Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Allsherjarnefnd Alþingís víll gera breytingar á skaðabótalögum
Margföldunarstuðull
hækki úr 7,5 í 10
SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður
allsherjarnefndar, segist telja að
þessi breyting feli í sér mikilvæga
réttarbót fyrir tjónþola.
Allt frá því skaðabótalög tóku
gildi árið 1993 hafa verið deilur
um lögin. Tvisvar sinnum hefur
nefnd sérfræðinga verið falið að
gera úttekt á lögunum. I fyrra-
haust skiluðu Gestur Jónsson
hæstaréttarlögmaður og Gunn-
laugur Claessen hæstaréttardóm-
ari ítariegu nefndaráliti sem inni-
hélt drög að frumvarpi til breyt-
inga á skaðabótalögum. Frum-
varpsdrögin gerðu m.a. ráð fyrir
að allar bætur yrðu reiknaðar sam-
kvæmt fjárhagslegu mati, en nú-
gildandi lög styðjast einnig við
læknisfræðilegt mat. Þetta nefnd-
arálit hefur valdið deilum og hafa
fulltrúar tryggingafélaganna m.a.
haldið því fram að lögfesting frum- -
varpsins leiði til þess að iðgjöld
hækki um 50%.
Lögin endurskoðuð
Allsherjarnefnd hefur í vetur
fjallað ítarlega um tillögur tví-
menninganna. í greinargerð með
frumvarpinu segir að nefndin telji
að of mörgum spurningum sé enn
ósvarað til að hægt sé að hrinda
í framkvæmd öllum þeim tillögum
sem tvímenningarnir hafa lagt
fram. Hún leggur því til að dóms-
málaráðherra verði falið að skipa
nefnd til að yfirfara skaðabótalög
í heild sinni. Gerð er tillaga um
að nefndin skili áliti eigi síðar en
í október 1997.
Auk þess að hækka margfeldis-
stuðulinn leggur nefndin til að
gerð verði breyting á grein sem
fjallar um bætur til tekjulausra
einstaklinga. Núverandi lög gera
ráð fyrir að engar bætur verði
greiddar þegar miskastig er innan
við 15%, en nefndin vill að þetta
hlutfall verði 10%.
Míkilvæg réttarbót
„Breytingin snýr að þeim sem
hafa atvinnutekjur og hljóta varan-
lega örorku því að reiknireglan
hefur engin áhrif á þann hóp sem
er tekjulaus, en hann fær bætur
eftir læknisfræðilegu örorkumati.
Hækkunin á stuðlinum úr 7,5 í 10
þýðir 33% hækkun á varanlegri
örorku og þar með samsvarandi
hækkun á skaðabótum. Hér er því
um mjög mikilvæga réttarbót að
ræða fyrir tjónþola," sagði Sólveig.
Sólveig sagði að ekki væri óeðli-
legt að lögin væru endurskoðuð
nú þó að þau væru ekki nema
tæplega þriggja ára gömul. Áður
hefðu engin skaðabótalög verið til
heldur eingöngu verið farið eftir
dómafordæmum og læknisfræði-
legu örorkumat. „Með lögunum
verða miklar breytingar og það
hefur komið fram ákveðin gagn-
rýni, einkum á margföldunarstuð-
ulinn. Það er ekki óeðlilegt að það
komi fram gagnrýni á svona nýja
löggjöf. Þá hefur líka í millitíðinni
fallið dómur í Hæstarétti sem
breytir forsendum lag-
anna. Nefndin hefur því
sameiginlega komist að
þeirri niðurstöðu að það
sé rétt að hækka stuðul-
inn.
Það sem snýr fyrst og
fremst að löggjafarvaldinu er að
setja sanngjarnar regiur um skaða-
bótarétt. Nefndin vonast auðvitað
eftir  að þessar breytingar leiði
Allsherjarnefnd hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um breytingar á skaðabóta-
lögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að marg-
földunarstuðull laganna verði hækkaður úr
7,5 í 10 og að skipuð verði nefnd til að
endurskoða lögin. Nefndinni er ætlað að
ljúka störfum eigi síðar en í október 1997.
Sójveig
Pétursdóttir
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Sigmar
Armannsson
Skammur fyr
irvari á gildis
töku veldur
vanda
vegna er gefinn ákveðinn aðlögun-
artími varðandi gildistöku þessara
breytinga," sagði Sólveig.
