Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Yottar fornra menningarheima MYNPLIST Kjarvalsstaöir LEIRLIST Forn leirlist frá Perú Opið kl. 10-18 alla dagatil 15. okt. Sýningarskrá kr. 350 Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar) VIÐ íslendingar teljum okkur gjama meðal fornra menningar- þjóða, og vissulega hefur framlag okkar til heimsmenningar miðalda notið verðskuldaðrar athygli og er enn lifandi þáttur menningaram- ræðu á vettvangi norrænna fræða. í samhengi sögulegra tíma er sann- leikurinn hins vegar fremur sá að með okkar rúmlega ellefu hundrað ára sögu eram við sem nýkomin fram á sjónarsviðið, og menningar- arfurinn smár í sarnræmi við það; þetta verður einkum ljóst þegar hingað berast sýningar frá fjarlæg- um slóðum, þar sem menningarþjóð- ir hafa búið um árþúsundir og ríku- legar minjar era til frásagnar um þróaða samfélagsgerð og menningu. Sýningin sem nú stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða á fornri leirlist frá Perú er vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar um fom menningarverðmæti, um leið og hægt er að dást að frábæru hand- verki, sem á rót sína að rekja til aldalangra hefða á sviði leirmuna- gerðar. Sýningin er hingað komin frá Norðurlöndunum fyrir tilstilli sendiráðs Perú, og samanstendur af rúmlega áttatíu gripum frá Þjóð- minjasafninu í Lima, sem er miðstöð fomminjarannsókna þar í landi; elstu munimir era frá fimmtu öld fyrir Krist, en yngstu frá tímum Inka, síðasta stórveldis innfæddra þjóða Andesfjallarina, tæpum tvö þúsund árum síðar. Það hefur löngum vakið athygli og undrun ferðalanga til landa Suð- ur-Ameríku með hveijum hætti menningarlíf hefur þróast í jafn ólíku umhverfí og er að fínna í einu og sama landinu - við þurra strönd Kyrrahafsins, í þunnu lofti og kulda fjailahéraðanna og loks á hásléttun- um sem rísa upp frá framskógum Amazonsvæðisins. Af texta sýning- arskrárinnar (sem hefur verið lipur- lega snarað á íslensku) verður ljóst að í þessu hefur ekki verið um ein- falda þróun að ræða, heldur vora ýmsar þjóðir í ólíkum landshlutum í forystuhlutverki á hveijum tíma, líkt og á öðrum menningarsvæðum; þegar veldissól einnar fór að hníga tók önnur við og menningin í kring mótaðist í samræmi við það. Sýningargestir þurfa ekki endi- lega að setja sig fyllilega inn í alla þessa menningarsögu til að fá notið gripanna, enda sýningin tæpast hugsuð til þess. Nokkur þekking á menningarsögunni gefur vissulega Barið á breskum KVIKMYNPIR Rcgnbogínn, Háskólabíó FRELSISHETJAN (BRAVEHEART) ★ ★ ★ Vi Leikstjóri Mel Gibson. Handrit Randall Wallace. Kvikmyndatöku- sljóri John Toll. Tónlist James Horner. Klipping Steven Rosenbl- um. Aðalleikendur Mel Gibson, Patrick McGoohan, Catherine McCormack, Sophie Marceau. Bandarísk. 20th Century Fox 1995. ENGU síður en barátta Williams Wallace fyrir frelsi landa sinna und- an harðstjórn breskra var slagur Mels Gibsons við kvikmyndafram- leiðendur Hollywood langur, strang- ur og tvísýnn. Þeim háu herrum ieist ekki allskostar á fyrirtækið og ekki bætti úr skák að Gibson, með- framleiðandi, leikstjóri og stjama þessarar stórmyndar um helstu frelsishetju Skota, var erfíður í taumi. Peningum var eytt á báða bóga og það sem verra var, myndin lengdist með degi hveijum. Þegar