Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ ( 10 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 ■W- -W-JÁLPRÆÐISHERINN m ■ er litrík alþýðuhreyfing. Sérstaða hans feist í því að hann er líknarhreyf- ing sem byggir á því að trúboð og líknarstarf er samofið lífí og starfi hreyfingarinnar. Hjálpræðisherinn á uppruna sinn í Englandi. í bókinni er fjallað um rætur hans þar. Fyrstu leiðtogar Hersins voru hjónin Catherine og William Booth, en þau mótuðu þann sérstaka stíl sem einkennt hefur Hjálpræðisherinn frá upphafi þar sem konur standa í forsvari jafnt og karlar. Höfundur kemst meðal annars að þeirri óvæntu niðurstöðu að hlutur Catherine Booth hafi síst verið minni en hlutur eiginmanns hennar. Við grípum niður í bókinni þar sem teningunum er kastað og ekki verður aftur snúið hjá þeim hjónum á þeirri braut sem lá að stofnun þessarar hreyfingar. Ljósm.: Þjóðminjasafn. CATHERINE Booth, eiginkona Williams Booth, WILLIAM Booth , hershöfðingi móðir Hjálpræðishersins. Hjálpræðishersins. Andinn tekur í taumana Þegar leið á seinni hluta 19. ald- ar sáu hugsandi menn að hreinrækt- uð fijálshyggja gat ekki þjónað sem siðferðileg réttlæting ríkjandi fé- lagslegs ástands. En eins og áður segir höfðu skuggahliðar iðnvæð- ingarinnar vakið vitund kirkjuleið- toga og leikmanna um það að krist- inn náungakærleikur krefðist þess að brugðist væri við eymdinni sem stór hluti verkalýðsins lifði í um miðja 19. öld. Andstæðumar í sam- félaginu báru vitni um himinhróp- andi ranglæti og það þurfti leiðtoga með andagift spámannsins til þess að sýna fram á að þetta ástand væri ekki óhjákvæmilegt. Auðstéttimar og betri borgarar óttuðust mjög byltingar alþýðunnar og sósíalismann. Það var almennt litið svo á að örbirgð sú sem þjak- aði verkalýðinn væri honum sjálfum að kenna og að eina ráðið til að bæta ástandið væri bætt líferni og iðjusemi einstaklinganna. Efling kristindómsins meðal alþýðunnar var því af mörgum talin eina leiðin til þess að bæta kjör alþýðunnar og tryggja reglu og siðgæði í samfé- laginu. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar við skoðum svið- ið þar sem William Booth haslaði sér völl. Ýmsir fylgdust með honum af áhuga en af mismunandi hvötum. Sumir öfunduðu hann því hann virt- ist geta það sem þeir höfðu gefist upp á, eða gátu ekki. Þeir sem misstu spón úr aski sínum, eins og kráareigendur og framleiðendur áfengis, hötuðu hann vegna þess að hann boðaði algert bindindi. At- vinnurekendur höfðu áhuga á þeim áhrifum sem frá boðun Booths staf- aði vegna þess að það var þeirra hagur að fá samviskusama og trausta verkamenn til vinnu. Lög- regluyfirvöld iitu vakningarsam- komur hans homauga vegna þess að þeim fylgdu oft í upphafi uppþot og óeirðir. Reynt var að hindra sam- komumar og jafnvel banna þær á þeim forsendum að þær æstu lýð- inn. Stjómmálamenn og þjóðarleið- togar sem fylgdust með í fjarlægð tóku helst eftir þeirri félagslegu aðstoð sem varð til í kjölfar vakning- arinnar. Einstaka auðmenn biðu átekta og vora tilbúnir að opna pyngjur sínar til að styðja við starf- ið þegar þeir sáu árangúr. Persónulegar aðstæður Booths í byijun sjötta áratugarins voru þann- ig að hann hafði brennt að baki sér brýr sem kennimaður innan Meþód- istakirkjunnar. Kirkjur og sam- komuhús meþódista vora lokuð fyr- ir honum þó svo um kenningarlegan ári upp á 100 ára starfsafmæli sitt á ís- landi. Af því tilefni hefur Pétur Pétursson, prófessor við Guðfræðideild Háskóla íslands, skrifað bók um sögu Hersins sem heitir Með himneskum armi. SIGURBJÖRN Sveinsson, Hólmfríður Hermannsdóttir, kona hans, og dóttir þeirra. ágreining hafi ekki verið að ræða. William Booth, eða réttara sagt eiginkona hans Catherine, hafði neitað að beygja sig fyrir valdi þeirr- ar greinar Meþódistakirkjunnar sem hann vann fyrir (The New Connecti- on). Hann hafði í staðinn valið sér starfsvettvang hins fijálsa umferð- arpredikara sem var að vísu óör- uggt lífsviðurværi, en bauð upp á nýja möguleika. Frá unglingsáram virðist það hafa verið hugsjón Will- iams Booths að verða vakningarp- redikari og áður en hann varð tví- tugur hafði hann vakið eftirtekt sem áhrifaríkur predikari, en nú stóð HALLDÓR Laxness þekkti vel Sigurbjörn Sveinsson, skáld Hjálpræðishersins. Fyrri hluti skáldsögu Hall- dórs um Sölku Völku