Reiknað er með að mælt verði
fyrir frumvarpinu í næstu viku.
Þar sem það er flutt af þingnefnd
þarf það ekki að fara fyrir nefnd
milli umræðna og á þess vegna að
geta fengið fljóta afgreiðslu.
Stuðullinn ætti að vera 12
„{ frumvarpinu felst auðvitað
viðurkenning á því, þótt seint sé,
að margföldunarstuðull þessara
laga hefur verið of lágur
allan tímann. Auðvitað
ber að fagna því að mál-
ið skuli hreyfast með
þessum hætti núna,"
segir Jón Steinar Gunn-
laugsson, hæstaréttar-
lögmaður, um frumvarp til laga
um breytingu á skaðabótalögun-
um.
ekki til hækkunar iðgjalda og þess
„Á  tillögunni  eru  hins vegar
tveir stórir annmarkar. Stuðullinn
MorgunbJaðið/Júlíus
hefði átt að verða 12 en ekki 10
ef farið hefði verið eftir áliti sér-
fræðinganna sem Allsherjarnefnd
hafði sjálf fengið til að fjalla um
það. Breytingin þyrfti líka að taka
gildi strax enda helgast sú aðferð,
sem þarna er farin, af því að verið
er að tryggja til bráðabirgða skap-
legár bætur á því tímabili sem það
tekur að fjalla um skaðabótarétt-
inn í heild sinni í þessari nefnd,
þ.e. fram til október 1997. Þess
vegna er alveg óásættanlegt að
það ástand eigi fyrst að komast á
eftir þrjá og hálfan mán- ________
uð í viðbót. Að fólk eigi
eftir að slasast í þrjá og
hálfan mánuð í viðbót
með algjörlega ófull-
nægjandi bótum.
Ástæðan fyrir þessum
tveimur annmörkum á þessari til-
lögu er hagsmunaþrýstingur frá
vátryggingafélögunum sem að
þingmenn hafa þá látið undan með
þessum hætti. Mér er þó kunnugt
Fagna endur-
skoðun
skaðabóta-
réttar
um að formaður Allsherjarnefndar
hefur lagt sig fram um að koma
málinu áfram en hún er þar auðvit-
að ekki ein að verki. Þetta með
gildistökuna er sérlega ámælisvert
í ljósi þess að frá vátryggingaeftir-
litinu liggur fyrir álit um það að
þessi breyting á lögunum, sem
þarna er lögð til, skapi enga þörf
á hækkun iðgjalda í bílatrygging-
um," sagði Jón Steinar. „Ég fagna
því í sjálfu sér að það eigi að taka
skaðabótaréttinn til heildstæðrar
athugunar og að stefnt sé að því
að þeirri athugun ljúki á næsta
ári," sagði Jón Steinar Gunnlaugs-
son.
Óþörf millilending
„Við erum auðvitað sæmilega
sáttir, eins og íslenskir bifreiðaeig-
endur ættu allir að vera, með að
Allsherjarnefnd skuli ekki hafa
farið eftir tillögum Gests og Gunn-
laugs heldur mælt fyrir um heilda-
rendurskoðun laganna eins og við
höfðum lagt til. Okkur finnst hins
vegar þessi millilending algjörlega
óþörf enda hefði endurskoðun á
lögunum í heild ekki þurft að taka
lengri tíma en svo að ný skaðabóta-
lög kæmu til framkvæmda um
næstu áramót," segir Sigmar Ár-
mannsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra tryggingafé-
laga, um niðurstöðu Allsherjar-
nefndar.
Hann tók fram að tillögur Gests
Jónssonar, hæstaréttarlögmanns,
og Gunnlaugs Claessen, hæstarétt-
ardómara, hefðu haft í för með sér
stórfellda hækkun iðgjalda enda
hefðu tillögurnar gert ráð fyrír að
stuðull laganna yrði allt að 17-fald-
ur. „Við röktum fyrir Allsherjar-
nefnd fjölmörg dæmi um að tjón-
þolar myndu hafa miklu meiri ráð-
stöfunartekjur eftir slys en fyrir
samkvæmt tillögunum. Nefndin
hefur greinilega fallist á þau sjón-
armið því ekki er tekið tillit til til-
lagnanna heldur gert ráð fyrir að
stuðuliinn hækki úr 7,5 í 10. Með
því að hækka skaðabætur vegna
líkamstjóna umtalsvert má ætla
að það hafi áhrif á iðgjöld, a.m.k.
til lengri tíma litið, en engan veg-
.inn jafn mikið og tillaga tvímenn-
inganna gerði ráð fyrir.