upp er staðið má segja að Gibson standi með pálmann í höndunum, ef undan er skilin ógnarleg lengd, a.m.k. hefði að ósekju mátt stytta margar senurnar þar sem fyglst er með í nærmynd dramatískum svip- brigðum hetjunnar. William Wallace (Mel Gibson), ástsælasta persónan í langri bar- áttusögu Skota við breska drottn- ara, gerðist uppreisnarmaður er hann varð vitni að því að Bretar drápu föður hans og síðar unga eig- LISTIR LEIRKRUKKA með stút, mót- uð sem höfuð Moche-stríðs- manns; 100 f.Kr. - 600 e.Kr. fyllingu í baksvið þess sem hér get- ur að líta, en þessir listmunir standa - einnig fyllilega fyrir sínu sem þö- gull vitnisburður um vinnubrögð og hæfni þeirra óþekktu listamanna, sem skildu þá eftir sig og þá menn- ingu sem þeir þjónuðu. Gripunum er komið fyrir í gler- kössum undir jafnri birtu í salnum, og er raðað nokkurn veginn í tíma- röð sem fylgja má við skoðun þeirra. Það vekur fljótt eftirtekt, hversu fullkomin form og tignarlegar skreytingar er að finna meðal elstu munanna; stílfærðar krukkur og málaðar skálar bera háþróuðu hand- inkonu. Hann háði marga hildi við hermenn Játvarðs konungs 1. (Patrick McGoohan), þá nafntoguð- ustu við Sterling og Falkirk um aldamótin 1300. Þessi frelsishetja var þyrnir í augum konungs sem beitti öllum brögðum til að koma honum á kné. Tilraunir hans til að notfæra sér prinsessuna af Wales, hina fögru tengdadóttur sína (Sophie Mareeau) í baráttunni báru þveröfugan árangur, sama var ekki að segja um óhollustu Skotanna sjálfra. Frelsishetjan kemur á óvart, kraftmikil og svipsterk, persónur, saga og umhverfi. Það er ekki óeðli- legt að bera þessa mynd saman við aðra mynd um nafntogaða skoska þjóðhetju, Rob Roy, enda var hún framsýnd á þessu ári. Frelsishetjan kemur sterk úr þeim samanburði, mun betur skrifuð, leikin og gerð. Gibson leikstýrir firna vel (þó hann dveljist fullmikið við sitt eigið sjálf) og sýnir, líkt og þeir Eastwood og verki órækan vott, og ljölbreytt formin hljóta að vekja upp spuming- ar um hagnýtingu gripanna í dag- legu lífí jafnt sem trúarlegt hlutverk þeirra, þar sem því er að skipta. Einkum vekja athygli ýmsir mun- ir sem tengjast fijósemisdýrkun, bæði manns og jarðávaxta, sem og leirkrukkur frá ýmsum menningar- skeiðum, þar sem maðurinn sjálfur er notaður til að móta formin; ábúð- armiklir stríðsmenn, aðrir þaktir mikilli skreytingu í geometrískum litum og stór kvenfígura eru sér- staklega áhugaverðir gripir í þessu sambandi. Hin ólíku form benda til mikillar fjölbreytni í leirmunagerð á hinum ýmsu tímum þessara menningar- þjóða, og ekki er síður áhugavert að sjá þróun notkunar á litum og skreytingum. Einnig er vert að benda á, líkt og gert er í texta sýn- ingarskrárinnar, að hvað varðar suma þætti hafa fyrri menningar- skeið búið að öflugri leirlist en hin síðari; þannig eru t.d. leirmunir Chimu-tímans á þrettándu og fjór- tándu öld ekki eins fjölbreyttir og glæsilegir og hjá Moche-mönnum meira en hálfu árþúsundi fyrr. Slík- ur samanburður ætti jafnframt að vera samtímanum holl áminning um að vanmeta ekki eldri listir og ætla það nýjasta ætíð það besta. Er ástæða til að benda öllu áhugafólki um leirmunagerð sem og öðrum listunnendum á að skoða þessa sýningu vel og gefa sér góðan tíma, því óvíst er hve langt líður