ber nafnið Þú vínviður hreini, en það nafn skírskotar til hjálp- ræðissálms Sigurbjörns. Með ítarlegri umfjöllun um starf Hjálpræðishersins í þorpinu Óseyri við Axlarfjörð, má segja að Halldór verði á viss- an hátt sjálfur eitt af skáldum Iljálpræðishersins. HÖFUNDUR bókarinnar um Hjálpræðisherinn er dr. Pétur Pétursson, prófessor við guð- fræðideild Háskóla íslands. hann á tímamótum og vantaði verk- efni sem hæfði honum. Mál Booths kom upp á kirkju- þingi árið 1861 en sú samkoma hafði með málefni sem upp komu í söfnuði Booths að gera. Þar voru William Booth settir úrslitakostir, sem honum þóttu afarkostir, sem Úr nýjum bókum Hjálpræðisherinn á íslandi heldur á þessu hann yrði samt að taka. Hann mátti sem sagt ekki ferðast og halda sam- komur nema með samþykki yfír- stjórnar kirkjunnar. Catherine, eiginkona Williams, hafði þögul fylgst með umræðunum á ráðstefnunni af áhorfendapöllun- um, en þegar úrslitakostir voru sett- ir fram og maður hennar hikaði þá hélt hún ekki aftur af sér og kall- aði yfir fundarmenn það fleyga orð, sem segja má að sé fyrsta heróp Hjálpræðishersins - NEVER. Aldr- ei skyldi maður hennar þurfa að sætta sig við slíka afarkosti. Og við það sat. William Booth og kona hans yfirgáfu Meþódistakirkjuna sem fijálsir leikmannapredikarar með framtíðina fyrir sér sem alger- lega óskrifað blað. Segja má að þetta sé lykilatburður í sögu Hjálp- ræðishersins. Ef finna ætti eitthvert eitt atvik sem hrinti þeirri atburða- rás af stað sem leiddi til stofnunar Hjálpræðishersins þá var það þessi atburður, enda er honum oft haldið á lofti innan hreyfingarinnar þegar sögulegra atburða er minnst. Skáld Hjálpræðishersins í bókinni er fjallað ítarlega um komu Hjálpræðishersins til Islands og viðbrögð manna við honum. Starfshættir hersins vora alger nýj- ung fyrir íslendinga, enda mætti hann mótstöðu margra, og oft varð Hjálpræðishersfólk að skotsgæni í umræðum manna á meðal. í bók- menntum þjóðarinnar skipar Herinn veigamikinn sess, sérstaklega má nefna skáldsögu Halldórs Laxness, Sölku Völku, þar sem hann gegnir lykilhlutverki. Fyrsti hluti sögunnar heitir Þú vínviður hreini, en það heiti er sótt í sálm eftir Sigurbjörn Sveinsson, sem nefndur hefur verið skáld Hjálpræðishersins. í bókinni er fjallað um Sigurbjörn og þennan fræga sálm og í beinu framhaldi er Ijallað um hvernig Halldór Lax- ness nýtir sér þessar fyrirmyndir í bók sinni. „O, vínviður hreini“ Þennan vetur í Bolungarvík yrkir Sigurbjöm sálminn fræga: „Hinn sanni vínviður“ út frá Jóhannesar- guðspjalli, kafla 15, versunum 1-4. Þetta trúarljóð hefur Halldór Lax- ness gert frægt í skáldsögunni Sölku Völku, eins og fjallað verður nánar um hér á eftir. í núverandi útgáfu er sálmurinn örlítið breyttur frá því hann birtist upphaflega. Hér fylgir hann í frumgerðinni: 0, vínviður hreini, þú eilífi eini, Eg ein er sú greinin sem fest er við þig. I gleði og harmi, með himneskum armi Minn hjartkæri Jesú þú umvefur mig. Kór: Ei þvílíkan vínvið eg þekki, Sem þú, herra Jesú, ert mér. :,: Um eilífð eg sleppi þér ekki, Eg allur er samgróinn þér:,: 0, vínviður hreini, þú eilífi eini, Eg allan minn vökva og kraft dreg frá þér. Eg inn við þitt hjarta finn ástarlind bjarta, Minn elskaði Jesú, sem hugsvalar mér. 0, vínviður hreini, þú eilífi eini, Sem aldrei munt visna, eg held mér við þig. Nær blóðugur er svitinn og sárastur hitinn, í svalandi skugga þú varðveitir mig. Hér kemur trúarskáldið Sigur- björn Sveinsson fram sem þroskaðri trúmaður en í fyrri ljóðum sínum. Fórnarverk Krists á krossinum er ekki lengur eins og aðgöngumiði að paradísarsælu bemskunnar - ekki lengur eins konar tæki til að flýja inn í sæluna. Samsemdin við Krist er dýpri og hún hefur öðlast tilgang í sjálfri sér. Boðskapur ljóðs- ins er fyrst og fremst Kristsmiðlæg- ur. Gleði skáldsins yfir náttúrunni, birtu hennar, göfgi og tign er nú samþætt gleðinni í Kristi og frelsinu fyrir fómarverk hans. Náttúru- skynjun skáldsins og tilfínningin fyrir mætti náttúrunnar og dýrð nýtist skáldinu hér til að tjá trúar- traustið til Krists. Öll framtíðarvon skáldsins beinist nú að Kristi. Hann er ekki aðeins sá sem opnar dymar að paradís, hann er sjálfur dyrnar eins og segir í níunda versi tíunda kafla Jóhannesarguðspjalls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.