Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Val fólksins:
Lægsti finnan-
legi samnefnari
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VITALY Komar og Alexander Melamid.
VERK eftir Ilona Romule.
Leirlista-
vinnustofa
kynnt
JANOS Probstner stofnandi og
forstöðumaður kynnir vinnu-
stofuna, sem er í Kecskemét í
Ungverjalandi, á miðvikudaginn
kl. 16.30 í Myndlista- og hand-
íðaskólanum, Skipholti 1.
Janos er gestakennari við
skólann nú í janúar eins og
mörg undanfarin ár. Hann mun
ræða þá hugmyndafræði og
starfsanda sem hann byggir
kennslu sína á og þann jarðveg
og hreyfingu sem Alþjóðlega
leirlistavinnustofan spratt úr á
áttunda áratugnum.
Leirlistafólk frá fimm heims-
álfum hefur haft tækifæri til að
vinna saman í Kecskemét og
hver þátttakandi hefur skilið
eftir sig eitt listaverk í safni
vinnustofunnar. Anda vinnu-
stofunnar er lýst þannig í ný-
legri sýningarskrá: „í Kecske-
mét hefur verið unnið að því
hartnær í tuttugu ár að skapa
Museion í eiginlegri merkingu
orðsins; helgan stað þar sem
unnt er að nálgast uppsprettu
hugljómunar, þar sem gildi eru
varðveitt og heiðruð, þar sem
fullkomnun verka þeirra sem á
undan gengu er þeim nýkomnu
hvatning, þar sem safnið er í
þjónustu listsköpunarinnar".
MYNPOST
Kjarvalsstaðir/
Mokka
MÁLVERK/SILKIÞRYKK
Komar og Melamid. KjarvaLsstaðir:
Opið kl. 10-18 til 18. febr.: Aðgang-
ur kr. 300 (gildir á allar sýningar).
Mokka: Opið til 11. febrúar. Sýning-
arskrá: 550 kr.
VIÐ íslendingar teljum okkur
sæla þegar við komumst í snertingu
við heimslistina í gegnum þær er-
lendu listsýningar, sem hingað rata.
Hins vegar erum við óvön því að
verða á einhvern hátt hluti af alþjóð-
legri umræðu á þessu sviði, og þó
að við þráum alltaf landkynningu
er hún óviss fengur þegar við fáum
engu ráðið um þróun umræðunnar.
Þetta hefur þó gerst nú, og má
vænta þess að tvær sýningar Vitaly
Komar og Alexander Melamid hér á
landi um þessar mundir, tilurð
þeirra, inntak og afleiðingar eigi
eftir að vekja ýmsar spurningar um
íslenska jafnt sem alþjóðlega mynd-
list, þó að heimsókn listamannanna
og sú athygli, sem þeir hafa notið í
innlendum fjölmiðlum, hafi því miður
ekki enn beint umræðunni í þá átt.
Fyrst er að árétta, að þeir Komar
og Melamid eru meðal merkari lista-
manna samtímans, sem hingað hafa
komið. Þeir hafa verið framarlega í
hópi ögrandi listamanna allt frá því
þeir voru frumkvöðlar „Sots-listar“
1972 (en það var eins konar sovésk
útgáfa af pop-list) og síðan hinnar
alræmdu „Jarðýtu-sýningar" í Belja-
evo í Moskvu 1974. Röskleg viðbrögð
borgaryfirvalda (jarðýtur hindruðu
listamenn í að setja upp verk sín á
opnu svæði, og eyðilögðu þau flest
að lokum) vöktu i fyrsta sinn at-
hygli á þeirri staðreynd að undir yfir-
borðssælu opinberrar sósíalískrar
listar kraumaði eitthvað, sem var
andstætt fagnaðarerindi yfirvalda —
alveg eins og á vesturlöndum. - í
kjölfarið voru þeir félagar auðvitað
reknir úr samtökum listamanna.
1976 afsöluðu þeir sér sovéskum
ríkisborgararétti, og sóttu um að fá
að flytjast úr landi. Það leyfí fékkst
ári síðar (í millitíðinni höfðu þeir
stofnað eigið ríki („Trans-ríkið")
með eigin stjórnarskrá, stafróf,
tungumál, vegabréf, peninga
o.s.frv.), og þeir fluttu til ísraels en
síðan til Bandaríkjanna 1978, og þar
hafa þeir búið og starfað síðan.