þar til hingað berst aftur jafngott sýnishom af suður-amerískri mynd- list frá því fyrir þau vatnaskil sem urðu í menningarþróun álfunnar um daga Kólumbusar. Eiríkur Þorláksson __________________________________i» Redford, að glæstar stórstjörnur kunna fleira en að blikka myndavél- ina. Bardagaatriðin standa uppúr, fjölmenn og margbrotin, þar sem grimmdarlegu návígi með miðalda- vopnum hefur aldrei verið betur lýst. Örvahríðarnar eru ógnvænlegar, hermenn blóðidrifnir, óhijálegir og móðir. Gibson plantar áhorfand- anum niður á meðal þeirra og gerir hann að virkum þátttakanda í þess- ari sjö alda gömlu frelsisbaráttu. Er garpslegur að vanda í aðalhlut- verkinu og hefur sannað það eftir- minnilega að hann er einn af þeim útvöldu í Hollywood um þessar mundir. Jafnfær báðum megin myndavélarinnar. Annar listamaður sem setur sterkan svip á Frelsishetj- una er tónskáldið James Horner og kvikmyndataka Johns Tolls er hríf- andi. Leikarar í minni hlutverkum eru talsvert áhugaverður hópur og í það heila tekið skipar Frelsishetjan sér með bestu myndum ársins. Sæbjörn Valdimarsson Odauðleikinn í knöppu formi BÓKMENNTIR Skáldsaga SAGAN SEM HÉR FERÁ EFTIR eftir Cees Nooteboom. Kristin Waage þýddi. Prentun: G. Ben.-Edda. Vaka-Helgafell —125 síður. HOLLENSKAR bókmenntir eru ekki mjög kunnar utan heima- landsins en áhugi hefur vaknað á þeim. Á Bókastefnunni í Frankfurt í hittifyrra vora bókmenntir flæm- skumælandi þjóða í öndvegi og var mönnum tíðrætt um Hollendinginn Cees Nooteboom. Skáldsaga hans, Sagan sem hér fer á eftir, er nú komin út í áferðarfallegri íslenskri þýðingu og hann var meðal gesta Bókmenntahátíðar ’95. Sagan sem hér fer á eftir hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin 1993 og hefur verið þýdd á fleiri mál en algengt er. Hún var met- sölubók í Þýskalandi, enda er höf- undurinn í náðinni hjá hinum skel- egga bókmenntapáfa Marcel Reich-Ranicki. Það skal viðurkennt að ég kannast einkum við Noote- boom sem Ijóðskáld. Léttleiki í viðtali blaðamanns Independ- ent við Nooteboom segir hann sög- una fjalla um líf og dauða, ást og óendanleika (hvaða skáldsaga ger- ir það ekki?). Hann leggur áherslu á að skrifa af léttleika um efnið, kveðst vilja meðhöndta alvarleg málefni af léttleika. í upphafí kynnist lesandinn sögumanni sem ekki veit með vissu hvort hann er lifandi eða dauður. Byijunin er skemmti- lega tvísæ: „Ég hef aldrei haft óhóflegan áhuga á sjálfum mér en ekki er þar með sagt að ég gæti hvenær sem er hætt að hugsa um sjálfan mig, því er nú verr.“ Ljóst er að sögu- maður hefur orðið fyr- ir einhveiju áfalli og hugsar til fyrri daga, enda hefur höfundur- inn staðfest í fyrr- nefndu viðtali að svo sé. í staðinn fyrir hefðbundna eina sekúndu í slíkum tilvikum fær sögumaður tvær hjá Nooteboom. Þetta er sagan. Þótt Sagan sem hér fer á eftir sé ekki löng er hún ekki einföld. Hún er full af vísunum í bókmennt- ir og goðafræði. Ummyndanir róm- verska skáldsins Óvíds („Það verð- ur aldrei til annað eins tungumál og latína“), fljótið Styx og Sókrat- es eru meðal þess sem lesendur þurfa að kunna einhver skil á. Þrátt fyrir flókin tök og hugrenn- ingaflæði og jafnvel fræðileg rit- gerðabrot á köflum er sagan þó læsileg. Einkunnarorð fyrri hluta og síðari hluta sækir Nooteboom