna fíll-
inn er með svo langan rana.
Sýningin tekur um hálftíma í flutningi, sag-
an er sögð með söngvum og látbragði, sem fer
fram bæði á „sviðinu“ svo og fyrir framan
það. Auk iitla fílsungans koma önnur dýr við
sögu; strútur, gíraffí, fíll, slanga og krókódíll,
svo nokkur séu nefnd. Aðalsmerki þessa
skemmtiiega barnaleikhúss er að sjálfsögðu
brúðumar og litríkir og skemmtilegir búning-
amir á ieikenduma. Strúturinn var afar spaugi-
legur með sinn langa háls og litla haus og
eins var hinn dansandi, feiti flóðhestur ósköp
sætur. Báðar þessar persónur og búningar
þeirra bám þess greinilega merki að vera und-
ir áhrifum frá sömu persónum úr Disneymynd-
inni Fantasíu. Þótt slík áhrif leyni sér ekki
rýrir það síður en svo gildi persónanna; börnin
hrífast af litskrúðugum, skoplegum persónun-
um. Krókódíllinn virtist vekja óttablandna
hrifningu bamanna, en þau skipuðu honum
ákveðin að hypja sig þegar fílsunginn hvatti
þau til þess. Söguþráðurinn er nægilega ein-
faldur til þess að bömin geti fylgst með án
þess að missa þráðinn, og sagan er í stuttum
atriðum sem hvert fyrir sig beinist að því að
kynna eitt dýr fyrir bömunum. Reyndir leikar-
ar leggja dýrunum til raddir og er sagan flutt
af bandi, líkt og söngvamir. Óhætt er að segja
að áhorfendur hafi skemmt sér vel þennan
morgun, bæði börn og fullorðnir. Sýningin er
einmitt hæfilega löng til að halda athygli barn-
anna, sem voru flest á aldrinum 2-6 ára, að
því að mér virtist.
Alþekkt persóna brúðubílsins í gegnum tíð-
ina og góðvinur barnanna, apakötturinn Lilli,
er nokkurs konar kynnir sýningarinnar og
stjórnar afmælissöng í lok sýningar, því Brúðu-
bíllinn á 15 ára afmæli nú í sumar. Það er
fyllsta ástæða til að óska Helgu Steffenssen
og liði hennar til hamingju með afmælið, með
óskum um að Brúðubíllinn eigi langa og gæfu-
ríka framtíð fyrir hjólum.
Soffía Auður Birgisdóttir