Oft verða píslarvottar eins kerfis
hetjur meðal andstæðinganna, en
síðan fjarár undan áhuganum á því
sem þeir hafa fram að færa. Komar
og Melamid gátu vissulega byggt á
fyrri frægð, en þeir voru einnig fljót-
ir að gera sér grein fyrir nýjum
aðstæðum; Melamid sagði í viðtali
að tveimur vikum eftir að þeir komu
til Bandaríkjanna hafi þeir áttað sig
á að sem listamenn væru þeir hluti
af skemmtibransanum. Þeir byggðu
fyrstu árin mikið á and-stalínískri
fortíð sinni, en tóku síðan að stinga
á ýmsum kýlum allsnægtaþjóðfé-
lagsins, eftir því sem þeir kynntust
hinu nýja heimalandi betur.
Verkefnið „Val fólksins" var upp-
haflega ætlað til að hjálpa þeim til
að mála myndir eftir smekk ólíkra
þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum, en
munurinn milli hópa reyndist harla
lítill; þá létu þeir kanna sömu hluti
í Rússlandi og útkoman varð keim-
lík. „Val fólksins" hefur siðan undið
upp á sig, og og nú hafa kannanir
verið gerðar um „eftirsóttustu" og
„síst eftirsóttu“ listaverk í tólf lönd-
um, og fleiri í bígerð.
Hannes Sigurðsson listfræðingur
hefur haft veg og vanda af hlut ís-
lands í þessu öllu; fyrst með sam-
bandi sínu við listamennina, síðan
með samvinnu við Hagvang hf. um
gerð íslensku könnunarinnar og loks
með gerð fróðlegrar sýningarskrár
og uppsetningu sýninganna á Mokka
og á Kjarvalsstöðum. Þetta verk
skilur eftir sig fjölda spuminga sem
verður að svara með einum eða öðr-
um hætti - annað væri uppgjöf.
Fyrst ber að nefna að sjálf hug-
myndin, aðdragandinn, athygli fjöl-
miðla og umgjörðin eru aðalatriði,
en hin endanlegu málverk einfald-
lega rusl: hér hefur verið leitað að
lægsta finnanlega samnefnara, en
útkoman er móðgun við þann al-
mannasmekk sem verkin eiga að
lýsa. Þeir sem hafa litið á báða staði
hafa tekið eftir að „eftirsóttustu"
verkunum á íslandi og í Bandaríkj-
unum svipar mjög saman (og það
gildir einnig um verkin frá Frakk-
landi og Tyrklandi, sem eru aðgengi-
leg á Alnetinu) - vemmileg náttúru-
rómantík í óspjölluðu umhverfi - og
það er einfalt að segja að „síst eftir-
sóttu“ málverkin eru alls staðar af-
straktverk.
En þannig hlaut líka að fara.
Verkin eru unnin út frá „könnun-
um“, sem eru sama marki brenndar
og flestar kannanir á öðru en einföld-
um þekkingaratriðum: spurningar
og möguleg svör eru leiðandi, bæði
hvað varðar efnisval, orðalag og
röðun - og niðurstöðurnar því mjög
svipaðar alls staðar, og þær er hægt
að teygja og toga í endanlegri túlk-
un. Með þessu má segja að þeim
félögum hafi tekist að snúa könn-
unar-„vísindunum“ á hvolf: „Allar
skoðanakannanir eru risastór lygi“,
svo vitnað sé í orð Melamid.
Þó er hér að finna nokkur sann-
leikskorn, sem ráðamenn, fjölmiðlar,
listheimurinn - og ekki síst mennta-
kerfíð - geta ekki afneitað. Þar ber
fyrst að nefna almenna höfnun á
nútímalist, eins og hún hefur þróast
á 20. öld, sem skín út úr svörunum;
hvernig bregðast listamenn og aðrir
við því? Hefur allt þeirra verk þá
verið einskisnýtt hjóm, föndur á
vernduðum vinnustað?