til frægðarmanna, Ad- ornos og Nabokovs. Ekki er ég viss um að venjulegir lesendur átti sig á „frumspeki- legum ásetningi" Ad- ornos, en Nabokov er auðveldari í lýsingu sinni á því hvernig málum sé varið: „ekki hin grimma þjáning sem fylgir líkamlegum dauða, heldur ólýsan- legur sársauki hins dularfulla flutnings frá einu tilverastigi til annars". Óvíd og verk hans, einkum Ummyndanir, hafa orðið mörgum samtímahöfundum söguéfni, næg- ir að minna á Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr. Sögumaður Sögunnar sem hér fer á eftir hefur umgengist Ummyndanir daglega og gert tilraun til að þýða þær og ætlar að halda áfram að þýða verk- ið. Óvíd og ævi hans eru rauður þráður sögunnar. Undir lokin birt- ist sá Óvíd sem rekin var í útlegð og sögumaður er í háspekilegum stellingum með allan menningar- Cees Nooteboom Málverka- sjming Astu Guðrúnar NÚ STENDUR yfír málverka- sýning Ástu Guðrúnar á vinnu- stofu hennar að Hallveigarstíg 7 í Reykjavík. Ásta Guð- rún er fædd 1959. Hún stundaði myndlist- arnám, fyrst í Myndlista- og handíða- skóla íslands árin 1977- 1980 en síðan við Central School of Art and Design í London 1980-1982 auk þess sem hún fór í námsferð til Parísar 1986. Ásta Guðrún fékk vinnu- stofuna á Hallveigarstíg fyrir rúmu ári og tíminn síðan hefur farið í að laga hana og mála þær myndir sem eru kjarni þessarar sýningar. í kynningu segir að „ferskur andblær hugmyndanna njóti sín í þroskuðu sérstæðu hand- bragði málarans". Sýningin stendur út nóvem- ber og er opin alla daga milli kl. 14 og 17. Tónleikar í Selfosskirkju ORGANISTI Fella- og Hóla- kirkju, Lenka Mátéová, leikur á orgel Selfosskirkju í kvöld og era það fjórðu tónleikarnir í röðinni. Lenka flytur þijár stórar orgelfantasíur þriggja tón- skálda frá 18., 19. og 20. öld: g-moll fantasían eftir J.S. Bach, Choral-fantasía nr. 2 í h-moll eftir C. Franck og Fant- asía eftir M. Kabelac. Tónlist augans SAMSÝNINGIN Tónlist aug- ans, sem opnuð var í tilefni dags heyrnarlausra, stendur nú yfir í Listhúsinu í Laugardal. Þar sýna Arnþór Hreinsson, Hákon O. Hákonarson, Sunna Davíðsdóttir og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Sýningin stendur til 6. október. arfinn á herðunum: „í speglinum sá ég í fjarska sjálfan mig sitja einan og mér varð hugsað til mannsins í Amsterdam, með ljós- mynd í höndunum, drauminn sem hann dreymdi þegar ég hugsaði til hans.“ Tveir menn. Einn maður. Hvor hugsar til hins? Er það maðurinn í Amsterdam sem hugsar til þess í Lissabon eða öfugt? Við vitum að sögumaður lagðist til svefns í Amsterdam og vaknaði í Lissabon. Persefóna (dauðagyðjan, yfir- vofandi dauði sögumanns) og Krító (ástin, gamalt ástarævintýri sögu- manns með nemanda sínum í Lissabon; lærisveinn Sókratesar hét Kríton) villa ekki á sér heimild- ir þegar hinn goðfræðilegi og um leið sögulegi skilningur er lagður til grandvallar. Við Krító var hægt að ræða ódauðleikann vegna þess hve ung hún var og segja henni sögu. Það virðist líka hafa tekist með hina mörgu lesendur höfundarins, hrifning þeirra er góðs viti og út af fyrir sig forvitnilegt að íhuga gengi skáldsagna sem leita fanga í rómverskri sögu í því skyni að segja mikilvæga hluti um samtím- ann. JÓhann Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.