Skammur fyrirvari á gildistöku
laganná veldur vátryggingafélög-
unum vandræðum enda krefjast
þau iðgjalda ári fyrirfram en breyt-
ingin á að taka gildi 1. júlí í sum-
ar'. Við höfum minnt á að eðlilegan
aðdraganda og umþóttunartíma
þyrfti vegna svona breytinga og
höfum í því sambandi talað um að
ár væri ákjósanlegur tími," sagði
Sigmar. „Ekki má heldur gleyma
því að gildandi skaðabótalög eru
engin ólög. Við höfum t.a.m. tekið
eftir því að þeir, sem orðið hafa
fyrir slysum áður en lögin tóku
gildi, hafa viljað láta þau gilda
fyrir slysauppgjör sitt," bætti hann
við.
Hann sagði að sér litist mjög
vel á að farið yrði yfir skaðabóta-
lögin í heild sinni. „Þegar
skaðabótalögin voru sett
var tekin sú ákvörðun að
hafa stuðulinn tiltölulega
lágan en önnur bótaúr-
ræði kæmu ekki til frá-
dráttar skaðabótunum.
Ef hins vegar verið er að hækka
stuðulinn án þess að taka tillit til
annarra bóta leiðir af sjálfu sér
að farið er út í hreinar ógöngur."
Undir-
skrifta-
söfnun í
Langholti
HÓPUR sóknarbarna úr Langholts-
sókn hefur hafið undirskriftasöfnun
undir yfirskrift um að nauðsynlegt
sé að séra Flóka verði veitt lausn
frá^ störfum.
Ákvörðun um undirskriftasöfn-
unina var samkvæmt fréttatilkynn-
ingu tekin á áttatíu manna fundi
sem haldinn var í félagsheimilinu
Þróttheimum nýlega.
Frá því var skýrt í gærkvöldi,
að annar hópur innan sóknarinnar
hefði sent út yfirlýsingu þar sem
sóknarbörn eru vöruð við að rita
nöfn sín á undirskriftalistann. í
yfirlýsingunni er vísað til þess að
málið sé í höndum Bolla Gústavs-
sonar vígslubiskups.
Séra Flóki Kristinsson vildi ekki
tjá sig um málið í gær.
Fimm í hörð-
umárekstri
MJÖG harður árekstur varð á mót-
um Hjallabrautar og Miðvangs í
Hafnarfirði um kl. 13 í gær. Barn
í bílstól var flutt á slysadeild til
rannsóknar, en að sögn lögreglu
var talið að meiðsli þess, sem og
annarra, væru lítil.
Þrír voru í öðrum bílnum og tveir
í hinum. Fólkið kvartaði um eymsli
og mar, en meiðslin voru talin lítil.
Bílarnir skemmdust báðir mjög
mikið.
Ragnhildur Óskarsdóttir,
Róska.
Andlát
RAGN-
HILDUR
ÓSKARS-
DÓTTIR
RAGNHILDUR     Óskarsdóttir,
Róska, er látin í Reykjavík, 55 ára
að aldri.
Róska fæddist í Reykjavík 31.
október árið 1940 og ólst þar upp.
Foreldrar hennar eru Óskar B.
Bjarnason og Sigurbjörg Emilsdótt-
ir. Hún á tvær yngri systur, Borg-
hildi sem er myndlistarkona og
Guðrúnu sem er lyfjafræðineur á
Höfn.
Róska hefur átt við veikindi að
stríða frá unglingsaldri. Hún stund-
aði listnám á ítalíu og í Tékkóslóv-
akíu á sjöunda áratugnum og hefur
helgað líf sitt listum, aðallega
myndlist og kvikmyndagerð. Síð-
ustu þrjátíu árin hefur hún að mestu
verið búsett í Róm. Róska var tví-
gift. Fyrri eiginmaður hennar var
Gylfi Reykdal og eignuðust þau
árið 1963 soninn Höskuld Harra
sem hún lætur nú eftir sig. Eftirlif-
andi eiginmaður Rósku er Manrico
Pavalettoni frá ítalíu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52