Næst er að benda á nær glæpsam-
lega vanþekkingu á listafólki á þess-
ari öld, sem má lesa úr svörum við
spurningu nr. 39 (Picasso er óþekkt-
ur meðal 14% svarenda, 52% þekkja
ekki Louisu Matthíasdóttir, 57% ekki
Svavar Guðnason, og 72% þekkja
ekkert til Þórarins B. Þorlákssonar,
sem við teljum gjarna einn helsta
frumheija íslenskrar myndlistar);
hvað hefur menntakerfið sér til af-
sökunar? Eða þeir fjölmiðlar, sem
stæra sig af miðlun fræðslu og
menningarefnis? - Það er hætt við
að margir tækju a.m.k. andköf ef
hér væri verið að tala um samsvar-
andi nöfn í bókmenntasögunni.
Hneykslar þetta engan skólamann?
Eða ráðamann?
Þessi framkvæmd er þörf á marg-
an hátt: Hún heldur uppi spegilmynd
sem Islendingar verða að gangast
við. Þeir sem vilja hafna þessu munu
eflaust nöldra um léleg myndverk,
en þau eru aukaatriði. Hugmyndin
flettir óþyrmilega ofan af sjálfum-
gleði listheimsins sem og mennta-
hroka íslendinga; þetta er köld
vatnsgusa sem erfitt er að hunsa -
en það er samt líklegast að verði
niðurstaðan.
Eiríkur Þorláksson
Tær myndhugsun
Morgunblaðið/'Kristinn
JÓN Sigurpálsson: Rómverskar súlur.
MYNPLIST
Nýlistasaíniö
BLÖNDUÐ TÆKNI/
INNSETNINGAR
Jón Sigurpálsson/Guðmundur
Thoroddsen/Asta Ólafsdóttir.
Opið alla daga kl. 14-18 til 28. janúar.
Aðgangur ókeypis
HÚSNÆÐI Nýlistasafnsins er nú
sem oftar nýtt undir þijár sjálfstæðar
sýningar (auk gests í setustofu) lista-
fólks sem einkum vinnur með innsetn-
ingar og blandaða tækni, og falla þær
að þessu sinni vel saman og mynda
góða heild fyrir áhorfendur.
Jón Sigurpálsson
í forsal sýnir Jón Sigurpálsson nokk-
urn fjölda verka, sem í eðli sínu skapa
nokkrar samstæðar heildir. Kjarna
þess sem hér getur að líta setti Jón fyrst upp
á sýningu í Listasafninu á Akureyri síðia árs
1994, og fjallaði undirritaður um þá uppsetn-
ingu á sínum tíma og leist vel á.
Kjarninn í þeirri sýningu fólst í samspili
búta úr skrautlegum gylltum römmum, sem
þó afmörkuðu ekki neitt; þessi vandlega skipu-
lögðu brot listheimsins voru því í raun lítil-
sigld við hlið litríkra en viðkvæmra eggja-
skurna annars vegar og ryðgaðra, þungra en
sterkra járnfesta hins vegar.
Þessi atriði komast hér glögglega til skila,
en jafnframt bætir Jón nokkru við, bæði út
frá sama efnivið og með óskyldu verki. í eitt
horn salarins hefur hann fest sagaða ramma-
búta, sem hafa verið litaðir í sárið, þannig að
þeir fá á sig lífrænan blæ; síðan tekur við röð
smáverka, þar sem rammahiutar líkjast efsta
hluta af skrautlegum súlum, sem nefnast fjöl-
breytilegum nöfnum í tengslum við lilarfar
súlunnar, og vísa til ýmissa fyrirbrigða náttúr-
unnar. Hin fínlega litun súlnanna er hér í
hrópandi andstöðu við gyllingu rammaefnis-
ins, þar sem samræða listar og lífs er áfram
meginviðfangsefnið.
Báðum fylgir síðan fallvaltleikinn með nær-
tækum hætti; verkið “...Sjáðu mig í dag...“
er góð áminning um þetta, því glæstar vonir
eru ætíð sem glerhús, sem geta fallið við
minnsta áreiti.
Guðmundur Thoroddsen
Ferðalög og fjarlægar slóðir eru flestum
sælir draumar, sem aðeins rætast stöku sinn-
um og þá tímabundið; ferðahugurinn er þá
ætíð til staðar, reiðubúinn til að takast á við
nýja drauma. Guðmundur Thoroddsen hefur
látið slíka drauma rætast eftir því sem mögu-
legt er, en hann hefur verið í ferðalögum árum
saman, og segja má að verk hans hér tengist
slíkum draumum öðru fremur.
í þessum sjö samsetningum bera titlarnir
með sér löngun ferðarinnar, og form þeirra
vísa með ákveðnum hætti til lögunar báta sem
og hornafræði siglingarfræðanna, sem síðan
er staðfest af bútum úr sjókortum í verkunum.
Mest áberandi efniviður verkanna, tré og gler,
styrkja þessa ímynd enn frekar; renniskeið
bátsins kemur upp í hugann, og einstakar
aðstæður fararinnar verða ljóslifandi fyrir
ÁSTA Ólafsdóttir: „Boð“.
hugskotssjónum. Flest verkin ganga ágætlega
upp í þessu samhengi, en vert er að benda
sérstaklega á „Hugsað að Horni“ og „Stað-
vindatár" (nr. 3 og 6), sem fyrir listamannin-
um vekja væntanlega upp minningar fyrri
ferðalaga, en gætu verið efniviður drauma
flestra annarra.
Ásta Ólafsdóttir
Verk Ástu Ólafsdóttur má öðru fremur
skilja sem vegvísa hennar í endalausri leit
mannsins að skilningi á lífinu - „eins konar
vegabréf um tilveruna", eins og hún orðar það
sjálf í sýningarskrá.
Þessir þankar mynda grunninn að málverk-
um hennar, teikningum og innsetningum, sem
hér skapa órofa heild, þegar nánar er að gáð.
Á palli hefur listakonan sett upp þijú málverk
af einu af verkfræðiundrum náttúrunnar, lauf-
blaðinu, og hring tíðinda af þeim. Tilvísunin
í stutta sumartilveruna er hrein og bein, og
tengist einnig öðru atriði sem hún nefnir í
skránni: „Kyrrstaðan, þegar ekkert virðist
gerast, er ekki síður tíðindi.“
í efsta sal safnsins hefur listakonan sett
upp fjórar innsetningar, þar sem segja
má að samskipti manna séu í fyrir-
rúmi. Slík samskipti eru oft sterkust
þegar þau eru án orða, og verk eins
og „Vinarþel“ og „Boð“ bera ekki með
sér glamur og hávaða, heldur innileik
og jafnvel kímni, sem ætti að létta
brúnina á þeim sem hér koma til að
njóta kyrrlátrar og um leið ágengrar
listar, sem er óaðskiljanlegur hluti af
lífínu sjálfu.
í tilefni sýningar sinnar á sama stað
fyrir tæpum fjórum árum sagði Ásta
m.a. í sýningarskrá: „Mig langaði til
þess að búa til einföld og tær verk. Til
þess nota ég fersk efni sem ég dulbý
ekki. Viðurinn er ómálaður, leirinn er
án glerungs, lopinn er óspunninn. Um
verkin ieikur loft sem er kjarni þeirra."
Þessi viðhorf listakonunnar eru enn í
fullu gildi. Helst má tala um að nú sé
tærleikinn rneiri, rýmiskenndin virkari
og heildin sterkari; hér eru á ferðinni
verk listakonu i öruggri þróun á sínu sviði.
NinaJvanova
í setustofu safnsins er að þessu sinni uppi
eins konar heimildasýning ungrar rússneskrar
listakonu um gjörning, sem hún framkvæmdi
í Reykjavík og nágrenni fyrir rúmum mánuði.
Þá lagði Nina út frá einum þeirra hluta sem
hafa komið henni á óvart hér á landi, þ.e. gesta-
bókinni. Hún kom hundrað gestabókum og
pennum fyrir á ákveðnum (kortlögðum) stöð-
um, og vitjaði þeirra aftur eftir tíu daga. Endur-
heimtur voru rýrar, og er athyglisvert að skoða
þær bækur sem enn voru til staðar, sem og
ljósmyndir sem tengjast framkvæmdinni.
Glöggt er gests augað, segir máltækið, og
er bæði gaman og nöturlegt að íhuga árang-
urinn hér - annars vegar fjör þeirra sem skrif-
uðu í þær bækur sem skiluðu sér og hins
vegar eyðileggingarhvöt þeirra sem gátu ekki
séð hinar (76%) í friði.
Það er gaman að koma í Nýlistasafnið þessa
dagana, og rétt að hvetja sem flesta til að
skoða þær sýningar sem þar eru nú uppi.
Eiríkur Þorláksson